Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fagmennska eða flumbrugangur Á þeim nýfæddu og endurfæddu Ijósavaka- fjölmiðlum sem mesta athygli vekja um þessar mundir er nú mikil áhersla lögð á gamla tegund dagskrárgerðar, sem margir töldu að hefði gengið sér til húðar fyrir löngu og ný og betri vinnubrögð væru komin í staðinn. Þessi dag- skrárgerð byggist á því að óundirbúnu efni er útvarpað og sjónvarpað beint án þess að gerð sé nokkur tilraun til að vinna það á einn eða annan hátt; og til að mýkja þetta óundirbúna efni er það fleygað með graðhestamúsík, sem sjaldnast tengist því efni eða stemmningu sem þarna er á ferðum. Svona dagskrárgerð tíðkaðist mjög á frum- býlisárum útvarps og sjónvarps af þeirri ein- földu ástæðu, að erfitt var eða illframkvæman- legt að klippa stálþráð og myndband. En nú er önnur öldin. Nú er það ekki lengur tæknin sem bregst, heldur manneskjurnar. Nú skyldi enginn taka þessi orð sem fordæm- ingu á efni af þessu tagi, því að undirbúnings- laus viðtöl og uppákomur af ýmsu tagi geta verið hið besta efni. Ástæðan fyrir því að tíma- bært er að minnast á þessa dagskrárgerð er sú, að því miður er farið að örla á dálítið brjóstum- kennanlegri sjálfumgleði hjá sumu því fólki, sem mestan part vinnur við að reka hljóðnema upp að talfærunum á fólki fyrirvaralaust og lætur síðan gossa án umhugsunar út á öldur Ijósvak- ans það sem gengur fram af munni viðmæland- ans hverju sinni (það er að segja ef viðmæland- inn er svo kurteis að ekki þarf að skrúfa niður í honum áður en hann veldur hneyksli). Þessi sjálfumgleði lýsir sér í því að-dásama þessi vinnubrögð umfram önnur og kalla þau „fag- mennsku" eða „útvarpsmennsku". Það er stór munur á þessum handahófs- kenndu vinnubrögðum og lifandi fréttaflutningi. Með nútímatækni er fjölmiðlum Ijósvakans gert kleift að flytja fréttir af atburðum um leið og þeir gerast. Engum atburði er þó hægt að útvarpa beint og í heilu lagi án þess að eitthvað sé í hann krukkað (meðvitað eða ómeðvitað). Afstaða til atburðarins er tekin með því hvernig mynd er valin til útsendingar, hvar myndavélin er stað- sett og hvert myndefnið er, auk þess sem það gildir bæði fyrir útvarp og sjónvarp að afstaða útvarpsmannsins kemur að nokkru leyti í Ijós, þegar hann beinir hljóðnema að einhverjum að- ila sem hann sjálfur velur - og ákveður tíma- lengd flutningsins. Sumir atburðir eru þannig að það er mikill fengur að því að fá að vera vitni að beinni út- sendingu þegar þeir eru að gerast. En sem betur fer er hraði nútímans ekki orðinn slíkur að annaðhvort hljóti maður að vera á staðnum þegar eitthvað gerist - ella missi maður af því. Við megum ekki verða gagntekin af barna- legri hrifningu yfir tækninni. Tæki til beinna út- sendinga er fáránlegt að nota til beinna útsend- inga frá stöðum þar sem ekkert er að gerast, sem ekki væri betur lýst með því að nálgast það í rólegheitum. Menn gleyma ekki á næstunni æðibunu- ganginum í þættinum „Á líðandi stund“ sem sjónvarpið sýndi í fyrra, þegar vaðið var fram og aftur í beinni útsendingu án þess að nokkuð sérstakt væri að gerast, sem ekki hefði skilað sér betur og skipulegar í unninni dagskrá. Hraði og flumbrugangur er ekki fagmennska. Fagmennska hefur verið á háu stigi um árabil hjá hljóðvarpinu, sem hefur boðið upp á fag- mannlega dagskrá. Ekki svo að skilja að at- vinnuútvarpsmenn hafi séð um alla dagskrár- liði. Þvert á móti. Ríkisútvarpið hefur verið tengt líðandi stund og fólkinu í landinu með þeim hætti, að fjölda- margir landsmenn hafa lagt útvarpinu til efni, sem þeir hafa sjálfir tekið saman, unnið og undirbúið. Það er fagmennska að reka slíkt út- varp. Fagmennska er ekki fólgin í því að etja myndavél í gang eða opna fyrir hljóðnema og bíða svo og vona að eitthvað gerist, ellegar einhver segi eitthvað skemmtilegt - eða jafnvel eitthvað af viti. - Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Vill mikið meira? íslendingar eru enn á því neyslustigi að þeir vilja meira sjónvarp. Margir telja sig ófrjálsa menn vegna þess að þeir hafi ekki a.m.k. tvær-þrjár rásir að velja um. Og þó kom það fram á dögun- um, að góður meirihluti þeirra lét það uppi í skoðanakönnun, að þeir væru ánægðir með að hafa einn dag í viku sjónvarpslausan. Margir vita ekki, að þeir eru ófáir sem öfunda íslendinga af þessari sérstöðu, sem þeir skilja mun betur en það þjóðar- einkenni að selja ekki bjór. Menn eru vanir því að neyslu- kúrfan, að minnsta kosti á vissum sviðum, hljóti ávallt að skríða upp á við. Þess vegna hljóti menn að vilja meira sjónvarp í dag en í gær og enn meira á morgun. Samt berast héðan og þaðan fregnir um að fólk hafi fengið meira en nóg í bili. Sjónvarps- bindindi Eða svo töldu íbúar í Penzberg í Vestur-Þýskalandi, sem fyrir skömmu gerðu merkilegá tilraun á sjálfum sér: Þeir bundust sam- tökum um að horfa alls ekki á sjónvarp í heila viku. Tilraunin tókst vel og allir sýnast ánægðir. Penzberg er 14 þúsund manna bær. Sósíaldemókratar fara með meirihluta í bæjarstjórn. Það var „Starfshópur um barnasjónvarp“ sem átti frumkvæðið að tilraun- inni, en fékk góðan stuðning bæjaryfirvalda. Slökkviliðið, lög- reglan, leikfélagið, kvenfélag Kristilegra, Grænmgjar, Pax Christi og næstum því öll önnur samtök sem til eru í bænum veittu málinu sinn stuðning. Um þús- und „samningar um að hafna sjónvarpi“ voru undirritaðir. Og þegar menn höfðu staðið við sínar skuldbindingar fengu þeir skjal frá bæjarstjóranum. Þar stóð meðal annars: „Með virðingu er staðfest að þér hafið tekið þátt í þeirri við- leitni að sýna sjálfstœði gagnvart daglegri sjónvarpsneyslu". Einn helsti tilgangur þessarar tilraunar var, að sögn Hans- Georgs Fruhschutz, sálfræðings og eins af upphafsmönnum til- raunarinnar, var að prófa „hve háð við vœrum orðin" sjónvarp- inu, hvort það „er farið að ráða yfir fjölskyldulífinu eða hamla því“. Annað að hugsa um Þeir sem skipulögðu þessa til- raun gerðu sér grein fyrir því, að þeir væru að fást við ávanabind- andi fjölmiðil. Þess vegna var gripið til ýmissa ráða til þess að þeir sem væru illa haldnir af sjón- varpsfíkn hefðu um annað að hugsa. Skólabörn og menntskæl- ingar byggðu sig upp andlega með ritgerðasmíð um efni eins og „Erum viðþrœlarfjölmiðlanna?" og þar var því óspart haldið fram, að lestur, föndur og íþróttir væru skemmtilegri en sjónvarpið. Síðdegis alla tilraunavikuna var efnt til margskonar starfsemi. Námskeiðs í jóga, spilakvölda, grillveislna og „söngkvölda gegn sjónvarpi". Þetta þótti koma í góðar þarfir. Menn mundu, að tvær fjölskyldur í Berlín sem fyrir nokkru gengust undir þá tilraun að vera fjórar vikur án sjónvarps, fengu einskonar fráhvarfs- einkenni: að lokum heimtuðu fjölskyldulimir sjónvarpið sitt aftur grátandi. Börn kunna ekki að leika sér Þessi tilraun í Penzberg er ekki síst tengd áhyggjum sem hafa mjög verið viðraðar í Vestur- Þýskalandi (og víðar að sjálf- sögðu) að undanförnu: áhyggjum af því hve grátt sjónvarpið leikur ung börn. Börn á leikskólum og dagheimilum, segir ein fóstran, „kunna ekki að leika sér lengur. Eftir að hafa verið inni yfir sjón- varpi rigningarhelgar eru þau fár- ánlega árásargjörn. Og þau eru oftast nær of þreytt orðin til þess að geta þolað við heilan dag“. Það fylgir með frásögninni af sjónvarpslausu vikunni í Penz- berg, að fæstir foreldrar geri sér grein fyrir hættunni. Ekkert er al- gengara en að sjónvarpið sé not- að sem fóstri: „þá æmta þau hvorki né skrœmta“ meðan Tom- mi og Jenni klessa hvor annan fimmtíu sinnum í hverri teikni- mynd. Enginn sveik Og semsagt - tilraunin tókst vel. Fréttamenn úr stærri bæjum fóru í njósnaleiðangra til að vita hvort þeir sæju ekki einhvern kunnuglegan glampa í glugga hjá sjónvarpssjúkum, sem hafði gef- ist upp, var að svindla. Og vitan- lega voru það ekki síst sjónvarps- menn sjálfir sem voru á þönum með myndavélar sínar til að festa á filmu hegðun þess villutrúar- fólks, sem lét sér detta það í hug að vera án sjónvarps heila viku. Þeir fundu engan. Meira að segja knattspyrnudellumenn létu sér nægja að heyra um leikina í Evrópubikarkeppninni í útvarpi. Drottinn minn, sagði borgar- stjórinn. Maður þarf nú ekki alltaf að vera með hausinn inni í sjónvarpinu. Það er hægt að lifa án þess. ÁB DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins- son. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir Magnús H. Gíslason, Mörður Arnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mónuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.