Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Albert verður að fara í stjórnmálum hefur Albert Guömundsson oftlega teflt á tæpasta vaö. En hann hefur til þessa notið lýðhylli, sem nær langt út fyrir þann stjórnmálaflokk sem hann hefur kosiö sér aö vettvangi. Það er rétt aö minna á, aö hann hefur oft sýnt mun meiri skilning á bágum kjörum þeirra sem miður mega sín í þjóðfé- laginu, en flestir flokksfélaga hans. Þannig er vert aö minna á vasklega framgöngu hans í málefnum aldr- aöra, á meöan hann var virkur í borgarstjórn Reykja- víkur. Það hefur aldrei veriö lognmolla í kringum mann- inn. Oft hefur um hann gustaö, og þegar kaldast hefur blásið stóö vindurinn jafnan úr hans eigin flokki. En hann hefur sömuleiðis sætt höröum árás- um frá vinstri, ekki síst hér í Þjóðviljanum, því sú stefna sem hann hefur rekiö og framganga hans í ýmsum málum hefur aö mati vinstri sinna þótt stór- lega ámælisverö. En einsog knattspyrnukappinn, sem ungur vann sér og þjóð sinni orðstír á erlendum völlum hefur stjórnmálamaöurinn Albert Guömunds- son hingaö til staðið af sér veöur öll válynd. Nafn hans hefur síöasta misserið tengst Haf- skipsmálinu, vegna þess að hann var stjórnarfor- maður fyrirtækisins frá 1979-1983, og jafnframt for- maöur bankaráðs Útvegsbankans 1981-1983. En sem kunnugt er var Hafskip stærsti viðskiptavinur Útvegsbankans. Kröfur hafa áöur komið fram um þaö, meöal annars hér í blaöinu, aö Albert Guö- mundsson segi af sér ráðherradómi meöan Haf- skipsmálið er í rannsókn. Ráðherrann hefur hins- vegar staðiö gegn öllum slíkum óskum. Nú hafa veður hins vegar skipast á þann veg, að Albert Guömundssyni er alls ekki lengur sætt sem ráðherra í ríkisstjórn íslands. Ástæöan eru upplýs- ingar sem hafa komið fram í blööum síðustu daga. I viötali viö Þjóöviljann upplýsir ráöherrann, sem á þingi í vetur sagðist hafa lagt öll spilin á boröiö, að hann heföi þrátt fyrir allt þegið að gjöf utanlandsferð frá Hafskip fyrir sig og konu sína. Einungis þessi viöurkenning er nóg til aö varpa skugga á allar fyrri yfirlýsingar ráöherrans um málið, vegna þess aö hann var búinn að neita því að nokkrar greiðslur hefðu farið frá fyrirtækinu til hans. Þessi viður- kenning veldur því, að erfitt veröur að órannsökuöu máli að meta hvort aðrar yfirlýsingar ráðherrans í málinu eru réttar. í Helgarpóstinum er jafnframt upplýst um greiðslu til Alberts Guömundssonar aö upphæð 117 þúsund krónur. Albert staðfestir aö greiöslan hafi átt sér staö, og heldur fram aö þar hafi verið um afslátt á frakt fyrir fyrirtæki sitt aö ræða. Þessar upplýsingar eru þess eðlis að kröfur um rannsókn á hlut Alberts í málinu hljóta að.fá nýtt gildi. í annan staö kemur furðulegt minnisleysi fram í viötali Þjóðviljans viö Albert Guömundsson. Þannig man þessi fyrrverandi formaöur stjórna Hafskips og Útvegsbankans ekki hvort Hafskipslánin hafi veriö lögð fyrir bankaráðið eöa ekki. Hann man ekki heldur eftir hinni miklu aukningu lána Útvegsbankans til Hafskips, og heldur því blák- alt fram aö hann hafi ekki vitað um hana. Er þetta trúverðugt? Þetta er þeim mun furðulegra þegar haft er í huga að bankaráðsformaðurinn Albert Guð- mundsson hafði um nokkurra ára skeið skrifstofu á sömu hæð í bankanum og einmitt bankastjórarnir. Albert brestur líka minni til að muna nákvæmlega hvenær hann fór í boðsferð sína til Nissa, á kostnað Hafskips. Hann telur það hafa verið 1984 eða 1985. Ferðin var þó boð vegna sextugsafmælis hans sem var 1983. Hann man heldur ekki hvað ferðin kostaði fyrir þau hjónin. Minnisleysi ráðherrans á mikilvæg atriði Haf- skipsmálsins er vægast sagt undarlegt. Þær upplýs- ingar sem koma fram í Þjóðviljanum og Helgarpó- stinum, og fyrr er til vitnað, eru sömuleiðis þess eðlis að tengsl Alberts Guðmundssonar við Haf- skipsmálið fá nýja vídd. Annað tveggja verður því að gerast: á meðan rannsókn málsins fer fram verður Albert Guðmunds- son að segja af sér, eða Steingrímur Hermannsson að biðjast lausnar fyrir hann. Þróun mála síðustu daga hefur einfaldlega orðið sú, að ríkisstjórn með Albert Guðmundsson innanstokks er ekki lengurtrú- verðug. Hann verður að hverfa úr henni uns rann- sókn Hafskipsmálsins er lokið. - ÖS LJOSOPIÐ Mynd: Einar Ól. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjori: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þon/aldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjori: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.