Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Blaðsíða 5
íslendingar eru í miðju mesta góðœris sem komið hefur um árabil. Svigrúm fyrir góðar kjarabætur Það er yfirleitt indælt að vera íslendingur. Gagnmerkur sam- tímamaður og mannvitsbrekka, Flosi Ólafsson, heldur því raunar fram að það sé betra en flest ann- að, nema ef vera skyldi að vera Reykvíkingur. Óg víst er landið fagurt og frítt, og jöklanna tindar jafn fannhvítir og þegar Jónas náttúrufræðingur reið um og orti. Við þekkjum tæpast mengunina sem sums staðar annars staðar í heiminum hefur lagt landflæmi í auðn, auð- lindir eru drjúgar til lands og sjávar og ysinn og þysinn sem fylgir stórþjóðum er ekki til. Við búum líka við menntunarkerfi sem tekur að mörgu leyti fram skólakerfum þeirra þjóða sem við berum okk- ur helst saman við, og sama má segja um heilsugæsluna. Enda er það ómótmælanleg staðreynd að við verðum allra kellinga og kalla elst í heiminum. Það segir Sig- mundur Guðbjarnason rektor Fláskólans, sem veit meira um hjörtu manna en aðrir lands- menn, að stafi af ótrúlegu fiskáti þjóðarinnar gegnunr tímann. Kannski það breytist þegar Framsóknarflokkurinn verður búinn að skikka þjóðina til að éta hval en selja allan fisk úr landi. Meira að segja rokið og rosinn hugnast sumu fólki betur hér á landi en annars staðar. William Morris, sem hingað kom margt fyrir löngu skrifar konu sinni bréf úr fjarlægu landi og kveðst hafa lent í svo dásamlega vondu veðri að honum hafi fundist hann vera aftur kominn til íslands. Er furða þó sá frægi Gallup hafi fundið það út að íslendingar eru að meðaltali hamingjusamasta þjóð í heimi? Tölfræðihamingja og góðæri En þrátt fyrir auðlindirnar, mengunarleysið, hvíta jökla, Jónas Hallgrímsson og mikla töl- fræðilega hamingju samkvæmt Gallup er þó ýmislegt að. Og ým- islegt sent stöðugt versnar. Launaþjóðinni, fólkinu sem lifir af því að selja vinnuafl sitt, gengur æ ver að lifa af lúsinni sem hún aflar í sveita síns andlitis. Á meðan gengur hinum, þeim sem kaupa vinnuaflið, sífellt betur að komast af. Þeir þurfa að vinna minna, meðan rannsóknir sýna að launaþjóðin vinnur sífellt lengri og lengri vinnudag. Ekki af því henni þyki gaman að því að þræla, heldur af því henni er það nauðugur kostur til að sjá fyrir sér. Þeir sem eiga eignirnar og kaupa vinnuaflið þurfa líka að borga miklu minni skatta en áður. Sjálfur fjármálaráðherrann gumar af því við flokksfélaga sína að hafa losað fjármálaöflin í þjóðfélaginu við skatta sem svara til þriggja miljarða. En á meðan gengur launajjjóðinni sífellt ver að borga sína skatta. Ofan á ann- að veitti blessaður fjármálaráð- herrann henni svo óvæntan „glaðning“ á þessu ári - hann hækkaði tekjuskattana hjá henni um 650 miljónir í viðbót við allt hitt. Það er staðreynd að ójöfnuð- urinn í þjóðfélaginu er að aukast. Kaupmáttur launaþjóðarinnar stendur í stað meðan peningalið- ið rakar að sér enn meiri auði. Hin klassíska skýring hinna mál- glöðu ráðherra lýðveldisins er að „þjóðarhagur leyfi ekki annað," - „við megum ekki lifa um efni fram.“ Þetta er hins vegar dæmigerð ráðherraviska sem stenst engan veginn staðreyndir. Við búum við bullandi góðæri, meira en um langt árabil. Samt hefur bilið í þjóðfélaginu ekki minnkað hæt- ishót. Er nema von þó óhagvísir menn spyrji: hvenær í ósköpun- um má búast við því að hægt sé að bæta kjör hinna verst settu, - ef ekki í góðæri hvenær þá? - Auðvitað er það ekkert ann- að en stórkostleg hneisa að tæki- færið sem góðærið gaf skyldi ekki nýtt til að bæta kjörin svo um munaði. Betri tíð Opinberar stofnanir spá því að þjóðartekjur vinnandi manns verði mjög háar á þessu ári, með því hæsta sem þekkist á þvísa landi. Þannig er talið að þær verði ekki nema einu prósenti undir því sem þær urðu hæstar, árið 1981, og tveimur prósentum hærri en þær urðu 1982. Margt bendir til að þessar spár séu samt of lágar, - að þjóðartekjur á vinnandi mann verði enn meiri en þetta. En þrátt fyrir vaxandi þjóðar- tekjur á árinu er kaupmáttur kauptaxta ennþá fjórðungi minni en að meðaltali árin 1981 og 1982. Og þrátt fyrir allt góðærið hækkar hann að meðaltali æði lítið á þessu ári - eða minna en eitt prósent. Því var spáð strax fyrir síðustu samninga að mikið góðæri væri í uppsiglingu vegna hagstæðrar al- þjóðlegrar efnahagsþróunar og batnandi aflabragða innanlands. Þeir voru ófáir í æðstu embættum sem þá hristu höfuðuð og töldu að að vísu mætti sjá góðviðris- hnoðra á himni en fráleitt samt að ætla að góðæri væri að bresta á þjóðina. Og það er einkar gaman að rifja það hér upp í Þjóðviljan- um, að í því (rafári sem varð kringum skrif blaðsins um samn- inga var það meðal annars ásakað fyrir að hafa gert of mikið úr gó- ðærisfréttum, og þannig skapað falskar vonir. Góðærisspárnar rættust En hvernig hafa góðærisspárn- ar, sem Þjóðviljinn og aðrir hömpuðu, ræst? Lækkun olíuverðs hefur verið gífurleg á árinu, og miklu meiri en upphaflega var spáð. Á árinu er gert ráð fyrir að olíufurstar og aðrir seljendur hins dökka vökva hagnist um tveimur miljörðum minna á íslendingum á þessu ári vegna lækkunarinnar. Sparnað- urinn kernur fyrst og fremst út- gerðinni til góða, sem að sögn út- gerðarntanna hefur ekki lifað jafn mikla uppgripstíma og nú. Aftur á móti gætir þeirrar gósen- tíðar lítið í launaumslögum sjó- rnanna. Olíubúhnykkurinn er sömuleiðis fráleitt genginn yfir. Á þessu herrans ári er líklegt að meðalverðið á hráolíufatinu verði í kringum 17 dollarar. Á næsta ári telja hins vegar olíu- spakir menn að fatið verði að meðaltali á 15 dollara, þannig að sparnaðurinn mun enn aukast. Á alþjóðlegum lánsfjármörk- uðum hafa vextir lækkað allveru- lega. Fyrir þjóð sem hefur hnýtt sér jafn mikla skuldabagga og ís- lendingar skiptir þetta miklu nráli. Vextir hafa fariö lækkandi í Bandaríkjunum, og fyrir atvinnugrein einsog til dærnis frystiiðnaðinn sem hefur fjárfest mikið í dollurum skiptir þetta háum fjárhæðum. Vaxtaþróunin er sömuleiðis enn niður á við. Þannig lækkuðu forvextir í Bandaríkjunum um hálft prósent í fyrradag. Jafnframt er efnahagslíf þeirra þjóða sem við skiptum við á upp- leið. Það kemur okkur til góða, því bati á einurn stað leiðir alla jafna til bata hjá viðskiptaþjón- unum. Afurðaverð hefur hækkað á er- lendurn mörkuðum, og gert meira en vega upp þau áhrif senr lækkun dollarans hefur haft í för með sér. Enn bendir ýmislegt til þess að afurðir okkar hækki nreir á næstunni. Hjá Norðmönnum, sem eru ein helsta samkeppnis- þjóð okkar, hefur afli dregist saman. Þetta hefur gerst bæði varðandi bolfisk, og nú síðast rækju. Þetta hefur leitt til mun hærra afurðaverðs en ella hefði mátt vænta. Þannig er rækjan að stórhækka í verði um þessar mundir. I ofanálag er svo spáð aflaaukningu, þannig að á árinu er samtais gert ráð fyrir fimm prósent aukningu á aflaverð- mæti. Það munar um minna, - og ineð því hefur verðmæti sjávar- afla aukist um þriðjung frá árinu 1983! Kjarabætur - kjararlán Spárnar sem settar voru fram í Þjóðviljanum og víðar um góðær- ið í nánd hafa því allar ræst, - og raunar meir en það. Bjartsýnustu menn gerðu ekki ráð fyrir að bat- inn yrði jafn stór og hann er þegar orðinn, og þó bendir flest til að hann eigi enn eftir að aukast. Það ætti þessvegna að vera ósköp indælt að vera Islendingur um þessar mundir. En það er erf- itt að sætta sig við að í mesta góð- æri sem þjóðin hefur siglt gegn- um í áraraðir skuli engu vera skilað til baka af því sem rænt var af launafólki með kjaraskerðing- unni miklu 1983. Einungis þannig er hægt að Ijúka því harðæri sem fjölmargt launafólk lifir í góðær- inu miðju. Það einfaldlega verður að hækka kaupið. Fólkið ætlast til þessa af verkalýðshreyfingunni að hún beiti öllum mætti sínum til að vinna upp kjaraskerðinguna frá 1983, - til að nýta aukningu þjóðartekna í þágu þeirra sem skapa verðmætin. Ríkisstjórnin hefur nú næstum því runnið skeið sitt á enda, án þess að hafa ennþá fengið að kenna með áþreifan- legum hætti á sameinuðu afli hreyfingarinnar, og gáfust þó til- efnin ærin. Það er óhugsandi að ríkis- stjórnin fái að sitja á slíkum frið- arstóli í fjögur ár full, og hverfa í brottu með fullan sigur. Ytri skil- yrði gera kjarabætur meira en kleifar og innri aðstæður gera að verkum að verkalýðshreyfingin verður að sækja þær, - jafnvel þó fulla hörku þurfi. Össur Skarphéðinsson Laugardagur 23. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.