Þjóðviljinn - 24.09.1986, Blaðsíða 7
MINNING
KHstín Halldórsdóttir
Fædd 23. mars 1955 — Dáin 13. september 1986
Ein úr hópi stúdenta frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
í vor sem leið, Kristín Halldórs-
dóttir, er í dag borin til moldar.
Okkur kennurum er líkt farið
og foreldrum er tengjast þeim
börnum sínum nánustu böndum
sem mestrar aðhlynningar þarfn-
ast. Kristín bjó við verulega
líkamlega fötlun og fékk í skólan-
um talsverða umhyggju umfram
flesta aðra nemendur. Hér þrosk-
aðist hún og tók góðum framför-
um í námi, sem hún stundaði við
erfiðar aðstæður. Ég hef fáa stúd-
enta brautskráð með meira stolti.
Við sviplegt fráfall Kristínar
Halldórsdóttur sendi ég fyrir
hönd starfsfólks og nemenda
Menntaskólans við Hamrahlíð
aðstandendum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Ornólfur Thorlacius
Hún Stína okkar er dáin, þessi
sorgarfrétt barst okkur í íþrótta-
félagi fatlaðra í Reykjavík og ná-
grenni mánudaginn 15. sept-
ember. Flesta setti hljóða og
öllum hefur orðið eins og mér
þ.e. neitað að trúa því. Hún Stína
sem heimsótti mig í vinnuna á
föstudaginn svo kát og ánægð
eins og hún reyndar var alltaf, þó
ennþá ánægðari nýflutt í íbúðina
sína og full af áhuga og tilhlökkun
að hefja nám í Háskólanum eftir
nokkra daga.
Stína var einn af stofnfélögum
Í.F.R. fyrir rúmum 12 árum, síð-
an má segja að hún hafi verið það
í félaginu sem við öll vildum vera
þ.e.a.s. áhugasöm, stundvís og
dugleg. Ég fullyrði að á engan sé
hallað þó sagt sé að í borðtennis
og boccía hafi engin mætt betur
stundvíslegra og af meiri áhuga
en Stína. Það var aðdáunarvert
hvernig sem viðraði og hvar sem
æfingar voru alltaf skyldi Stína
mæta. Þegar Stína hóf nám í
Öldungadeild Hamrahlíðaskól-
ans þori ég að fullyrða að engum
hefði dottið í hug að henni myndi
sækjast námið jafn vel og raun
bar vitni og að hennar stóri
draumur að ljúka stúdentsprófi
myndi ganga jafnvel og að henni
tækist að Ijúka því jafn fljótt og
reyndin var. Þar fannst mér hún
sýna okkur hvað virkilega mikið
var í hana spunnið. Frá stofnun
Í.F.R. hefur ekkert glatt mig eins
mikið og sannað fyrir mér jafn vel
hvers virði félagið er og ritgerð
sem Stína gerði þar fyrir próf um
borðtennisstundun sína.
Stína hreif okkur öll með á-
stundun, iðni' og stundvísi einn
var þó hlutur í fari hennar sem
hreif mig mest, hvað sem á gekk,
hvernig sem viðraði og hvernig
sem á stóð alltaf var hún í góðu
skapi, létt og kát, tilbúin að gera
grín og gaman að erfiðleikunum
hversu miklir eða óyfirstíganlegir
sem þeir virtust vera. Þannig yfír-
steig hún þá einn af öðrum með
bros á vör. Þannig munum við
muna Stínu og mikið kemur okk-
ur til með að vanta á æfingarnar í
Hlíðarskóla í vetur og á komandi
árum.
Félagar í Í.F.R. senda foreldr-
um, ættingjum og vinum samúð-
arkveðjur. Við munum alltaf
minnast Stínu með spaðann á
lofti og bros á vör.
Arnór Pétursson
í tilefni þess að Kristín Hall-
dórsdóttir nemi er jarðsett í dag
langar mig að koma hér með ör-
litla hugleiðingu.
Okkur hættir oft til að vanmeta
þá einstaklinga sem eru fatlaðir
að meira eða minna leyti. Því er
það mér í fersku minni er ég
spjallaði við Kristínu í fyrsta
sinni. Fötlun hennar gat engan
veginn komið í veg fyrir að ég
skynjaði greind hennar, og þá
ekki síður húmor. Og það sem er
ekki minna um vert; Kristín var
stolt og hafði ríka réttlætiskennd
til að bera. En það eru eiginleikar
sem fleiri mættu tileinka sér sem
til þess hafa mun betri aðstæður.
Kannski er ekki ástæða til að
vera dapur nú, þótt hún hafi ný-
lokið námi frá öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð
við erfiðar aðstæður, og var í
þann veginn að hefja nám í sál-
fræði. Því meðan Kristín siglir
hraðbyri í örugga höfn í ómælis-
vídd stjarnanna, þar sem náminu
aldrei lýkur, stefnum við jarðar-
búar í þveröfuga átt, á vit óvis-
sunnar og óöryggisins.
Ari Tryggvason
Síminn hringir, það berast
sorgarfréttir, hún Kristín Hall-
dórsdóttir er dáin. Ég þagna,
hugsa ekki neitt, síðan koma
minningarnar upp í hugann.
Kristín var ein af þeim mann-
eskjum sem ég hef kynnst á lífs-
leiðinni sem ég gleymi ekki. Þess
vegna langar mig að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Kristín ólst upp í Fossvoginum
hjá foreldrum sínum, þeim Guð-
rúnu Önnu Thorlacius og Hall-
dóri Geir Halldórssyni og systur
sinni Auði Friðgerði.
Ég kynntist Kristínu fyrst fyrir
ellefu árum síðan. Ég fór sem
hjálparmaður hennar á Rauða-
kross mót, sem haldið var í Sví-
þjóð, fyrir fötluð og ófötluð ung-
menni. Á þessu móti voru 70
þátttakendur frá sjö löndum. Við
vorum fjögur frá íslandi. Kynni
okkar Kristínar urðu náin þenn-
an tíma því að hluta af tímabilinu
bjuggum við tvær saman á einka-
heimili. Þar kynntist ég glaðværð
hennar og þessu hressilega við-
móti sem fylgdi henni ávallt.
Eftir þetta hafa leiðir okkar
Kristínar legið meira og minna
saman. Kristín var virkur bar-
áttufélagi í Sjálfsbjörg félagi fatl-
aðra. Þar áttum við sameiginleg
áhugamál fyrir bættum hag fatl-
aðra í þessu samfélagi.
Kristín vann ötullega að æsku-
lýðsmálum. Hún var í æskulýðs-
nefnd Sjálfsbjargar og vann með-
al annars að námstefnu um at-
vinnumál ungs fatlaðs fólks.
Námstefnan bar yfirskriftina At-
vinnu - ekki forsjá. Mér finnst að
yfirskriftin hafi verið í anda Krist-
ínar. Hún lærði að lifa með fötlun
sinni. Hún gerði það besta sem að
hún gat gert til þess að draga úr
áhrifum hennar á daglegt líf sitt,
með því einmitt að mennta sig.
Hún gerði sér fulla grein fyrir því,
að til þess að fatlaðir geti barist á
jafnréttisgrundvelli við ófatlaða í
harðri samkeppni á vinnumark-
aðinum yrðu þeir að hafa
menntun. Hún sagði eitt sinn við
mig þegar við ræddum þessi mál.
„Ég fæ aldrei vinnu nema ég
mennti mig“. Hún sýndi mikið
áræði er hún hóf nám í Öldunga-
deild Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Með mikilli elju lauk hún
stúdentsprófi þaðan nú síð-
astliðið vor.
Kristín heimsótti mig skömmu
eftir útskriftina. Við töluðum
lengi saman, um reynslu hennar
sem faltaðrar manneskju í skóla-
kerfinu. Þetta var hörð barátta en
endaði vel. Kristín var alsæl að
vera búin að ná þessum mikla
áfanga.
Við töluðum einnig um fram-
tíðina, hún virtist björt. Kristín
átti sér þann framtíðardraum að
hefja nám í sálarfræði við Há-
skóla íslands nú í haust. Við ætl-
uðum að leggja okkar að mörk-
um til þess að efla áhuga ungs
fatlaðs fólks til að mennta sig eins
og kostur er. Einnig að vinna
saman að jafnréttismálum fatl-
aðra almennt.
En það fer margt öðruvísi en
ætlað er. Það er undarleg tilfinn-
ing að eiga þess ekki lengur kost
að hitta þessa glaðværu baráttu-
konu, sem að fór allt sem hún
ætlaði sér. Enda sagði hún eitt
sinn „Vilji er allt sem þarf“.
Nú haustar á heiðum
og húmar í skóg.
Hver söngfugl í dalnum
til sóllanda fló.
En ein sit ég eftir
um andvökunótt
og harma það að sumarið
er horfið svona fljótt.
Tómas Guðmundsson.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Kristínu og þakka henni
þær góðu stundir sem við áttum
saman.
Megi guð styrkja foreldra
hennar og aðra ættingja og vini.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Jónsdóttir
Nú er stórt skarð komið í vina-
hópinn og við kveðjum með trega
-kæra vinkonu.
Við sem störfuðum að æsku-
lýðsmálum innan félags okkar
dáðumsf oft að því hversu virkan
þátt Stína tók í starfi okkar og þá
sjaldan hana vantaði var nærveru
hennar saknað. Stína var mjög
áhugasöm og alltaf uppfull af
hugmyndum, þó stundum hafi
verið deilt um leiðir.
Þó svo við í nefndinni höfum
þekkt hana mislengi, sumir frá
því í barnæsku og aðrir skemur,
þá tókst henni að vinna sér stóran
sess í hugum okkar allra og minn-
ingin um elsku Stínu mun ávallt
lifa í hjörtum okkar.
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð.
Æskulýðsnefnd Sjálfsbjargar í
Reykjavík; Þorbera, Jón, Sævar,
Haukur og Berglind.
Það kom yfir mig eins og
reiðarslag að hún Stína Halldórs
væri dáin. Þegar hún kom í heim-
sókn til mín í júnílok blasti fram-
tíðin björt við henni. í vor lauk
hún stúdentsprófi frá öldunga-
deild Menntaskólans við Hamra-
hlíð, og talaði um það hvað allt
væri loksins farið að ganga sér í
hag. Nú væri hún komið með
„gáfnamerkið" á höfuðið, sem
veitti henni aðgang að sálfræði-
námi í Háskólanum. Það hugðist
hún hefja nú í haust. Þá var það
ekki síður merkur áfangi og til-
hlökkunarefni, að hún ætlaði að
fara að búa ein út af fyrir sig.
Þegar við Stína hittumst síðast
var hún stödd í Osló. Þar hafði
hún setið norræna ráðstefnu um
tjáningarmöguleika fólks sem
átti við svipaða fötlun að stríða og
hún sjálf.
Fyrir fjórtán árum, þegar Stína
var sautján ára, vorum við her-
bergisfélagar á Reykjalundi í
nokkrar vikur. Síðan höfum við
haldið sambandi. Ég hef alltaf
dáðst að því hvað hún hefur verið
dugleg og sigrast á þeim erfið-
leikum sem fylgja svo mikilli fötl-
un. Stína var sterkur persónuleiki
og góðum gáfum gædd, þó við
fyrstu sýn hafi fólk kannski ekki
alltaf áttað sig á hvað inni fyrir
bjó. Þrátt fyrir málhömlun var
hún gædd ríkum frásagnarhæfi-
leikum, hafði gott vald á íslensku
máli og sagði skemmtilega frá.
Þar kom líka til greind hennar og
næmi á fólk og umhverfi, gott
skopskyn og hæfileiki til að lifa
við þær aðstæður sem forlögin
höfðu búið henni, án þess að láta
hugfallast eða gefast upp við að
þroska andann.
Stína var félagslynd og tók
virkan þátt í starfi Sjálfsbjargar,
æfði borðtennis hjá Iþróttafélagi
fatlaðra, og náði bærilegum ár-
angri í þeirri íþrótt. Hún hafði
gaman af að vera í góðum hópi,
þar sem kunningjar komu saman;
alltaf hafði hún eitthvað jákvætt
til mála að leggja. Hún var for-
dómalaus gagnvart lífsháttum
sem annað fólk tamdi sér, þótt
lífstíll hennar og reglusemi væri
alla tíð í samræmi við heilbrigðan
hugsunarhátt hennar sjálfrar.
Kjör og hagsmunir fatlaðs fólks á
fslandi voru henni hjartans mál,
og hún hafði mikinn hug á að afla
sér menntunar sem gætið komið
að gagni í starfi til að bæta hag
fatlaðra og auka skilning á
kjörum þeirra.
Það var í ágústlok að ég hitti
þær Stínu og Auði systur hennar f
Osló. Þar áttum við Ingibjörg
með þeim yndislega kvöldstund.
Okkur óraði ekki fyrir að tíminn
væri að renna út; að þær áætlanir
sem Stína gerði um framtíðina
gætu aldrei orðið að veruleika.
Ævi hennar varð að sönnu ekki
löng, en allir sem kynntust henni
hafa í hjarta sínu orðið ríkari en
ella. Þrátt fyrir þær takmarkanir
sem henni voru lagðar á herðar
hafði hún meira að miðla öðrum
en margur ófatlaður, sem ekki
hefur hugmynd um í hverju hinar
sönnu gjafir lífsins eru fólgnar.
Foreldrum Stínu, Auði systur
hennar og öðrum aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur, þótt fátækleg orð
segi lítið um þann mikla missi
sem þau hafa orðið fyrir.
Brynja Arthúrsdóttir.
Þegar þeir atburðir eiga sér
stað, sem á óvæntan og skyndi-
legan hátt kippa manni af braut
hversdagsleikans verður maður
oft ráðþrota og sleginn. Þannig
var okkur félögum Kristínar
innanbrjósts er við fréttum and-
lát hennar. Kristín var áköf og
ötul baráttumanneskja og vax-
andi í starfi innan samtaka okkar.
Hún átti sæti í æskulýðsnefnd
Sjálfsbjargar l.s.f. frá stofnun
hennar vorið 1984. Þáttur hennar
í starfi nefndarinnar var stór og
oftar en ekki var hún helsti hvata-
maðurinn að því að nefndin beitti
sér ekki fyrir ákveðnum verkefn-
um. Fráfall hennar því ekki að-
eins okkur félögum hennar mikið
áfall, heldur er einnig skarð fyrir
skildi í baráttunni fyrir réttindum
ungs fatlaðs fólks. Það er því með
sorg og eftirsjá í huga sem við
kveðjum í dag vin okkar og félaga
Kristínu Halldórsdóttur. Fjöl-
skyldu hennar og ættingjum vott-
um við okkar innilegustu samúð,
megi guð vera með þeim og
henni.
Æskulýðsnefnd Sjálfsbjargar,
Landsamband fatlaðra
Asgeir Sigurðsson
Jóhann Pétur Sveinsson
Mlðvikudagur 24. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Norrænir
verkefnastyrkir
til æskulýðsmála
Norræna æskulýðsnefndin hefur ákveðið að
veita takmarkaða styrki til svæðisbundins og
staðbundins samstarfs meðal æskufólks á Norð-
urlöndum.
Styrkir verða veittir til:
- staðbundinna æskulýðsverkefna.
- samstarfs á ákveðnu svæði, einkum á vestur-
svæðinu (ísland, Færeyjar og Grænland) og á
Norðurkollusvæðinu (Nordkalotten).
- æskulýðsstarfsemi sem ekki hefur getað notið
þeirra styrkja sem boðnir hafa verið til þessa af
norrænu nefndinni
Æskulýðsfélög eða hópar í einstökum bæjar-
eða sveitarfélögum sem hafa hug á norrænu
samstarfi, geta sótt um styrkina.
Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á samstarfinu,
ásamt fjárhagsáætlun um verkefnið.
Einnig skal tekið fram hvort samstarfið sé styrkt
af öðrum aðilum.
Engin sérstök umsóknareyðublöð eru um styrki
þessa.
Umsóknarfrestur um styrkina rennur út 30.9.
1986
og skulu umsóknir sendast beint til:
Nordisk Ungdomskomité,
Sekretariatet for
nordisk kulturelt samarbejde,
Snaregade 10,
1205 Köbenhavn K
Danmark