Þjóðviljinn - 14.06.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 14.06.1986, Side 16
Þjóðviljinn Goodman láftinn Hinn frægi klarinettuleikari og hljómsveitarstjóri Benny Good- man lést úr hjartaslagi á heimili sínu á Manhattan í gær. Tónlist Goodmans er mörgum íslendingum kunn ekki síst vegna komu hans á Listahátíðina 1980. K.Ól./Reuter Landsbókasafnið Gamalt handrit Kortesar um ferð Sigurður Hjartarson, kennari, fann gamalt íslenskt handrit um herferð Kortesar til Mexíkó, ritað 1806 af Halldóri Jdkobssyni, sýslumannií Strandasýslu Hvalur Bátamir útá sunnudag Vísindamenn komnir tillandsins. 120hvalir veiddirísumar. Tveir af hvalbátum Hvals hf munu leggja á veiðar nú á sunnu- dag. Er undirbúningur í fullum gangi þessa dagana og streyma vísindamenn að erlcndis frá. Stefán Andrésson, starfsmaður Hvals hf., sagði við Þjóðviljann í gær, að bátarnir færu út nú á sunnudagskvöld. Er ráðgert að veiða um 80 langreyðar og 40 sandreyðar í sumar, sem er u.þ.b. helmings fækkun frá því í fyrra og bara brot af þvt sem veitt var fyrir þrem til fjórum árum. Töluvert af erlendum vísinda- mönnum eru komnir til Islands vegna vísindaveiðanna en auk þeirra munu íslenskir vísinda- menn taka þátt í rannsóknunum. Veiðarnar núna verða alfarið undir stjórn vísindamannanna og hafa þeir yfirumsjón með því hvernig að þeim er staðið og geta látið hætta veiðunum er þeir óska þess. Undanfarin ár hafa japanskir starfsmenn unnið afurðirnar og sagðist Stefán búast við að svo yrði einnig í ár. Sjá bls.3 ~Saf Fundist hefur gamalt íslenskt handrit um herför Kortesar til Mexíkó á Landsbókasafninu, rit- að af Halldóri Jakobssyni, sýslu- manni í Strandasýsiu á fyrstu árum 19. aldar. Handrit þetta er einnig til stytt og endurskrifað af Gísla Konráðssyni frá því um 1850. Sigurður Hjartarson, kennari í MH, fékk styrk úr Vísindasjóði upp á 150 þúsund krónur til að kanna ritunarsögu þessara hand- rita og búa handrit Halldórs undir prentun. Fer hann til Se- villa á Spáni í haust og hefur á- kveðið að eyða næsta ári í þetta verk. Að sögn Sigurðar hefur Hall- dór Jakobsson líklega haft tvær fyrirmyndir að sögu sinni, ann- arsvegar bókina Hin sanna saga landvinninga í Nýja-Spáni eftir Bernal Díaz, liðforingja í her Kortesar, og Sögu landvinninga í Mexíkó eftir de Solís, sem var sagnaritari Filippusar IV. Spán- arkonungs og var hún útgefin 1651. Sigurður stefnir að því að handrit Halldórs verði klárt til út- gáfu árið 1992 en þá er 500 ára afmælis komu Kólumbusar til Ameríku minnst um víðan heim. Sjá viðtal við Sigurð Hjartar- son í helgarblaði Þjóðviljans.Sáf Hrepparnir Kosið í dag í dag fara fram hreppstjórnar- kosningar í landinu og er kosið í 163 hreppum. í langflestum þeirra er kosið óhlutbundinni kosningu, en í 19 þeirra er um listakosningu að ræða. Á kjör- skrá eru tæplega 19.000 manns. Arbœr Arekstur Harður árekstur varð í gær- morgun á gatnamótum Suður- landsvegar og Selásbrautar í Ár- bænum. Stór amerískur bfll ók aftan á smærri bifreið sem fór í veg fyrir hann. Bifreiðin sem ekið var á kastaðist út af veginum og urðu ökumaður hennar og far- þegi fyrir nokkrum meiðslum. Munu þau ekki vera alvarleg. Listapopp ‘86 Stórtónleikar í Höllinni 4 heimsþekktar stórhljómsveitir ogfulltrúar íslenska poppsins úr öllum landsfjórðungum ástórtónleikum íLaugardalshöll 16. -17. júní. Markið ersettá fjöruga og vímuefna- lausa tónleika 4breskar heimsþekktar stór- hljómsvcitir sækja ísland heim um næstu helgi og taka þátt í stórtónleikum Listapopps '86 í Laugardalshöll á mánudaginn 16. og þjóðhátíðardaginn 17. júní Þetta eru stórhljómsveitirnar Lloyd Cole and the Commotions, Simply Red, Madness og Fine Young Cannibals. Þá koma einn- ig fram á tónleikunum 4 íslenskar hljómsveitir og hljómlistamenn úr öllum landsfjórðungum. Hljómsveitin Grafík frá ísafirði, Greifarnir frá Ilúsavík, söngvar- inn Bjarni Tryggva frá Neskaup- stað og Rikshaw frá Reykjavík. Aðstandendur hátíðarinnar sem Listahátíð og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur standa á bakvið segja að fullur hugur sé á að halda áfram með slíkar popphátíðir, takist vel til með þessa hátíð. Hún sé því próf- steinn á framhaldið og miklu skipti að vel takist til. Þvf sé lögð megináhersla á að hátíðin verði vímuefnalaus og hópur unglinga hefur unnið að skreytingu í Höll- inni og verður við gæslustörf á tónleikunum. Reiknað er með að selja um 9000 miða á tónleikana og höfðu á fjórða þúsund miðar þegar selst í gær. Miðaverði er stillt í hóf og kostar 800 kr. inn á hvora hljóm- leikana. —lg- Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík er fulltrúi Norðurlands á Listapoppi '86. Mynd-Ari. UX- LÍFSNAUÐSYNLEG OLÍA „Þessi yfirlýsing er einskis virði“ Formaður Starfsmannafélags Þjóðviljans: Fráleittað notafólk svona í viðkvæmri deilu Þessi yfirlýsing er að mínu mati einskis virði því þetta mál hefur aldrei verið rætt á meðal starfs- manna þessara deilda og í dag hef ég heyrt á fólki að það er óánægt með að vera notað með þessum hætti í viðkvæmri deilu manna úti í bæ, sagði Ingólfur Hjörleifsson formaður Starfsmannafélags Þjóðviljans er hann var inntur álits á yfirlýsingu sem fjölmiðlum var send í gær í nafni starfsmanna nokkurra deilda Þjóðviljans. í fréttatilkynningu sem rit- stjórn barst í gær segir: „Vegna blaðaskrifa að undanförnu um óánægju ritstjórnar Þjóðviljans með hugsanlega ráðningu Svav- ars Gestssonar sem ritstjóra, vill annað starfsfólk taka fram að það harmar þessi viðhorf og býður Svavar velkominn til starfa á ný. Starfsfólk skrifstofu, auglýsinga- deildar, prentsmiðju og af- greiðslu Þjóðviljans." „Það segir að mínu mati nokkra sögu um virði þessarar yf- irlýsingar að enginn starfsmanna deildanna treysti sér til að skrifa nafn sitt undir hana,“ sagði Ing- ólfur Hjörleifsson formaður Starfsmannafélags Þjóðviljans að síðustu. - v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.