Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN
Ungskáld lífs og liðin
Og þá er komið að þriðja
fullhuganum. Hrafn
Jökulsson ertvítugur
vesturbæingur, búsettur í
austurbænum og hefurekki
eldri en þetta fengið titilinn
bókaútgefandi. Enn
undruðumst við kjark og þrek
ungra listunnenda og
skunduðum áfund Hrafns:
„Jú, mikið rétt. Ég gef út
bækur. Eða var að gefa út bækur.
Tvær ljóðabækur eftir ungskáld,
annað lífs, hitt liðið. Hið látna er
Jón Thoroddsen og ljóðabók
hans Flugur sem kom út árið
1922. Þetta er fyrsta prósa-
ljóðabókin sem kom út á íslandi
og er fyrir þá sök og margar aðrar
mjög merkileg bók.
Jóni kynntist ég fyrir nokkrum
árum, þegar ég las ritgerð um
hann eftir Svein Skorra Hö-
skuldsson. Það var síðan í ár að
það kom í minn hlut að flytja
kynningu á honum á ljóðakvöldi
hjá „Besta vini ljóðsins“. Þá við-
aði ég að mér því sem hann hafði
ort og eftir því sem ég las oftar
þetta litla sem honum vannst
aldur til að skrifa, þeim mun
hrifnari varð ég.
Hitt hvatti mig einnig, að ekk-
ert virðist hafa verið um bókina
fjallað, heldur hafi hún orðið
þögn og gleymsku að bráð einsog
svo margt annað. Ég er þeirrar
skoðunar að skáldskapur Jóns
höfði meira til okkar kynslóðar
en það sem kynslóðin á undan
okkur er að gera, eða einsog Gísli
Sigurðsson bókmenntafræðingur
segir í inngangi er hann reit að
útgáfunni að hver kynslóð hefur
uppgötvað hann fyrir sig og hrif-
ist að nýjungamanninum Jóni, en
síðan látið hann frá sér aftur og
snúið sér að öðru. T.d. er mér
sagt að hann hafi verið tískuskáld
á Laugavegi 11, er hann var og
hét. Þessvegna var það sem mér
fannst að bókina þyrfti að endur-
útgefa, en ætlaði mér það raunar
ekki sjálfur.
Það var ekki fyrr en ég hafði
fengið nei, frá ónefndu forlagi,
að ég ák vað að ráðast í þetta sj álf-
ur. Þá vildi svo vel til að Margrét
Lóa Jónsdóttir, ungskáld um tví-
tugt, hafði rétt gengið frá handriti
að sinni annarri ljóðabók, Nátt-
virkinu og því tilvalið að gefa
hana út samhliða Jóni. Eitt lífs og
eitt liðið einsog áður sagði.“
En er þetta ekki vonlaust dæmi
fjárhagslega?
„Nei, langt frá því. Þetta er ein-
faldlega hlutur sem útgefendur
. virðast hafa komið inn hjá fólki,
. að það að gefa út ljóðabók sé
bara persónulegur greiði við
skáldið. Það kann að vera að hjá
stórum útgáfufyrirtækjum verði
ljóðabækur gjarnan utanveltu,
fái ekki nægja auglýsingu eða at-
hygli, en meðalstór og lítil forlög
geta þetta vel.“
Þú gefur út tvö ungskáld, hef-
. urðu meiri áhuga á þeim en öðr-
um skáldum?
„Já. Hvað varðar þau sem eru
ofar foldu, er það áhuginn á því
sem mín eigin kynslóð er að gera.
Áhuginn á hinum er svo bæði
áhugi á sögu og það að mér finnst
ástæðulaust að skáldskapur
þeirra liggi óbættur hjá garði þó
þeim hafi láðst að láta eftir sig
umboðsmann á jörðu niðri.“
Og ætlarðu að halda útgáfu
áfram?
„Ég ætla fyrst að sjá hvernig
þessi gengur áður heldur en ég
tek ákvörðun um það. En mér
sýnist á öllu að svo verði. Það eru
tvær til þrjár bækur sem ég hef
þegar áhuga á að gefa út...“
Kvikmyndahandrit
og leikrit!!!
Þaö er ekki að spyrja að
nemendum lærða skólans í
Lækjargötu, eitthvað eru þeir
að skrifa. Þeireru heldurekki
þannig gerðir að vilja ráðast á
garðinn þar sem hann er
lægstur, þeim mun hærri
þeim mun betra. Þetta haustið
eru þeir ekki að skrifa
smásögur eða Ijóð einsog
aðrirmenntskælingar. Nei
leikrit skal það vera, punktur,
basta. Við fengum Ara Gísla
Bragason, forseta
Listafélagsins þar, til að svara
nokkrum spurningum:
Afhverju leikritasamkeppni?
Eruð þið að sýna að þið séuð
öðruvísi og stærri í sniðum en
aðrir eða langaði ykkur að prófa
eitthvað nýtt?
„Það síðarnefnda er nær lagi.
Annars gerðist þetta þannig að
tveir drengir í bókmenntadeild
Listafélagsins fengu hugmyndina
að þessu og fyrir réttri viku báru
þeir hana undir mig og við ákváð-
um að ráðast bara í þetta. Það
þýðir ekkert annað.
Við höfum þegar skipað dóm-
nefnd, en í henni eiga sæti Hrafn
Jökulsson bókaútgefandi og rit-
höfundarnir Steinunn Sigurðar-
dóttir og Úlfur Hjörvar. Skila-
frestur er til 15. október og ráð-
gert er að sýna þann leikþátt sem
ber sigur úr býtum, á árshátíð
skólans í Gamla bíó um miðjan
nóvember.“
Er þetta ekki nokkuð stuttur
tími sem menn hafa, fjórar vikur
til að semja heilan leikþátt og
vera í skóla að auki?
„Svo kann að vera, en við á-
kváðum að taka þessa áhættu og
nú þegar hefur einn leikþáttur
borist."
Og er fleira markvert skrifað í
M.R. um þessar mundir?
„Já, að sjálfsögðu! Þnr félagar
í kvikmyndadeildinni hafa nýlok-
ið við gerð kvikmyndahandrits og
eru tökur að hefjast. Gæti jafnvel
farið svo að hún yrði sýnd á opn-
um sýningum síðar í vetur. Okk-
ur hefur nú tekist að koma upp
fullkomnum tækjakosti til að
gera 16 mm kvikmyndir og ekki
ástæða til annars en nýta það.“
Já, það munar svo sannarlega
um þá í gamla skólanum!
Vinsældalistar Þjóðviljans
23/9-29« Bylgjan 1. La Isla Bonita - Madonna 2. Holiday Rap - MC Miker G & Deejay Sven 3. Dancing on the Ceiling - Lionel Richie 4. Braggabiús - Bubbi Mortens 5. Með vaxandi þrá - Geirmundur og Erna 6. Human - Human League 7. The Lady in Red - Chris de Burgh 8. So Macho -Sinitta 9. Venus - Bananarama 10. Papa don’t preach - Madonna “ Grammið 1. (1) La Isla Bonita - Madonna 2. (2) Holiday Rap - MC Miker G & Deejay Sven 3. (4) Braggabiús - Bubbi Morthens 4. (13) We don’t have to -Germaine Stewart 5. (-) Thorn in my side - Eurythmics 6. (8) So Macho - Sinitta 7. (17) Ég vil fá hana strax - Greifarnir 8. (6) Human - Human Leauge 9. (-) Stuck with you - Huey Lewis and the News 10. (3) Dancing on the Ceiling - Lionel Richie 23/9-29/9 ^ 1. (1) La Isla Bonita - Madonna 2. (2) Ég vil fá hana strax - Greifarnir 3. (4) Thorn in my side - Eurythmics 4. (3) Braggablús - Bubbi Morthens 5. (8) Holiday Rap - MC Miker G & Deejay Sven 6. (19) 1 (just) died in your arms - Cutting Crew 7. (5) Stuck with you - Huey Lewis and the News 8. (6) 1 wanna wake up with you - Boris Gardiner 9. (7) Lady in Red - Chris de Burgh . 10. (11) Take my breath away - Berlin
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1986