Þjóðviljinn - 14.06.1986, Side 7

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Side 7
Laugardagur 14. júnf 1986. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA Hinn aldni meistari - Svavar Guðnason og tvö verka hans. Listahátíð Verk Svavars Guðnasonar Yfirlitssýning í Norræna húsinu Það er óhætt að segja að veg- ur myndlistarinnar sé ekki látinn liggja milli hluta á þess- ari Listahátíð. Sjálfur Picasso á Kjf valsstöðum, og þarer einnig að finna fjölbreytta en nokkuð misjafna sýningu á Reykjavík í myndlist. Karl Kvaran er í Listasafni (slands og nú bætistvið yfirlitssýning á verkum eins af okkar merk- ustu málurum á þessari öld, Svavars Guðnasonar. Sýningin er framlag Norræna hússins til Listahátíðar og hefur undirbúningur hennar verið mik- ill og vandaður. Tekist hefur að ná í verk Svavars bæði hér heima og erlendis. Sýningarnefndin sem í sátu Knut 0degárd forstjóri Norræna hússins, Olafur Kvaran listfræðingur, Robert Dahlmann Olsen arkitekt og Hannes Páls- son bankastjóri, setti sér það markmið að sýna listrænan feril Svavars með sérstakri áherslu á fimmta áratuginn, sem var mikil- vægt skeið í listrænni þróun Svav- ars. Gefinn verður út vandaður katalógur, þar sem er að finna auk mynda og ávarps Knuts Odegárds, tvær greinar um Svav- ar. Gamall félagi hans frá Kaupmannahafnarárunum Ro- bert Dahlmann Olsen skrifar grein sem hann kallar Nokkrir áfangar í list Svavars Guðna- sonar. Þar rekur hann ævi Svav- ars og þróunarferil hans sem myndlistarmanns og leitast við að varpa ljósi á áhrifavalda á list Svavars og skilgreina þá mynd- listarstrauma sem lágu í loftinu á mótunarárum Svavars Guðna- sonar. Hin greinin er eftir Per Hov- denakk listfræðing og safnvörð í Danmörku og nefnist Svavar Guðnason og straumar í list samtímans. Þar fer hann í saumana á hræringum í myndlist á fjórða og fimmta áratugnum, sem voru nauðsynleg forsenda fyrir myndlistarmenn eins og Svavar Guðnason, sem lagði fram ríkulegan skerf til þróunar í norrænni myndlist og er í hópi þeirra íslenskra myndlistar-1 manna sem hvað stærst nafn hafa skapað sér í alþjóðlegum mynd- listarheimi. í Norræna húsinu eru í kjallara sýnd 40 olíumálverk frá árunum 1938-80, en í anddyri 5 stórar pastelmyndir frá sjötta áratugn- um. Auk þess er að finna í bóka- safni hússins bækur og skrá um greinar og ritgerðir sem skrifaðar hafa verið um list Svavars. Síðast var yfirlitssýning á verk- um Svavars árið 1960. Hér hefur því vaxið úr grasi heil kynslóð sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að kynnast list Svavars Guðnasonar, með þeim hætti sem nú gefst. Því er þessi sýning í senn mikill listviðburður og kærkomin þeim sem vilja kynna sér þróunina í íslenskri myndlist þessarar aldar. -pv 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.