Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 14
Ertu kennari? Viltu breyta til? Hvernig væri þá aö athuga alla möguleika á því aö gerast kennari í Grundarfiröi? Grunnskólinn í Grundarfirði er aö stærstum hluta í nýlegu húsnæöi. Hann er ágætlega búinn tækjum, meö góðri vinnuaðstöðu fyrir kennara ásamt góöu skóla- safni. Bekkjardeildir eru af mjög viðráðanlegri stærö (12-14 nemendur) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu aö hugsa um aö slá til þá vantar kennara í stæröfræöi, eðlisfræði, líffræði, ensku, dönsku og handmennt (hannyröir og smíðar). Ennfremur til kennslu á skólasafni í hálft starf á móti hálfu starfi í almenningssafni. Ódýrt húsnæöi í boði. Grundarfjörður er í fögru umhverfi u.þ.b. 250 km frá Reykjavík. Þangað eru daglegar feröir meö áætlunarbílum og flug 3svar í viku. Viljir þú kynna þér málið betur þá sláöu á þráöinn. Upplýsingar gefur varaformaöur skólanefndar, Sólrún Kristinsdóttir, í síma 93-8716. Skólanefnd. ^ Frá Holtaskóla W Keflavík Viö Holtaskóla Keflavík er laus ein kennarastaöa í líffræöi og eölisfræöi. Skólinn er einsetinn og öll vinnuaðstaða bæöi fyrir kennara og nemendur er mjög góö. Upplýsingargefa Sigurður E. Þorkelsson skóla- stjóri í síma 92-2597 og Ingvar Guðmundsson yfirkennari í síma 92-1602. Skólastjóri. Kennarar Kennara vantar viö Grenivíkurskóla. Almenn kennsla í 1-9. bekk. Frítt húsnæöi í góöri íbúö. Uppl. gefur Björn Ingólfsson, skólastjóri, í síma 96-33131 eöa 96-33118 á kvöldin. Frá Fjölbrautaskólanum viðÁrmúla Nemendur komi í skólann þriöjudaginn 2. sept- ember milli kl. 12.00 og 14.00. Þá fá þeir afhentar stundaskrár og bókalista gegn greiöslu nemendagjalds, kr. 1400. Deildarstjórafundur veröur í skólanum fimmtudaginn 28. ágúst kl. 10 og kennarafundur mánudaginn 1. sept. kl. 10. Skóiameistari flAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa: Tveir starfsmenn óskast í Tómstundaheimili Ár- sels frá og meö 25. ágúst nk.. Um er aö ræöa rúmlega hálf störf eöa frá 8.45-13.00. Tómstundaheimilð er starfrækt alla virka daga frá 9.00-17.00 og er ætlað börnum á aldrinum 7-11 ára. Kennara-, uppeldisfræöi- eöa önnur hliðstæð menntun æskileg. Allar nánari upplýsingar veitir forstööumaöur eöa aöstoöarforstööumaöur í síma 78944 milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö, á sérstökum umsóknareyðublöðum. Viðbrögð Bandaríkjamanna við framlcngingu sovésku stjórn- arinnar á banni við tilraunum mcð kjarnorkuvopn vcldur ckki aðcins Sovctmönnum vonbrigð- um hcldur miljörðum manna um allan heim, sagði Pavel A. Naumov blaðamaður og fulltrúi í æðsta ráði Sovétríkjanna þcgar Þjóðviljinn lcitaði álits hans á þeirri ákvörðun Bandaríkja- inanna að halda áfram tilraunum mcð kjarnorkuvopn, þrátt fyrir cinhliða bann Sovétmanna við slíkum tilraunum. Naumov er fulltrúi sovésku friðarnefndarinnar og er hér á landi ásamt Alexander Kamt- sarin í boði íslensku friðarnefnd- arinnar. Naumov hefur starfað sem blaðamaður í fjölda ára og er nú einn af yfirmönnum hinnar al- þjóölegu sovésku fréttastofu, APN. Sem kunnugt er af fréttum í síðustu viku lýsti Gorbatsjof so- vétleiðtogi því yfir á mánudaginn var að Sovétmenn myndu ekki sprengja kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni fram til áramóta og mun einhliða bann þeirra við þessum tilraunum þá hafa staðið hátt á annað ár. Bandaríkjastjórn lætur sér hins vegar fátt um finn- Heiminum stendur ekki ógn af Sovétríkjunum, sagði Naumov. Mynd KGA. Bandaríkjamenn valda vonbrigðum PavelA. Naumov blaðamaður ogfulltrúi íæðsta ráði Sovétríkjanna: Við viljum að gert verði samkomulag semfyrst um að binda endi á stríðið í Afganistan ast og segir að Bandaríkin verði aö halda sínum tilraunum áfram. Pað er varla nokkur vafi á því að þessir atburðir gera stöðu Sovét- manna í afvopnunarmálum mjög sterka áróðurslega séð, ekki síst í augum bandamanna Bandaríkja- stjórnar. Hættan ekki úr austri Nauinov sagði þessa nýjustu yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar ekki vera lið í áróðursstríöi, eða leik til þess að ná betri stöðu á alþjóðavettvangi. „Petta er afar þýðingarmikið fyrir mannkynið allt. Sovétstjórnin lítur þannig á að mannkynið sé í mjög alvar- legri aðstöðu og kjarnorku- vopnabúr heimsins er svo gríðar- lega stórt að það stefnir öryggi ntannkyns í hættu. Þróunin í þessum efnum er þannig vaxin að hún getur haft óþægilegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir okkur. Því er það stefna Sovétr- íkjanna og vilji að gert verði sam- komulag um að eyða öllum kjarnorkuvopnum fyrir alda- mót." A Vesturlömlum er vilji Sovét- ríkjanna til afvopnunar ekki tek- inn ýkja hátídlega. Er ástæda til þess? „Á Vesturlöndum er því haldið fram að hættan komi öll úr austri. frá okkur. en það er einungis lið- ur í áróðri Natóríkjanna. einkum Bandaríkjanna. Heiminum getur ekki stafað hætta af landi, sem leggur bann á eigin tilraunasprengingar í heilt ár. Það skiptir máli í þessu sam- bandi að meðan ekki hefur verið sprengd ein sovésk sprengja hafa Bandaríkjamenn sprengt 18 sprengjur í tilraunaskyni á síð- ustu 12 rnánuðum. Par af hafa þeir þrisvar sinnum látið vera að gera grein fyrir þessunt spreng- ingum." Leita verður nýrra lausna „Eins og ég sagði áðan er ákvörðun stjórnarinnar ekki til- raun ti! þess að ná betri samn- ingastöðu gagnvart Vesturveld- unum. Hún er tekin með hliðsjón af þcirri staðreynd, sem við tökum ntið af í okkar utanríkis- pólitík, að við getum ekki tryggt okkur öryggi með vopnum. Vilji ntannkynið halda áfram að byggja þessa jörð verður það að leita annarra leiða en hingað til hafa verið farnar. Okkar vilji er Ijós. Við verðum að eyða þessum vopnum, fvrst og fremst kjarn- orkuvopnum, síðan öðrum. Við verðunt að vinna saman að því að leysa þessi mál.“ Hversu lengi heldur sovét- stjórnin þetta hann? „Því get ég ekki svarað. Til- kynnt hefur verið að bannið standi franr að áramótum og það var ekki auðveld ákvörðun, því reynsla Sovétmanna hefur kennt þeim að það er áhættusamt að standa Bandaríkjamönnum að baki í vígbúnaði- Ég minni á að Sovétríkin hafa orðið fyrir árás- um oftar en einu sinni og í síðustu heimsstyrjöld féllu 20 miljónir Sovétmanna. Við höfum einnig áhyggjur af áætlunum Banda- ríkjamanna unr geimvopn. Þrátt fyrir þetta stendur bannið til áramóta. En hvað verður að því loknu veit maður ekki. Mín skoðun er sú að það ráðist af því sern skeður á alþjóðavettvangi á næstu mánuðum. Það er einnig mikilvægt í þessu sambandi að Bandaríkjastjórn sýni að henni standi ekki á sama um þessi mál. Þeir verða að sýna einhvern vilja til afvopnunar." Afganistan og Nicaragua Sovéskur her hefur verið í Af- ganistan í sjö ár og harist þar við afganska skœruliða. Er ekki erfitt að taka friðartal Sovétmanna al- varlega með hliðsjón af þessu? „Stríðið í Afganistan er sorg- legt og við viljum binda endi á það með samningaviðræðum. Það sem skeður næst varðandi Afganistan er þaö að við köllum heim 6 herdeildir. burtséð frá því hvað Bandaríkjamenn gera með málaliða sína í Pakistan. Herjað er á Afganistan frá Pakistan og í gegnum Pakistan fá andstæðing- ar afganska lýðveldisins stöðugar vopnasendingar, allt upp í eld- flaugar. En við vonum aö hægt verði að komast að samkomulagi um að binda endi á þetta stríð, því það er okkur ekkert kappsmál að halda þar uppi hernaði, þvert á móti. Hins vegar er það stað- reynd að ófriðurinn í Afganistan er runninn undan rifjum Banda- ríkjamanna. Ef þeir kyntu ekki undir ófriði væri þessi vandi fyrir löngu úr sögunni. Og fyrst talað er um friðarvilja Sovétríkjanna og stríðið í Afgan- istan er rétt að benda á að ekki alls fyrir löngu vörðu Bandaríkja- menn 100 miljónum dollara til þess að herja á Nicaragua. Er það nterki unt friðarvilja bandarískra stjórnvalda?" Hvaða augum lítur almenning- ur I Sovétríkjunum stríðið í Afg- anistan? „Eg held að almenningur vilji binda endi á þetta sent fyrst. Stríðið er mikill þyrnir í augum almennings", sagði Naumov.-gg 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.