Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 14

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 14
Rœtt við Pétur Guðfinnsson, framkvœmda- stjóra sjónvarpsins, í tilefni tuttugu óra afmœlis Sjónvarpsins 30. september Pétur Guðfinnsson í návígi við upptökuvélarnar, skrifstofan er þó starfsvettvang ur hans. Sjónvarpið er dagblað Sjónvarpiö á 20 ára afmæli nk. þriðjudag, 30september og veröur þess afmælis m.a. minnst með dagskrá þá um kvöldið sem nefnist Gegnum tíðina. Verður í þeirri dagskrá brugðið upp brotum úr dagskrárefni Sjónvarpsins þessi 20 ár. Þá verður starfs- fólki bæði núverandi og fyrr- verandi boðið í afmæliskaffi síðdegis í sjónvarpshúsinu og um kvöldið er móttaka hjá menntamálaráðherraog lýkur kvöldinu svo ádansleik starfsmannafélagsins. Það var í janúar 1965 að fyrsti starfsmaður íslenska sjónvarps- ins var ráðinn. Það var Pétur Guðfinnsson, núverandi fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Hann var ráðinn til að vinna að undirbúningi íslenskrar sjón- varpsstöðvar og vann að því í eitt og hálft ár áður en útsendingar hófust. Þjóðviljinn leit við á skrif- stofu Péturs fyrr í vikunni og spjallaði við hann í tilefni þessara tímamóta í sögu Sjónvarpsins. Fyrirmyndin sótt til Norðurlandanna „Mitt fyrsta verk eftir að ég hafði verið ráðinn var að fara yfir greinargerð sjónvarpsnefndar, sem var skipuð útvarpsráðs- mönnum og í framhaldi af því að gera mér grein fyrir hvaða tækj- akostur þyrfti til að koma, hvern- ig húsnæði hentaði starfseminni og hversu fjölmennt starfslið þyrfti að vera við stofnunina. Þar sem engin þekking var á rekstri sjónvarpsstöðva hér á landi þurfti að sækja allar upplýsingar til út- landa og var einkum leitað til Norðurlandanna um þær. Vorið 1965 var svo auglýst eftir húsnæði fyrir sjónvarpið og bár- ust ein 40 tilboð. Niðurstaðan varð sú að Laugavegur 176 þótti henta best fyrir starfsemina og var önnur hæð hússins keypt af Bílasmiðjunni. Seinna voru efri hæðirnar keyptar af Sjóvá og tvær efstu hæðirnar af Hansa- verksmiðjunni. Húsakaupunum lauk svo með því að jarðhæðin var keypt fyrir innheimtu- deildina, auglýsingadeildina o.fl.“ Öll starfsemi undir eitt þak Hvenœr ersvo ráðgert að flytja í nýja útvarpshúsið? „Þangað er ráðgert að flytja síðía árs 1988 og þá er ætlunin að selja húseignina við Laugaveg. Það verða mikil viðbrigði fyrir starfsemina því þar verða tvö stú- díó sem eru bæði rúmbetri en það sem sjónvarpið notast við nú. Þá verður öll aðstaða fyrir leik- tjaldasmiði betri auk þess sem þar verða einnig rúmgóðar geymslur fyrir leikmuni. Þá er einnig mikil hagræðing af því að hafa alla starfsemi Ríkisútvarps- ins undir einu þaki.“ Hversu margir störfuðu við Sjónvarpið þegar það hóf útsend- ingar? „Það voru 35 manns sem hófu störf og þrátt fyrir að sjónvarpið hafi menntað menn fyrir einka- geirann þá hefur þó nokkur hóp- ur haldið tryggð við stofnunina. Af þeim 35 sem störfuðu hér í upphafi eru 12 manns hér ennþá við stofnunina. Starfsmönnum fjölgaði fljót- lega og eru nú um 125 manns í föstu starfi auk þess sem fjöldi manns er hér í hlutastarfi, þar má telja alla þýðendur Sjónvarpsins. Til að byrja með voru útsend- ingar eingöngu tvo daga í viku en fljótlega var útsendingadögum fjölgað í þrjá og svo í fjóra. Eftir eitt ár var farið að senda út sex daga og við það höfum við haldið okkur." Fimmtudagar notaðir í stórvirki „Voru það eingöngu peninga- sjónarmið sem réðu því að fimmtudagarnir voru hafðir sjón- varpslausir? Peningasjónamiðið spilaði þarna vissulega stórt hlutverk og gerir enn. Sjónvarpið ræður núna bara yfir einum stúdíósal og allar meiriháttar breytingar, upptökur og viðgerðir á því eru gerðar á fimmtudögum. Sama er að segja um júlílokunina. Júlímánuður var yfirleitt notaður til að ráðast í stórvirkar breytingar einsog þeg- ar tækjakostur hefur verið endur- nýjaður. Svo hefur komið í ljós að fólk hefur ekki verið óánægt með að hafa einn sjónvarps- lausan dag þó nú sj ái fyrir endann á því, þar sem Stöð tvö ætlar að senda út á fimmtudögum. Fyrstu ár sjónvarpsins tíðkaðist að fólk notaði þennan dag fyrir allskonar félagsstarfsemi. Það er ekki eins áberandi núna en eimir sjálfsagt eftir af því. Það eru ekki upp nein áform um að taka upp útsendingar á fimmtudögum því það kallar á aukinn mannskap og mikil út- gjöld. Ég teldi rétt að slík breyting á starfsemi sjónvarpsins færi fyrir Alþingi einsog þegar ákveðið var að hafa sjónvarpið opið í júlí. Þá yrði gert ráð fyrir útgjaldaaukningunni á fjár- lögum.“ Þéringar tíðkuðust Ef við snúum okkur aftur að upphafinu. Hvernig var dagskrá fyrsta útsendingarkvöldsins samansett? „Það var nú sitt lítið af hverju. Dagskráin hófst kl átta um kvöld- ið á ávarpi þáverandi útvarps- stjóra, Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Á eftir því var dagskrárliður sem kallaðist Blaðamannafundur. Þar sat Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra undir svörum hjá ritstjórunum Andrési Krist- jánssyni og Ólafi Hannibalssyni en Eiður Guðnason stjórnaði. Það er hætt við að áhorfendum þættu spurningar blaðamann- anna ekki mjög aðgangsharðar núna. Maður skynjar að það er allt annar tónn í blaðamennsk- unni í dag en þá. T.d. þéruðust menn í svona þáttum og sjón- varpið hélt töluvert lengi í þéring- arnar. Nei þetta þætti tæpast harðsoðin fréttamennska í dag. Á eftir Blaðamannafundinum var kvikmynd frá Grænlandi sem Ósvaldur Knudsen hafði gert um byggðir íslendinga til forna á Grænlandi. Þá las Halldór Lax- ness upp úr Paradísarheimt. Sa- vannatríóið flutti nokkur lög og síðan hóf fyrsti framhaldsmynda- flokkur sjónvarpsins göngu sína en það var Dýrlingurinn, með Roger Moore í aðalhlutverki. Dagskránni lauk svo á fréttaþætti með erlendum fréttum vikunn- ar.“ Reglulegir fréttatímar hafa semsagt ekki verið strax frá upp- hafi? „Nei, fyrstu vikunnar voru fréttaþættir en fljótlega komu þó reglulegir fréttatímar." Þegar Sjónvarpið hóf göngu sína var það í samkeppni við kanasjónvarpið og nú á tuttugu ára afmælinu er Stöð tvö að fara í samkeppni við Sjónvarpið. „Samkeppnin við kanann var ekki sambærileg við þá sam- keppni sem nú er að hefjast. Á meðan Sjónvarpið var með út- sendingar var nær ekkert horft á kanasjónvarpið. Hinsvegar var herinn með þrefaldan útsending- artíma á við íslenska sjónvarpið og var því talsvert horft á hann þegar útsendingar lágu niðri hjá okkur. Það sem var kananum hinsvegar í óhag var að útsend- ingarnar frá honum sáust aldrei almennilega í Reykjavík og en móttökugæðin frá íslenska sjón- varpinu voru miklu betri. Þá höfðum við það tromp á hendi að okkar efni var sniðið að íslensk- um aðstæðum, erlendir þættir voru textaðir eða með íslenskum þul og auk þess var töluvert um innlent efni, en íslenskir áhorf- endur hafa vitaskuld mestan áhuga á því. í þriðja lagi er bandaríska sjónvarpskerfið ann- að en það evrópska sem við not- uðum og kom það nokkuð niður á gæðum móttökunnar á amer- ísku útsendingunni en tæki sem hingað voru keypt voru yfirleitt gerð fyrir evrópska kerfið. Samkeppnin við Stöð tvö Samkeppnin sem nú blasir við er ekkert lík því sem var á fyrstu árum Sjónvarpsins en við erum óhrædd. Við munum fylgjast vel með framvindunni og hugsa okk- ar gang. Tilfærslan sem gerð var í dagskránni núna var löngu orðin tímabær en það var ákveðið sl. vor að færa barnaefni fram til kl. sex þar sem foreldrar höfðu kvartað töluvert undan því að börnin sætu fyrir framan sjón- varpið á matmálstímanum. Til að ekki myndaðist gat í dagskrána var svo ákveðið að færa fréttatí- mann til kl. hálf átta, en þegar við erum komnir í samkeppni er mikilvægt að ekki séu slík göt í dagskránni. Ákvörðunin um að færa frétt- atímann fram um hálftíma var þá ekki eingöngu gerð til að vera ekki með fréttirnar á eftir Stöð tvö? „Nei ekki eingöngu þótt auðvitað sé mikilvægt fyrir okkur að aðalfréttatímin sé eins vel staðsettur og hægt er hverju sinni með tilliti til samkeppninnar. Þessi tími var valinn þar sem við töldum ekki rétt að vera með fréttatíma kl. sjö, á sama tíma og útvarpið, þó sá tími hefði hentað okkur best.“ Auk þess að færa fram fréttirn- ar þá mun ætlunin að leggja meira í seinni fréttirnar. „Já, það er stefnt að því að hann verði ekki tómur upplestur heldur verði sýndar myndir með fréttunum. Það stendur jafnvel til að lengja tímann og hafa seinni fréttirnar ekki endilega í dag- skrárlok heldur sem fyrst upp úr tíu. Þá er betri aðstaða til að vera með nýjar fréttir í honum, ef eitthvað sérstakt hefur gerst um kvöldið. Hinsvegar er ekki ætlun- in að nota hann undir geymslu- fréttir, heldur verður aðaláhersl- an lögð á helstu fréttir fyrri frétt- atímans.“ Hvernig .er með hlutfall inn- lendrar dagskrárgerðar, hefur það aukist eða minnkað efmiðað er við fyrstu ár sjónvarpsins? „Hlutfallslega hefur það held- ur minnkað en hinsvegar aukist mælt í mínútum og klukkutím- um. Þó er hlutfallið misjafnt eftir árum. í ár kemur t.d. heimsmeistarakeppnin í Mexíkó inn í dæmið, en hún lengdi út- sendingatíma sjónvarpsins veru- lega, hlutfall innlendrar dag- skrárgerðar er því minna en ef um eðlilegt útsendingarár hefði verið að ræða. Að jafnaði er ís- lenskt dagskrárefni um þriðjung- ur af dagskránni.“ Litvœðingin var vítamínsprauta Hvað er framkvæmdastjóra Sjónvarpsins efst í huga á þessum tímamótum? „Það er marg sem kemur upp í hugann og erfitt að tíunda eitt frekar en annað. Litvæðingin er þó stærsta framfaraskrefið en Sjónvarpið fékk mikla vítamínsp- rautu við hana. Það var á baráttu- degi kvenna 1975 að sjónvarpið sendi fyrst út í lit af myndbandi, hinsvegar var það ekki fyrr en 1977 að við sendum út í lit úr eigin stúdíói. Annar atburður sem er mér of- arlega í huga var þegar handritin komu til íslands. Þá var sjónvarp- ið með sína fyrstu meiriháttar beinu útsendingu utan úr bæ. Það var af hafnarbakkanum. Mikið framfaraspor var stigið þegar Sjónvarpið komst í gerfihnattas- amband við umheiminn í byrjun árs 1982. Þá var farið að taka dag- lega á móti splunkunýjum heims- fréttum, auk þess sem kleyft varð að sjónvarpa beint ýmsum merk- um viðburðum víðsvegar úr heiminum. Stærsta framfarasporið fyrir utan litvæðinguna er vafalaust upptöku og útsendingabílinn sem við eignuðumst í vor en hann opnar marga möguleika fyrir sjónvarpið.“ Hvað er þá framundan? „Ég reikna með að sjónvarpið haldi þeirri dagskrárstefnu að reyna að efla íslenska hluta henn- ar frekar en að lengja dagskrána. Þá er mikilvægt að gæta þess að vera með aðlaðandi dagskrárefni fyrir allan þorra manna en varast þó að verslunarsjónarmiðin verði ein látin ráða ferðinni. Sjónvarp- ið er dagblað sem er ætlað að þjóna mjög fjölbreyttum neytendahóp og það gerist ekki öðruvísi en að dagskráin sé sem fjölbreyttust." -Sáf 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.