Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Mæli þarft eða þegi
Þaö er athyglisverð kenning hjá Birni Dag-
bjartssyni, sem á miðju kjörtímabili datt inná
þing fyrir íhaldið á Norðurlandi eystra, að vandi
á landsbyggðinni sé einna helst þeim að kenna
sem um hann fjalla. Björn sagði nýlega í Morg-j
unblaðinu sínu að „sífelldur söngur“ um að mál-
efni byggðanna væru afrækt „ýtti undir og flýtti
fyrir" byggðaröskuninni. Hið nýstárlega framlag
Björns Dagbjartssonar til pólitískrar heimspeki
er sumsé það að þegar einhverstaðar hallar
undan fæti sé ráðlegast að snarhalda kjafti,
forðast einsog heitan eld að greina vandann og
láta sér ekki koma til hugar að benda á færar
leiðir.
Þingmaðurinn á hrós skilið fyrir að hafa
sannreynt hið fornkveðna, að enginn er al-
heimskur ef þegja kann. Og er ekki að efa að
Björn uppskæri meira í prófkjörsslagnum sem
hann á framundan í kjördæmi sínu ef hann fylg-
di spakmælinu betur. Hann lætur sér nefnilega
ekki nægja að sussa á sönginn sífellda í grein-
um sínum heldur reynir hann að höggva á hnút-
inn í eitt skipti fyrir öll, og er á Birni að skilja að
óstand og flaustur á landsbyggðinni verði best
lagfært með því snjallræði að fækka atvinnu-
kostum í höfuðborginni. „Með því að leggja nið-
ur eins og 1.000 eða 2.000 opinber störf í
Reykjavík“ segir Björn orðrétt „mundi fólksflót-
tinn úr sveitum þangað örugglega snarstöðv-
ast.“
Félagsleg þjónusta á landsbyggðinni,
menntamál eða samgöngur eru einsog hver
annar hljómandi málmur eða hvellandi bjalla í
augum Sjálfstæðisflokksþingmannsins, og
sama er að segja um öflugri stjórnsýslu í héraði.
Björn Dagbjartsson, sem einusinni var for-
stöðumaður opinberrar rannsóknarstofnunar í
Reykjavíkur, telur á sinn hátt að með illu skuli illt
út reka. Fyrst fólk flýr af landsbyggðinni til
Reykjavík sé einfaldasta ráðið að draga úr kost-
um höfuðborgarinnar.
Þegar litið er til slíkra talsmanna byggðamála
innan Sjálfstæðisflokksins þarf ekki að furða sig
á þeim niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnun-
ar að einmitt í Sjálfstæðisflokknum sé að finna
flesta andstæðinga við jöfn búsetuskilyrði um
landið.
Launamenn á höfuðborgarsvæðinu eiga
engan þátt í þeirri hnignun sem kölluð hefur
verið yfir byggðir landsins. Þar ráða aðrir meiru
um, og þingmanninum fyrrnefnda væri alls ekki
óhollt að athuga stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem
hann Ijær atkvæði sitt á alþingi.
Ætli þessir eitt til tvöþúsund opinberu starfs-
menn í höfuðborginni séu valdir að því að hlut-
fall landsbyggðarkjördæmanna af nýjum íbúð-
um hefur lækkað úr 39 prósent í 23 prósent á
fjórum árum?
Skyldu það vera þessir eitt til tvöþúsund sem
standa á bakvið það að nú þarf að taka 300
miljóna króna erlend lán til að redda frystiiðnað-
inum úr verstu kreppu í áratugi?
Það er kannski þeim að kenna að árin 1980 til
1984 fluttu um 3500 manns af landsbyggðinni á
höfuðborgarsvæðið?
Landið hefur sporðreist á nokkrum árum.
Ástæðurnar eru að sjálfsögðu ýmislegar, en
þyngst vegur sú að hér situr við völd ríkisstjórn
sem ferfram undir merkjum markaðshyggjunn-
ar, styðst fyrst og fremst við viðskiptajöfra í
Reykjavík og dregur fé frá framleiðslugreinum
til óarðbærrar milliliðastarfsemi, lúxusverslunar
og einkaneyslu hinna ríku. Með öðrum orðum
frá landsbyggðinni til auðstéttarinnará suðvest-
urhorninu.
Gegn þessu verður ekki brugðist með því að
níða skóinn niðraf launafólki í Reykjavík, heldur
með því að hefja nýja sókn í atvinnumálum og
félagsmálum á landsbyggðinni, - sókn sem í
samræmi við hefðbundin íslensk efnahags-
lögmál skilar sér meðal annars með bættum
hag almennings á höfuðborgarsvæðinu.
En meðan framlag Sjálfstæðismanna í
byggðamálum er af sama tæi og Morgunblaðs-
greinar Björns Dagbjartssonar hlýtur mönnum
að koma í hug sú ráðlegging Hávamála til gesta
í ölteiti að þeir „mæli þarft eða þegi“.
-m
Fötluð samviska
t>að er yfirleitt talið ungum og
metnaðargjörnum mönnum í
Sjálfstæðisflokknum til nokkurra
búdrýginda ef þeir eru það sem
sposkir öldungar flokksins kalla
stundum undirfurðulegir á svip-
inn að vera „sveigjanlegur". Á
mæltu máli heitir það raunar að
geta skipt um skoðun eftir því
hvernig vindar flokksforystunnar
blása hverju sinni án þess endi-
lega að hafa samviskuna óhóflega
lengi í fatla fyrir vikið.
Þetta kann venjulegu fólki að
þykja býsna óviðkunnanlegur
eiginleiki. En hann er sem sagt að
finna í ríkum mæli innan Sjálf-
stæðisflokksins, sem um þessar
mundir er barmafullur af tæki-
færissinnuðum „uppum“, sem
allir líta út einsog þeir séu klipptir
út úr tískudeildinni hjá Mannlífi
og hafi keypt stresstösku á útsölu
hjá Pennanum.
En þetta getur gengið út í öf-
gar. Meira að segja í flokki allra
sannra tækifærissinna getur tæki-
færismennskan gengið út í öfgar.
Með - og á móti!
Um þetta er dapurlegt, nýlegt
dæmi af einum af betur meinandi
ungtyrkjum íhaldsins, sem stefnir
hraðbyri á stjörnuhimin flokks-
ins. Vel rakaður og snyrtilega
klipptur ungur maður með
smekk fyrir litríkum bindum,
brosir fallega og stundum í fleiri
en eina átt í senn. Sumir spá því
að einungis ótímabært stjörnu-
hrap geti komið í veg fyrir að Da-
víð Oddsson krýni þann sem hér
um ræðir sinn arfaprins í fyllingu
tímans.
Þetta er Árni Sigfússon, „ungi
maðurinn" í borgarmálum íhald-
sins.
Árni hefur nýlega kynnst því,
að ætli menn að hafa gott veður
hjá þeim sem fara með valdið og
dýrðina í Sjálfstæðisflokknum,
þá er eins gott að vera „sveigjan-
legur“ og fljótur að skipta um
skoðun. Því kynntist hann í
kvennaathvarsmálinu á dögun-
um, þegar hann lenti í grjótmuln-
ingsvél borgarstjórnaríhaldsins
sem knúði hann til að skipta um
skoðun næstum því á einni nóttu.
Innan Sjálfstæðisflokksins geng-
ur þessi grjótmulningsvél undir
dulnefninu Davíð Oddsson.
Allir vita að kvennaathvarfið
hefur átt í brösum vegna skorts á
peningum. Allir vita líka, að
íhaldið skar við trog niður þá
upphæð sem embættismenn
borgarinnar vildu veita athvarf-
inu.
Fáir vita hins vegar að í þeim
gráa leik tókst hinum tilvonandi
arfaprinsi Reykjavíkuríhaldsins
það sem fáum mönnum ferst vel
úr hendi: vera bæði með og á
móti!
Ámi Sigfússon er formaður
félagsmálaráðs. Þegar styrk-
beiðni kvennaathvarsins kom
fyrir ráðið tók hann henni ljúf-
mannlega og var hlynntur því að
athvarfið fengi þá hálfu miljón
sem spaklátir embættismenn
töldu það þurfa. Menn urpu önd
léttar. Þökkuðu guði fyrir að hafa
sent úr röðum íhaldsins svo skiln-
ingsríkan ungan mann. En Adam
f gervi Árna Sigfússonar hafði
hratt á hæli í Paradís kvennaat-
hvarfsins.
Borgarráð skar nefnilega
OG SKORIÐ
Árni: Dr. Jekyll í félagsmálaráði.
styrkinn niður í 160 þúsund krón-
ur. Og í borgarstjórn kom hinn
broshýri arfaprins íhaldsins án
þess að blikna í pontu og kvaðst
nú vera niðurskurðinum
hlynntur. í félagsmálaráði var
hann semsagt með hálfrar miljón
króna styrk og taldi á honum fulla
þörf. En eftir að Davíð hafði sýnt
honum í einrúmi hvar ölið er
keypt var hann á móti og taldi
bersýnilega ekki lengur neina
þörf á svo hárri upphæð. í Sjálf-
stæðisflokknum heitir þetta að
vera ungur maður á uppleið. Á
mæltu máli heitir þetta að skjálfa
eins og lauf í vindi þegar á mann
er hóstað.
Svona afstaða er auðvitað
óskiljanleg dauðlegum mönnum.
Hún er yfirskilvitleg og ekki á
færi nokkurs manns að skýra
hana nema þá þeirra sem upplifa
pólitík sem dulræna reynslu.
Árni: Mr. Hyde í borgarstjórn.
Heiðríkja hugans
Það skal að sönnu viðurkennt
fúslega, að Sjálfstæðismönnum
er margt gefið en hugsa rökrétt
þegar stjórnmál eru annars veg-
ar. Árni fer þó nærri því að slá
fyrri flokksmet í merku forsíðu-
viðtali við Þjóðviljann fyrir viku
þar sem sinnaskipti hans eru
opinberuð.
Þar tekst honum í einu og sama
viðtalinu að láta það út úr sér að í
félagsmálaráði hafi „ekki beinlín-
is verið tekin afstaða til neinnar
tiltekinnar upphæðar", og halda
því síðan fram örskömmu síðar
að samt sem áður hafi meðlimir
félagsmálaráðs „samþykkt þá
upphæð sem farið var fram á“.!
Það kann vel að vera, að hér
séu á ferðinni einhver sjónhverf-
ingabrögð sem menn læra á
bemsku aldri í stjórnmálaskóla
Sjálfstæðisflokksins og þyki ógn
sniðug þar. Samt fer ekki hjá því
að okkur hin, sem eins og Snorri
skiljum hlutina jarðneskum
skilningi, langi til að spyrja af
auðmýkt hjartans: hvernig fara
menn að því að samþykkja til-
tekna upphæð án þess að taka af-
stöðu til hennar?
í fljótu bragði virðist málið ein-
faldlega vera það, að Árni Sigfús-
son, sem er greindur og hjarta-
góður piltur, sá það af meðfæddri
skynsemi að kvennaathvarfið
þarfnaðist sárlega upphæðarinn-
ar sem farið var fram á fyrir þess
hönd. Þess vegna samþykkti
hann styrkinn af sannfæringu í
félagsmálaráði. En Davíð var á
öðru máli og skar hann niður í
borgarráði. Þá átti Árni um þá
kosti að velja að skipta um
skoðun eða lenda uppá kant við
Davíð. Og það seinna hefði ekki
beinlínis verið giska heilsusam-
iegt fyrir framtíðadrauma prins-
ins unga...
Þess vegna var Árni Sigfússon
Dr. Jekyll í félagsmálaráði en
Mr. Hyde með hnífinn í borgar-
stjórn.
En auðvitað má það vera að
hér sé á ferðinni eitthvað sem
mannleg náttúra fær ekki skilið.
Með Árna Sigfússyni er þá vænt-
anlega genginn fram á sviðið póli-
tíkus hinnar dulrænu reynslu.
Kannski félagsmálaráð þurfi þá í
framtíðinni að ráða sér miðil til
að skilja hvaða skoðun formaður
ráðsins hefur í rauninni hverju
sinni.
Sé svo, þá hafa álfar og huldu-
fólk vafalaust ærna ástæðu til að
fagna hinum nýja fulltrúa sínum.
Sama máli gegnir því miður
ekki um konurnar í kvennaat-
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Ossur Skarphóðins-
son.
Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. . ,
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs-
dóttir, Magnús H. Gíslason, Mðröur Arnason, Sigurdór Sigurdórsson,
Siguröur A. Friöþjófsson, Valþór Hlðöversson, Vilborg Daviösdóttir,
Vloir Sigurösson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri)
Handrlta- og prófarkaleaarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsia: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðapront hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. september 1986