Þjóðviljinn - 08.08.1986, Side 10

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Side 10
SUÐURLAND MENGELE fjölhnífavagnar Einn háþróaðasti fjölhnífavagn sem framleiddur er í dag Til afgreiðslu strax 25 m-34 rúmmetra vagnar 33 hnífar Tvöföld hásing og flokkdekk Mjög góð greiðslukjör Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 — a (uAl ’-'°ð hvað varðar ny u"9»^mnubankans_a SAMVINNUBANKINN Aðalbankl Bankastræti 7 Reykjavík og18 útlbú um land allt Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar Eldklerks er hiö reisulegasta hús og setur mikinn svip á Kirkjubæjarklaustur. Ljósm.: Sig. Kirkjubæjarklaustur Þar sem hraunið stöðvaðist Á Kirkjubæjarklaustri er að finna elstu menjar um kristilegt trúarlíf í landinu Umhverfi Kirkjubæjar- klaustúrs í V-Skaftafellssýslu er stórbrotiö og margþætt. Þar er að finna blómlega sveit með miklum gróðri og búsæld. Þar sjáum við einnig merki Skaftárelda; lífvana hraun og eyðilega sanda. En það sem vekur ekki síður athygli og ánægju ferðamanna er hin mikla veðursæld á Klaustri og má enda . sjá hve gróður á allur hægt um vik með að ná vexti og þroska. Trékrossinn stendur þar sem altari gömlu kirkjunnar á Klaustri stóð. Fyrir utan kórvegg er legsteinn hjónanna sr. Jóns Steingrímssonar og Þórunn- ar Hannesdóttur. Ljósm.: Sig. Þeir eru margir sögustaðirnir á Suðurlandi og er Kirkjubæjar- klaustur engin undantekning. Þar sat eldklerkurinn sr. Jón Steingrímsson og flutti forðum Eldmessuna sem stöðvaði Eld- hraunið mikla er rann í Skaftár- eldum fyrir réttum 200 árum. Þegar ekið er heim að Klaustri komast menn ekki hjá því að reka augun í fagurt mannvirki, minn- ingarkapellu Sr. Jóns Steingríms- sonar. Sr. Jón var þar prestur á árunum 1778-1791. Þegar hann flutti sína frægu messu árið 1783 stóð kirkjan í gamla kirkjugarð- inum vestan minningarkapell- unnar. Má glögglega sjá mörk eftir gömlu kirkjuna þar. Þessi sögufræga kirkja var á Klaustri allt fram á 19. öldina, en þá tók sandur mjög að spilla gróðri þar og því ekki búsældar- legt lengur. Var kirkjan þá tekin ofan og ný reist að Prestbakka árið 1859 og stendur hún enn. Trúarlíf hvers konar hefur lengi verið á Kirkjubæjarklaustrii og vita menn raunar ekki gjörla hvenær það hófst. Talið er að á Kirkjubæ hafi risið fyrsta guðs- hús í kristni af Pöpum löngu fyrir landnám. Nunnuklaustur var byggt á Kirkjubæ árið 1186 og var það við lýði fram til siðaskipta. Menjar um klaustrið sjást enn. Það er margt á Kirkjubæjar- klaustri sem minnir á nunnu- klaustrið til forna. Þar eru ör- nefni eins og Systrastapi þar sem eru grafír tveggja systra sem brenndar voru á báli fyrir að gera sér dælt við skaftfellska sveina á árum áður. Einnig steypist Systrafoss úr Systravatni ofan við byggðakjarnann og setur skemmtilegan svip á allt um- hverfið. Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar var vígð á þjóð- hátíð 17. júní 1974. Kapellan er reist fyrir samskotafé, m.a. gáfu 100 bændur henni eitt haustlamb hver í 6 ár. Auk þess þykir kapell- an vænleg til áheita. Smiður minningarkapellunnar á Klaustri var Valdimar Auðuns- son bóndi í Ásgarði í Landbroti en arkitektar byggingarinnar eru bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. —v. DJÚÐVIIJINN 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.