Þjóðviljinn - 28.09.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Síða 13
ÞRASAÐ Á SUNNUDEGI Guðrúnu Helgadóttur svarað Það hefur aldrei hvarflað að okkur að spyrja Guðrúnu Helgadóttur eða nokkurn annan stjórnmálamann - eða stjórnmálaflokk - um það hvort við höfum leyfi til að vera til, segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir m.a. í svari sínu til Guðrúnar Helgadóttur. í síðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans skrifar Guðrún Helgadóttir grein í dálkinn „stjórnmál ásunnudegi" og sendir Kvennalistanum held- uróvandaðarkveðjurnar. Ég hef lítið gert af því að þrasa við kynsysturmína, Guðrúnu Helgadóttur, eða aðrar konur sem á Alþingi sitja, m.a. vegna þess að það er gamalt karlaráð að deila og drottna og fátt kæmi karlaveldinu á Alþingi beturen að hafaokkur iemjandi hver á annarri í tíma og ótíma. Enda stóð ekki á viðbrögðum við grein Guðr- únar. Fagnaðarlætin brutust út í „Staksteinum“ Morgun- blaðsins og „Garra“ Tímans og máttu menn þar vartvatni halda af gleði yfir þessu fram- lagi Guðrúnar. En nú er þolin- mæði mín þrotin. Nú nenni ég ekki lengur að sitja þegjandi undir þusi á borð við það sem Guðrún bar á borð fyrir alþjóð ásunnudaginn var. Ég segi og skrifa þusi, vegna þess að það getur ekki talist neitt annað að klifa á því í sífellu að henni - þ.e. Guðrúnu - finnist Kvennalistinn ekki eiga að vera til. Þetta er ég búin að heyra hana segja í þau rúm þrjú ár sem við höfum starfað á sama vinnustað og þótt Kvennalistakonur séu orðnar leiðar á þessu nöldri þá breytir það engu um tilvist Kvennalistans. Það hefur nefni- lega aldrei hvarflað að okkur að spyrja Guðrúnu Helgadóttur eða nokkurn annan stjórnmálamann - eða stjómmálaflokk - um það hvort við höfum leyfi til að vera til. Um það spyrjum við kjósend- ur og okkur sjálfar og aðra ekki. Það er þessi djörfung, sumir kalla það sjálfsögð lýðréttindi, sem Guðrúnu virðist sárna við okkur Kvennalistakonur því ekki vant- ar að hún komi auga á a.m.k. eina veigamikla ástæðu þess að við buðum fram og munum halda áfram að bjóða fram. Gefum Guðrúnu orðið: „Þessar konur gátu gert það sem við hin gátum ekki, rígbund- in sem við erum í viðjar gamalla og hefðbundinna stjórnmála- flokka karlasamfélagsins. Þær gátu unnið öðm vísi, frjálsar og óháðar öllum flokksvélum sem þær voru. Þær gátu talað annað tungumál, tekið öðru vísi á mál- um.“ Það er einmitt það - og skyldi þá nokkurn undra að við höfum lítið að sækja í bú flokkaþursanna í íslenskum stjórnmálum? Þeir mættu mín vegna hætta að bjóða fram. En Guðrúnu sárnar fleira en þetta. Henni blóðsárnar að ég skuli ekki hafa notað tækifærið í nýlegu viðtali í tímaritinu Þjóðlíf til að ræða um störf Guðrúnar Helgadóttur og annarra þing- kvenna á Alþingi. Hvað skal segja, Guðrún? Ekki get ég talist skyldug til að ræða um þig og aðr- ar þingkonur sjái einhver ástæðu til að hafa við mig viðtal. Eða finnst þér með það eins og sér- framboð kvenna yfirleitt að við ættum að spyrja þig fyrst, og taka mið af þér og þínum störfum? Þú sérð það sjálf að dæmið gengur ekki upp og það með fullri virð- ingu fyrir þér og öðrum þingkon- um. En það er fleira rotið í þessu Danaveldi en það að undirrituð tali ekki um Guðrúnu Helgadótt- ur óspurð. Hennar og starfa hennar er heldur að engu getið í Veru, málgagni Kvennalista og Kvennaframboðs - og samt hafa hún og Jóhanna Sigurðardóttir, sem Guðrún kippir upp á vagninn hjá sér í leiðinni, flutt fjölda þjóðþrifamála sem varða bæði konur og börn og landsmenn alla. í gagnrýni sinni á Veru snýr Guð- rún bökum saman með Birgi ís- leifi Gunnarssyni, Sjálfstæðis-' þingmanni, en hann skrifaði ný- lega grein í DV um að í Veru væri alls ekki birt það sem þar ætti að vera. í þessum efnum eru þau Guðrún og Birgir ísleifur greini- lega sammála og hvorki er það undrunarefni né er það nein ný bóla að aðrir þykist vita betur en Kvennalistakonur hvað þær eigi að gera, skrifa, sitja, standa o.s.frv. Guðrúnu til upplýsingar vil ég benda henni á að Vera er ekki fréttablað eins og dagblöðin f bænum og segir því ekki al- mennar fréttir af gangi mála á Al- þingi. Vera kemur út 6 sinnum á ári og í hverju tölublaði eru að- eins 4 síður ætlaðar til að greina þeim kaupendum Veru, sem kaupa hana vegna þess að hún er málgagn Kvennalista, frá störf- um fulltrúa þeirra á þingi - og eiga þeir lesendur ekki í önnur hús að venda með það. Þetta ger- ir 24 síður á ári og á þær kemst ekki nema brot af því sem Kvenn- alistakonur þurfa að koma til sinna umbjóðenda. Má til sanns vegar færa að varla gegnum við upplýsingaskyldu okkar við kjós- endur okkar með þesum 24 sfð- um, en fieiri síðum höfum við því miður ekki efni á sökum aura- leysis. Og meiri ólaunaða vinnu getum við ekki lagt á þær konur sem skrifa Veru á kvöldin og um helgar eftir að launavinnu og dag- legu amstri með bú og börn lýk- ur. Guðrún Helgadóttir er hins vegar á fullu kaupi við að vera fulltrúi á Alþingi og gæti þess vegna skrifað þær greinar um sín fulltrúastörf sem hún vill og sent Veru til birtingar. Rétt eins og þingkonur Kvennalistans gera ef þær vilja að starfa þeirra og hugðarefna sé að einhverju getið í dagblöðunum í bænum, og eiga þau blöð þó að heita fréttablöð þrátt fyrir flokksklafana sem þau eru bundin á. Það er ýmislegt fleira sem elta mætti ólar við í grein Guðrúnar eins og misskilning á borð við þann að Kvennalistinn sé ópóli- tískur og að Kvennalistakonur séu „komnar í áhrifastöður" út á það að vera konur. Kvennalistinn er ekki ópólitískur heldur ramm- kvennapólitískur og hefur ævin- lega verið, og Kvennalistakonur eru þar sem þær eru - ekki vegna þess að þær eru konur - heldur vegna þess að þær eru kvenna- pólitískar konur. Og hver var að tala um karla- vinnubrögð? Varla Guðrún Helgadóttir sem skrifar svo fag- urlega og af jafn miklu innsæi um störf Kvennalistakvenna og grein hennar ber vott um? Eða eigum við að nefna „vöðvaruddana með þriggjadagaskeggið“ sem Guð- rún telur okkur svo hugnanlega? Ég held varla, enda erfitt að sjá hvað þau ummæli hafa með stjórnmál að gera írekar en ann- að í grein Guðrúnar. Að lokum, þá finnst mér eins og ég hafi áður lesið svipaðan pistil eftir Guðrúnu Helgadóttur í Þjóðviljanum og að þá hafi það verið tillitsleysi hennar eigin flokkssystra sem angraði þing- manninn. Hart er í heimi, Guð- rlin Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingkona Kvennalistans Pilla fyrir bœði kynin Nýlega spunnust heilmiklar um- ræður í fjölmiðlum vegna þess að pilluframleiðandi útí heimi hafði fengið blaðamenn með sér til að kynna nýja pillu sem stærstu og merkustu nýjung sem gerð hafði verið ágetnaðarvarnarpillum um áratugi. Utan úr hinum stóra ber- ast hinsvegar f regnir af annarri pillu sem óneitanlega verður að teljasttil stórtíðinda, getnaðar- varnarpillafyrirbæði kynin. Bæði í Ástralíu og Bandarikj- unum keppast vísindamenn við að framleiða þessa pillu. í pill- unni verður hormónið inhibin sem myndast f eggjastokkum kvenna og eistum karla. Banda- ríkjamenn voru fyrri til að til- kynna um þessa pillu en þeir hafa framleitt inhibin úr eggjastokk- um svína en Ástralir hafa fram- leitt það úr eggjastokkum kúa. Nú er spumingin hvor verður fyrri til að framleiða inhibin úr mönnum því heilmiklir fjárhags- legir hagsmunir eru í veði, því sá sem verður fyrri til mun verða sér úti um einkarétt á uppgötvun- inni. Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantar fyrirfram Við hjá Hreyfli erum tilbúmr að flytja þig á Keflavikurflugvöll á réttum tima i mjúkri limosinu Málið er einfalt Þú hringir i sima 08 55 22 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima Við segjum þér hvenær billinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flyt|um þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hver farþegi borgar fast gjald Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldiö. Viö vekjum þig Ef brottfarartimi er að morgni þarftu að hafa samband við ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður Við getum séð um að vekja þig með góðum fyrirvara. ef þú óskar. Þegar brottfarartími er siðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl 10 00og 12:00samadag UREyRLL Ó85522 TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.