Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Atli E&valdsson, einn besti leikmaður Islands í gær, sækirað Rinat Dasay ev markverði Sovétmanna. Dasayev sýndi af hverju hann er talinn einn besti
markvörður heims - hann réð gersamlega ríkjum í sovéska vítateignum. Mynd: E.ÓI.
Evrópukeppnin
Jafntefli
íOsló
Noregur og Austur-Þýskaland
gerðu jafntefli, 0-0, f 3. riðli, riðli
Islands, í Evrópukeppni landsliða
í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið
var í Osló og sóttu Norðmenn nær
látlaust allan tímann en fóru illa
með fjölmörg góð færi.
Staðan í 3. riðli:
Island..........2 0 2 0 1-1 2
Sovétríkin......1 0 10 1-11
A.Þýskaland.....10 10 0-0 1
Frakkland.......1 0 1 0 0-0 1
Noregur.........1 0 1 0 0-0 1
í 2. riðli unnu Svíar góðan sigur
á Svisslendingum í Stokkhólmi,
2-0. Johnny Ekström, sem er á
leið til Empoli í ítölsku 1.
deildinni gerði bæði mörkin, á
19. og 79. mínútu.
-VS/Reuter
Knattspyrna
Sætur sigur
Vestur-Þjóðverjar unnu sætan
sigur á Dönum, 2-0, í vináttu-
landsleik í knattspyrnu sem háð-
ur var í Kaupmannahöfn í gær-
kvöldi. Mörkin komu bæði í fyrri
hálfleik og þar voru að verki Olaf
Thon og Klaus Allofs. í öðrum
vináttuleik í gærkvöldi unnu
Spánverjar Grikki 3-1 í Gyon á
Spáni.
-VS/Reuter
Ísland-Sovétríkin
ENGIN T1LVRJUN!
ísland efst í3. riðli Evrópukeppninnar eftir jafntefli við tvœr afbestu knattspyrnuþjóðum heims.
Sovétmenn hljóta að vera ánœgðir!sagði Sigi Held
slæmt að fá mark þarna en leik-
menn brugðust vel við því í seinni
hálfleiknum og létu þetta ekki á
sig fá,“ sagði Sigi Held.
Það voru 11 hetjur í íslenska
liðinu í gærkvöldi. Allir stóðu vel
fyrir sínu en það er á engan hallað
þótt Ásgeir Sigurvinsson, Atli
Eðvaldsson og Arnór Guðjohn-
sen séu nefndir á undan öðrum.
Ásgeir hefur sjaldan leikið betur í
landsleik, átti fjöldan allan af
stórkostlegum sendingum og var
maðurinn á bakvið flestar sókn-
arlotur íslands. Þar fór besti leik-
maður vallarins - að þeim sov-
ésku meðtöldum. Atli var
óhemju kraftmikill og útsjónar-
samur, lét hraða mótherjanna
ekki rugla sig heldur „tæklaði" þá
á hárréttum tíma og komst oft
inní sendingar. Arnór var með
geysimikla yfirferð og er greini-
lega kominn í sitt besta form á ný
eftir langvinn meiðsli. Pétur var
hættulegur við hlið hans frammi,
Sigurður, Ömar og Ragnar unnu
allir mjög vel á miðjunni og vam-
arþrenningin með Gunnar aftast-
an var heilsteypt og samstillt og
Bjarni öruggur fyrir aftan.
Þeir hafa varla gerst betri,
landsleikirnir á Laugardalsvelli,
og jafnteflið er mikið afrek hjá
íslenska liðinu. Það er ekki síður
afrek að eiga í fullu tré við þetta
snjalla sovéska lið og eiga mögu-
leika á að sigra það. Það er ein-
mitt það sem segir mestu söguna
- f leikjunum gegn Sovétríkjun-
um og Frakklandi hefur ísland
verið nálægt sigri, ekki bara
hangið á jafntefli eins og stund-
um áður þegar stig hefur náðst.
Sigi Held á síðasta orðið: ,4íg er
sáttur vi5 að hafa tekið stig bæði
af Frökkum og Sovétmönnum.
En það var hægt að sigra, bæði ég
og liðið höfðu nægilegt sjálfs-
traust til þess - við ætluðum okk-
ur sigur.“
-VS
Lobanovski
Komum til að sigra
íslenska liðið kom mér á óvart
„Ég ánægður? Við skulum
segja að ég sé sáttur við jafntcflið
en Sovétmenn hljóta að vera
ánægðir!“ sagði Sigfried Held,
landsliðsþjálfari íslands, cftir að
lið hans hafði náð þeim ótrúlega
árangri að gera jafntefli við Sov-
étmenn, eitt besta lið heims, í
Evrópukeppni landsliða á
Laugardalsvellinum í gær. Jafn-
tefli við Frakka á dögunum var
engin tilviljun, það sýndu ís-
iensku leikmennirnir í gær og þeir
létu ekki sitt eftir liggja í fjörug-
um og bráðskemmtilegum leik
sem var spennandi framá síðustu
mínútu. Og úrslitin, 1-1, þýða að
ísiand er eitt í efsta sæti 3. riðils
Evrópukeppninnar - og það eftir
leiki gegn tveimur af bestu knatt-
spyrnuþjóðum heims, Frökkum
og Sovétmönnum.
Þetta var mun fjörugri leikur
og skemmtilegri en gegn
Frökkum á dögunum. Sovét-
menn léku hratt og ógnandi en
rétt eins og í síðasta leik spilaði
íslenska liðið mjög skynsamlega
og gaf engin færi á sér. „Við lék-
um betur og skipulegar en gegn
Frökkum. Sovétmenn, með alla
sína hlaupara, komust ekki í
gegnum vörnina okkar og fengu
tvö færi allan lcikinn,“ sagði Atli
Eðvaldsson fyrirliði sem var einn
besti leikmaður íslenska liðsins
og stöðvaði geysimargar sóknar-
lotur Sovétmanna á vinstri væng-
num.
í heildina sóttu Sovétmenn
meira og pressuðu stundum stíft
en inní vítateiginn komust þeir
nánast aldrei. Þeir fengu tvö um-
talsverð færi allan leikinn. Á 5.
mín. var Blokhin frír í víta-
teignum eftir glæsisendingu frá
Rats en skaut í slána og yfir. Á 54.
mín. gripu margir fyrir andlitið.
Blokhin var kominn einn gegn
Bjarna Sigurðssyni sem kom út á
móti og varði meistaralega.
„Hann beið eftir því hvað ég
myndi gera og skaut þegar hann
sá að ég beið líka. Um leið og
hann lyfti fætinum renndi ég mér
á hann,“ sagði Bjami. Þetta var
eina erfiða skotið sem hann þurfti
að verja og allt sem hann gerði í
leiknum var öruggt og yfirvegað.
íslenska liðið átti í vök að verj-
ast framanaf en vann sig smám
saman inní leikinn. Eftir þvf sem
á leið urðu sóknarloturnar hættu-
legri og sóknarmenn og tengiliðir
náðu geysilega vel saman í snögg-
um skyndisóknum. Eftir því sem
leið á seinni hálfleikinn fóru Sov-
étmenn að leggja meira í sókn-
ina. Þá náði ísland hvað eftir ann-
að hættulegum skyndiupp-
hlaupum, og oftast brunaði Ás-
geir Sigurvinsson upp vinstra
megin. Tvívegis varði Dasayev
frá honum góð skot eftir slíkar
sóknir og einu sinni bombaði Ás-
geir rétt yfir þverslána. Oft voru
íslensku sóknarmennirnir
jafnmargir varnarmönnum So-
vétmanna í þessum tilvikum.
„Eins og leikurinn þróaðist urðu
þeir að sækja og þá opnaðist þetta
svona fyrir okkur. Mér flnnst So-
vétmenn mun skemmtilegra lið en
Frakkar, þeir spila stífan sóknar-
leik en voru með of mikið af
löngum og háum sendingum sem
okkar varnarmenn áttu ekki í
vandræðum með. Taktískt séð
gekk leikurinn injög vel upp hjá
okkur,“ sagði Ásgeir.
Vörnin stóð sig nær óaðfinnan-
lega. Reyndar var minna reynt að
byggja upp spil útfrá vörninni en
gegn Frökkum, meira um langar
sendingar, enda ólíkir mótherjar.
„Þetta var mikið erfiðari leikur,
sovésku sóknarmennirnir voru
með mikið um skiptingar og
miðjumenn þeirra keyrðu oft upp
völlinn með boltann. Keyrslan á
vörninni var mikið meiri en gegn
Frökkum. Það er frábært að ná
þessum úrslitum gegn svona
sterku liði - ég tel að Sovétmenn
séu bestir í Evrópu í dag,“ sagði
Gunnar Gíslason.
Mark íslands kom á 31. mín-
útu. Ómar Torfason átti háa
sendingu inní vítateiginn og þar
var Arnór Guðjohnsen. „Ég
stökk upp með varnarmanni,
náði af honum boltanum og var
þá einn og óvaldaður gegn Dasay-
ev. Það var ólýsanleg tilfinning að
sjá boltann fara framhjá honum
og í markið, og enn betra svona
eftirá þar sem markið færði okk-
ur stig,“ sagði Arnór. Sovétmenn
mótmæltu gífurlega eftir leikinn -
sögðu að Arnór hafi lagt boltann
fyrir sig með hendinni. Sjónvarp-
ið tók af allan vafa um að Arnór
fékk boltann í lærið. „Hafi þetta
verið hendi, þá var það hendi
guðs! Dómarinn var í bestu að-
stöðunni til að skera úr um
þetta,“ sagði Arnór.
Jöfnunarmark Sovétmanna
kom á versta tíma, tæpri mínútu
áður en flautað var til hálfleiks.
Eftir skot í varnarmann barst
boltinn til Sulakvelidze sem var
utarlega hægra megin í víta-
teignum og skoraði með föstu
skoti. Boltinn breytti stefnu af
varnarmanni, Bjarni Sigurðsson
var kominn niður í nærhornið og
kom engum vörnum við þegar
boltinn fór í hornið fjær. „Það
hefði mátt sleppa þessari síðustu
mlnútu í fyrri hálfleik! Það var
„Við erum ekki ánægðir. Við
komum hingað til að sigra, en það
verður að taka tillit til þess að í lið
okkar vantar sjö menn sem eru
meiddir. Þar að auki var dómar-
inn íslendingum hliðholIur,“
sagði Valeri Lobanovski þjálfari
sovéska landsliðsins í samtali við
Þjóðviljann eftir leikinn.
„Þetta eru góð úrslit fyrir ís-
land,“ bætti hann við. „íslenska
liðið kom mér á óvart, það lék
öðruvísi en gegn Frökkum. Mér
fannst Ásgeir Sigurvinsson vera
besti leikmaður Islands og þeir
Arnór Guðjohnsen og Pétur Pét-
ursson unnu vel.“
-Ibe
Flmmtudagur 25. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15