Þjóðviljinn - 08.08.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Blaðsíða 9
SUÐURLAND Skrýna piltanna sem urðu úti á Mælifellssandi árið 1868. Þórður setti fjalirnar saman sem þá höfðu legið úti á sandinum í eina öld. Ljósm. Sig. við tókum í notkun árið 1954,“ segir Þórður og sýnir okkur með stolti áttæringinn alkunna. Skrínan góða Við göngum með safnverði um húsakynni og einnig utan dyra. Þar hafa á síðustu árum verið að rísa hús sem hvert með sínum hætti leiða nútímamanninn í allan sannleika um hvernig húsakynni forfeðra hans voru að allri gerð. Fyrir utan sjálft safnahúsið eru þar 7 gömul torfhús og eitt allveg- legt timburhús. Dálítill vísir að hverfi, eins og Þórður kemst hó- gværlega að orði. Um er að ræða gamlan bæ sem myndaður er úr einstökum húsum frá ýmsum stöðum en nýjasta húsið, endur- reist árið 1984, er skemma frá Gröf í Skaftártungu, en hún var byggð árið 1840. Árið 1868 urðu fjórir menn úti á Mælifellssandi, en þeir voru á leið í ver. Einn þeirra var Þorlák- ur Jónsson frá Gröf í Skaftár- tungu. Lík mannanna fundust ekki fyrr en 10 árum síðar. 100 árum eftir þennan vofveiflega at- burð á Mælifellssandi hafði Er- lingur Filippusson grasalæknir frumkvæði að því að menjar þar á sandinum yrðu hirtar og annaðist Árni Halldórsson lögfræðingur það verk. Og við gefum Þórði orðið: „Árni kom hingað til mín með ýmsa muni af sandinum, m.a. hálfan karlmannsjakka úr vað- máli og hálft smjörstykki, illa lyktandi. En hann kom með fleira. Þar á meðal voru fjalir úr skrínu sem mennirnir höfðu haft meðferðis. Þær setti ég saman og hér höfum við skrínuna góðu til minningar um þennan hörmung- aratburð,“ segir Þórður um leið og hann ber gripinn út fyrir vegg til myndatöku. Þórður Tómasson sýnir blaðamönnum verklag fyrri tíma. Ljósm. Sig. Sýslumannshúsið Efst í brekkunni fyrir ofan Byggðasafnið gefur að líta reisu- legt timburhús. Það er frá árinu 1878, reist að Holti á Síðu af Árna Gíslasyni sýslumanni á Kirk jubæj arklaustri. „Sýslumaður reisti þetta hús af myndarskap í Holti en þar hafði hann nokkurn rekstur. Húsið er þiljað innan með viði úr möstrun- um á St. Pauli, frönsku spítala- skipi sem strandaði á Meðal- landsfjöru undir lok síðustu aldar. Þetta hús hefur verið vand- að að allri gerð, endá talinn hæfi- legur mannabústaður í 98 ár því þar var búið allt fram til ársins 1976. Þar bjuggu síðast 3 kyn- slóðir sömu ættar, síðast Siggeir Björnsson í Holti og á undan honum faðir hans og afi“. Mörgu bjargað Þórður Tómasson í Skógum er einn þeirra manna sem hafa lagt fram ómetanlegan skerf til varð- veislu íslenskrar menningar með starfi sínu. Ef ekki hefði verið fyrir tilverknað hans og annarra líkra, sem hófust handa fyrir 30- 40 árum væri stærstur hluti minja frá síðustu öldum orðinn möl og ryði að bráð. „Það sem ýtti á okkur hér eystra að hefjast handa um 1950 að safna saman áhöldum og öðr- um munum úr menningar- og atvinnusögu okkar var einmitt sú staðreynd að flest af þeim lá undir skemmdum. Hins vegar er enn margt ógert og draumur minn einn er sá að fá að taka nið- ur fjósbaðstofu á Heiðarseli á Síðu og endurreisa hér að Skógum," segir hinn síungi bar- áttumaður Þórður Tómasson um leið og við kveðjumst. -v. SEBRA Rúmdýnur eftir máli. Þú dregur línurnar við vinnum úr þeim Póstkröf u þjón usta RAÐSETT RAÐSETT eru sófasett sem hægt er að raða upp á óteljandi vegu. Hér að ofan eru aðeins tvö dæmi af mýmörgum. heimalist Síöumúla 23 — sími 91-84131. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.