Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 2
“SPURMNGIN1™ Hvernig fer fyrir heimilis- friðnum í væntanlegu fjölmiðlaflóði sjónvarps, hljóðvarps og gervi- hnatta? Sigurður Sigurgeirsson, bankastarfsmaður: Ég held að þetta fjölmiðlaflóð hljóti að hafa vond áhrif á heimilis- h'fið. Fólk eyðir allt of miklum tíma í að sitja og gera ekki neitt, bara glápa. Kotríki eins og ísiand hefur ekkert við alla þessa fjölmiðla að gera. Anna Magnúsdóttir, dag- mamma: Ég er alveg á móti þessu. Við höf- um alveg nóg að glápa á, ég er guðs- fegin að það er lokað fyrir sjón- varpið á fimmtudögum, þá er þó einhver friður. Þórunn Kristinsdóttir, nemi: Mér líst bara vel á komandi breytingar. Við eigum alveg að iifa þær af. Ólafur Hjaltason, vinnur hjá Hagkaupum: Ætli við verðum ekki að bíða og sjá • til hvað verður um heimilisfriðinn. Annars er ég þokkalega bjartsýnn og ánægður með aukna samkeppni og þar með meira úrval. Eydís Þ. Jónsdóttir, í atvinnuleit: Mér líst bara vel á útlitið. Þessi fjöl- breytni verður létt og léttir því skapið í fólki. Foreldrar sem ala börnin sín vel upp, geta vel gætt þess að börnin horfi ekki 10 tíma á dag á sjónvarp. FRÉTTIR Kvennaathvarfið Mest fra Kópavogi Tillaga samþykkt í bœjarráði Kópavogs ígœr um tœp- lega tvöföldun framlagsins í ár Bæjarráð Kópavogs ákvað í gær að veita Kvennaathvarfinu í Reykjavík 100.000 króna fjár- stuðning og munu þá samtals 230.000 krónur renna til at- hvarfsins í ár frá Kópavogi. Er það tæplega helmingi hærri upp- hæð en Kvennaathvarfið hafði áður farið fram á. Valþór Hlöðversson bæjarfull- trúi Aiþýðubandalagsins og flutningsmaður tillögunnar sagði það enga tilviljun að Kópavogur stæði sig betur en aðrir þegar styrkja þyrfti félagsleg málefni á borð við þetta. „Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur fengu skýrt og ákveðið umboð í síðustu kosning- um til að stjórna Kópavogi í anda félagshyggju og það þarf því eng- an að undra þótt kaupstaðurinn skeri sig úr í þeim efnum,“ sagði Valþór í samtali. Hann minnti á að fyrr á árinu hefði Kópavogur látið 130.000 kr renna til Kvenna- athvarfsins. „Síðan hafa skipast veður í lofti. Athvarfið berst í bökkum og útséð um að það muni þurfa að draga stórlega saman reksturinn nema aukin að- stoð komi til. Okkar viðbóta- rframlag er svar við neyðarkalli,“ sagði Valþór ennfremur. Þess má geta að Hafnarfjörður hefur látið 100.000 kr renna til Kvennaathvarfsins eftir 40.000 kr aukafjárveitingu fyrir skömmu, Garðabær hefur veitt 20.000 kr, Keflavík 10.000 kr en bæir eins og Akureyri og Seltjarnarnes hafa ekki látið krónu til athvarfsins í ár. Þó hafa stjórnendur kaup- staðanna lofað einhverju fram- lagi- _ös Tómas Gíslason við klippiborðið. Á skerrminum grillir í „Skytturnar" tvær á leið í bæinn úr hvalstöðinni. Skytturnar „Verður hressileg mynd“ íslenska kvikmyndasamsteypan hefurfengið danskan klippara tilað setja saman kvikmynd sína, Skytturnar. Tómas Gíslason heitir hann og á ættir að rekja hingað til lands Eg á ættir mínar að rekja hing- að til íslands, annað foreldri beggja minna foreldra var ís- lenskt. Mér er því hlýtt til íslands og íslendinga." Þetta scgir Tómas Gíslason sem hefur alið allan sinn aldur í Danmörku, hann er hing- að kominn til að setja saman film- ubúta sem innihalda athafnir tveggja litríkra persóna þannig að úr verði kvikmyndin Skytt- urnar. Sem við fáum líkast til að sjá á jólum. Tómas er viðurkenndur klipp- ari, hann hefur vakið mikla at- hygli fyrir vir.nu sína í kvikmynd- inni „Eðli glæpsins", Forbrydels- ens element, sem sýnd hefur ver- ið hér á landi. —Og hvað finnst Tómasi svo um það efni sem hann hefur nú undir höndum? „Það er nú afskaplega erfitt að segja eitthvað að viti um það á þessari stundu um hvernig tekst til. En mér líst mjög vel á það sem ég hef séð hingað til, þetta er hressilegt og það er mjög skemmtilegt að vinna við þetta verkefni.“ -Hvernig kom til að þú ert nú að vinna að íslenskri kvikmynd? „Jú, þannig er að ég hef kennt við danska kvikmyndaskólann. Þar var einn nemandi minn ís- lenskur, Þorbjörn Erlingsson. Ég spurði hann hvort ekki væri möguleiki að fá vinnu á mínu sviði á íslandi, þar sem mig hefur alla tíð langað til að koma hingað til lands. Við ræddum þetta stutt- lega. Nú, síðar hitti ég Friðrik Þór Friðriksson að máli, hann var þá með ákveðin verkefni í undir- búningi, m.a. mynd um feril Bubba Morthens. Friðrik lýsti áhuga sínum. Svo hitti ég hann aftur nú í ár, í Kaupmannahöfn, og hér er ég.“ „Og ég má til með að nefna það að ég er nú í fyrsta sinn að vinna með sjónvarpsstjörnu, honum Gísla Má Erlingssyni sem íslend- ingar þekkja orðið vel af fræki- iegri frammistöðu í poppþáttum í sjónvarpinu. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera úti á gangi með Gísla Má og fylgjast með þegar fólk er að stöðva hann á götu úti.“ -En þú ert að fara að vinna hjá danska sjónvarpinu er það ekki? „Jú, ég fer að vinna við þáttar- öð sem gerð er eftir frægri dan- skri kvikmynd. í sjónvarpinu nefnast þessir þættir Strömer sem er nú eins konar skammaryrði á iögreglunni. En þetta er tekið úr danskri sögu. Ég fer í þetta verk- efni þegar ég fer heim í næsta mánuði. En ég geri nú ráð fyrir að koma aftur, í eftirvinnslu mynd- arinnar,“ sagði Tómas að lokum. -m. Blindraletursprentvél Tímamót í blindra- bókaútgáfu Milljón krónaframlag Gísla Helgasonar gerði kaupin möguleg Blindrabókasafn íslands er að taka í notkun nýja blindraleturs- prentvél sem er lokaáfangi í fram- leiðslukerfi fyrir blindraletursút- gáfu og hannað er af Hilmari Skarphéðinssyni verkfræðingi. Blindrabókasafn íslands var stofnað 1983 og forgangsverkefni þess hefur verið að koma upp góðri aðstöðu til framleiðslu blindraletursbóka. Það hefur jafnframt verið markmið að blindir gætu unnið við framleiðs- luna. Kerfið er sérstaklega sniðið til þess og því má hæglega færa texta á ýmsum tölvutækum form- um til vinnslu innan þess auk þess sem prenta má texta með blindra- letri sem upphaflega hefur verið settur í prentsmiðju. Fjármögnun við kaupin hefur verið styrkt af ýmsum félagasam- tökum og fyrirtækjum en þyngst vegur þó framlag Gísla Helga- sonar og félaga hans sem gáfu hagnað af hljómplötunni Ástar- játningu, eina milljón króna. Út- gáfa á blindraletursbókum hefur verið mjög lítil síðustu áratugina og standa vonir til að tilkoma nýju prentvélarinnar auki mjög viðgang blindraleturs hér á landi. Sirkusskóli Ruben kominn aftur Sænski trúðurinn Ruben Mad- sen er kominn til landsins og mun dveljast hér í 6 vikur. Ruben er mörgum að góðu kunnur því hann var hér á listahátíð 1982 með sirkusskemmtanir fyrir börn. Ruben kemur hingað á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga við þriðja mann og munu þeir ásamt Kolbrúnu Pétursdóttur leikara fara um landið og staldra við á 21 stað, tvo daga í senn. Munu þeir vera með námskeið fyrir leikfélagafólk og kennara og sirkusskóla fyrir börn, 40 í hóp. fyrsti viðkomustaður verður Pat- reksfjörður á mánudag og þriðju- dag en sýningar verða í Norræna húsinu í dag kl. 5 og 6. -GH 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.