Þjóðviljinn - 08.08.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Blaðsíða 7
SUÐURLAND Sagan talar við hvert fótmál þegar farið er um sveitir Suður- lands. Þar er að finna staði sem marka djúp spor í söguna og ör- nefni sem einatt koma fyrir þegar gluggað er í fornar bækur, trúar- legs jafnt sem veraldlegs eðlis. Á ferð Þjóðviljamanna um þennan fagra landshluta varð ekki hjá því komist að skynja þennan forna anda en þó urðu áhrifin mest þeg- ar komið var í hlað á Skálholti. Þar er ekki einasta að finna elsta höfuðból kristninnar í landinu heldur eitt hið elsta um Norður- lönd öll því atburðir ollu því að íslendingar urðu kristnir fyrstir norrænna þjóða. Fyrsti biskupinn Teitur hét maður Ketilbjarnar- son, sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum. Hann byggði fyrstur manna bæ í Skálholti á milli tveggja mann- skæðra vatnsfalla. Sonur hans var Gissur hvíti sem bar kristni til ís- lands og hans sonur, íslejfur, varð fyrstur biskupa á íslandi árið 1056. Jörðin var síðar gefin undir biskupssetur með þeirri kvöð að þar skyldi ríkja biskup meðan kristni héldist í landinu. Bisk- upsstóll var í Skálholti samfellt í hálfa 8. öld eða fram til 1796. Þá höfðu Móðuharðindi dunið yfir og dómkirkjan rifin en stóll og skóli fluttur til Reykjavíkur. Fyrsta bókin prent- uð í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prent- smiðja um skeið á seinni hluta 17. aidar og prentaði hún fyrstu forn- ritin hér á landi. í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var hérlendis. Biskupa- annálar voru ritaðir í Skálholti og þar var íslenskum handritum safnað í fyrsta sinn hér á landi í fræðilegum tilgangi. Brynjólfur Sveinsson settist í biskupsstól 1639 og var hann eins og kunnugt er mikill unnandi íslenskra fræða, safnaði mörgum dýrmætum handritum og sendi í vörslu til Kaupmannahafnar. Fleiri menn- ingarpostula má nefna sem sátu í Skálholti: Finn Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu íslands og Jón Vídalín, einn mælskasta kennimann á íslandi fyrr og síð- ar. Síðastur biskupa sem sat í Skál- holti var Hannes Finnsson. Hann hvarf þaðan áður en hann sleppti biskupsdómi en við honum tók Geir Vídalín sem telst síðastur Skálholtsbiskupa enda þótt hann sæti aldrei staðinn. Við upphaf 19. aldar var svo stóllinn aflagður í Skálholti og fluttur til Reykja- víkur eins og áður sagði. Örlög réðust í Skálholti Merkir atburðir hafa margir orðið á þessu höfuðbóli kristninnar á Islandi. Gissur jarl Þorvaldsson og Órækja, sonur Snorra Sturlusonar elduðu grátt silfur í Skálholti er sá síðarnefndi vildi hefna fyrir víg föður síns. Þar munaði litlu að til stórorrustu drægi en Sigvarði Þéttmarssyni biskupi tókst að koma á griðum. Frægur atburður varð í Skál- holti er bændur réðust heim að setrinu og létu reiði sína bitna á Jóni Gerrekssyni biskupi, sem þeir stungu í poka og drekktu í Brúará. Þar stóð eitt sinn stærsta norræna timburkirkjan Skálh ' ! Skálholtskirkja gnæfir yfir staðinn, formföst bygging teiknuð af Herði Bjarnasyni fyrrum húsameistara ríkisins. Ljósm. Sig. „Allgöfugastur bærá öllu lslandi“ sóttur heim og gluggað ísögulegar heimildir Því hefur verið haldið fram að Skálholtskirkja sé eitt besta tónlistarhús landsins. Undanfarnar helgar hafa verið haldnir þar Bachtónleikar og voru listamennirnir að undirbúa sig í grasinu þegar Ijósmyndari smellti af þeim mynd. Ljósm. Sig. Kirkjugrunnur hinna fjögurra kirkna Skálholts. Grunnur númer 4 er að núver- andi kirkju en stærsti grunnurinn er að grunni miðaldakirkjunnar og sést vel hvers konar feiknarbygging hún hefur verið. Ljósm. Sig. Síðast en ekki síst má nefna endalok kaþólskunnar á íslandi, en hún endaði skeið sitt sem landstrú þar á staðnum eins og hún hafði byrjað. Þangað var Jón Arason biskup á Hólum fluttur í böndum ásamt sonum sínum og þeir höggnir. Merkar fornminjar í gömlum bókum segir frá því að Páll biskup Jónsson, sem sat í Skálholti 1195-1211, hafi látið gera sér steinkistu þá er hann var í lagður eftir andlát sitt. Hafa áhugamenn um uppgröft og gamlar minjar eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar að finna steinþróna góðu. Og þeim varð að ósk sinni þegar farið var að undirbúa byggingu núverandi Skálholtskirkju árið 1954. Þá komu dr. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður og aðstoðarmenn hans niður á kistu Páls biskups og fundu þar beinagrind hans, furðu heila og húninn af bagli hans. Telst það án efa einn merkasti þjóðminjafundur í landinu fyrr og síðar. Risastór timburkirkja Þegar ákveðið var að reisa nú- verandi kirkju að Skálholti fóru áður fram ítarlegar fornleifa- rannsóknir, enda kom í ljós að allar kirkjur í Skálholti höfðu staðið á sama grunni. Rannsóknirnar leiddu okkur fyrir sjónir hve stórkostlegt guðs- hús hefur staðið þar á miðöldum. Elsta kirkjan, sem reis um daga Páls biskups, var um 50 metrar að lengd en til samanburðar má nefna að núverandi kirkja er 3o metrar að lengd! Þetta var staf- kirkja úr timbri og er talin hafa verið mesta timburkirkja Norð- urlanda á sinni tíð. Þegar þetta mikla hús varð eldi að bráð reisti Brynjólfur biskup Sveinsson tals- vert stærri kirkju en nú stendur í í Skálholti. Áður en núverandi guðshús reis stóð lítil sóknar- kirkja í Skálholti og í engu sam- ræmi við glæsileik hinnar fornu frægðar á staðnum. Risið úröskustónni Mörgum hafði runnið til rifja hve Skálholtsstaður hafði látið á sjá þegar leið fram á 19. og 20. aldirnar. Staðurinn drabbaðist niður eftir að stóll og skóli höfðu verið fluttir til Reykjavíkur og fyrir bragðið hafa eflaust margar minjar og merkar orðið möl og ryði að bráð. Árið 1949 var stofn- að sérstakt félag til að vinna að endurreisn Skálholtsstaðar. Fyrir forgöngu þess var hafist handa um að reisa glæsilega kirkju þar árið 1956, en þá voru 900 ár liðin frá því biskupsdómur var stofn- aður í Skálholti. Kirkjan er kross- kirkja, eins og þær sem þar stóðu á velmektarárunum. Hörður Bjarnason fyrrum húsameistari teiknaði húsið, sem er 30 metra langt en 24 metrar á hæð frá gólfi til turns. í kjallara eru svo graf- hýsi Skálholtsbiskupa og minja- safn. Fyrir nokkrum árum reis á fót lýðháskóli í Skálholti og má þar með segja að kristnihald og ver- aldleg uppfræðsla sé á ný komið heim að Skálholti. Óbrotgjarn minnisvarði Ekki eru miklar líkur á að Skál- holt verði nokkurn tíma á ný sú miðstöð valds og andlegra fræða sem á árum áður. Kjarni lær- dómsins hefur flust úr guðshús- unum yfir í háskólana og kjöt- katlar valdsins hitna ekki lengur á biskupssetrum. En Skálholt hef- ur engu að síður miklu hlutverki að gegna og ekki ómerkari en staðurinn hafði áður. Þar eiga nú- tímamenn og framtíðar að geta bergt af minningabrunninum og til þessa „allgöfugasta bæjar á öllu íslandi“ eiga vonandi sem flestir eitthvað að sækja. -v. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. ágúst 1986 Föstudagur 8. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA SUÐURLAND HúsakynniöllíSkálholtierureisulegeinsogveraberámerkisstað. Hérsjáum við bústað prests en í baksýn byggingar lýðháskólans. Ljósm. Sig. Hjá Sláturfélaginu færðu allt í grillveisluna og að auki fylgja hér 7 ^jlVsStek.&Gríllí abascc g§»»asasaiss!Mw ... C»|f»ohUW nokkur heilræði um steikingu á teini Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og medisterpylsurnar okkar vinsælu, kol, grillolíu, ótal tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem þarf til að útbúa girnilega grillveislu. Heilræði um steikingu á teini Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að smyrjateininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið er gott að skera í aðeins stærri bita en kjötið svo það verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á líka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið - annars ofþornar hann og skorpnar. Best er að nota grillolíu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS G0TT FÓLK / SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.