Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 5

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 5
Gleiðbrosandi Sovétmeistarar: Karpoff, Pólúgajevskí, Kasparoff, Tal. Skák Hvaða möguleika á hann svosem... Gluggað í bók um Kasparoff eftir Kasparoff London, 1983, - Kortsnoj og Kasparoff tefla í undanúrslitum um áskorendaréttinn. Kortsnoj vann fyrstu skákina, önnur jafn- tefli, þriðja jafntefli, fjórða jafn- tefli. Kasparoff frestaði fimmtu skákinni til að styrkja sjálfan sig; - það var augljóst að hann yrði að taka sig á. Fimmta skákin endar í litlausu jafntefli og staðan er 3-2 fyrir Kortsnoj. Snemma morguns 4. desemb- er, daginn sem tefla á sjöttu skákina, hringir síminn í hótel- herbergi Kasparoffs og á línunni frá Moskvu er Botvinnik, kenn- ari Kasparoffs: „Manstu hvað gerðist fyrir fimmtíu árum?“ Kasparoff er varla vaknaður, en svarar eftir nokkurt hlé: „Já, þá varstu að tefla einvígi við Flohr.“ Botvinnik: „Já, og hvemig gekk mér?“ Kasparoff: „Mig minnir að þú hafir tapað fyrstu skákinni og þeirri sjöttu, en unnið níundu og tíundu.“ Botvinnik: „Parna sérðu hvað þú ert í góðri stöðu, - ekki einusinni búinn að tapa þeirri sjöttu!“ Smáþögn. „Petta er allt í lagi hjá þér“ bætir Bo- tvinnik við, „svolítinn sjálfsaga og þú vinnur einvígið." Kasparoff vann sjöttu skákina, komst yfir í sjöundu og sigraði glæsilega með vinningum í ní- undu skákinni og elleftu: 7-4, - Botvinnik hafði á réttu að standa. Frá þesu segir meðal annars í nýrri bók eftir heimsmeistarann Garí Kasparoff sem nú situr í Leníngrad og etur hörðu kappi við fjandvin sinn Anatolí Karp- off. Bókin kom út í enskri þýðingu á þessu ári og heitir á þeirri tungu „Test of time“, Þolraun í tíma / Tíminn reyndur, eða álíka. Titill- inn er reyndar illþýðanlegur og vísar í margar áttir: klukkan er þáttur af taflmennsku, Kasparoff hefur skotist uppá stjörnuhiminn á undraskömmum tíma, og síð- asti kafli bókarinnar ber sama nafn og bókin sjálf, en þar er fjallað um áskorendaeinvígi þeirra Smisloffs sem á þeim tíma var þrisvar sinnum eldri en félagi Garí. Kasparoff rekur í bókinni feril sinn í 22 köflum, þarsem uppi- staðan er auðvitað skákir og skákskýringar, en framanvið og innum koma hugleiðingar meistarans um einstök mót og þáttaskil í eigin frama, og það vekur athygli að í gegnum þýð- inguna skín þróttmikill stíll, hraðfleygur og lipur. Kasparoff skýrir í bókinni skákir sínar við meðal annars Al- burt, Andersson, Beljavskí, Karpoff, Kortsnoj, Larsen, Naj- dorf, Petrosjan, Portisch, Spas- skí, Tal, Timman, Vaganjan og Júsupoff. Og einvígið við Smis- loff 1984, fær heilan kafla, - og áður en við grípum niður í elleftu skák þeirra félaga er ráð að lesa inngang að Smisloffs þætti. Vilnius, Hvíta höllin í Lista- safninu... Hér hófst áskorenda- einvígið 10. mars, - milli tveggja meistara sem ekki líktust hið minnsta. Án þess að tiltaka smá- atriði er rétt að minna lesandann á að meðan einvígið stóð hélt annar þeirra hátíðlegt 63. ára af- mæli sitt, og rétt eftir að einvíginu lauk varð hinn 21 árs. Vígvöllur byrjananna Eitt áttu þeir þó sameiginlegt. Þegar verið var að ræða sigurlík- ur keppenda fyrir einvígið heyrðist oftlega sama spumingin: „Hvaða möguleika á hann svo- sem á þessum aldri?“ Að vísu skildi hver þessi orð sínum skiln- ingi... Smisloff var þannig í þeirri stöðu að þurfa að sýna frammá að hann byggi enn yfir nægum þrótti til grimmilegrar og óvæginnar baráttu, - ég þurfti aftur að finna hjá mér þá eiginleika sem vegið gætu upp á móti algerum skorti á nauðsynlegri reynslu. Svæðamótin, fyrsta umferð áskorendaeinvígjanna, undan- úrslitin gegn Kortsnoj, - að standast þessar þolraunir var okkur að vissu leyti sigur á tíman- um. Þau aldursmat sem áður giltu um þátttakendur í einvíginu um áskorunarréttinn höfðum við slegið í báða enda, en að lokum hlaut þessi aldursteygja okkar að slitna! Ég og aðstoðarmenn mínir urðum að leysa ýmsan vanda fyrir einvígið við Smisloff. Við urðum að vinna úr þeirri reynslu sem fengist hafði í einvígjunum gegn Beljavskí og Kortsnoj til að koma í veg fyrir að fyrri mistök endur- tækju sig. Og við urðum að kanna vandlega skákir hins fyrrverandi heimsmeistara, Smisloffs, og finna hvar hinn væntanlegi and- stæðingur minn væri veikastur fyrir. Eg komst heldur ekki hjá því að leggjast í víðtækar og ræki- legar byrjanarannsóknir; í keppni á svo háu stigi, verður ekki komist langt nema byrjunin sé vel tefld, sérstaklega gegn jafn heilsteyptum skákmanni og Smisloff. Einvígi skákmanna í fremstu röð verður oft einskonar tilraunavígvöllur fyrir ákveðin byrjunarkerfi. Skák eftir skák reyna skákmennirnir fyrst og fremst að sanna að hinar skap- andi hugmyndir þeirra standist. Það er ljóst að sigur í þeirri fræði- legu hólmgöngu er líklegur til að leiða af sér velgengni í sjálfu ein- víginu. Og í þessari vígstöðu skipta störf aðstoðarmannanna miklu meðan einvígið stendur, þar sem sífellt verður að rétta af og endurbæta þau kerfi sem í gangi eru. Kasparoff lýsir því síðan að í einvíginu gegn Beljavskí skipti miklu máli óalgengt afbrigði af Drottningarbragði, og þeir Kortsnoj hófu fjórar skákir af ell- efu með Katalónskri vörn. Kasparoff og Smisloff börðust hinsvegar á tvennum vígstöðv- um: í fjórum skákum var tefld Tarrasch-vörn og í öðrum fjórum Cambridge-Springs-afbrigðið af drottningarbragði. - Það var sigur minn í þessum ör- einvígjum, segir Kasparoff, - sem tryggði mér vinninginn í ein- víginu sjálfu. Við skulum hinsvegar glugga í 11. skák þeirra félaga, þar sem Smisloff beitti Tsigorin-vörn gegn hvítum mönnum Kaspa- roffs. Hvítt: Kasparoff Svart: Smisloff 1. d4 - d5 2. Rf3 - Rc6 3. c4 - Bg4 í skýringum við skák sem Smisloff tefldi við Gligoric eitt sinn segir hann að þessi vörn „eigi meiri athygli skilið en raun ber vitni, sérstaklega ef svart- ur ætlar á virkt spil mannanna." (Úr- valsskákir Smisloffs, útg. 1983). Ég átti von á því að Tsigorin vörn yrði notuð í einvíginu en ég sundurgreindi hana ekki nákvæmlega. Hvers vegna? Því má svara með hálfkæringi Petrosjans: „Ef andstæðingur þinn vill tefla Hollensku vömina, hvers vegna ættir þú þá að hindra hann í því?“ Þessi gamanyrði eiga við marg- ar byrjanir og Tsigorin vöm er ein þeirra. Ég býst við að Smisloff sé í rauninni sömu skoðunar og hann hafi einungis beitt þessari vöm vegna stöðunnar í einvíginu (Kasparoff hafði unnið þrjár skákir en Smisloff enga þegar þessi skák var tefld). Það var einfald- lega þannig í þessari skák að virkni mannanna var svarti meira virði en biskupapar hvíts og peðamiðborð. 4. cxdS - Bxf3 5. gxf3 - DxdS 6. e3 - eS 10. Hbl - b6 11. f4!? - exf4 12. e4 - Rg-e7 7. Rc3 - Bb4 13. Df3 - 0-0 8. Bd2 - Bxc3 14. Bxf4 - Da3 9. bxc3 - Dd6 15. Be2! - Í5! Eftir 15. ... Dxa2 16. 0-0 þyrfti svartur ekki aðeins að kljást við „hag- ræðið af biskupaparinu og hreyfan- legt peðamiðborð“, heldur einnig hótanirnar Bxc7, Hal og d4-d5. 16. 0-0 ... abcdefgh 16. ... - fxe4? Slæmur afleikur. Eftir 16. ... Rg6 17. Bxc7 De718. exf5 Dxc719. Dd5+ Kh8 20. fxg6 Re7! væri staðan óljós en svartur hefði góða mótspilsmögu- leika. 17. Dxe4 - Dxc3 Nú er miðborð hvíts horfið og peð að auki en yfirburðir biskupanna yfir riddarana em svo miklir að eftir nokkra leiki hefur hvítur vinnings- stöðu. 18. Be3! - ... Hvítur hótar Hcl (og d4-d5 í sumum tilfellum) og hótunin verður hættulegri þegar biskupinn hefur hörfað úr skotlínu hróksins. Ég skil ekki fyllilega hvers vegna ákveðinn Fengsœll heimsmeistari: Garí Kasparoff [ fríi. virðulegur stórmeistari mælti hér með 18. Hf-dl og enn síður hvers vegna einn kollegi hans hafði þetta nánast orðrétt eftir honum. 18. ... - Da3 19. Bd3!! - Dd6 Allir aðrir leikir leiða til taps: 19. ... g6 20. Bc4+ Kg7 21. d5 eða 19. ... Rf5 20. De6+ eða 19.... Hf5 20. Hb5 (einfaldast) Hxb5 21. Bxb5 Dd6 22. Hcl. 20. Dxh7+ - Kf7 abcdefgh Ef svartur gæti þraukað í þessari stöðu mætti auðvitað efast um rétt- mæti 18. leiks hvíts, en hvítur á vissu- lega nokkrar vinningsleiðir, t.d. 21. Bc4+ Ke8 22. Hf-el og „það er hræðilegt að sjá svörtu stöðuna" (er haft eftir Tal). 21. Hb5! Kröftugasta framhaldið. 21. ... - Rxd4 22. De4? - ... En þetta er afleikur. Hér leiddi 22. Bxd4 Dxd4 23. Hg5! til vinnings, t.d. 23.... Ke6(23. ...Hh824. Bc4+!)24. Dh3+ Kd6(24.... Kf625. Hf5+!)25. Be2! Rd5 26. Hxd5+. Nú þarf svartur hvorki að leika 22. ... Rxb5 (23. Bc4+ Kf6 24. Dh4+ o.s.frv.) né 22. ... c5 (23. Bxd4 og 24. Bc4+!). 22. ... - Ha-d8! Mér sást yfir þetta svar. Nú, eftir tímatapið (23. Hg5 Hh8) var mál til komiö að þvinga fram jafntefiið. 23. Bxd4 - Dxd4 24. Hf5+ - Rxf5 25. Dxf5+ - Kg8 26. Dh7+ - Kf7 Jafntefli. jt/m J t\cWWu r i\ I. NAMSKEIÐ í MYNDBANDAGERÐ Fyrirhugað er að hefja sex vikna námskeið mið- vikudaginn 1. okt. nk. Kennsla fer fram í Miðbæj- arskóla og verða kenndar 4 kennslustundir 2 kvöld í viku. Megináhersla verður lögð á: Kvikmyndasögu, mynduppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð auk æfingar í meðferð tækjabúnaðar ásamt upp- töku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Innritun næstu daga á skrifstofu Námsflokkanna frá 13-21 í símum 12992 og 14106. Fóstrur - starfsfólk Dagheimilið Steinahlíð óskar eftir starfsmanni milli kl. 13 og 18.30. Menntun og/eða reynsla æskileg. Upplýsingar í síma 33280. Sunnudagur 28. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.