Þjóðviljinn - 24.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.09.1986, Blaðsíða 8
„Við sigrum með andspymu". Frá göngu hústaka og stuðningsmanna þeirra. Ljósm.: Lavri Dammert. Þrátt fyrir umsátursástand við Ryes- götu gáfu bæði ibúarnir og baráttu- fólkið sór tíma til að virða fyrir sér vettvang átakanna í sólskininu á föstudagseftirmiðdag. Trausturvamarveggurhústakafyrirframan Ryesgade58, daginn sem byrjað var að reisa götuvfgin. Ljósm.: Lavri Dammert. ,ÞAR SEM „Vofa fer í gegnum Evr- ópu, vofa hústaka“. Þannig byrjuðu margar blaöagrein- ar í evrópskum blööum um 1980, þegar ungmenni í flestum stórborgum réðust inn í ónotuð hús og kröfð- ust þess að fá að setjast þar að, annað hvort til íbúðar eða til að hafa þar hvers kyns félagsstarfsemi. Þessi atvinnulausu ungmenni kölluðust í Kraakers í Hol- landi, Squatters í Bretiandi, en i Þýskalandi Besetzer og besættere í Danmörku, eða BZ. í öllum stórborgum Evr- ópu loguðu götubardagar, þúsundír ungmenna hrifust með, en oftast endaði bar- áttan með algerum ósigri, og unga fólkið reikaði aftur sundrað og eirðarlaust um borgirnar og margir urðu áfengi og eiturlyfjum að bráð. Flótti um jarðgöng í Danmörku áttu hústakar sér forsögu, því að á síðasta áratug var öflug hreyfing, sem kölluð var Slumstormere. Sumir þeirra voru reikandi ungt fólk, sem var að leita sér að húsnæði, en aðrir voru gallharðir baráttumenn, sem lögðu megináhersluna á breytta húsnæðisstefnu, sem myndi tryggja öllum mannsæm- andi húsnæði, án tillits til efna- hags. Þessi hreyfing lognaðist út af í lok áratugarins, en þá voru arftakarnir mættir til leiks. f Kristjaníu voru þá fjölmörg böm, sem höfðu hlaupist að heiman og vildu njóta sjálfræðis. Þau voru nú að verða unglingar og tóku höndum saman við ung- linga úr öðrum hverfum um að fá „Barnahús“, þar sem böm og unglingar gætu verið saman án af- skipta fullorðinna. Þau hertóku gamlan skóla á Kristjánshöfn, en urðu undan að síga, vegna utan- aðkomandi þrýstings og innri upplausnar. Hluti þeirra hélt áfram baráttunni, og upp úr 1981 var hreyfingin tvískipt. Hluti hennar barðist fyrir nýju æsku- lýðshúsi, sem lyti algerlega stjórn æskulýðsins sjálfs, en hluti hreyfingarinnar helgaði sig bar- áttunni fyrir íbúðarhúsnæði handa ungu fólki. Eftir nokkrar hústökur og margra bardaga við lögregluna fengu ungmennin æskulýðshús að Jagtvej á Nörre- bro, sem enn starfar með góðum árangri. Þeir sem leituðu af íbúð- arhúsnæði áttu hins vegar að rammari reip að draga, því að þeim var ávallt hent út úr þeim húsum, sem þau fluttu inn í. Margir muna eftir Allotria á Nörrebro, sem hústakarnir héldu í hálft ár. Lögreglan gerði síðan mjög hemaðarlega innrás í húsið; tugum fflefldra var lyft upp að hlið hússins og þeir bmtust inn í það með loftpressum, hlupu síð- an niður allar tröppur í besta Rambó-stíl með sprautur sem sprautuðu einhverri froðu, en gripu í tómt! Hústakarnir höfðu skriðið út úr húsinu eftir jarð- göngum, sem þeir höfðu gert, komu upp hjá pípulagninga- manni hinum megin við götuna og hann smyglaði þeim út um bakdyrnar, þannig að þeir sluppu fram hjá margföldum hring í fleiri hundruð lögregluþjóna. Sætleiki þessa „sigurs“ hústak- anna breyttist þó fljótt í beiskju. Þeir reikuðu um, húsnæðislausir, í nokkra mánuði, en tóku svo til við að taka hús, láta henda sér út, osfrv. f ársbyrjun 1983 hertóku þeir svo hús að Ryesgade 58, sem átti að rífa. Lögreglan vildi henda þeim út sem fyrst, en þá kom í ljós, að búsetafélagið sem átti húsið, vildi ekki sjá slíkar aðfarir, og hústakarnir hreiðruðu um sig og komust að því, að hægt væri að gera við húsið í stað þess að rífa það. Á sama tíma tóku hústakarnir ýmis önnur hús. Mörg þeirra til- heyrðu félaginu Ungbo, sem er hálfopinbert fyrirtæki, sem ætlað er að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Fyrirtækið er rekið af kröt- um og þykir vinsæll stökkpallur í framapoti þeirra. Það „leysir vanda“ unga fólksins með því að reisa eins konar stúdentagarða, eða endurnýja gömul hús, þannig að hvert ungmenni fái sitt her- bergi, en noti eldunarstöðu með öðrum. Þama velst fólk saman af handahófi, margir verða ein- manna, og tíðni sálrænna vanda- mála og sjálfsmorða er há. Hús- takarnir tefldu fram eigin reynslu sem valkosti við þessa stefnu: Þeir veljast sjálfir saman, vinna saman að því að endumýja húsin og innrétta þau að þeim þörfum sem þau hafa og uppgötva, á meðan þau em að innrétta húsin. Valkostur hústaka er mun ódýr- ari en dýr endurnýjun eða ný- bygging Ungbos, og hann leysir mun betur þarfir þeirra sem ein- staklinga og heildar. Hins vegar inniheldur þessi valkostur, að valdamennirnir og skriffinnarnir í Ungbo og í stjórn borgarinnar verða að afsala sér völdum í hendur ungmenna sem stjórna sér sjálf. Hústakarnir hertóku nokkur hús sem Ungbo hafði keypt og hugðist breyta, og vildu þeir kný- ja í gegn að valkostur þeirra yrði leiðarljós endurnýjunarinnar. Þeim var hins vegar hent út í hvert skipti, og um leið efldist hatur ungmennanna á Ungbo. Ungbo vildi nú gjarnan hressa upp á ímynd sína gagnvart ungu fólki og keypti Ryesgade 58 með það yfirlýsta markmið fyrir augum að ná samkomulagi við ungmenninn um rekstur hússins og verða þannig fyrirmynd að lausn þess vanda, sem hústökur voru orðnar að í augum kerfisins. Síðan hófust samningaviðræð- ur, og þær hafa nú staðið yfir í 3‘/2 ár, að vísu með mörgum hléum, því að oft hafa báðir aðilar skellt hurðum. Kröfur hústaka hafa ávallt verið mjög ljósar: þeir vilja sjálfir framkvæma endurnýjun hússins og ráða síðan daglegum rekstri þess sjálf, en opinberir að- ilareigi að eiga húsið. Ungbo hef- ur hins vegar reynt ótal leiðir til að fá hústakana til að fallast á að húsið verði annað hvort undir stjórn borgaryfirvalda eða það verði í einkaeign. Ýmsir góð- hjartaðir aðilar útí bæ hafa boðist til að kaupa húsið og gefa það hústökunum, en þeir hafa ekki fallist á þau lausn. Lausnin verð- ur að fela það í sér, að opinberir aðilar taki á einhvern hátt ábyrgð á húsnæðisvandanum. Oft hefur soðið upp úr í þessum samningaviðræðum, og marga nóttina hafa hústakamir farið að sofa með óttanum um að vakna við fíleflda kylfubera inni á gólfi hjá sér og óblíða meðferð á leið í steininn. Geðstilltir menn gátu þó haft vitið fyrir Ungbo, þangað til þolinmæðin brast nú um miðj- an ágúst og Ungbo sendi hús- tökunum þau skilaboð, að þeir yrðu að hafa sig á brott frá Ryes- gade 58 fyrir miðjan september. Fullt starf að vera hústaki Þrátt fyrir sífellda óvissu og mörg vonbrigði, höfðu hústak- arnir smám saman mótað sér SAGT FRÁ BARÁTTU HÚS- ANNÁLL „BORGARASTRÍÐS- BARATTA, ÞAR við hliðina verið breytt í kaffihús „Café Daffy“ með tilvísun bæði til teiknimyndahetjunnar og til Gadaffy, sem afturhaldsmálg- ögnin höfðu líkt hústökunum við. „Það er fullt starf allan sólar- hringinn að vera hústaki. Maður vinnur að endurnýjun og lagfær- ingum, sinnir heimilisstörfum, tekur þátt í hinni pólitísku bar- áttu og í félagslífinu. Þannig myndar lífið eina samfellda heild, og þannig viljum við lifa. Þess vegna viljum við berjast af fullri hörku gegn því að okkur verði hent aftur út í húsnæðisleysið eða einangraða herbergiskytru á stúdentagarði, þar sem maður þekkir engan eða kann jafnvel ekki við nágrannann.“ Með þess- um orðum lýsti hústaki í síðustu viku, hvernig daglangur veruleiki og pólitísk framtíðarsýn mynda samfellda heild hjá hústökunum. Flestir þeirra taka þátt í annarri eðlilegt líf að Ryesgade. Þeir breyttu húsinu, sem upphaflega var litlar einstaklingsíbúðir, í fimm sambýli, og bjuggu tíu manns í hverju. í hverju sambýli var gert vistlegt eldhús, herberg- in voru lagfærð og máluð, dyttað var að gluggum og vatnslögnum og gerð baðherbergi og klósett. Síðast nú í sumar var gamalli kjötbúð á neðstu hæðinni breytt í stórt sameiginlegt baðherbergi, og áður hafði verslunarhúsnæð; Á bak við hina daamigerðu hústakagrímu eru ósköp venjuleg ungmenni sem viðurkenna að þau eru hrædd. Ljósm.: Lavri Dammert. pólitískri baráttu, t.d. gegn kyn- þáttamisrétti og aðskiinaðar- stefnu, gegn mengun og gegn bágum kjörum ungs fólks á dönskum vinnumarkaði. Innan veggja Ryesgade 58 blómstrar mannlíf, sem líkist því sem Krist- janíubúar ætluðu að skapa en tókst ekki. Að Ryesgade 58 finn- ur maður ekki þá deyfð og upp- gjöf sem aila jafnan einkennir atvinnulaust ungt fólk. Hústakarnir eru á aldrinum 15- 30, jafnt karlar sem konur og úr flestum stéttum samfélagsins. Einstaka þeirra hafa vinnu eða ganga í skóla, en flestir eru „full time“ hústakar. Götuvígi og íkveikjur í byrjun september voru hús- takarnir þess fullvissir að þeim yrði hent út úr Ryesgade 58 og mótspyrna myndi lítið duga. Þeir ákváðu þó að berjast til þrautar, og aðferð þeirra hefur reynst ár- angursrík. „Það hlustar enginn á þig nema að þú beitir valdi, því miður“, er algengt viðkvæði þeirra. Ásamt stuðningsmönnum sín- um gengust hústakamir fyrir mótmælagöngu frá Ráðhústorg- inu að Ryesgade 58. Þegar þang- að var komið tóku menn til við að reisa götuvígi, en lögreglan beið álengdar og þorði ekki til atlögu við þetta lið um þúsund manna. Um kvöldið og daginn eftir gerði hún nokkur sýndaráhlaup, eins og til þess að prófa styrk andstæð- ingsins, en var hrakin aftur á bak með grjótkasti. Hústakarnir létu ófriðlega, kveiktu í vinnuskúr og vinnuvélum á nálægu byggingar- svæði og eltu óeinkennisklædda lögregluþjóna með barsmíðum og grjótkasti um nálægar götur. Nú komust fjölmiðlar í feitt. Öll dagblöð skreyttu forsíður sínar myndum af ógnvekjandi ungmennum með hettur yfir höfðinu og barefli í höndum, og síðdegisblöðin þóttust hafa kom- ist á snoðir um vopnaburð bak við götuvígin. Hústakar voru orðnir að hryðjuverkamönnum í augum almennings. Þessi nei- kvæða mynd varð þó ekki til þess að lögreglan beitti fullum þunga og bryti hústakana á bak aftur. Ótal manns varaði við því að lagt yrði í jafn tvísýna aðgerð, og lög- reglan skoraði enn á stjórnmála- menn að leysa vandann. Strax á öðrum og þriðja degi umsátursins um Ryesgade fóru að berast ýmsar tillögur um lausn vandans. Kim Larsen og félagar hans í Cirkus Himmelblaa buðust til að kaupa húsið af Ungbo og gefa það hústökunum, og Verka- mannasambandið, Læknafélagið og svonefndur Friðarsjóður buð- ust til að taka þátt í þeim kaupum. Farnar voru stuðnings- göngur til Ryesgade, og æ fleiri aðilar lýstu yfir stuðningi við mál- stað hústaka. Á fjórða degi um- sáturs breyttu hústakar fram- komu sinni gagnvart fjölmiðlum. Fram að því höfðu þeir einungis hreytt ónotum í blaðasnápa eða lesið upp stuttar og óbilgjarnar fréttatilkynningar, en nú tóku þeir að koma fram í fjölmiðlum og útskýra með yfirveguðum orð- um hverjar væru kröfur þeirra og í Kaupmannahöfn hvers vegna þær væru réttmætar. M.a. bentu þeir á, að Ungbo ætl- aði að breyta húsinu fyrir marg- falt hærri upphæð en hústakarnir þyrftu sjálfir, og samt kæmust færri íbúar í húsið, ef Ungbo hefði sitt fram. Þá lýstu þeir lifn- aðarháttum sínum og hugsjónum með svo vel völdum orðum, að almenningi varð ljóst, að hér voru engir hryðjuverkamenn, heldur ungt fólk, sem vill vinna uppbyggingarstarf, en er hrakið út í horn af skammsýnum og vald- agráðugum skriffinnum og ber frá sér. Hústakar eru ekki hlynntir ofbeldi, en reynslan af umsátrinu um Ryesgade virðist því miður staðfesta kenningu þeirra, að oft verður að beita of- beldi til að einhver hlusti á frið- samar kröfur þínar. Valdatafl í borgarstjórn Fimmtudaginn 18. september var haldinn borgarstjórnarfund- ur, þar sem Ryesgade 58 var að- almálið á dagskrá. Yfirborgar- stjóri Kaupmannahafnar, sósíal- demókratinn Egon Weidekamp, hafði fram að því haft hljótt um sig og neitað að ræða málið við fjölmiðla. Nú stóðu hins vegar öll spjót á honum. Hústakarnir höfðu komist að samkomulagi við Kim Larsen og félaga hans í Cirkus Himmelblá um að þeir síðarnefndu keyptu húsið og gæfu það borginni, sem veitti hústökum fullan umráðarétt yfir því, en ekki hafði verið hægt að toga það upp úr Weidekamp, hvort hann tæki við gjöfinni. Ýmsir gagnrýndu þann valda- hroka sem hann hafði ávallt sýnt í samskiptum sínum við hústaka, meira að segja Anker Jörgensen í sjónvarpi kvöldið fyrir borgar- stjórnarfundinn. Þann dag kom hins vegar í ljós, að Weidekamp vildi ekki brjóta odd af oflæti sínu. Hann bar fram nýja tillögu í málinu, að stofnaður yrði sér- stakur sjóður á vegum borgarinn- ar, sem sæi um öll samskipti við hústaka og tæki m.a. við hugsan- legum peningagjöfum til kaupa á húsi handa þeim. Þótt vitað væri að hústakarnir myndu ekki fallast á þessa lausn, pressaði Weide- kamp tillögu sína í gegn, með stuðningi sósíaldemókrata og hægri flokkanna. Sósíalíski þjóð- arflokkurinn samþykkti hana einnig, þótt fulltrúar hans kysu heldur að gengið yrði að öllum kröfum hústakanna. Fljótlega eftir að fundi lauk, lýstu hústak- arnir því yfir, að þeir féllust ekki á „lausn" Weidekamps, heldur krefðust þeir þess að borgin yrði beiniínis eigandi hússins og lýsti á þann hátt ábyrgð sinni á lausn húsnæðisvandans. Deilan var sem sé komin í hnút enn einu sinni, en á bak við götu- vígin var baráttuviljinn óskertur. Sumir voru bjartsýnir á að pólit- ísk lausn fengist, en aðrir áttu frekar von á því, að lögreglunni yrði að lokum sigað á hústakana. Alla dagana hafði verið stöð- ugur straumur stuðningsmanna að götuvígjunum umhverfis Ryesgade, og margir þeirra skutust inn fyrir þegar færi gafst fyrir lögreglu. Á föstudagskyöld- ið kom hins vegar óvenjuleg sendinefnd að götuvígjunum og bað um að tala við hústakana. Þar voru komnir fulltrúar flestra flokka í borgarstjóm, þ.á.m. tveggja miðflokka og auk þess einn íhaldsmaður. Þeir sátu á fundi með hústökunum alla nótt- ina og náðu samkomulagi um til- lögu, sem flytja skyldi í borgar- stjórn sem mótvægi við tillögu Weidekamps, og var þar gengið að öllum kröfum hústakanna. Um helgina leit út fyrir að naumur meirihluti væri fyrir þess- ari tillögu, en að þeim meirihluta stóðu flokkarnir vinstra megin við sósíaldemókrata, auk tveggja miðflokka og þessa eina íhalds- manns, sem hústakarnir unnu algerlega á band sitt þessa nótt sem hann sat á fundi með þeim. Á sunnudag kom hins vegar afturkippur í málið, því að full- trúar Sósíalíska Þjóðarflokksins lýstu yfir vilja sínum til að ganga á ný til samningaviðræðna við sósí- aldemókrata til að ná breiðri samstöðu um lausn málsins. Er vandséð, að þessi sáttavilji leiði til neins, því að Weidekamp hef- ur sýnt það og sannað að hann er ósveigjanlegur og vill ekki fyrir nokkurn mun láta undan hús- tökunum. Afstaða hans til þeirra getur ekki kallast annað en blint hatur, enda hafa þeir haft hann mjög að skotspæni og m.a. unnið spellvirki bæði á skrifstofu hans og heimili. Þegar þetta er ritað ríkir sem sé mikið óvissuástand um örlög Ry- esgade 58. Ekki er ljóst hvort meirihluti fæst fyrir þeirri einu friðsömu leið sem er möguleg, þ.e. að ganga að kröfum hústak- anna, eða hústökum verður hent út með tilheyrandi blóðbaði. Stemmningin í frelsuðu hverfi Alla þessa daga hefur sú stemmning ríkt bak við götuvíg- in, sem einungis skapast í hörð- um verkfallsátökum eða sam- bærilegri baráttu. Menn vinna einbeittir og ákveðnir, í þessu til- viki við að styrkja götuvígin og gæta þeirra, við að afla vista eða við að aðstoða aðra íbúa hverfis- ins við að halda uppi sem eðlileg- ustu lífi. Jafnframt er hátíðar- stemmning. Tónlistarmenn skjótast yfir götuvígin með hljóð- færi sín og spila fyrir baráttufólk- ið. Á kránni og í bráðabirgða- skýlum stuðningsmannanna slaka menn á og ræða málin. Byltingarrómantíkerar falla r itt- úrulega í stafi og finnst þeir vera staddir í Parísarkommúnunn' 1871 eða í Barcelona 1936, en jarðbundnara fólk finnur líka fyrir sannleikanum í vígorði hús- takanna: „Þar sem er barátta, þar er líf.“ Kaupmannahöfn 22.9.’86 -K.ÓI./-g. TAKA í KAUPINHÖFN SÍÐUSTU ÁRIN. INS“ Á RYESGADE UNDANFARNA DAGA 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINH Mi&vHcudagur 24. s«ptMnber 1966 Miðvikudagur 24. eeptefnber 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.