Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 3
'TORGIÐ1 Ætli hann sé ekki kominn með sigg á eyrað? FRETTIR Fjöldauppsagnir Fóstmmar segja upp Fóstrurhjá Reykjavíkurborg ákveðafjöldauppsagnir frál. nóvember ogfóstrurhjá ríkinu íhugasömu aðgerðir Aijölmennum fundi fóstra hjá Reykjavíkurborg í gær var samþykkt samhljóða tillaga um að hefja þegar undirbúning að fjöldauppsögnum þann 1. nóvem- ber, sagði Margrét Pála Ólafs- dóttir fóstra í samtali við blaðið í gær. „Kröfugerð er ekki fullmótuð ennþá og hvert heimili mun skoða málin fyrir sig. En fóstrur eru óumdeilanlega sú fagstétt sem situr á botninum í dag, þær hafa enga sambærilega mögu- leika við aðra að hækka sínar launagreiðslur á nokkurn hátt. Fóstrur vinna í dag á útsölutöxt- um og það lýsir ástandinu best að þrátt fyrir að opnuð hafi verið stór dagvistarheimili síðastliðin tvö ár og stórir hópar hafi útskrif- ast úr Fóstruskólanum þá hefur fóstrum fækkað á dagvistar- heimilum Reykjavíkurborgar“, sagði Margrét Pála. Að sögn Elísabetar Auðuns- Fyrsta símtækið? Sveinbjörn Matthíasson, gamalreyndur starfsmaður á Símanum, prófar símtæki sem talið er hið elsta hér á landi. Það var í Faktorshúsinu á- Isafirði og þaðan var hægt að tala í Ásgeirsverslun. dóttur, trúnaðarmanns fóstra sem starfa hjá ríkinu er almennur vilji hjá þeim fyrir fjöldaupp- sögnum og fimm manna nefnd var skipuð á þriðjudag til þess að kanna málin. Engin endanleg ákvörðun hefur þó verið tekin ennþá. -vd. ÖRFRÉTTIR' Jón Gunnar Árnason myndlistarmaður, hefur hlotið starfslaun Reykjavíkur- borgar til eins árs frá 1. október að telja. Þetta er í 7. sinn sem Reykjavíkurborg úthlutar starfs- launum til listamanns en áöur hafa hlotið árslaun; Magnús Tómasson, Bragi Ásgeirsson, tngunn Eydal og Messíana Tóm- asdóttir, Ásgerður Búadóttir, Valtýr Pétursson og Steinunn Þórarinsdóttir. Útskálaprestakall hefur fengið nýjan klerk. Prestkosningar voru I prestakall- inu sl. sunnudag og hlaut Hjörtur Magni Jóhannsson cand. theol 620 atkvæði og lögmæta kosn- ingu. Mótframbjóðandi hans, Kristinn Ágúst Friðfinnsson hlaut 434 atkvæði. Á kjörskrá voru I540 og greiddu I063 atkvæði eða 69% Forseti íslands hefur að tillögu dómsmálaráðherra, skipað Sig- urð Eiríksson aðalfulltrúa, til að vera bæjarfógeti á Eskifirði og sýslumaður í Suður Múlasýslu frá 1. október n.k. Aðrir umsækj- endur um embættið voru þeir Guðjón Magnússon, deildarlög- fræðingur og Þorvaldur Ari Ara- son, hæstaréttarlögmaður. Kúabændur Síminn Slegið á þmðinn í áttatíu ár Landssími íslands hóf starfsemi29. september árið 1906, Póst-og símamálastofnunin er áttræð. Bók, kvikmynd og sýning ítilefni afmælisins Póstur og Sími verður áttræður á mánudaginn næstkomandi. Landssími Islands tók til starfa 29. september árið 1906. Þann dag var opnað tal- og ritsímasam- band milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur auk margra stöðva þar á milli. Þá var einnig opnað ritsímasamband milli Revkjavík- ur og annarra landa. Á afmælisárinu 1986 tengjast símar allra landsmanna sjálfvirka símkerfinu. Stafrænar (digital) símstöðvar hafa verið settar upp víða um land en það býður upp á ýmsar nýjungar. Póst- og símamálastofnunin minnist afmælisins með ýmsum hætti. Nú á næstu dögum kemur út bókin „Söguþræðir Símans" eftir Heimi Þorleifsson, sagn- fræðing. Bókin er 255 bls. rit um þróunarsögu íslenskra símamála til þessa dags. Þá hefur Valdimar Leifsson einnig gert 25 mínútna langa kvikmynd um póst- og símaþjón- ustu á tímamótum en þess er ein- mitt minnst nú að 210 ár eru liðin frá póststofnun hér á landi.Um helgina verður opnuð sýning í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og verður hún jafnt tækni- sem sögusýning. MM Kaupir hús Mál og menning hyggst á næst- unni kaupa götuhæð og jarðhæð hússins að Síðumúla 9, þar sem nú er Bílanaust. Húsið er fyrst og fremst keypt til að geyma þar lager útgáfunnar. Árni Kr. Einarsson hjá MM sagði að kaupin væru ákveðin en ekki yfirstaðin, og er matsverð 35 miljónir. Lager forlagsins hefur verið geymdur í leiguhúsnæði og greiddar fyrir miklar fjárhæðir. Væntanlega yrði einhver verslun á götuhæðinni, á vegum MM eða annarra. -m Uppboðið Klaufaleg mistök Bragi Kristjónsson: Eigum ekkert svona heimili Petta voru klaufaleg mistök að láta þetta fara svona, sagði Bragi Kristjónsson bóksali í gær um uppboðið á dánarbúi Páls Pálmasonar, en Bragi var einn þeirra sem fóru í gegnum dánar- búið í desember í fyrra og mátu það á um það bil 3 miljónir króna. „Það er auðvitað ekki upphæð- in sem skiptir máli. Þarna var um að ræða nánast óbreytt aldamóta- heimili, húsgögnin öll frá því um 1870-1900 og við eigum ekkert svona heimili til. Nú hefur þetta dýrðarheimili verið selt í pörtum út um allt. Þarna voru margir dýr- indishlutir svo ég tali nú ekki um bókasafnið sem var mjög merki- legt. Það var nánast tæmandi á sínu sviði, sérstaklega hvað snertir norræn fræði. Þarna voru texta- útgáfur fornritanna frá síðustu öld í heild sinni og mér finnst að opinberar stofnanir hefðu átt að fá að komast í þetta og velja úr. Allt er þetta tvístrað núna, en auðvitað bót í máli að bækurnar eru enn til í landinu, þær fóru ekki úr landi.“ -pv Föstudagur 26. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 hafa lýst hneykslun sinni á því að stjórnvöld hafi heykst á að fram- fylgja lögum um innflutning á hráu kjötmeti til landsins. Skorar stjórn landssambands kúa- bænda á Alþingi að setja þegar á næsta þingi lög sem banni á ótví- ræðan hátt slíkan innflutning. Ný tækni í iðnaði er til umræðu á náms- stefnu sem iðntæknistofnun stendur fyrir í Rúgbrauðsgerðinni ídag. Námstefnan hefst kl. 13.15 en þar munu m.a. danskir og ís- lenskir fyrirlesarar lýsa hvernig rafeindafyrirtæki í Danmörku hafa aðstoðað við að nýta nýja tækni í iðnaði þar og íslensk verkfræðifyrirtæki leyst ákveðin stýriverkefni hérlendis. Leikfélag Reykjavíkur sárvantar gömul föt, ekki síst karlmannaföt, eftir brunann í Iðnaðarmannahúsinu í sumar þar sem verulegur hluti búningasafns félagsins brann. Þeir sem eru aflögufærir með gömul föt eru beðnir að hringja í síma 15610 eða 13191. Klúbbfélagar í Lionessuklúbbnum Eir í Reykja- vík verða fyrir utan alla stórmark- aði og ríkið í Reykjavík í dag og bjóða plastpoka til sölu. Fjáröfl- unarverkefnið „Poka Pési“ fer nú fram annað árið í röð, en allur ágóði af sölunni rennur til líknar- mála og þá einkum til baráttunn- ar gegn eiturlyfjavandamálinu. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.