Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA ÍÞRÓTTIR HEIMURINN AWINNULÍF Uppboð Menningarsögulegt slys Dánarbúfrá síðustu öld selt á uppboði. Þór Magnússon: Kom mér á óvart. Ragnar Hall: Engin beiðni barst umfres^un arna hefur orðið menningar- sögulegt slys, nánast óbreytt aldamótaheimili með margt fá- gætra bóka og gömul húsgögn er leyst upp og því tvístrað við sölu, sagði einn viðmælenda Þjóðvilj- ans í gær um uppboð sem haldið var um helgina á dánarbúi Páls Pálmasonar og það selt fyrir tæp- ar 2,4 mi|jónir samkvæmt upp- lýsingum uppboðshaldara. Þór Magnússon þjóöminja- vörður sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að þegar hann hefði frétt af því að Páll væri látinn og ætti enga lögerfingja, hefði hann kannað hvort hægt væri að fá að skoða dánarbúið, þar sem hann hefði haft grun um að það væri að mestu óbreytt bú Pálma föður hans. Hins vegar vildi hann ekki kveða uppúr með menningar- sögulegt gildi búsins, þar sem hann hefði ekki kynnt sér það nógu rækilega. Honum hefði hins vegar komið uppboðið nokkuð á óvart þar eð hann hefði staðið í þeirri trú að slíkt yrði ekki fram- kvæmt án hans vitundar og um það hefði hann talað við skipta- ráðanda og talsmenn erfðafjár- sjóðs. Ragnar Hall skiptaráðandi sagði hins vegar í gær að honum hefði engin beiðni um frestun borist. Einhverjir hefðu haft samband, þar á meðal þjóð- minjavörður að því hann best minnti, og fengið að skoða búið og mynda það í bak og fyrir. Eng- in tilmæli hefðu borist um frestun uppboðs og þó hefði langur tími liðið frá fráfalli Páls til sölu dán- arbúsins, þannig að menn hefðu haft nægan tíma til þess að kanna menningarsögulegt gildi. Það hefði því verið samdóma álit hans og fyrirsvarsmanna erfðafjár- sjóðs að staðið yrði að hlutunum með þeim hætti sem gert var. -pv Loðnuverðið Óhæft frelsi Allar líkur benda nú til þess að yflrnefnd verðlagsráðs verði kölluð saman bráðlega til að ák- veða fast loðnuverð þar sem til- raunin um frjálst loðnuverð virð- ist vera að fara út um þúfur. Mikil óánægja er meðal sjó- manna og útgerðarmanna um þá samvinnu sem tekist hefur milli loðnuverksmiðjanna að halda verðinu föstu. Nú síðast hefur ákvörðun ríkisverksmiðjanna að færa sýnatöku frá skipshlið að verksmiðjudyrum hleypt illu blóði í samskipti aðila. Samtök útgerðarmanna og sjómanna hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega enda getur hún leitt til lægra söluverðs vegna rýrnunar. íhuga loðnusjómenn jafnvel að hætta öllum veiðum þar til gengið hefur verið frá nýju lágmarks- verði. Island er í efsta sæti 3. riðils Evrópukeppni landsliða í knattspymu eftir 1-1 jafntefli við Sovótríkin, eitt stig hver þjóð. Myndina tók E.OI. af marki Arnórs Guðjohnsen, boltinn er á leið I netið og Dasayev besta landslið heims, í gær. Island hefur 2 stig, Sovétríkin, Frakkland, Noregur og Austur-Þýskaland 1 markvörður kemur engum vörnum við. Sjá íþróttir bls. 14-15. Tannlœknadeilan Engin lausn í sjónmáli Sendinefndin komin afturfrá Norðurlöndum. Kristján Guðjónsson lögfrœðingur Tryggingastofnunar: Enginn samningafundur verið boðaður síðan í ágúst Blóm Konunglegar samræður Karl Filipusson, prins af Wales og ríkiserfmgi Bretlands, viður- kenndi í sjónvarpsþætti á sunnu- daginn að hann ætti tal við blóm- in í garði sveitaseturs síns svo að þau yxu betur. Þessi játning féll tilvonandi þegnum hans þó ekki allskostar í geð, og var fjallað um hana í breskum blöðum af nokkru virðingarleysi. Margir fréttaskýrendur minntu lesendur sina á forföður prinsins, Georg 3., sem átti hrókaræður við tré og dó snarr- uglaður árið 1820. Sérfræðingar í jarðyrkju drógu í efa skilning blóma og jurta á mennsku máli. Eg get ekki séð neina lausn í sjónmáli á þessari deilu, en málin standa þannig núna að þeir sjúklingar sem eiga rétt á endur- greiðslum frá Tryggingastofnun vegna tannviðgerða fá endur- greitt samkvæmt gjaldskrá ráð- herra og mismuninn verða þeir að bera sjálfir, sagði Kristján Guðjónsson lögfræðingur Trygg- ingastofnunar í samtali við blað- ið. Kristján er nýkominn úr ferð til Norðurlanda þar sem hann og aðrir fulltrúar frá deiluaðilum kynntu sér samningamál tann- lækna og gjaldskrárgerð í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi. „Við munum bera okkar upp- lýsingar saman en ég veit ekki hvort þetta verður til þess að leysa málið,“ sagði Kristján. „Það hefur enginn samninga- fundur verið boðaður síðan í ág- úst.“ Gjald fyrir þjónustu tannlækna hækkaði í sumar samkvæmt við- miðunargjaldskrá tannlækna um 13,10% að sögn Birgis Jóhanns- sonar formanns Tannlæknafé- lagsins, en ráðherra ákveð að endurgreitt skyldi samkvæmt 5,5% hækkun. -vd. Einvígið Jafnar Kaipoff? Nítjánda skák heimsmeistara- einvígisins í skák fór í bið eftir 40 leiki í gær. Kasparoff stendur höllum fæti, hcfur peði minna og riddara sem má sín lítils gegn biskupi Karpoffs. Sigurlíkur Karpoffs mega því teljast miklar og fari svo að hann vinni hefur hann unnið þrjár skákir í röð. Slíkt heyrir til al- gerra undantekninga í heims- meistaraeinvígi, a.m.k. hin síðari ár. Þeir stæðu þá jafnir að vígi á nýjan leik. Biðskákin verður tefld í dag. -jt Sjá nánar bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.