Þjóðviljinn - 14.06.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Page 2
A Frá Skólaskrifstofu Kópavogs Kennarar Kennara vantar til almennra kennslustarfa. Þá vantar og handmennta- og heimilisfræðikenn- ara. Húsvörður Laust er til umsóknar starf húsvarðar við Hjalla- skóla Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrif- stofu Kópavogs, Digranesvegi 12. Umsóknar- frestur er til 24. júní n.k. Skólafulltrúi FRETTIR Lágt verð og gæði ítalskir eldhússtólar og borð úr beyki Borð m/stækkun qa v qn i cn om iv A QRf) - oU X OU i DU SIIl. ■ Stóll 1 \l ■ J.v/OU> kr. 1.950.- FURUHÚSÍÐ HF. 1 SUÐURLANDSBRAUT 30 S-687080 l DJðÐVIIJINN blaðið sem vitnað /'A' ^ UMFERÐARMENNING ^ STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. IUMFERÐAR RÁÐ Wfffi J'í ... mteim ' r -->• Sólveig Georgsdóttir, forstööumaöur Listasafns ASÍ. Spennandi verkefni segir Sólveig Georgsdóttir nýráðinn forstöðumaður Listasafns ASÍ Eg hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni og er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Listasafn ASÍ er í senn þjónustu- og fræðslustofnun og ég tel að það hafi mikilvægu hlutverki að gegna eins og aðrar menningar- stofnanir sem öflugt mótvægi gegn hverskyns lélegri afþrey- ingu, sagði Sólveig Georgsdóttir, sem nýlega var ráðin forstöðu- maður Listasafns ASÍ. Sólveig er á förum til Banda- ríkjanna eftir rúma viku en mun taka við starfinu í ágúst. Hún hef- ur unnið sem safnkennari að und- anförnu, en menntun sína hlaut hún í Svíþjóð. Þaðan lauk hún fil. kand. prófi í þjóðháttafræði, með listfræði og fornleifafræði sem aukagreinar. Við spurðum Sól- veigu hvort reynsla hennar sem safnakennari myndi nýtast í hinu nýja starfi: „Já, það má segja að þetta sé útvíkkun á því og margt er skylt með þessum störfum. Ég hef mikinn áhuga á að vera með fræðsluefni og dagskrár í tengsl- um við sýningar bæði inni á safn- inu og á farandsýningum. Slík fræðsla ætti bæði að geta verið fyrir börn og fullorðna, en til þessa hefur starf mitt að mestu verið með börnum,“ sagði Sól- veig. Inæstu viku mun Sólveig sitja fundi með stjórn safnsins og þá verða gerðar áætlanir um sýning- ar í sumar og haust. „Safnið hefur skyldur við eigendur sína, sem eru launþega- samtök, og það verður spennandi verkefni að gegna þeim skyldum,“ sagði Sólveig að lok- um. Stéttarsambandið Búvöruinnflutningur til hersins verði stöðvaður Ekki hœgt að unaþvíað varnarsamningurinn teljistœðri íslenskum lögum Við eigum að mótmæla því mjög eindregið að aðrir en ís- lendingar hafi lögsögu á Keflavík- urflugvelli. Ef varnarsamningur- inn telst æðri íslenskum lögum þá eigum við að segja honum upp eða óska endurskoðunar. Þannig fórust Ingimar Sveinssyni frá Egilsstöðum orð í umræðum á aðalfundi Stéttar- sambandsins um kjötinnflutning- inn til Keflavíkurflugvallar. Fyrir aðalfundinum lágu álykt- anir frá ýmsum bændafundum þar sem harðlega var gagnrýndur innflutningur á búvörum til hers- ins á Keflavíkurflugvelli. Auk þess léki á þrálátur orðrómur um stórfellt smygl á kjöti til landsins og út af flugvellinum. Sauðfjár- bændur í Árnessýslu telja að sá orðrómur gefi tilefni til lögreglu- rannsóknar. Áþekkar ályktanir bárust t.d. frá Áustur- Húnvetningum og Dalamönn- um. Af þessu tilefni samþykkti Stéttarsambandsfundurinn álykt- un, þar sem harðlega er mótmælt „öllum hugmyndum um innflutn- ing á búvörum, sem unnt er að framleiða í Iandinu og telur það óhagkvæma og hættulega stefnu. I því sambandi bendir fundurinn á lög um varnir gegn búfjársjúk- dómum. Jafnframt krefst fundurinn þess að innflutningur á kjöti og fleiri búvörum til varnarliðsins verði þegar í stað stöðvaður vegna smithættu. Þá skorar fund- urinn á stjórnvöld að herða enn frekar tollgæslu vegna gruns um smygl, m.a. á kjötvörum.“ í umræðum um ályktunina benti Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum m.a. á að við ætt- um að sækja þetta mál á þeim grundvelli, að smithætta stafaði af þessum innflutningi. -mhg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júní 1986 Þróunarfélagið Davíð hafnað Ný stjórn Þróunarfélags ís- lands var kjörin á framhaldsaðal- fundi félagsins í gær. Stjórnar- kjörið var eina atriðið á dagskrá fundarins, en vegna ágreinings var ákveðið að fresta því á síðasta aðalfundi. Fundurinn í gær stóð aðeins í 12 mínútur. í stjórn félagsins voru kjörnir þeir Jón Sigurðarson, Guðmund- ur G. Þórarinsson, Ólafur B. Thors, Ólafur Davíðsson og Dag- bjartur Einarsson. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans höfðu iðnrekendurnir Víglundur Þor- steinsson og Davíð Scheving Thorsteinsson mikinn hug á því að koma þeim síðarnefnda á nýj- an leik inn í stjórn Þróunarfélags- ins, en hann rauk sem kunnugt er úr stjórninni, ásamt Herði Sig- urgestssyni, vegna flokkspóli- tískra afskipta forsætisráðherra. Hugmyndinni um Davíð Sche- ving var fálega tekið, bæði af framsóknarmönnum og hóf- samari sjálfstæðismönnum. Það mun hafa komið í hlut Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins að taka af skarið með þeirri niðurstöðu sem að framan greinir. G.Sv. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.