Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1986, Blaðsíða 7
HEIMURINN Hústakar hverfa frá Ryesgade 58 Búist við hörðum aðgerðum þeirra Frá Gesti Guðmundssyni fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn: Sl. mánudagskvöld komu hústakarnir í Ryesgade öllum að óvörum með þvi að yfirgefa götuví'gin og sjálft húsið að Ryesgade 58. Þessi ákvörðun var tekin og framkvæmd svo snögglega, að þeir skildu flest sitt dót eftir, en lögregluverðir á svæðinu uppgötvuðu ekki hvað var á seyði, fyrr en hús- takarnir voru á bak og burt. Á götunni skildu þeir eftir heimatilbúið taflborð með hjálmum og kylfum í stað tafl- manna, og hafa margir freistast til að túlka það lista- verk sem mótmæli gegn þeirri pólitíku refskák sem hústak- arnir drógu sig loks út úr. Hústakarnir voru vart horfnir á braut fyrr en forstjóri Ungbo sem á húsið, lýsti því yfir að tekið yrði til við að innrétta húsið á þann hátt sem hústakarnir höfðu lagst gegn, en pólitískar sátta- umleitanir í borgarstjórn til að leita lausnar á vanda hústakanna, gufuðu upp um leið. Þessi við- brögð færðu sönnur á þau rök hústakanna, að einungis harðar aðgerðir geta knúð fram umbæt- ur á húsnæðisvandanum og voru því enn einn sigur í því áróðurs- stríði hústakanna, sem hafði þeg- ar afhjúpað valdhroka Weide- kamps yfirborgarstjóra. Hins vegar telja margir í hópi hústaka og stuðningsmanna þeirra, að þeir hafi dregið sig alltof snemma í hlé, þar sem þeir hafi verið í þann veginn að fá full yfirráð yfir Ryesgade 58. Hústakarnir hafa boðað frek- ari aðgerðir á næstu dögum, og óttast margir að þær verði harð- ar, þar sem hústakar eiga harma að hefna vegna þess hráskinns- leiks valdhafa sem flæmdi þá úr húsinu að Ryesgade 58. Hústakarnir skildu eftir táknrænt taflborð... Hættulegrar veiru er saknað Eitruð matarolía, sem talin er hafa vald- ið dauða 360 manna á Spáni og valdið 20.000 mönnum heilsu- tjóni, verðurnú send til Danmerk- ur, þar sem henni verður eytt. Meira en fjórar miljónir lítra af þessari olíu, sem er menguð repjuolía, voru seldar í verka- mannahverfum í Madrid árið 1981, og ollu sjúkdómum og mannslátum sem í fyrstu voru tal- in dularfull. Þegar skaðsemi olíunnar sannaðist, var hún gerð upptæk, og á nú að fela dönskum sérfræðingum í meðferð eitur- efna að eyðileggja hana. Alls hafa 42 menn verið ákærðir í þessu máli, en þeir ganga allir lausir og ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld skuli fara fram. Opinber saksóknari fór í apríl fram á meira en 100.000 ára fangelsisvist samtals fyrir átta verslunarmenn, sem eru helstu sakborningarnir. Áform breskra yfirvalda um að fram- kvæma eyðnirannsóknir á svert- ingjum sem komi til Englands frá Afríku hafa valdið gremju i Kenía. Sögðu þarlend blöð í gær að þau bæru keim af kynþáttahatri. Að sögn breska blaðsins „Sunday Telegraph" hafa leynilegar eyðnirannsóknir á ferðamönnum frá Sambíu, Tansaníu og Úganda gefið „ógnvekjandi niðurstöður". Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði Reuter að stjórnvöld væru að hugleiða heilbrigðiseftirlit með innflytjend- um og takmarkanir á straum þeirra til landsins. Talið er að eyðni hafi átt upptök sín á hita- beltissvæðum Afríku. Blöð í Ken- ía hafa tekið þessum áætlunum mjög illa og segja að þær beri keim af kynþáttahatri: benda þau m.a. á að engin áform séu um að gera slíkar eyðnirannsóknir á ferðamönnum frá Bandaríkjun- um, þótt mestur fjöldi eyðnisjúkl- inga sé þar i landi. Ekki séu held- ur gerðar neinar rannsóknir á breskum ferðamönnum, sem komi heim frá Afríku. Sum blöð tengja þessi áform um eyðnir- annsóknir við nýlega takmarkan- ir á komu innflytjenda frá Vestur- Afríku, Indlandi og Pakistan til Englands. ERLENDAR FRÉTTjR JÓNSSON /REU7ER Washington - Talsvert magn af hættulegri veiru, sem unnt væri að nota í sýklastyrjöld, hefur horfið úr tilraunastöð bandaríska hersins. Kom þetta fram í opinberum skjölum, sem lögð voru fram í málaferl- um gegn Pentagon í gær. Það magn sem týnst hefur af veiru þessari, sem nefnd er „Chikungunya veiran“, er nægi- legt til að sýkja alla íbúa jarðar ef það er notað sem vopn, að sögn Vínarborg - Margar tegundir kjarnorkuofna, sem eru í notk- un víða um heim, eru langt frá því að vera öruggar, og gætu kjarnorkuslys í framtíðinni leitt úr læðingi enn meiri geisla- virkni en slysið í Tsérnóbíl. Þetta kom fram í skýrslu, sem kjarnorkusérfræðingar frá mörgum löndum höfðu gert að beiðni Grænfriðunga. París - Mitterrand Frakklands- forseti frestaði því í dag að taka ákvörðun um tilskipun ríkisstjórnarinnar um nýja kjördæmaskiptingu í landinu. Litu fréttaskýrendur svo á, að með þessu væri hann að forð- ast að rjúfa þá þjóðareiningu sem skapast hefur vegna sprengjutilræðanna í París. Samkvæmt frönsku stjórnar- skránni getur ríkisstjórnin stýrt landinu með tilskipunum, sem ekki eru lagðar fyrir þing, en í þeim tilvikum getur forsetinn beitt neitunarvaldi með því að vísindamanns sem stundað hefur rannsóknir í rannsóknarstöðinni. Veiran, sem geymd var í Fort Di- etrich í Maryland, var notuð við leit að bóluefni, og hvarf hún árið 1981. Enginn veit hvað af henni hefur orðið. Veiran verður mönnum ekki að bana, en að sögn umhverfisverndarmanna veldur hún sjúkdómi, sem gerir menn máttlausa. Hafa þeir höfða mál gegn bandaríska hernum til að koma því til leiðar að tilraunir með sýkla og veirur verði bann- í skýrslunni er fjallað um sex tegundir kjarnorkuofna, þ. á m. þá tegund sem var í Tsérnóbíl- verinu, og töldu sérfræðingarnir að nauðsynlegt væri að gera ráð- stafanir til að auka öryggi þeirra allra. Því var einnig haldið fram, að þrátt fyrir allar þær alvarlegu afleiðingar sem Tsérnóbíl-slysið hefur haft í för með sér, gætu slík slys í framtíðinni orðið enn verri neita að skrifa undir tilskipanirn- ar. Verður þá stjórnin að leggja þær fyrir þingið sem lagafrum- varp og fá samþykki þess, eða falla alveg frá þeim. Mitterrand hefur áður beitt þessu neitunar- valdi sínu í stjórnartíð Chiracs. Var það gegn tilskipunum um sölu þjóðnýttra fyrirtækja til einkaaðila, en Chirac fékk þá auðveldlega samþykki þingsins. Sú nýja kjördæmaskipting sem nú er í undirbúningi, hefur verið mjög umdeild, og telja ekki að- eins vinstri menn að hún ívilni stjórnarflokkunum, heldur hefur hún sætt gagnrýni margra hægri aðar þangað til fullkomnari ör- yggisreglur eru komnar í fram- kvæmd. Bandaríkjamenn hafa undirrit- að samning um bann við fram- leiðslu og geymslu á veirum til notkunar í sýklastyrjöld, en það bann nær ekki til veira, sem hafð- ar eru í tilraunum með varnir í slíkri styrjöld. Chikungunya veiran var geymd í því skyni og svo er um margar hættulegar veirur og sýkla. og valdið enn meiri geislameng- un. Sérfræðingarnir voru samt ekki sammála um það hvaða ör- yggisaðgerðir þyrfti að gera, enda töldu þeir að mesta hættan stafaði af „mannlegum mistök- um“. „Þess er krafist að þeir sem vinna í kjarnorkuverum séu svo að segja fullkomnir, en það er mannlegt að skjátlast - og hafa leyfi til þess,“ sagði í skýrslunni. manna sem óttast um þingsæti sín. Fylgismenn hægri öfga- mannsins Le Pen eru henni einn- ig andvígir, enda myndu þeir naumast fá nokkur þingsæti ef hún kæmist í framkvæmd. Þar sem stjórn Chiracs hefur aðeins þriggja atkvæða meirihluta á þingi, er talið að það kunni að verða erfitt fyrir hann að fá þing- ið til að samþykkja þessa nýju kjördæmaskiptingu. Myndi því sicapast harður árekstur milli forseta landsins og ríkisstjórnar ef forsetinn neitaði að skrifa undir tilskipanimar. Danmörk Róttækir vinstri menn styðja Schluter Landsfundur róttæka vinstri flokksins, sem er helsti miðju- flokkur danskra stjórnmála tók um helgina eindregna afstöðu með áframhaldandi samstarfi með ríkisstjórn hægri flokkanna. Margir höfðu búist við því, að landsfundurinn myndi endur- skoða það samstarf, en flokkur- inn hefur frá því snemma á öld- inni unnið með sósíaldemókröt- um að uppbyggingu velferðar- samfélags, og margir flokksmenn vilja taka upp þann þráð að nýju eftir fjögurra ára stuðning við hægri stjórn Schluters. Anker Jörgensen hefur einmitt sóst eftir því að þessir flokkar endurnýj- uðu samstarf sitt og mun þessi ákvörðun róttæka vinstri flokks- ins verða enn eitt lóð á vogarskál þess að sósíaldemókratar sam- þykki samstarf með sósíalíska þjóðarflokknum og stefni á verkalýðsstjórn. Magadansari, Leyla Sayar að nafni, sem hefur lagt niður dansinn og gerst strangtrúuð Múhameðstrúar- kona, kom fyrir rétt í Ankara í gær og sagði að hún hefði andlega lækningakrafta. Sayar, sem var vel þekkt í Tyrklandi fyrir leik sinn og maga- dans á árunum upp úr 1960, er nú ákærð fyrir að notfæra sér trú- arbrögð í ábataskyni. Hún lagði niður gagnsæjar slæður maga- dansara fyrir tíu árum og tók í staðinn upp strangan klæðaburð Múhameðstrúarkvenna. Sagði hún að spámaðurinn hefði vitrast sér í draumi og sagt að hendur hennar hefðu lækningamátt, hefði hún síðan læknað ýmsar tegundir af krabbameini. Sak- sóknarinn lagði fram blaðaúr- klippur, sem sýndu að maga- dansarinn fyrrverandi hefði tekið fé af fólki fyrir lækningar sínar, en hún kvaðst hafa gefið Rauða hálfmánanum allan auð sinn. Flmmtudagur 25. september 1986 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 7 „Errare humanum est“ Mesta hœttan í kjarnorkuverum stafar af „mannlegum mistökum“ Frakkland Mitterrand vill ekki rjúfa þjóðareiningu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.