Þjóðviljinn - 06.09.1986, Side 16
MÖBVIUINN Jtr
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
Laugardagur 6. september 1986 201. tölublað 51
Útvarpshlustun
Bylgjan vinsæl
Bylgjan með langmesta hlustunfrá 15 á daginn ogframúr. Rás 1
hlutskörpustfyrripart dags. Lítið hlustað á Rás 2
Nýja útvarpsstöðin Bylgjan
hafði langmesta hlustun sl.
miSvikudag ef marka má niður-
stöður hlustendakönnunar sem
Samband auglýsingastofa gekkst
fyrir þann dag á höfuðborgar-
svæðinu, á Akranesi og Selfossi.
Reyndist ríflega helmingur allra
Bylgjan
Ánægðir
Einar Sigurðsson: Mun-
um ekki ofmetnast
Ég er auðvitað afskaplega
ánægður að fá þessa staðfestingu
á því sem við töldum okkur vita.
Við vissum að við hefðum hljóm-
grunn og þessi könnun sýnir að
við höfum valið okkur réttan tón,
sagði Einar Sigurðsson útvarps-
stjóri Bylgjunnar í samtali við
Þjóðviljann.
„Við gerum okkur hins vegar
grein fyrir því að á okkur hvílir nú
sú ábyrgð að halda þessu. Byl-
gjan hefur engin ríkisframlög að
byggja á eins og okkar öflugi
mótaðili. Við munum því ekki of-
metnast heldur leggja okkur enn
betur fram því undirtektir hlust-
enda er okkar eina lífsvon," sagði
Einar Sigurðsson. ~v-
þeirra sem hlustuðu á þeim tím-
um sem allra stöðvar senda út,
vera að hlusta á Bylgjuna, sem
hóf útsendingar í síðustu viku.
Könnunin var gerð á fimm mis-
munandi útsendingartímum yfir
daginn. Flestir hlustuðu á Rás 1 á
milli kl. 7 og 9 eða 24.1%. Rás 1
hafði einnig mesta hlustun frá kl.
12-14 þennan dag eða 34.1%
þeirra sem höfðu kveikt á viðtæk-
inu. Á tímabilinu 15-17 hlustuðu
hins vegar langflestir á Bylgjuna
essi samanburður er tæpast
raunhæfur af þeirri ástæðu
að hann fer fram í andrúmslofti
nýjabrums og forvitni. Það gust-
ar alltaf í kringum nýliðana og
þeir hljóta að njóta þess framan
af, sagði Þorgeir Astvaldsson út-
varpsstjóri Rásar 2 í samtali í
gær.
„Fleira gerir þessa könnun
ómarktækari en hún hefði þurft
að vera. Tíminn frá kl. 9-12 er
ekki tekinn með, en þá erum við
með vinsælan morgunþátt sem
við leggjum talsvert í. Líka vant-
eða 29.0%, 13,4% á Rás 1 og
aðeins 8.2% á Rás 2. Á tímanum
17-18 voru enn 42.1% að hlusta á
Bylgjuna, 7.9% á Rás 2. Frá kl.
20-22 voru svo 12.8% að hlusta á
Bylgjuna, 3.8% á Rás 1 en aðrar
stöðvar eru ekki opnar á þessum
tíma.
í könnuninni kom fram að eng-
inn aðspurðra var að hlusta á
Svæðisútvarp eða útvarpsstöðina
á Keflavíkurflugvelli.
ar inn í þetta sérstaka þætti sem
við erum með aðra daga vikunnar
en miðvikudaga og ýmsa helgar-
þættir, sem við teljum vinsæla,“
sagði Þorgeir ennfremur.
„Hins vegar koma vísbending-
arnar mér ekki á óvart. Efni
Bylgjunnar og yfirbragði svipar
mjög til Rásar 2, og dagskrá
hennar er samfelld frá morgni til
kvölds. Því má segja að hlustend-
ur Rásar 2 finni ýmislegt við sitt
hæfi í samfelldri dagskrá Byl-
gjunnar," sagði Þorgeir að síð-
ustu. —v.
Rás 2
Kom ekki á óvart
Porgeir Ástvaldsson: Könnunin fer fram í andrúms-
lofti nýjabrums
. órgangur
~ -it ” 41® y*ls| BH ■■■,_ _
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Heimsmet í dag
Hún er engin smásmíði, pannan sem Marska ætlar að baka á sjávar-
réttaböku sína í dag, - og setja heimsmet ef vel gengur. Bakan verður
rúmirtíu fermetrar og áað geta mettaðfjögurþúsund manns. Pannan
sem á myndinni er verið að slaka niðrá rafhlóðirnar er frá Sindrasmiðj-
unni og hitaelementið frá Rafha (mynd: Sig)
DANSKI DIXÍ SVEFNSÓFINN
Hentar hvar sem er.
Litir svart/grátt.
Laust Cover fylgir meö.
Staðgreiðsluverð 18,500.-
Opið laugardaga frá kl. 9-12.
mwmuiASGóon
Hreyfílshúsinu á horni Grensáevegar og Miklubrautar.
Sími: 686070.
SVEFNSÓFI m/rúmfatageymslu, náttborði og útvarpi
+ vekjaraklukku verð kr. 34.800.-
SLÆR í GEGN
SAMSTÆÐA FYRIR YNGRI KYNSLÓÐINA
Sófanum má breyta í 2ja manna rúm
Falleg litasamsetning.
Verð kr. 21.500.-