Þjóðviljinn - 08.08.1986, Síða 8
____________SUÐURLANP____________
Skógar undir Eyjafjöllum
Skrínan lá úti
í eina öld
Litið við að Skógum undir Eyjafjöllum og rætt við Þórð
Tómasson, hinn síunga og ötula baráttumann fyrir
varðveislu menningararfsins undir Eyjafjöllum
FERÐAFOLK
Aö gefnu tilefni skal þaö tekiö fram aö Húsa-
dalur í Þórsmörk er öllum opinnl!
Næg tjaldstæði og skálapláss fyrir hendi.
Verið velkomin.
PARA
DÍS
Laufskógum 18
Hveragerði
Blóma- og gjafamarkaöur
kerti, serviettur, leikföng,
gjafavörur, skreytingar o.fl..
LÍTIÐ INN TIL OKKAR
SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
Ein stærsta myndbandaleiga Suðurlands.
Trésmiðjan Breiðumörk 26
sími 99-4599
Byggingaverktakar
Nýsmíöi
Viðgerðir
Breytingar
Gerum tilboð í öll verk.
1 S RAFVÖR SF.
1 ■ ÞORLÁKSHÖFN
Raflagna- og raftœkjaverkstœði
Sími 99-3993 — Box 33
Skógar undir Eyjafjöllum eru
mennta- og menningarsetur
byggðanna undir Fjöllunum
austanverðum. Þar hefur starfað
héraðsskóli frá árinu 1949 og
einnig má rekja stofnun eins
merkasta byggðasafns landsins
að Skógum til þess árs. Frum-
kvöðull og tilsjónarmaður
safnsins frá upphafi er Þórður
Tómasson kennari ög fræðimað-
ur og okkur Þjóðviljamönnum
datt ekki í hug að fara austur um
sanda án þess að taka hann tali.
„Það má rekja fyrsta vísinn að
byggðasafni hér á staðnum til árs-
ins 1949, en þá var nokkrum
munum komið fyrir í kjallaraher-
bergi í Skógaskóla. Með tilkomu
aðalsafnahússins 1954 óx safninu
mjög fiskur um hrygg og síðan
hefur það verið í örum vexti,“
sagði Þórður er við höfðum kró-
að hann af í nýbyggðu anddyri
safnahússins. Raunar var hann
allt of önnum kafinn við að leið-
segja ferðamönnum um safnið til
að sitja á tali við blaðamenn en
hann gaf okkur hlut í dýrmætum
tíma sínum engu að síður.
Merkar sjóminjar
Þórður vekur athygli okkar á
mörgum gripum í byggðasafninu
sem minna á sjávarútveginn í
atvinnusögu Rangæinga og V-
Skaftfellinga. „í raun er það svo
að hér gætum við sem hægast
komið upp sérstöku sjóminja-
safni. Fólk hér eystra lifði jafnt af
gæðum sjávar sem lands enda
margmenni hér á öldum áður
miðað við heildarmannfjöldann í
landinu. Til að mynda bjuggu
54.000 manns í landinu við
manntal árið 1703, þar af 1100
undir Eyjafjöllum. Byggðin hef-
ur því verið býsna þétt og vegna
tiltölulega lítils jarðnæðis
nauðsynlegt að sækja sjóinn,“
segir Þórður. Hann sýnir okkur
fjóra fiskibáta og margvísleg
áhöld tengd sjávarútvegi.
Pétursey
„Upphafið að byggingu safna-
hússins verðum við að rekja til
stærsta gripsins, sem það hefur að
geyma, hins víðfræga skips Pét-
urseyjar. Skip þetta á sér sögu allt
aftur til ársins 1855 og er afar
merkilegur fulltrúi brimsanda-
lagsins, sem þróaðist hér á sunn-
lensku söndunum. Þetta ágæta
skip kom hingað árið 1953 og
kallaði á byggingu hússins, sem
Vestan við safnahúsið á Skógum hefur Þórður Tómasson sett upp forn hús úr sveitunum í kring og þar með forðað þeim
frá eilífri glötun. Ljósm. Sig.
• •
Þingvellir skipa sérstakan sess í hugum okkar
íslendinga. Bæði vegna einstakrar náttúrufegurðar
og tengsla staðarins við sögu þjóðarinnar.
Hótel Valhöll á Þingvöllum er góður gististaður.
Öll herbergi hótelsins, 30 að tölu, eru rúmgóð
og vel búin. Bað fylgir hverju herbergi.
Á Hótel Valhöll eru allar veitingar í boði
og góðir veislusalir.
o
HÓTEL VALHÖLL
GÓÐUR GISTISTAÐUR
Sími 99-2622