Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING ÍÞRÓTTIR SUNNUDAGS- BLAÐ Flestir vilja haustkosningar Allt bendir tilþess að kosið verði tilAlþingis íhaust. Ólafur G. Einarssonþingflokksformaður Sjálfstœðismanna: Þykirþað líklegt. Ingvar Gíslason: Ekki kappsmál en erum tilbúnir Af ummælum forystumanna í stjórnarflokkunum er nær víst að efnt verði til þingkosninga þegar í haust, jafnvel ekki síðar en um miðjan september. Mikill áhugi er meðal Sjálfstæðismanna á kosningum og Framsóknarmenn segjast tilbúnir í kosningar þó það sé þeim ekki kappsmál að kjósa fyrr en í vor. „Þetta hefur verið rætt í þing- flokknum og við eigum eftir að ræða þetta frekar. Þessi mál verða að ráðast í rólegheitum. Mér heyrðist menn frekar vera inni á þessu og teldi heppilegast að það næðist sem breiðust sam- staða milli þingflokkanna um þetta. í dag þykir mér líklegra að haustkpsningar verði ofan á,“ sagði Ólafur G. Einarsson for- maður þingflokks Sjálfstæðis- manna í samtali við Þjóðviljann í gær. Þingflokkur Framsóknar- flokksins ræddi um hugsanlegar haustkosningar á fundi sínum á fimmtudag og sagði Ingvar Gísla- son þingmaður flokksins í gær að menn væru ekki mjög trúaðir á kosningar en þeir gerðu sér grein fyrir þessum möguleika og væru tilbúnir í slaginn. „Ég vil frekar að það skerist í odda með stjórn- arflokkunum um fjárlagastefn- una en menn ákveði nú þegar kosningar í haust," sagði Ingvar. Vilhjálmur Egilsson formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna lagði í gær fram tillögu á fundi SUS um að sambandið óskaði eftir haustkosningum. „Það er sama við hvern maður talar, ungan sem gamlan í hvaða flokki sem er, menn virðast vera á einu máli um nauðsyn haustkosninga,“ sagði Vilhjálm- ur. -Ig- Sjá nánar Innsýn um vœntanlegar haustkosn- ingar. Laugardagsblað bls. 5. Myndbirtingar Listahátíð Tvennt Lokahelgin ólíkt Dagskránni lýkur um helgina Skýring ritstjóra DV á eltingarleiknum við Hermann Björgvins- son Athygli hafa vakið myndbirt- ingar DV af Hermanni Björgvins- syni, þeim er ákærður hefur verið í okurmálinu. Ekki er liðinn mán- uður siðan ritstjóri DV, Ellert B. Schram, ávítaði fjölmiðla harð- lega fyrir myndbirtingar af þeim Hafskipsmönnum. Hann gagnrýndi að menn skyldu með þessum hætti verið hafðir til sýnis án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Þjóðviljinn hafði tal af ritstjóranum og spurði hann hvers Hermann Björgvinsson ætti að gjalda. „Þetta er alls ekki sambæri- Iegt,“ svaraði Ellert. „Annars vegar er um að ræða mann sem búinn er að taka við ákæru og liggur fyrir að búið er að höfða mál gegn. Hins vegar er um að ræða menn sem ekki einu sinni er búið að ákæra. Þetta er tvennt ólíkt.“ -G.Sv Nú fer í hönd lokahelgi Lista- hátíðar og lýkur því þeirri menn- ingarhátíð að sinni. I dag er opn- uð yfirlitssýning á verkum Svav- ars Guðnasonar og í Háskólabíói syngur breska sópransöngkonan Margaret Price mcð Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. A morgun leikur Vínar- strengjakvartettinn í Gamla bíói, en á mánudaginn hefst listapopp í Laugardalshöll. Þar leika frægar og upprennandi erlendar sem innlendar poppsveitir bæði á mánudagskvöld og þriðjudags- kvöld sem er sjálfur þjóðhátíð- ardagurinn. Madness, Fine Yo- ung Cannibalds, Lloyd Cole and the Commotions, Simple red, Grafík, Rikshaw, Greifarnir og trúbadúrinn Bjarni Tryggva troða upp á þessari einni um- fangsmestu popphátíð fslands- sögunnar. Síðan er ballið búið nema að myndlistarsýningarnar standa áfram. Picasso og „Reykjavík í myndlist" til 27. júlí, Karl Kvar- an til 29. júní og Svavar Guðna- son til 20. júlí. Menn létu nú ekki smá rigningu raska ró sinni við Elliðaárnar í gær. Ljósm: Ari Elliðaárnar Byrjunin lofar góðu Síðan laxveiðin hófst í Elliða- arnir eru í góðu meðallagi og þyk- ið í árnar. Vegna rigninga voru ánum 10. júní s.l. hafa að meðal- ir mönnum þessi byrjun lofa góðu árnar nokkuð gruggugar í gær. tali 8-10 Iaxar fengist á dag. Lax- því talsvert mikil ganga hefur ver- -G.Sv. Indónesía Hver stenst það? Jakarta — Sá sem stendur lengst, stenst það. Um er að ræða keppni í því að standa kyrrir sem lengst og vonast er til að sett verði heimsmet. Keppendur eiga að standa sem lengst grafkyrrir án þess að eta eða drekka, „svo Iengi sem þeir geta staðist það“, eins og einn af forráðamönnum keppninnar orðaði það. „Þeir mega blikka og anda en þeir verða að vera í sómasamlegum fötum,“ bætti hann við. IH/Reuter Mývatn Öndum fækkar Um 7 þúsund andapör eru nú á Mývatni. Þetta mun vera þúsund færra en í fyrra, samkvæmt ný- loknum fugiatalningum líffræð- inga. En Mývatn er sem kunnugt er eitt frægasta andasvæði í ver- öldinni. Öndum hefur fækkað á Mý- vatni frá árinu 1983, þegar talin voru um 12 þúsund pör á vatninu. Fæðuskortur á því ári leiddi til fækkunar sem haldið hefur áfram síðan þá. Skúfendur eru flestar and- anna, en húsönd, hávella og toppönd þarnæst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.