Þjóðviljinn - 14.06.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Side 3
FRÉTTIR Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins Loðin niðurstaða Opnarþó leið fyrir veiðar Hvals hf. ísumar. Halldór Asgrímsson telur engin vandkvæði á sölu hvalafurða tilJapan Sú niðurstaða sem fékkst af þessum fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins er nokkuð loðin en hindrar það ekki að mínu mati að hvalveiðar verði stundaðar í sumar við ísland," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra í samtali við Þjóðviljann í gær. Fundi ráðsins sem haldinn var í Malmö, lauk í gær og var sam- þykkt málamiðlunartillaga varð- andi hvalveiðar í vísindaskyni. í þeirri tillögu er vísað til 8. greinar stofnsamnings ráðsins sem segir til um afdrif hvalafurða. Tillagan hvetur aðildarþjóðir til að nota hvalkjöt fyrst og fremst til stað- arneyslu, þ.e. hérlendis, hvað ís- lendinga varðar. Hún er þannig nokkuð óljós hvað varðar það hvalkjöt sem verður afgangs þeg- ar innanlandsmarkaður hefur verið mettaður. Þannig mun Hval hf. nú vera opin leið til að selja hvalafurðir til Japan eins og gert hefur verið undanfarin ár. Það sem hugsanlega gæti sett strik í reikninginn væri ef Japanir keyptu ekki af okkur kjöt. Nú er í gangi rekistefna fyrir bandarísk- um dómstólum sem snýst um Packwood/Magnusson sam- komulag sem svo er nefnt. Um- hverfissverndarsamtök með Grænfriðunga í broddi fylkingar hafa kært til dómstóla notkun Bandaríkjastjórnar á fyrrnefnd- um samningi. I samkomulagi Bandaríkjamanna og Japana er kveðið á um að Japanir fái að veiða í bandarískri lögsögu með því skilyrði að þeir dragi mótmæli sín við hvalveiðibanni Alþjóða- hvalveiðiráðsins til baka. Náttúr- uverndarsamtök halda því fram að stjórnin geti ekki gert slíkt samkomulag án samráðs við Styrkir Páll Valsson fékkstyik Hinn 6. júní sl. var veittur styrkur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Páll Valsson. Páll vinnur nú að kandidatsritgerð um skáldskap Snorra Hjartar- sonar. Þar mun fjallað um ein- Áburðarverksmiðjan Mikil ólga hefur verið meðal starfsmanna Áburðarverk- smiðju ríkisins undanfarna daga eftir að fréttist að segja ætti upp 20 starfsmönnum í kjölfar skipu- lagsbreytinga í verksmiðjunni. Áður hafði 6 starfsmönnum verið sagt upp störfum og mótmæltu starfsmenn þessu ráðslagi á fundi sínum í fyrradag. Trimmdagar Dæmi um áhrif þjálfunar v, & Þjóðviljinn minnir á Trimm- dagana á Jónsmessu, 20. til 22. júní. Föstudagurinn 20. júní er dagur leikfiminnar, 21. júní er dagur sundsins og 22. júní er dag- ur gönguferða og skokks. Ahrif þjálfunar á líkamann eru margvísleg. Þar má nefna. - Hún dregur úr háum blóð- þrýstingi. - Hún stuðlar að hægari hjart- slætti, auknu sláttarmagni hjart- ans og dregur úr líkum á hjarta- sjúkdómum. - Hún styrkir bein, liðamót og vöðva. - Hún bætir útlitið og dregur úr þunglyndi. - Hún dregur úr streitu og seinkar öldrunareinkennum. - Hún stuðlar að hægari andar- drætti og lægri hvíldarpúlsi. þingið og málið er nú fyrir Hæst- arétti Bandaríkjanna. Niður- stöðu er að vænta innan þriggja vikna. Ef Grænfriðungar vinna málið má búast við að Japanir hætti að kaupa hvalkjöt, segja náttúruverndarsmtök. Halldór Ásgrímsson er hins vegar ekki á sama máli. „Niður- staða dómsins mun hafa lítið að segja fyrir okkur," sagði hann í samtali við Þjóðviljann í gær. Það verður hins vegar forvitnilegt að sjá niðurstöðu dómsins. „Mér finnst persónulega að mörg náttúruverndarsamtök hafi sett nokkuð niður á fundi Al- þjóðahvalveiðiráðstefnunnar, þar sem þau hafa áheyrnarfull- trúa. Nokkrir þeirra hafa troðið sér inn í sendinefndir smáríkja og var einn þeirra látinn víkja úr fundarsal á ráðstefnunni. Mál- flutningur nokkurra þessara full- trúa hefur ekki orðið náttúru- verndarsjónarmiðinu til fram- dráttar. Mér sýnist að við íslend- ingar höfum haft jákvæð áhrif á Alþjóðahvalveiðiráðið frá því að við gengum inn í það. Frá þessu sjónarhorni séð tel ég að hafi náðst jákvæður áfangi á þessum fundi," sagði Halldór Ásgríms- son. Akranes Abl. og Framsókn saman Málefnasamningur samþykktur íflokk- unum á mánudags- kvöldið Félagsfundur Alþýðubanda- lagsins á Akranesi og fulltrúaráð Framsóknarflokksins hafa lagt blessun sína yfir meirihlutasam- starf flokkanna. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að þessir flokkar starfi saman í meirihluta næstu fjögur árin, en á síðasta kjörtíma- bili voru flokkarnir saman í minnihluta. Ingimundi Pálssyni bæjarstjóra hefur verið beðið að gegna þeirri stöðu áfram og er búist við að hann svari því boði nú einhvern næstu daga. gg kenni Ijóða Snorra og hvaða ný- mæli hann hefur fært inn í óslitna hefð íslenskrar Ijóðagerðar. - Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors er eign Háskóla íslands og í skrifstofu hans fást minningarkort sjóðsins. Starfsmenn mót- mæla uppsögnum Að sögn stjórnenda verksmiðj- unnar er ástæða uppsagnanna af tæknilegum toga, þ.e. aukin sjálfvirkni og það að starfrækslu trésmíðaverkstæðis á að hætta í haust. Starfsmenn hafa eins og áður mótmælt uppsögnunum harðlega og er búist við frekari fundahöldum eftir helgi. Skóla lokið og nemendur eru á ferð og flugi um allt land. Blaðamaður Þjóðviljans hitti þessa krakka á Þingvöllum í síðustu viku. Það var rigningarsuddi en krakkarnir létu það ekkert á sig fá. Þeir voru úr grunnskólanum á Ólafsvík og voru búin að vera á faraldsfæti frá því í vikubyrjun. Höfuðborgin hafði verið skoðuð og einnig uppsveitir Árnessýslu og nú voru þau stödd á sögusviði Þjóðveldisaldar. Það var búið að vera ofsalega gaman og ekki minnkaði ánægja þeirra þegar þau fréttu að ef til vill birtist mynd af þeim í Þjóðviljanum. Það halda okkur engin bönd, sögðu þau, klifruðu yfir keðjuna og drifu sig upp í rútuna sem hélt með þau á vit nýrra ævintýra. Mynd Sáf. RIKISUTVARPIÐ Ríkisútvarpið Hijóðvarp minnir á, að skiiafrestur í verð/aunasamkeppn/ þess um hijóðvarpsieikrit er tii 15. september nœstkomandi. Verkin sku/u senc//eikiistardei/d Hijóðvarps, pósthóif 120, í ums/agi merktu Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins 1986. Verkin eiga að vera undirduinefniog réftnafn höfundar að fyigjameð í tokuðu ums/agi Leikrifin sku/u vera frumsamin, hvergihafa verið birt áður ogmiðað við að þau séu40-60mínútur í ftutningi. Fyrstu verðtaun í samkeppninni verða ekkiiœgrien kr. 200.000, en a/is hefur dómnefnd kr. 350.000 tii ráðstöfunar. RIKISUTVARPIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.