Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 12
Frá grunnskólum Akraness Kennarar Eftirfarandi kennarastöður eru lausar við grunnskóla Akraness. Við Grundaskóla: almenna kennara, sér- kennara, líffræði- eðlis- og efnafræðikenn- ara, smíðakennara. Upplýsingar veita: skrifstofa skólans, sími 93-2811, skólastjóri, heimasími 93-2723 og yfirkennari, heimasími 93-1408. Við Brekkubæjarskóla: raungreinakennara, dönskukennara, 1-2 almenna kennara í 1.-6. bekk, íþróttakennara, sérkennara, kennara eða þroskaþjálfa við deild fjölfatlaðra. Upplýsingar veita: skrifstofa skólans, sími 93- 1938, skóiastjóri, heimasími 93-2820, og yfir- kennari, heimasími 93-3090. Skólanefnd AUGLÝSING um starfslaun til listamanna Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýs- ir eftir umsóknum um starfslaun til listamanna. Skv. reglum, sem samþykktar voru í borgarstjórn 1984, er heimilt að veita starfslaun til 12 mánaða hið lengsta. Launin miðast nú við 5. þrep 137. launaflokki skv. kjarasamningi Bandalags há- skólamanna og eru greidd skv. nánari reglum í samþykkt borgarstjórnar. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík, og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir um úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamenn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Listamaður, sem starfslauna nýtur, skal að loknu starfstímabili gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til menningarmálanefndar, fram- lagningu, flutningi eða upplestri á verki í frum- flutningi eða frumbirtingu í samræmi við nánari reglur í framangreindri samþykkt. Starfslaun verða veitt frá 1. október nk. Umsókn- arfrestur er til 15. september nk. Umsóknir um starfslaun listamanns skv. framan- skráðu sendist: Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar Austurstræti 16 101 Reykjavík. Umboðsmaður óskast frá og meö 1. sept. á Sauðárkróki. DJÓÐVILJINN Sími 681333 Grunnskólinn W á ísafirði Getum bætt við nokkrum kennurum, kennslu- greinar m.a.: Almenn bekkjarkennsla. Sérkennsla. Tónmennt. Myndmennt. íþróttir. Upplýsingar veitir skólastjórinn Jón Baldvin Hannesson í síma 94-3031 og heimasími 94- 4294. Sunnudagsdjass Súld í Roxzý All óvenjulegt djasskvöld verð- ur í Roxzy v/Skúlagötu annað kvöld (sunnud. 24.8.). Þar mun djasstríóið SÚLD leika opinber- lega í fyrsta sinn. Þeir sem skipa tríóið eru pólski fiðluleikarinn Szymon Kuran, bassaleikarinn Stefán Ingólfsson og trommarinn Steingrímur Guðmundsson. Szymon Kuran er pólskur og hefur verið varakonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands undanfarin ár. Hann hefur alltaf leikið djass með klassíkinni. Stefán Ingólfsson hefur nýlok- ið námi við Musician Institute í Los Angeles, en þar hafa Björn Thoroddsen. Jón Páll og Bjarni Sveinbjarnar einnig numið. Steingrímur Guðmundsson Steingrímssonar trommara er bú- settur í New York þar sem hann leikur bæði djass og rokk. Hann hefur haldið tvenna tónleika á ís- landi í ár með föður sínum og leikið á trommur, tabla og dumt- ak-en nú fáum við aðheyra hann glíma við sveifluna í nútíma- legum djassi með rafblæ. Þetta sunnudagskvöld er fyrsti liðurinn í samvinnu milli Roxzy og B.H. hljóðfæra til þess að efla djass- og blús-stemmningu borg- arinnar. s Vinsœldalisti Rásar 2 i Þessi v Síðasta vika 21,- 27. ágúst 1986 1 1. ( 1) HESTURINN Skridjöklar ( 5) 2. ( 2) GÖTUSTELPAN Gunnar Óskarsson ( 5) 3. ( 3) GLORY OF LOVE Peter Cetera ( 5) 4. (24) BRAGGABLÚS Bubbi Morthens ( 2) 5. ( 6) WHATS THE COLOUR OF MONEY Hollywood Beyond ( 3) 6. ( 7) MEÐ VAXANDI ÞRÁ Geirmundur og Erna ( 4) 7. ( 5) ÚTIHÁTÍÐ Greifarnir ( 5) 8. ( 9) LADYINRED Chris DeBurgh ( 4) 9. (20) DANCING ON THE CEILING Lionel Richie ( 3) 10. ( 4) PAPA DON'T PREACH Madonna ( 8) 11. (22) LA ISLA BONITA Madonna ( 2) 12. (10) HUNTING HIGH AND LOW A-ha ( 8) 13. ( 8) FIMMTÁNÁRA Á FÖSTU Pétur & Bjartmar ( 5) 14. (11) TENGJA Skriðjöklar ( 5) 15. (15) 1FEEL FREE Jack Bruce ( 3) 16. (19) DANCE WITH ME Alphaville ( 2) 17. (17) FIGHTFOR OURSELVES Spandau Ballet ( 3) 18. (21) ÉG VIL FÁ HANA STRAX (korter íþrjú) Greifarnir ( 5) 19. (18) PANIC TheSmiths ( 3) 20. (12) ÁSTARÓÐUR Pétur & Bjartmar ( 3) 21. (29) ERÞÉRSAMA? Greifarnir ( 2) 22. (13) ÞRISVAR í VIKU Bítlavinafélagið ( 8) 23. ( -) FRÖKEN REYKJA VÍK R ió trió ( 1) 24. (26) HÚN REYKJAVÍK Björgvin og Helga ( 3) 25. ( -) CAMOUFLAGE Stan Ridgeway ( 1) 26. (14) EVERY BEATOF MY HEART Rod Stewart ( 5) 27. (16) YANKEE ROSE David Lee Roth ( 4) 28. ( -) 1 WANNA WAKE UP WITH YOU Boris Gardner ( 1) 29. ( -) SÓLSKINSSÖNGURINN Greifarnir ( 1) 30. ( -) DREAMTIME DarylHall ( 1) ALYKTUN samtaka herstöðvaandstœðinga Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda þann 14. ágúst síð- astliðinn var tekin fyrir tillaga frá Dönum um skipan embættis- mannanefndar um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Utan- ríkisráðherra íslands, Matthías Á. Mathiesen, lagðist gegn sam- þykkt tillögunnar einn ráðherr- anna sem fundinn sátu og hlaut hún því ekki samþykki. Heim kominn kvaðst Matthías ekki hafa getað stutt tillögu Dana þar sem hún samrýmdist ekki sam- þykkt Alþingis vorið 1985 um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu. Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla harðlega þessari af- stöðu ráðherrans. í samþykkt Al- þingis sem vísað er til er hvatt ...til þess að könnuð verði sam- staða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopna- laust svæði í Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti og á hafinu eða í því, ...“. Einnig var utan- ríkismálanefnd falið að „... kanna í samráði við utanríkisráð- herra hugsanlega þátttöku ís- lands í frekari umræðu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum ...“. I þessari samþykkt felst augljóslega ekkert sem mæl- ir gegn kjarnorkuvopnalausu svæði sem takmarkast við Norð- urlönd ein. Samtök herstöðvaandstæðinga minna á að lengi framan af mið- uðust hugmyndir um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum við að svæðið næði yfir Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland. Fyrir áralangar fortöl- ur íslenskra friðarsinna, stjórnmálamanna og íslendinga sem búsettir eru á Norðurlöndum hafa þessar hugmyndir breyst þannig að nú er yfirleitt gert ráð fyrir að svæðið taki til Norður- landanna allra. Ef sú staða kemur upp að kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd stranda á íslendingum einum þá má búast við að hugmyndir vakni aftur á Norðurlöndum um minna svæði, án þátttöku íslands. Það er án efa vilji meirihluta fslend- inga að ísland hafi samflot með öðrum Norðurlöndum í utan- ríkismálum eftir því sem hægt er. Það er því mjög alvarlegt mál að utanríkisráðherra skuli hafa ein- angrað íslendinga frá hinum Norðurlöndunum á þann veg sem nú er orðið, að því er virðist án samráðs við Alþingi eða utan- ríkismálanefnd þess. Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja Alþingi til þess að móta, þegar á næsta þingi, skýra stefnu um þátttöku íslands í umræðum við hin Norðurlöndin um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Til þess má ekki koma aftur að ís- land standi í vegi fyrir framgangi umræðnanna. Samtök herstöðvaandstæðinga, 21. ágúst 1986.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.