Þjóðviljinn - 28.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Blaðsíða 16
Skúll Thoroddsen hafði sigur þótt aldrei yrði hann sýslumaður. Þau eru mörg dómsmálin í gegnum tíðina sem efnt hefur verið til af pólitískum hvötum en trúlega hafa engin þeirra greipst jafn rækiiega í söguna eins og Skúlamálin í lok síð- ustu aldar. Sögusviðið í upp- hafi er Klofningsheiði þar sem fimm vestfirðingar leggja upp í afdrifaríkaförog áðuren lýkur höfðu allirvaldsmenn lands og þjóðar komið við sögu. Meira að segja kóngurinn í Kaupinhafn. Nú, tæpri öld síðar eru Skúla- mál sett á svið í leikhúsi þjóðar- innar og af því tilefni þykir rétt að rifja upp aðalatriði þessa um- fangsmikla máls og minna á það pólitíska samhengi sem mestu réð um framvindu þess. Maður finnst dauður Premur dögum fyrir jól vetur- inn 1891 lögðu fimm vestfirskir SJciZlamalin r^ifjuð Frá Klofningi til Kaupinhavn Valþór Mlöðversson tók saman sveinar upp frá Eyri við Önund- arfjörð og var förinni heitið að Stað í Súgandafirði. Tveir Eyrar- menn, þeir Salómon Jónsson og Sigurður Jóhannsson, kallaður skurður, urðu viðskila við hina þrjá þegar komið var upp á Klofningsfjall. Næsta kvöld kom Sigurður skurður einn til byggða og kvað hann Salómon hafa veikst skyndilega þar uppi á fjall- inu. Við leit fannst Salómon látinn, og spunnust þegar kvik- sögur um að Sigurður mundi hafa verið valdur að dauða hans. Málið kom strax til hins unga sýslumanns á ísafirði, Skúla Thoroddsen. Lét sýslumaður lækni framkvæma líkskoðun og hóf síðan yfirheyrslur í málinu sem lyktaði með því að Sigurður skurður var hnepptur í gæslu- varðhald. Hafði hann bandingj- ann með sér til ísafjarðar. Sigurður skurður var í haldi næstu sex vikurnar og meðgekk ekki að hafa orðið Salómon að bana. Varð Skúli á endanum að sleppa fanganum en hafði reynt ýmis ráð til að fá hann til að með- ganga verknaðinn. Var Sigurður skurður m.a. settur á vatn og brauð í tvígang og átti sú ráðstöf- un yfirvaldsins eftir að hafa af- drifaríkar afleiðingar í för með sér. Laura kemur vestur í Reykjavík sat um þessar mundir Magnús Stephensen, æðsti umboðsmaður danska valdsins og landshöfðingi. Hann hafði oft orðið fyrir aðkasti frá Skúla, sem hart deildi á stjórnarf- arið, athafnir landshöfðingja og undirgefni embættismanna gagnvart stjórmvöldum. Honum þótti Magnbús leggja sig lítt fram um að berjast fyrir hagsmunum íslendinga og lét þá skoðun sína oft í ljósi. Hér bar því vel í veiði fyrir Magnús Stephensen. Ákvað hann að koma höggi á Skúla og sendi í því skyni ungan mála- færslumann, Lárus H. Bjarnason vestur á ísafjörð til að rannsaka meint harðræði sýslumanns við Sigurð skurð. Á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1892 sigldi svo póstskipið Laura inn á Isa- fjarðarpoli og hafði lögfræðing- inn unga innanborðs. Hóf hann skörulega rannsókn án tafar og hafði áður en yfir lauk rannsakað alla embættisfærslu sýslumanns og fundið henni margt til foráttu. Hins vegar voru flestar ásakanir byggðar á hæpnum rökum eins og hinn ungi málafærslumaður átti eftir að reka sig illþyrmilega á. Stuðningur við Skúla Á næstu vikum vann Lárus vel að þvf verkefni sem honum hafði verið falið. Kallaði hann fjölda manna til vitnis og kom þá vel í Ijós hvaða fylgis Skúli Thorodd- sen naut vestra. Fóru ísfirðingar og héraðsmenn saman í flokkum og kváðust albúnir að verja sinn sýslumann ef á þyrfti að halda. Kom raunar til þess því eitt sinn sem oftar ætlaði Lárus að leggja bönd á Skúla en Theódóra kona hans gekk á milli og hefði notið fulltingis almennings ef í odda hefði skorist. Var oftsinnis gerð- ur aðsúgur að Lárusi og m. a. fest- ar upp á almannafæri tilkynning- ar um að hann hefði verið hýddur í votta viðurvist. Spunnust af þeim sögusögnum mikil mál og m.a. ortir kvæðabálkar þar sem lögfræðingurinn ungi var hafður að háði og spotti. Stökurnar hafa þó orðið lífseigari og orti sr. Sig- urður í Vigur þessa: Það er sorglegt syndagjald, sýnist fjúka í skjólin, að eiga rassskellt yfirvald á ísafirði um jólin. Vikið frá embœtti Prátt fyrir samstöðu heima- manna máttu þeir sín lítils gegn valdinu. Var Skúli sakaður um að hafa brotið fimm greinar hegn- ingarlaganna við yfirheyrslurnar yfir Sigurði skurði og með ráð- gjafabréfi 15. ágúst 1892 var sýslumanni vikið frá embætti um stundarsakir, eins og það hét í bréfinu. Skipaði landshöfðingi Lárus H. Bjarnason sýslumann og bæjarfógeta í stað Skúla og skiptust þeir á skjölum embættis- ins í byrjun september. Þegar það spurðist vestra, að stjórnin hefði vikið Skúla frá embætti, skoruðu ýmsir ísfirð- ingar á hann að gefa kost á sér til þingmennsku í sýslunni, en skammt var til kosninga. Eyfirð- ingar höfðu kosið Skúla á þing 1890 og hafði verið ætlun hans að bjóða sig þar fram á ný. En þenn- an stuðning heima fyrir ákvað hann að nýta sér og gaf því kost á sér. Var Skúli Thoroddsen kjör- inn 1. þingmaður ísafjarðarsýslu með miklum meirihluta atkvæða en vinur hans og félagi sr. Sigurð- ur Stefánsson í Vigur varð 2. þingmaður sýslunnar. Pólitísk barátta Þótt Skúli væri nú orðinn emb- ættislaus hafði hann margt fyrir stafni. Hann stýrði kaupfélagi heimamanna af röggsemi og gerði út skip í félagi við annan. Mestur tími hans fór þó í að sinna hinni pólitísku baráttu og gerðist hann brátt einn ritstjóri Þjóðvilj- ans unga, sem hann hafði um hríð gefið út með öðrum. Beitti hann Þjóðviljanum óspart fyrir sig og gerði atlögur að landshöfðingja- valdinu sem fyrr. Fór blaðið víða, innanlands sem utan, enda þótti landsmönnum þessi dæmalausa málssókn gegn Skúla fréttnæm í meira lagi. Grunntónninn í mál- flutningi Skúla var þó sem fyrr baráttan gegn landshöfðingja- valdinu og krafan um róttæka endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hinn nýi sýslumaður ísfirðinga hélt áfram málarekstri sínum og kom að því að hann dæmdi Skúla frá embætti 10. júlí 1893. Málið varð honum þó ekki útgjalda- laust því andúðin í hans garð fór hraðvaxandi. Messufall varð á fundum sýslunefnda sakir fá- mennis og kærur gegn hinum unga sýslumanni bárust hvaðan- æva að. 597 undirskriftir úr sýsl- unni bárust amtmanni þar sem þess er krafist að Lárus verði taf- arlaust leystur frá störfum. Skipaði alþingi sérstaka þing- neftid til að fjalla um mál Lárusar og samþykkti Alþingi á endanum tillögu um að leysa hann frá emb- ætti. Hrökklaðist Lárus brátt frá ísafirði og var veitt Snæfells- og Hnappadalssýsla og hörmuðu ís- firðingar lítt brottför hans. Enn kastaði Sr. Sigurður í Vigur fram stöku við það tækifæri: Heldur lifnar hugur minn, hölda fagnar skarinn, þegar hýddi höfðinginn héðan burt er farinn. Skúli sýknaður Eftir að undirréttur hafði dæmt Skúla Thoroddsen frá embætti ákvað Skúli að áfrýja málinu til landsyfirréttar. Þar var undirrétt- ardóminum að mestu hrundið og Skúli ekki talinn hafa brotið af sér í embætti. Hins vegar var hann dæmdur í 600 kr sekt fyrir „vanrækslu og yfirsjónir í emb- ættisrekstri“. Magnús Stephensen lands- höfðingi var ekki ánægður með þennan dóm og ákvað hann að skjóta málinu til hæstaréttar í Kaupmannahöfn. Gaf hann út stefnu þess efnis í janúarbyrjun 1894. Skúli mun hafa sætt sig við úrslitin í landsyfirrétti en Magnús talið vænlegra að skjóta málinu til hæstaréttar í þeirri von að hinn danski dómur tæki harðar á meintum yfirsjónum Skúla. Hon- um varð þó ekki að ósk sinni því ári síðar, eða 15. febrúar 1895 féll dómur hæstaréttar þar sem Skúli Thoroddsen var algerlega sýkn- aður af öllum ákærum. Landsins yngsti ómagi Það er til marks um stjórnar- farið á þessum tíma að þrátt fyrir að landshöfðingjanum mistækist að koma höggi á Skúla sýslumann Thoroddsen, neitaði hann að setja hann í embætti á ný. Nefnd sem Alþingi skipaði 1895 til að rannsaka Skúlamálið mótmælti harðlega ávirðingum landshöfð- ingja og taldi einsýnt að þær væru af pólitískum ástæðum. Magnús Stephensen lagði til að Skúli yrði ekki skipaður sýslumaður vestra heldur gefinn kostur á tekju- minna embætti sýslumanns í Rangárvallasýslu. Skúli neitaði því boði strax og kvaðst ekki láta setja sig niður sem hreppsómaga. Því varð að ráði að með kon- ungsbréfi 31. maí 1895 var lausn Skúla frá embætti endanlega staðfest og hann settur á eftir- laun, 36 ára gamall. Páll sýslu- maður Einarsson skrifaði Skúla vini sínum nokkru síðar og end- aði bréf sitt á þessum orðum: „Heilsaðu konunni og lifðu vel, þú landsins yngsti ómagi“. Atlagan mistókst Þrátt fyrir að Skúli Thorodd- sen yrði aldrei sýslumaður á ný, mistókst þessi atlaga landshöfð- ingjavaldsins á hendur honum. Peðið á þessu skákborði stjórnmálanna var Lárus H. Bjarnason. Það er til marks um réttláta embættisfærslu Skúla að þrátt fyrir ítarlega athugun hins færa lögfræðings á 8 ára sýslu- mannsferli hans komst dóms- valdið að þeirri niðurstöðu að honum hefði orðið á einn form- galli í embætti og hann svo lítil- fjörlegur að ekki væri hegnandi fýrir. Frá því vestfirðingarnir fimm lögðu á fjallið hafði nú mikið vatn til sjávar runnið. Af því ferðalagi spannst slíkur urmull málaferla að einstakt er í sögu þjóðarinnar. Þar komu við sögu sýslumaður, bæjarfógeti, amtmaður, landfó- geti, landritari, landshöfðingi, ráðuneytisstjóri, ráðgjafi og kon- ungur. Allir dómar fengu það til meðferðar og Alþingi eyddi drjúgum tíma til að fjalla um Skúlamál. Augu manna opnuðust Skúli Thoroddsen var sigur- vegarinn í þessum einstæðu dómsmálum. Hann hlaut sýknun dómsvaldsins og aðdáun alþýð- unnar. En þetta mál kostaði hann embætti sem hann hafði búið sig undir og mikinn tíma og starfs- krafta, sem ugglaust hefðu nýst til annarra betri verka. En það sem Skúli sjálfur taldi mikilvæg- ast var að málaferlin opnuðu augu manna fyrir hinu bága stjórnarfari og hleypti þeim kapp í kinn að krefjast úrbóta á stjórn- arháttum. Lýkur hér frásögn af Skúlamál- um. -v. . Lárus H. Bjarnason var hand- bendi landshöfðingja og peð á tafl- borði stjórnmálanna. .16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.