Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Páll Bergþórsson veöurfræöingur. „Voldugir drattins veöurenglar fjórir“ Áminning Páls Berg- þórssonar vakti mikla athygli Eftir að hver hafði apað eftir öðruni opinberlega þakkir til „veðurguðanna“ í sambandi við 200 ára afmælishátíð Rcykjavík- ur, virtist þeim fróða og skemmti- lega veðurfræðingi Páli Berg- þórssyni nóg komið. Hann minnti þjóðina á í veðurfregnatíma sjón- varpsins að það sæmdi varla þjóð sem telst játa kristna eingyðistrú að vera að tala um veðurguði, slíkt tilheyrði hciðni. Aftur á móti minnti Páll á að í vestfirskri vísu væri talað um veðurengla og fór með fyrstu línu vísunnar. Við báðum Pál að leyfa okkur að heyra hana alla og er hún svona: Volclugir drottins veðurenglar fjórir höldum veiti hægan byr, hef ég þess aldrei beðið fyr. Páll telur að hér sé átt við veðurdvergana fjóra, Austra, Suðra, Vestra og Norðra, en í vís- unni hafi þcim verið breytt í guðs engla. Sagðist Páll hafa rekist á vísuna í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteins- sonar. Bjarni vitnar í grein eftir Sæmund Eyjólfsson frá Sveina- tungu, sem birtist íTímariti Bók- menntafélagsins 1891, en þarseg- ist Sæmundur hafa heyrt þessa vísu á Vestfjörðum. - S.dór. ReykjavíkurspjaU Þórarinn talar um Þjóðólf Þórarinn Þórarinsson talar í dag um blöðin á þeim tíma þegar Reykjavík varhálf- danskur bœr „Þessi fyrirlestur minn fjallar um áhrif fyrstu blaðanna í Reykjavík á bæjarlífið og lands- niálin en cinnig á daglegt líf fólks- ins,“ segir Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans og handhafí blaðamannaskírteinis númer eitt. Þórarinn flytur í dag fyrirlestur á Kjarvalsstöðum sem nefnist „Blöð og blaðamenn í Reykjavík á fyrri tíð". Þórarinn sagði í sam- tali við Þjóðviljann að erindi hans fjallaði ekki um blöð og blaðamál síðustu ára. „Þetta er blaðasaga 19. aldar sem ég fjalla um,“ segir hann, „í Reykjavík auðvitað". „Ég byrja erindi mitt á umfjöll- un um Þjóðólf árið 1847 -48. Það blað var áhrifamesta blaðið í Reykjavík á þessum tíma. Svo verður erindi mitt einnig lýsing á ástandinu í bænum á þeim tíma og hverju tilkoma dagblaðanna og þeirra sem unnu við þau, breyttu. Reykjavík var þá hálf danskur bær og blöðin höfðu t.d. mikil áhrif á íslenska tungu sem var þá heldur dönskuskotin. En svo höfðu þau auðvitað mikil áhrif í þá átt að vekja fólk til um- hugsunar um landsmálin yfirleitt. Menn notuðu ekki kosningarétt sinn og það var deyfð ríkjandi sem blöðin réðust gegn." Þórarinn er nú að vinna að sögu Framsóknarflokksins. „ Annað bindið af henni kemur út í haust og fjallar um árin 1937 til 1956,“ segir Þórarinn að lokunt. Fyrirlestur Þórarins hefst klukkan 15.00 í dag. En það eru fleiri erindi í „Reykjavíkur- spjalli“ um helgina. A morgun klukkan 15.00 verður Gerður Magnúsdóttir, kennari, með er- indi unt lífið í Skuggahverfi á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. IH Þórarinn Þórarinsson blaðar í æviverki sínu, Tímanum. Námsmenn Sverrir ákveður skylduaðild Menntamálaráðherra hefur ákveðið að taka aftur upp skylduaðild SÍNE og BÍSN. Sverrir Hermannsson: Hagsmunasamtök eiga að vera sem sterkust Eg er þeirrar skoðunar að hagsmunasamtök eigi að vera sem sterkust sagði Sverrir Her- mannsson um þá ákvörðun sína að taka upp skylduaðild náms- manna að Bandalagi íslenskra sérskólanema og Sambandi námsmanna erlendis, en eins og kunnugt er afnam Ragnhildur Helgadóttir fyrrum menntamála- ráðherra þessa aðild í ráðherra- tíð sinni. Skylduaðildin nær þó aðeins til þeirra námsmanna sem þiggja lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Ég er gamall verkalýðsleið- togi og barðist með lífi og blóði fyrir skylduaðild starfsfólks sem féll undir það verkalýðsfélag sem ég starfaði fyrir. Það var mín grundvallarafstaða þá og er mín grundvallarafstaða nú,“ sagði Sverrir. Sverrir sagði jafnfranrt að nemendur sem ekki eru aðilar að viðkomandi námsmannasam- tökum njóti þjónustu samtak- anna og því eðlilegt að þeir standi skil á ársgjöldum. Aðspurður hvort ákvörðun hans hefði valdið usla innan Sjálfstæðisflokksins sagði Sverrir að sjálfsagt mætti búast við einhverjunt andmæl- um. „En það er ég sem ræð þessu og þess vegna var þessi ákvörðun tekin,“ sagði Sverrir að lokum. „Við fögnum nijög svo ákvörð- un menntamálaráðherra. Þegar við höfðum samband við hann í febrúar sl. sýndi hann málinu strax mikinn skilning. Við átt- umm þó ekki von á að hann tæki þá ákvörðun sent hann nú hefur tekið. Þetta er e.t.v. merki um það að ekki sé öll von úti um sam- skipti okkar við menntamálaráð- herra og þá ríkisstjórn sem nú sit- ur við völd,“ sagði Björn Rúnar Guðmundsson fulltrúi SÍNE í stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna. K.ÓI. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa þrjú aðildarfélög innan BHMR sem starfa á ríkis- spítölunum, hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraþjálfar á Landsspítal- anum og iðjuþjálfar, samþykkt að efna til fjöldauppsagna sem leið í kjarabaráttu sinni. Nokkur önnur aðildarfélög innan BHMR sem starfa í tenglum við ríkis- spítalana eru nú að íhuga sams konar aðgerð, s.s. sérfræðingar á ríkisspítölum sem eru í félagi háskólakcnnara og félagi ís- lenskra náttúrufræðinga, sál- fræðingar og félagsráðgjafar. En samkvæmt upplýsingum frá BHM er verið að ræða það að mynduð verði sameiginleg að- gerðarnefnd þessara félaga. Sá kvittur hefur einnig borist að fóstrur séu óformlega að ræða ijöldauppsagnir. Þeir starfshópar sem eru því ákafastir í að nýta sér þessa leið eru kvennastéttir í heilsugæslu og uppeldisstörfum en þessir hópar hafa lengst af hangið í neðstu þrepum launa- stigans. Þessi þróun vekur þá spurn- ingu hvort fjöldauppsagnir sé hin nýja leið kjarabaráttunnar og sú leið sem sé vænlegust til árang- urs. Stjórn BSRB samþykkti, í kjölfar hópuppsagna lögreglu- manna, gildi þessarar leiðar með því að samþykkja að beita verk- fallssjóði bandalagsins til styrktar þeim aðildarfélögum, sem vilja beita hópuppsögnum í kjarabar- áttu sinni. Segir í ályktun sem fylgdi samþykktinni að afstaða fjármálaráðuneytisins til samn- ingsréttar opinberra starfsmanna boðuðu breyttar aðstæður sem kölluðu á nýja starfshætti. Árangursrík leið Aðspurður hvort áform væru um að endurskoða vinnudeilu- sjóð Bandalags háskólamanna með tilliti til þessarar þróunar, sagði Birgir Björn Sigurjónsson að samningsréttarmálin væru komin í þann farveg að nú lægju í loftinu umræður um að gera slíkt. Fjöldauppsagnir munu því e.t.v. fljótlega verða viðurkennd kjara- baráttuleið innan Bandalags há- skólamanna líka, en formaður launamálaráðs bandalagsins Þor- steinn Jónsson hafði eftirfarandi um þessa baráttuleið að segja: „Ég er alveg sannfærður um að fjöldauppsagnir eru árangursrík leið í kjarabaráttu. Ég er líka sannfærður um það að í kjölfar þeirra hópa sem nú hafa sam- þykkt fjöldauppsagnir fylgja fleiri, ekki bara innan okkar sam- Fréttaskýring taka heldur annarra líka“. En hver hefur reynslan verið af fjöl- dauppsögnum sem leið í kjara- baráttu? Eins og kunnugt er nýttu lögreglumenn sér þessa leið fyrir stuttu og var samið við þá áður en uppsagnirnar gengu í gildi. Einar Bjarnason formaður Landsambands lögreglumanna sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri enginn vafi á því að fjöldauppsagnir lögreglumanna hafi borið þann árangur sem þeim var ætlað. „Án þessarar aö- gerðar hefði ekkert verið talað við okkur. Alla vega ekki af neinni alvöru“, sagði Einar. Kraumar undir Fóstrur beittu sams konar að- gerðum veturinn 1980. Að sögn Margrétar Pálu Ólafsdóttur var nokkur árangur af þeirri aðgerð, sem fólst e.t.v. meira í öðrum þáttum en beinum launahækkun- um til fóstra. „Á þessum tíma hafði ekki sú stórkostlega hugar- farsbreyting átt sér stað að þessi leið væri viðurkennd sem kjara- baráttuvopn. Hún var litin óhýru auga beggja vegna samnings- borðsins sem kom fram í því að fóstrum var refsað við næstu samninga á eftir. Aðgerðin hafði þó þær afleiðingar að sambæri- legar kvennastéttir fengu nokkra leiðréttingu á launum sínum í þeim kvennastéttum og þá var auðvitað eitthvað áunnið. Einna mikilvægast fyrir okkur við þess- ar aðgerðir var það, að við náð- um sameiningu fóstra, en þátt- taka fóstra í aðgerðunum var nær algjör samstaða,“ sagði Margrét Pála. Margrét bætti við að nú væru fóstrur á ný kornnar neðar í launastigann en aðrar kvennast- éttir byggðar á sérnámi og að fóstrur treystu því varlega að svokallað endurmat á kvenna- stéttum sem á að fara fram fyrir næstu samninga verði fullnægj- andi. „Það er Ijóst að við munum þurfa leita leiðréttinga sjálfar á okkarlaunum, hvaða leiðir verða notaðar til þess,“ sagði Margrét Pála að lokum. Það er ljóst að víða kraumar undir potturn hjá samtökum launafólks og að ekki verði tíð- indalaust á þeim vígstöðvum á haustmánuðum. Á þessu augnabliki virðist þó krauma mest undir hjá þeim stéttum kvenna sem ekki búa við fullan samnings- og verkfallsrétt og hanga í neðstu þrepum launastig- ans. Fjöldauppsagnireru neyðar- úræði þeirra sem hafa ítrekað verið sviknir, og eftir er að sjá hvaða árangur þetta úrræði ber í skauti sér í baráttunni fyrir sómasamlegum kjörum. -K.Ól. Laugardagur 23. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.