Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Goshverir eru nú taldir í hættu á Norðureyju Nýja Sjálands og hefur stjórn landsins gripið til róttækra að- gerða til að vernda goskraftinn. Hverir þessir eru á Rotorua- svæði, og telja yfirvöldin að þeir séu „þjóöarfjársjóður", sem allt verði að gera til að bjarga, enda hefur þetta svæði mjög mikið að- dráttarafl fyrir túrhesta. Jarð- fræðingar segja að virkni hve- ranna hafi minnkað mikið undan- farin sjö ár og kenna um borhol- um, sem valdi því að vatnsþrýst- ingurinn fer mjög minnkandi. Til að efla goskraftinn að nýju hefur stjórn Nýja Sjálands því ákveðið að loka tugum borholna endan- lega og loka í sumar, sem nú er að hefjast, einnig öllum borholum í grennd við Pokutu-hver, sem er einn hinn stærsti í heimi. Á þess- um slóðum er gufa og heitt vatn úr jörðinni mikið notað í hótelum, í iðnaði og til upphitunar á húsum, og hafa því ýmsir íbúar svæðisins borið fram mótmæli gegn ráð- stöfunum stjórnarinnar. Sagði talsmaður þeirra, að þeir myndu beita sér gegn þeim þar sem þeir væru ekki sannfærðir um að þær væru nauðsynlegar. Magadansbann var mjög á dagskrá á þingi stjórn- enda og skipuleggjenda borga Múhameðstrúarmanna, sem haldið var í Kairó nýlega. Komu þar saman stjórar og skipulags- menn frá 38 borgum í 23 löndum Múhameðstrúarmanna til að skeggræða hreinlæti, mengun, varðveislu bænahúsa og önnur brýn vandamál borganna. í lok þingsins mæltu menn sérlega með því að næturklúbbar með magadans og vínveitingar yrðu gerðir útlægir úr þeim borgum sem lúta lögum spámannsins, skyldu engin ný leyfi veitt fyrir opnun nýrra næturklúbba og eldri leyfi ekki vera framlengd. Youssef Abu-Taleb, borgarstjóri í Kairó, sagði að tilmæli um þetta yrðu send yfirvöldum hinna ýmsu borga Múhameðstrúarmanna, en svo réðu þau sjálf hvort þau færu eftir henni eða ekki. Eldgos varð í Etnu í fyrrinótt og þurfti að loka Fontana Rossa flugvellinum í Cataníu á Sikiley vegna ösku- falls á flugbrautirnar. Flugvöllur- inn var þó opnaður aftur síðar í gær eftir að búið var að hreinsa hann. Gosið stóð ekki yfir nema stuttan tíma, en talsvart hraun streymdi niður hlíðar fjallsins og sást ösku- og reykskýið langa vegu að. ERLENDAR FRÉTTIR JÓNSSON /R E (J T E R Frakkar senda herlið til Togo París- Frakkar hafa ákveðið að senda flugher og landher til Afríkulýðveldisins Togo, að beiðni stjórnvalda þar, en fyrir skömmu var þar gerð tilraun til valdaráns. Kom þetta fram í til- kynningu sem franska varnar- málaráðuneytið birti í gær. Skothríð hófst aftur í Lome, höfuðborg Togo, í gærmorgun, tveimur sólarhringum eftir að árás var gerð á aðsetursstað for- setans. Sú árás mistókst en þrettán menn létu lífið, og virðist talsverð ólga hafa verið á þessum slóðum síðan. Fréttir eru af skornum skammti, enda er flu- gvöllur höfuðborgarinnar nú lok- aður, og útgöngubann er í gildi eftir sólsetur. Að sögn íbúa Lome hófst skothríðin snemma í gærmorgun á ýmsum stöðum í höfuðborg- inni, og töldu þeir að hermenn væru að leita að mönnum úr upp- reisnarliðinu. Herflugvélar flugu yfir borgina og skriðdrekar voru staðsettir á hernaðarlega mikil- vægum stöðum. Áreiðanlegir heimildarmenn telja að her Togo hafi reynst forsetanum, Gnass- ingbe Eyadema, trúr, en hann er herforingi og hrifsaði til sín völd- in fyrir 19 árum. Hefur síðan ver- ið stöðugra stjórnarfar í Togo en mörgum nágrannalöndunum, og hafa stjórnvöld lýst því yfir að ár- ásin á forsetahöllina fyrir fáum dögum hafi fremur verið tilræði hryðjuverkamanna en raunveru- leg uppreisnartilraun. Frakkar hafa herlið í ýmsum ríkjum Vestur-Afríku, Senegal, Mið-Afrfku lýðveldinu, á Ffla- beinsströndinni og í Gabon, og hafa þeir gert hernaðarsamband við Togobúa. Eyadema, forseti Togo: Slapp í árásinni á forsetahöllina. Reaganforseti Beitir neitunarvaldi gegn efnahagsþvingunum Washington - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann muni í dag beita neitunarvaldi sínu gegn laga- frumvarpi bandaríska þings- ins um harðar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Suður- Afríku. Sagði Robert Dole, leiðtogi repúblikanaflokksins í Öldungadeild þingsins, að for- setinn hefði hringt í sig í fyrra- dag og tilkynnt sér þetta. Fyrr í þessum mánuði sam- þykkti þingið frumvarp um efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn Suður-Afrfku með miklum meiri- hluta. í viku hefur Reagan forseti hótað að beita neitunarvaldi sínu, en þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir lit í að fram- kvæma hótunina. Hann hefur lengi verið harður andstæðingur efnahagslegra refsiaðgerða til að knýja Suður-Afríkustjórn til að breyta um stefnu í kynþáttamál- um, og telur hann að slíkar að- gerðir muni einungis bitna á þeim sem Bandaríkjamenn vilja hjálpa, sem sé svarta meirihlut- anum. Ef forsetinn beitir neitunar- valdi sínu gegn frumvarpinu þurfa báðar deildir þingsins að samþykkja það með tveimur þriðju atkvæða til að það geti orðið að lögum. Víst er að slíkur meirihluti er fyrir hendi í fulltrúa- deildinni, en ekki er eins víst hvernig slík atkvæðagreiðsla myndi fara í öldungadeildinni. Búist er við að Reagan forseti boði í dag ýmsar aðgerðir gegn Suður-Afríku, svo að þingið geti betur sætt sig við að hann beiti neitunarvaldi gegn efnahagsað- gerðunum. Þ. á m. muni hann útnefna svertingja sem sendi- herra Bandaríkjanna í Suður- Afríku, og veita nágrönnum ríkisins 500 miljón dollara efna- hagsaðstoð. Magritte áfram í Belgíu Briissel - Fjármálaráðherra Belgíu, Mark Eyskens, bar í gær fram tillögur þess efnis að verk belgíska málarans og súrrealistans René Magritte verði áfram í heimalandi hans. Ekkja málarans, Georgette, lést í febrúar, og hafði hún arfleitt belgísk söfn að fimmtán málverk- um eftir hann. Talið er að lögerf- ingjar hennar verði að selja önnur verk málarans á uppboði til að borga erfðaskatt, og óttast menn mjög að erlend söfn og safnarar kaupi megnið af þeim, þannig að mikill hluti verkanna fari úr landi. Eyskens stakk upp á því að fyriritæki gætu fengið skattaíviln- anir fyrir að gefa fé í sjóð, sem sér um að fjármagna listaverkakaup handa söfnum, og hvatti hann þau til að gera það. Hann stakk einnig upp á því að erfingjar lista- verka fengju að gefa þau ríkinu í staðinn fyrir að borga venjulegan erfðaskatt. Ekki er vitað hve mörg af verk- um Magritte, sem dó 1967, eru í eigu fjölskyldunnar. Sum þeirra hafa verið seld á listaverkaupp- boðum, og árið 1984 seldist mál- verk eftir Magritte á 320.000 sterlingspund hjá Sotheby’s í London. Von um bóluefni gegn eyöni Tilraunir á öpum gefa góða raun New York - Tilraunir á öpum hafa leitt til þess að leitinni að bóluefni gegn sjúkdómnum banvæna eyðni hefur mjög miðað áfram, að sögn banda- rískra vísindamanna, og telja þeir vonir á því að hægt verði að ráða niðurlögum hans. „Ef við getum náð sama árang- ri hjá mönnum og við höfum náð hjá öpum, - og við teljum að það sé hægt - erum við búin að finna upp sams konar bóluefni gegn eyðni og notað er gegn kúabólu“, sagði dr. Joyce Zarling við Reut- er, en hún bætti því við að menn færu að öllu með gát. Samkvæmt skýrslu, sem birtist í fyrradag í breska vísindatímaritinu „Nat- ure“, hefur vísindamönnum tek- ist að framkalla mótefni gegn eyðniveirunni með því að sprauta apa með breyttu afbrigði af bólu- efninu gegn kúabólu. Eftir marg- ar tilraunir á smærri öpum hafa nú hafist tilraunir á sjimpönsum, en þeir eru það tilraunadýr sem næst gengur mönnum. Hefur þegar komið í ljós að með þessari meðferð mynda sjimpansar mót- efni gegn eyðniveiru og verjast henni, en mikið starf er enn eftir áður en hægt verður að gera til- raunir á mönnum. Talið er að í Bandaríkjunum hafi tvær miljónir manna fengið eyðniveiruna og meira en 1300 hafa látist úr sjúkdómnum. Fleiri kjarnorku- slysum spáð Vínarborg - Bandarískur sér- fræðingur, sem starfar við Al- þjóðlegu kerfisfræðistofnun- ina IIASA í Vínarborg, telur að alvarlegt kjarnorkuslys geti orðið þriðja eða f jórða hvert ár, og mælir hann með því að metan verði notað til orku- framleiðslu í stað kjarnork- unnar. í grein, sem stærsti banki Austurríkis mun gefa út, segir sérfræðingurinn, Ed Schmidt, að kjarnorkuslys muni halda áfram á næstu árum og muni þau verða af svipuðu tagi og í Windscale, Three Mile Island og Tsérnóbfl, sum minni en önnur enn alvar- legri, og muni þau verða u.þ.b. þriðja eða fjórða hvert ár. Þessi slys muni svo hafa það í för með sér að metan ryðji sér til rúms sem orkugjafi. Spáir Ed Schmidt því að miklar framfarir verði með notkun metans, og muni það brúa bilið frá olíunotkuninni til „kjarnorkualdarinnar síðari“, sem kunni að hefjast eftir þrjátíu til fjörutíu ár. Ný loftárás á Líbanon Tel Aviv - ísraelskar herflug- vélar gerðu í gær loftárásir á bækistöðvar Palestínuaraba í Líbanon í annað skipti síðan ísraelskt herlið var flutt til suðurhluta landsins í þessari viku, en því var lýst yfir í Tel Aviv að engar áætlanir væru um að gera innrás í landið. Yitzhak Shamir sagði að til- gangur loftárásanna hefði ver- ið sá að koma í veg fyrir að skæruliðar úr Frelsishreyf ingu Palestínu kæmu sér aftur fyrir í suðurhluta Líbanons. Að sögn talsmanna ísraelska hersins í Tel Aviv var loftárásin gerð á bækistöðvar Palestínuar- aba, sem eru undir stjórn Yassers Arafat, fyrir sunnan Sídon. Skot- markið var í flóttamannabúðum að sögn Palestínumanna, en ísra- elsmenn segja að það hafi verið langt frá byggðum svæðum. Föstudagur 26. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.