Þjóðviljinn - 14.08.1986, Page 6
REYKJAVIK 200 ARA
Hrafnhildur við uppáhaldið í garðinum, fjallaþöllina.
Grasagarðurinn í Reykj a-
vík 25 ára
Paradís
í miðrí
borg
Gengið um garðinn með verkstjór-
anum, Hrafnhildi Vigfúsdóttur
slenska flóran í íslensku umhverfi, lækur og blágrýtishnullungar, tjarnir og
mosabörð.
Þaðerekki bara
Reykjavíkurborg sem
heldur upp á stórafmæli 18.
ágúst. Einn allrafegursti
blettur borgarinnar er
Grasagarðurinn í
Laugardal, sem heldur upp
á 25 ára afmæli sama dag
og borgin verður 200 ára.
Saga Grasagarðsins er ekki
löng, en rekja má upphaf hans til
þess er Eiríkur Hjartarson og
kona hans Valgerður bjuggu að
Laugamýrarbletti og reistu þar
timburhús á steyptum kjallara
árið 1929. Landið var kallað
Laugardalur og þar var mikið
votlendi og hentugt að rækta. Þar
sáðu þau hjón miklu af trjá-
plöntum og reistu síðar gróður-
hús og Garðyrkjustöð. Árið 1939
fór Eiríkur í heimsókn til Eng-
lands og kom hann heim með
bananaplöntur sem ekki höfðu
áður verið ræktaðar her. Árið
1956 seldu þau hjónin borginni
mannvirkin en landið var erfða-
festuland.
Hverfum aftur til ársins 1931,
en þá bjuggu þau Gréta Björns-
son listmálari og Jón Björnsson
málarameistari í Laugardalnum
vestanverðum, en þau voru einn-
ig mikið áhugafólk um ræktun og
uppgræðslu. Þau ræktuðu rifs,
kartöflur og síðar ýmsar blóma-
tegundir og tré. Árið 1967 seldu
þau borginni mannvirki og
gróður en landið var einnig erfð-
afestuland.
Opnað 1961
Katrin Viðar og Jón Sigurðs-
son skólastjóri gáfu borginni um
200 tegundir af íslenskum
plöntum árið 1961, á afmælisdegi
borgarinnar er garðurinn var
formlega opnaður. Var plöntu-
num valinn staður í vestasta hluta
dalsins, áður landi Eiríks Hjart-
arsonar. Grasagarðurinn er nú í
landi Laugatungu, þar sem Jón
og Gréta bjuggu og landi Eiríks,
en garðurinn var stækkaður mjög
árið 1965 og aftur 1970, 1977 og
1981.
Sigurður Albert Jónsson hefur
verið umsjónarmaður garðsins
frá upphafi og eru nú í garðinum’
yfir 3000 tegundir af plöntum,
auk þess sem uppeldi plantna fer
fram í gróðurhúsum. Er hluti
þeirra ræktaður upp af eigin fræj-
um eða fræjum frá erlendum
grasagörðum, sem mikil sam-
vinna er við. I tilefni af ári trésins
var gerð skrá yfir runna og trjá-
tegundir sem höfðu verið í garð-
inum frá upphafi. Skráðar voru
framfarir plantnanna og mælt
með um 200 tegundum til rækt-
unar hér á landi.
Eitt af markmiðum stofnenda
garðsins var að efla grasafræði-
kennslu í skólum, og gera grasa-
fræði íslensks námsfólks Iífrænni.
Margir skólar notfæra sér þá að-
stöðu sem garðurinn hefur upp á
að bjóða, auk þess sem fjöldi
Reykvíkinga nýtur veðursældar
og útivistar í garðinum á góðum
dögum. Garðurinn er opinn til 10
á kvöldin alla daga vikunnar á
sumrin og vinnur fjöldi starfs-
manna við að hreinsa hann,
skipuleggja og gróðursetja allt
árið.
Við lögðum leið okkar inn í
Laugardal á góðum degi, þegar
sólin skein í heiði og veðrið var
eins og best verður á kosið í höf-
uðborginni. í Laugardalnum var
blankalogn, en ekki gætir vind-
Beiskur Eucalyptus (lyktar eins og
hálsbrjóstsykur), vex inni í einu gróð-
urhúsanna. Ljósm. E.ÓI.
áttar neðst í dalnum fyrir gróðri
og góðu skjóli.
Blómailmur upp
á Suðurlandsbraut
Það er sannkölluð Paradís í
Grasagarðinum á slíkum degi,
angandi gróðurilmur á móti
manni, enda gekk starfsfólkið
fáklætt og berfætt innan um út-
sprungnar rósir, suðrænar liljur
og trjárunna alþakta ilmandi
blómum.
„Petta er einstakt sumar. Allt í
fullum blóma og sírenurnar anga
langt upp á Suðurlandsbraut. En
samt er hér varla hræða fyrr en
um kaffileytið, - það eru allir í
Laugunum," sagði einn starfs-
maðurinn um leið og hann leiddi
okkur til verkstjórans, Hrafn-
hildar Vigfúsdóttur, garðyrkju-
fræðings, sem stóð berfætt inni í
runnabeði og klippti greinar í
gríð og erg.
„Jú, það er sannarlega gaman
að vinna hér,“ segir Hrafnhildur
um leið og hún gengur með blað-
amanni um garðinn. „Það er
spennandi að fylgjast með fram-
gangi jurtanna og sjá hvað kemur
upp af fræjum og græðlingum.“
íslenska flóran er öll á sama
horninu í garðinum og hefur ver-
ið búin til lækjarspræna í litlum
slakka með grjóti og mosaþúfum
á milli, rétt eins og úti í náttúr-
unni.
„Hér eigum við margar sjald-
gæfar íslenskar plöntur, hér er
t.d. Glitrósin í fullum blóma, en
hún óx lengi vel hvergi á íslandi
nema á Kvískerjum í Öræfum.
Hér er líka Vestmannaeyj-
ar-Baldursbr^, sem er fyllt og allt
öðruvísi en sú sem vex hér á
„meginlandinu“,“ segir Hrafn-
hildur.
„Eru plönturnar ekki mis-
skemmtilegar í viðkynningu og
umhirðu?“
„Jú, þær eru ekki ólíkar
mannfólkinu, sumar svo frekar
að þær taka allt til sín og ryðjast
yfir hvað sem er.“
Held mest upp
á fjallaþöllina
„Átt þú sjálf uppáhalds-
plöntu?"
„Ég er sjálf mikið fyrir sígræn-
ar plöntur enda einbeitti ég mér
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN