Þjóðviljinn - 28.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPfSTILL Að loknu bókaþingi Það má ýmislegt jákvætt segja um Bókaþing 1986. Þó ekki væri nema það, að þar er fundinn sameiginlegur vett- vangur fyrir rithöfunda og gagnrýnendur, bókagerðar- menn og útgefendurog bók- sala- eiginlega alla þá sem nálægt bókum koma nema þá sem hanna bækur. Ef menn vilja gera „samstillt átak“ í þágu bókarinnar í landinu, þá hafa þeir að minnsta kosti appíratið. Allmargt af því sem fram kem- ur á slíku þingi fellur undir fróð- leik. Við gefum út 600 titla á ári og eru þá ekki nema 400 íbúar á bak við hvern titil. Og það eru ekki nema 2600 manns á bak við hvert bókaforlag. (Þetta kom fram í máli Kristjáns Jóhanns- sonar). Salvör Gissurardóttir fræddi menn um það, hvernig tölvutækni getur auðveldað „skrifborðsútgáfur" og að líkind- um fjölgað bókum enn meir (för- um við að nálgast ástandið: hver maður sín bók?). Menn gátu líka fræðst um nýtt og merkilegt bókasafnsforrit sem á að greiða mönnum aðgang að bókum. Sammála síðasta rœðumanni Sá sem hlýddi átti líka auðvelt með að vera sammála síðasta ræðumanni. Svona oftast nær. Bóksalar þurfa að bæta sína sölu- tækni, grípa til nýrra ráða, sagði Árni Einarsson, og hver andmæl- ir því? Magnús Sigurðsson talaði um tækniþróun í prentiðnaði og lagði áherslu á að atvinnurekend- ur væru ekki einráðir um hana - sem er vitanlega eðlilegt og virð- ingarvert stéttarfélagssjónarmið. Það er reyndar merkilegt, hve friðsamleg þessi tækniþróun hef- ur orðið hér á landi í samanburði við mikil átök sem orðið hafa í örðum löndum: ástæðan er lík- lega sú öðru fremur, að á ísiandi hefur „prentgripum" fjölgað svo ört, að ekki hefur komið til atvinnuleysis í greininni. Það var líka satt og rétt hjá Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, að bækur hafa haldið í okkur vitinu í þúsund ár og að „góð bók er eins og góð kjötsúpa. Betri upphituð!“ Og það er líka satt og rétt sem fleiri en einn minntust á: það er ekki úr vegi að fjölga verðlaunaveiting- um til að vekja athygli á bókum og bókaflokkum. Söluskattsmálið Það vantaði hinsvegar að þing- ið einbeitti sér að einhverju til- teknu máli eða málum, gæfi þeim sérstakt vægi í umfjöllun og á- lyktunum. Söluskattsmálið fór einna næst því að verða slíkt mál. Hörður Bergmann hafði fram- sögu um það mál: Við eigum, sagði hann, að hætta að leggja söluskatt á bækur „lækka þær þannig í verði um fimmtung í því skyni að auðga bókakost í landinu og þar með tungu okkar og menningu“. Hann fjallaði um þau sérkenni bóka sem vaida því að erfitt er að réttlæta skatt á þær: Á bók er auðveldast að geyma ítarlega, nákvæma og skipulega umfjöllun um flest það sem þjóð- in sækist eftir að fræðast um, öðl- ast reynslu af“. Hvers konar efni er jafnan auðveldast að nálgast á bók þegar til á að taka. Bók er auðveldari og aðgengilegri miðill en aðrir fyrir alla þá sem hafa eitthvað fram að færa. Bækur eru sá miðill sem nám hvílir á. Hörð- ur sagði á þá leið, að það sem að ofan var talið ætti við um bækur hvar sem væri, en vegna smæðar íslensks samfélags hefðu íslensk- ar bækur margs konar sérstöðu sem fjölmiðill, tæki og neyslu- vara: „Við íslendingar verðum tiltölulega háðari bókum en fjöl- mennari þjóðir vegna þess hvað það er dýrt að nota aðra miðla til að leysa íslensk verkefni. Tiltölu- lega víðtækt hlutverk íslenskra bóka í að fræða þjóðina og víkka reynslu hennar gerir samningu, útgáfu og drefingu bóka að helstu burðarstoð íslenskrar tungu og grunni sem þróun hennar og við- gangur hvílir óhjákvæmilega á smæð samfélagsins gerir höfund- um erfitt að fá vinnu sína sæmi- lega greidda og útgefendum erfitt að tryggja viðgang fyrirtækja sinna.“ í máli Harðar kom það líka fram, að í engu landi er lagður jafnhár söluskattur á bækur og hér. Auk þess á sér stað sú undar- lega mismunun, sem hefur frá- leitt við menningarpólitísk rök að styðjast, að meðan lagður er 25% söluskattur á bækur, „þá er hann ekki lagður á blöð og tímarit að örfáum afþreyingarritum undan- skildum". / Menn stilltu saman strengi - kannski hefðu þeir betur einhent sér á útvalin baráttumál (Ijósm. sm). sig ekki sem skyldi í slagnum mikla um stöðu bókarinnar. Flest skeyti fékk þá sjónvarpið: Sig- urður A. Magnússon taldi van- ÁRNI BERGMANN Bœkur í sjónvarpi / Eins og oft áður þótti ræðu- mönnum sem fjölmiðlar stæðu rækslusyndir þess við bók- menntir fyrir neðan allar hellur og fylgdi með hneykslan hans á því hve „poppaðir" þeir þættúr eru, sem bendlaðir eru við listir í dagskrárkynningu. Hitler var bœldur í œsku ÍZurich hefurveriðfrumsýnt leikrit sem fjallar um æsku Adolfs Hitlers. Höfundareru tveir- sænska leikskáldið Niklas Radström og svissneskursálgreinandi, Al- ice Miller. Alice Miller hefur lengi sýslað við æskuár Hitl- ers og komist að þeirri niður- stöðu „að mesti morðingi heims var ekki fæddur glæpa- maður“ heldur sé morðfýsn hans afleiðing af afar erfiðri æsku. Einsogtáningamirsegja: hann var eitthvað bældur í uppvexti strákurinn. Þannig er það mjög dregið fram, að faðir Hitlers, Alois Schicklgruber tollþjónn, hafi barið drenginn óspart. Eitthvað af gyðingafjandskap Hitlers er rakið til þess, að faðir hans hafi ekki verið viss um hvort hann væri launsonur gyðings nokkurs. Þá er nokkurt veður gert út af því, að geðveik frænka hafi magnað þann sífellda ótta, sem drengurinn lifði í - og að móðir hans hafi svikið drenginn, ekki komið honum til hjálpar. (Síðar átti Hitler eftir að senda margt geðveikt fólk á útrýmingarstöðv- ar). Alice Miller kveðst ekki reyna í leikritinu að svara spumingum á borð við þá, hvað orðið hefði ef bernska Hitlers hefði verið auðveldari. Aðalatriðið sé að draga fram hve skaðleg hin „svarta uppeldisfræði" sem trúir á flengingar og hörku sé. Úr leikritinu svissneska. Það er ekkf nema satt og rétt: sjónvarpinu hefur mistekist að sýna bókum sóma. Allt frá því að fréttamaður sjónvarps ætlaði að afgreiða jólabókavertíð með því að líta inn í bókabúð og spyrja afgreiðslufólk: jæja, hvað selst nú mest hjá ykkur? Nú má vera, að rithöfundar haldi að þeir séu skemmtilegri menn en raun ber vitni - en víst er samt, að í þeirra hópi eru prýðileg fórnarlömb í viðtalsþætti - ekki síst ef sjón- varpsmenn sýna af sér þá „fag- mennsku" að setja sig inn í verk þeirra áður en skrúfað er frá upptökutækj unum. Fyrr og nú Hvað eftir annað var á þinginu vikið að því sem kalla má „al- mennt stöðumat“. Lesum við nóg? Lesum við nógu vel? Það urðu nokkur orðaskipti út af um- mælum í erindi Erlendar Jóns- sonar sem talaði um þá sælu ung- lingatíð, þegar menn lásu bækur og töluðu um þær. Er maðurinn að fegra fortíðina? Það er líklegt, þótt ekki væri nema vegna þess að allt var svo merkilegt þegar menn voru ungir. Menn lásu bet- ur fyrir fjörtíu - fimmtíu árum en þeir gera nú - ekki síst vegna þess að þeir höfðu fáar bækur milli handa. Líf bóka var um margt öðruvísi - mörg voru þau hús í plássum landsins, sem áttu ekki bækur, en vel gat verið að menn sæktu vel lestrarfélagið. Bölsýni og bjartsýni Og vitanlega brennur það miklu heitar á mönnum nú um stundir, hvað það þýðir fyrir bókarmennt að ótal margt „keppir um athygli fóiks og tíma“ eins og Ólafur Ragnarsson Bóka- sambandsformaður komst að orði. Sumir menn eru mjög böl- sýnir og telja að þótt nokkur uppsveifla hafi orðið í bókaút- gáfu og sölu á síðastliðnum miss- erum, þá sé það skammgóður vermir. Þegar til lengdar lætur muni sjónvarpsneysla breyta svo miklu um venjur barna, að bókin muni þokast út í horn. (Þessi bölsýnismaður hér mun til dæmis hafa séð það í nýlegum Spiegel, að á tíu árum hafi fækkað um helming þeim börnum og ung- lingum í Vestur-Þýskalandi sem opnuðu bók eða litu í blað.) Þingmenn á bókaþingi vildu taka annan pól í hæðina. Pétur Gunnarsson tók dæmi af „holl- ustuæðinu“ - hvem hefði fýrir tuttugu árum spyr hann, órað fyrir því, að menn höfnuðu í stór- um stíl vinsælu fóðri vegna þess að það er óhollt og að hlaup, gönguferðir og hjólreiðar gengju í endurnýjun lífdaga? Pétur spáði því að svipuð hugarfarsbréyting ætti eftir að ríða yfir afþreying- una: „Nákvæmlega eins og mað- urinn fann sig koðna niður í hveitibrauði og vélknúnum þæg- indum á hann eftir að finna til tómleikans í tilreiddu sýndarefni og seilast að nýju eftir bókinni“. Aðalsteinn Ingólfsson talaði um líkur á því, að „önnur fjölmiðl- un“ hafi reynst stórum vinsam- legri bókinni en menn hafa hald- ið. Til dæmis hefði sjónvarp örv- að sölu bóka hér og þar, í Bret- landi og Bandaríkjunum hefði bóksala tekið að glæðast fyrir ein- um fimm árum eftir hnignunar- skeið. Og svo framvegis. Bókin er best, sögðu menn, bókin heldur velli þrátt fyrir allt. Guð láti gott á vita. Víst á bók- in mörg ágæt virki og sérstöðu sem ekki verður af henni tekin. En eins og áðan var á minnst: framtíð hennar er að verulegu leyti háð því, hvaða áhrif það hef- ur til lengdar að böm og ung- lingar alist upp við kannski 5-8 stunda sjónvarps- og myndband- anotkun á dag. í því sambandi er ekki spurt um gæði myndefnisins, heldur blátt áfram þá sérstöðu sjónvarps sem miðils, sem getur farið langt með að eyðileggja þau móttökuskilyrði í persónuleikan- um sem bókin hefur átt að nærast á. -ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.