Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 16
DJÓÐVIUINN wrtfJHffir f JWARA 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Fimmtudaour 25. september 1986 217. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsimi: 681663. Tollverðir VeiWallsrétturinn á 8 þúsund Sveinbjörn Guðmundsson formaður Tollvarðafélagsins: Höfum ekkihaftvirkan verkfallsrétt Tollverðir hafa samþykkt nýjan kjarasamning við fjármála- ráðuneyti þar sem þeir afsala sér verkfallsrétti fyrir launbætur. Atkvæði um nýja samninginn voru talin síðdegis í gær og sam- þykktu 76 tollverðir eða 85% þeirra sem greiddu atkvæði samninginn en 10 voru á móti. 3% kjörseðla voru auðir en alls greiddu 89 tollverðir atkvæði af 98 sem eru í félaginu. Þær kjarabætur sem koma fyrir verkfallsréttinn eru að sögn Sveinbjörns Guðmundssonar formanns Tollvarðafélagsins, hækkanir um 4-7 launaflokka sem þýðir 8000-9000 króna við- bót á mánuði fyrir þá sem mest fá. Laun tollvarða lágu áður á bil- inu 21.500 kr. til 45.000 kr. en eru nú komin í 25.000 - 55.000 krónur ámánuði. Auk þess eru í samningnum ákvæði um breytingar á skipu- lagsmálum varðandi fjölda starfs- heita og fjölgun tollfulltrúa. Ákvæði eru um að dregið verði úr vinnuálagi á Tollpóststofunni og að tollvörðum sé heimilt að taka launalaus leyfi. „Varðandi afnám verkfalls- réttar bendi ég á að lög nr. 56 frá 1972 kveða á um að lögreglu- mönnum ríkisins sé bannað að fara í verkfall og það á einnig við tollverði. Þessi kosning snerist fyrst og fremst um afstöðu okkar til þessara laga. Okkar svar er að það mætti hafa þessi lög óbreytt ef kjaragrundvöllur okkar verði tryggður. Þar höfum við munnleg loforð sem nú verður varið í að binda niður,“ sagði Sveinbjörn. Hann sagðist viðurkenna að að sumu leyti væru toliverðir ekki í skemmtilegri stöðu gagnvart fé- lögum sínum í BSRB en það hefði einfaldlega sýnt sig að þeir hefðu ekki virkan verkfallsrétt. ' Eydfe Ástráðsdóttir veitir viðtöku 160 þús. króna styrk frá Jóni Þórissyni, fulltrúa Svarts á hvítu. Kvennaathvarfið Stuðningur frá almenningi Síðustu mánuði hefur Kvennaathvarfið fengið tœpa miljón ístuðningfrá einstaklingumfélögum ogfyrirtœkjum en aðeins 360þúsund krónurfrá opinberum aðilum, Svart á hvítu veitti athvarfinu 160þúsund króna stuðning ígœr Sjallamálið Vtsað í lög sem ekki em til Tveir hœstaréttarlögmenn á Akureyri kvitta uppá samningþarsem vísað er í lög um kaupleigusamning sem eru ekki til Tveir hæstaréttarlögmenn á Akureyri, bræðurnir Jón og Gunnar Sólnes, skrifuðu í vor undir samning þar sem vitnað er í lög sefn ekki eru til á íslandi, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér. Samningur sá er hér um ræðir, er kaupleigusamningur sem Jón Högnason og Helgi Helgason, eigendur Crown Chicken á Akur- eyri gerðu við stjóm Akurs hf. um kaup þeirra fyrrnefndu á Sjallanum. Pétur Valdimarsson tæknifræðingur var ráðgjafi þeirra Jóns og Helga við gerð samningsins og þýddi samnings- uppkast uppúr erlendum for- málabókum jiar sem fjallað er um gerð kaupleigusamninga enda eru engin lög til á íslandi þar sem sérstaklega er fjallað um kaup- leigusamninga. -yk/Akureyri. Framleiðnisjóður Fé frá ref „Landbúnaðarráðuneytið lagði fram beiðni um að Fram- leiðnisjóður veitti meira fé í kaup á fullvirðisrétti, það er að segja framleiðslurétti á kjöti og mjólk, og að einhverjum fjármunum verði veitt til þess að greiða fyrir riðuniðurskurð,“ sagði Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðar- bankans f samtali við blaðið í’ gær, en hann á sæti í stjórn Fram- leiðnisjóðs sem á að veita fé til styrktar nýjum búgreinum. „Hér er verið að tala um næsta fjárlagaár og tillaga um fjár- veitingu í sjóðinn er 240 milljónir, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig þeirri upphæð yrði skipt á milli þessara verkefna og nýrra búgreina," sagði Stefán. „Eg tel að kaup á fullvirðisrétti og fjárveiting til að auðvelda og flýta fyrir riðuniður- skurði falli innan þess markmiðs sjóðsins að auðvelda mönnum flutning milli búgreina þannig að stjórn sjóðsins samþykkti þessa beiðni landbúnaðarráðuneytisins á fundi sínum í gær.“ _ vd Frá því í júlí í sumar hafa ein- staklingar, félagasamtök og fyrirtæki afhent Samtökum um kvennaathvarf tæplega eina milj- ón króna í styrk, á sama tíma hafa opinberir aðilar veitt samtöku- num 360 þúsund krónur f styrk, en á þessum tfma hafa fréttir bor- ist af þvf að samtökin eigi við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. Bókaútgáfan Svart á hvítu veitti í gær Samtökum um kvennaathvarf styrk til starfsemi sinnar að upphæð 160 þús. krón- ur Fulltrúi bókaútgáfunnar, Jón Þórisson, sagði í samtali við Þjóð- viljann að þessi styrkur ætti m.a. að ýta á eftir öðrum aðilum í samfélaginu að styrkja þessa lífs- nauðsynlegu starfsemi. Meðal þeirra sem nýlega hafa veitt samtökunum styrk er Mar- grét Einarsdóttir sem nú dvelst á elliheimili á Stokkseyri. Hún veitti samtökunum styrk að upp- hæð 200 þús. krónur fyrir nokkr- um dögum. Ónefnd kona gaf samtökunum 60 þús. krónur, ó- nefndur karl gaf 20 þús. krónur, Iðja, félag verksmiðjufólks, gaf samtökunum nýlega 50 þús. krónur og þannig má áfram telja. Kvennaathvarfið hefur nú starfað í rúmlega 31/2 ár. í skýrslu um starfsemi athvarfsins kemur fram að fjöldi bama sem dveljast í athvarfinu hefur aukist um helming frá því á síðasta ári. Á síðasta ári voru rúmlega 4 börn að meðaltali á dag í athvarfinu. í ár, fram tii 1. júlí, voru tæplega 9 börn að meðaltali á dag í athvarf- inu. Fjöldi kvenna í athvarfinu hefur aukist jafnt og þétt frá 1983. Fulltrúar athvarfsins sögðu að mest hefðu verið 25 íbúar í athvarfinu og þá hefðu verið dýn- ur um alla ganga en í húsi at- hvarfsins em 6 lítil herbergi. Þannig væri Ijóst að húsnæðið væri orðið allt of lítið og þörf væri fyrir annað athvarf. Jón Þórisson, fulltrúi Svarts á hvítu, sagði í gær að fyrirtæki hans væri nú að hefja söfnunar- herferð fyrir Kvennaathvarfið meðal bókaútgefenda í landinu. Hann sagðist vongóður um ár- angur af þeirri söfnun. I næsta mánuði mun Bubbi Morthens standa fyrir tónleikum til styrktar athvarfinu víða um landið, með þáttöku fjölmargra listamanna. -IH. ABR Nýjar forvals- reglur kynntar Meðal þeirra tillagna um breytingar á forvalsreglum Al- þýðubandalagsins í Reykjavik sem kynntar verða á félagsfundi í kvöld, er að þeir sem skila inn tilnefningum með 5 meðmælum félagsmanna öðlast rétt til fram- boðs og að kjörnefnd hefur síðan rétt til að bæta við frambjóðend- um eftir að framboðsfrestur rennur út. Samkvæmt gildandi reglum stillti kjörnefnd fyrst upp lista sem félagsmenn höfðu síðan heimild til að bæta við. Þá gera tillögumar ráð fyrir að raðað sé í sæti frá 1 - 7 í forvals- kosningu og að minnst 15 fram- bjóðendur séu í hverju forvali. Allir skuldlausir félagsmenn og þeir sem ganga í félagið minnst 60 klst. fyrir forvalsfund og greiða hálft árgjald hafa rétt til þátt- töku. Frígjald námsmanna er fellt niður en þeir hafa rétt til þess að sækja sérsaklega til stjórnar um niðurfellingu félagsgjalda. Guðni Jóhannesson formaður ABR sem vann að þessum til- lögum ásamt þeim Kristínu Þor- steinsdóttur og Steinar Harðars- yni, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að þessar breytingar væru fyrst og fremst gerðar til að gera forvalsreglurnar skýrari og tryggja örugga framkvæmd forv- als. Hann sagði jafnframt að stefnt væri að því að halda forval ekki síðar en helgina 10.-11. janú- ar á næsta ári og reikna mætti með að um 1000 félagar tækju þátt í forvalinu. Bókin Titlafjöldi svipaður „Mér sýnist fjöldi bókatitla verði svipaður og í fyrra“, sagði Árni Kr. Einarsson fram- kvæmdastjóri Máls og menningar í samtali við Þjóðviljann f gær. Árni sagði að prenttaxtar hefðu hækkað um 17% 1. sept- ember og líklega væri það sú hækkun sem kæmi ofan á bókar- verðið. Mætti því reikna með að skáldsögur kosti í kringum 1400 krónur út úr búð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.