Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 17
Nafn vikunnar
Erfiðu
en
r
mánuður
Ég var að grínast með „hönd guðs“
og snerti boltann aldrei með
hendinni, segir Arnór Guðjohnsen
Þeir sem sau Dinamo Kiev og
sovéska landsliöiö leika listir
sínar í beinum sjónvarpsútsend-
ingum sl. vor, í Evrópu- og
heimsmeistarakeppni, gera sér
grein fyrir því hve stórkostlegt af-
rek það var aö ísland skyldi gera
jafntefli við Sovétríkin á miðviku-
dagskvöldið. Eftir tvö jafntefli við
tværaf bestu knattspyrnuþjóðum
heims, Frakkland og Sovétríkin,
er (sland í þeirri óvenjulegu stöðu
að vera efst í sínum riðli Evrópu-
keppni landsliða. ArnórGuðjohn-
sen, atvinnumaður með belgísku
meisturunum Anderlecht, lék
báða þessa leiki og það var hann
sem skoraði markið mikilvæga
gegn Sovétmönnum nú í vikunni.
Arnór hefur lengi þótt einn albesti
knattspyrnumaður (slands og
hefur oft yljað áhorfendum með
hraðasínum og leikni. Arnór
Guðjohnsen er vel að því kominn
aöveranafnvikunnar. Þjóðviljinn
sló á þráðinn til hans til Belgíu
kvöldið eftir leikinn..
- Hvernig líður þér núna þegar
mestu lœtin eru afstaðin?
„Það er stórkostleg tilfinning
að hafa tekið þátt í þessu. Þessi
mánuður hefur verið erfiður hjá
mér en mjög góður. Eftir lang-
varandi meiðsli er allt farið að
ganga í haginn á ný - ég er búinn
að skora í Evrópuleik og tveimur
deildaleikjum með Anderlecht,
gegn Sovétmönnum heima og tók
þátt í jafnteflisleiknum við Evr-
ópumeistara Frakka.“
- Markið þitt gegn Sovét-
mönnum hefur verið umdeilt -
margir segja að þú hafir lagt bolt-
ann fyrir þig með hendinni áður
en þú skoraðir.
„Boltinn fór aldrei í höndina á
mér og mér finnst leiðinlegt
hvernig Morgunblaðið sló því
upp. Ég var að grínast við þá eftir
leikinn afþví Rússarnir fullyrtu
að þetta hefði verið hendi, og
sagði þá að þetta hefði sjálfsagt
verið hönd guðs, svona einsog
hjá Maradona. Ég er bit á því að
Arnór Guðjohnsen gengur af leikvelli á miðvikudagskvöldið, ánægður með markið og stigið gegn Sovétmönnum. Mynd:
svona lagað sé tekið og það gert
að aðalmálinu í stað þess að ein-
beita sér að úrslitunum í leiknum
og hvað þau voru stórkostleg.
Myndin sem birtist af atvikinu
sannar og sýnir ekkert, boltann
ber í höndina á mér en snerti
hana aldrei.“
- ísland er í efsta sceti í 3. riðli.
Er hœgt að halda því sœti?
„Við verðum að líta raunsætt á
málið. Það eru búnir tveir heima-
leikir og við skulum ekki láta
okkur fara að dreyma neitt stórt.
Það er best að taka hvern leik
fyrir sig og reyna að halda áfram á
sömu braut. Okkur hefur tekist
að ná saman sterkasta landsliði
sem völ er á, Sigi Held þjálfari
hefur haldið vel utanum liðið og
fundið góða leikaðferð sem hent-
ar því vel. Hún hefur verið mjög
áhrifarík á mótherja okkar.“
- Er ekki erfitt að samhœfa leiki
með félagsliði og landsliði. Rekst
þetta ekki á?
„Félagið er ekki ánægt með að
maður fari en það er skyldugt til
að sleppa mér. Það er líka fullt af
landsliðsmönnum í liðinu, belg-
ískum og líka dönskum, sem
einnig þurfa sín frí. Það er metn-
aðarmál hjá flestum að leika með
landsliði sinnar þjóðar - ég er
mjög stoltur þegar ég er valinn og
kem í leiki þegar ég get. Þetta er
góð tilbreyting, það er visst stress
sem fylgir því að leika hérna í
Belgíu og það virkar einsog vít-
amínssprauta á mann að fara í
landsleiki. Andrúmsloftið er svo
allt öðruvísi, stemmningin heima
er alltaf góð og fólkið skemmti-
legt. Það fer um mann fiðringur
þegar landsleikur er í nánd.“
Arnór Guðjohnsen fær ekki
langan tíma til að jafna sig eftir
landsleikinn. Nú um helgina er
stórleikur í belgísku 1. deildinni,
við Club Brugge, og á þriðjudag
fer Anderlecht til Póllands og
leikur þar í Evrópukeppni
meistaraliða. Það er vonandi að
þessum skemmtilega knatt-
spyrnumanni gangi jafnvel í þeim
leikjum og öðrum til þessa í
haust. -VS
LEIÐARI
Auglýsingar í ríkis-
fjölmiðlum
Öll fjölmiðlun þjónar einhverjum tilgangi.
Á bakvið einkafjölmiðlun ertilgangurinn sá að
græða peninga annaðhvort á fjölmiðluninni
sjálfri (með því að selja afþreyingu, fréttir,
auglýsingar o.s.frv.) eða með því að nota fjöl-
miðilinn til að koma ákveðnu efni eða vöru á
markað, samanber efni sem kostað er af
ákveðnum aðila til að kynna framleiðslu sína og
heitirávondu máli „sponsorerað" efni. (Spons-
or merkir þá kostnaðarmaður). Að sjálfsögðu
má einnig flokka undir þetta þá einkafjölmiðla
sem notaðir eru til að koma á framfæri ákveðn-
um upplýsingum, skoðunum eða hugsjónum.
í grófum dráttum má segja að einkafjölmiðlar
skiptist I tvennt. Annars vegar eru þeir fjölmiðlar
sem eiga sér ekki annað markmið en að skapa
eigendum sínum gróða, og hins vegar eru þeir
fjölmiðlar sem reknir eru fyrst og fremst til að
halda fram einhverjum málstað, hugsjón eða
lífsstefnu eða kynna faglegar upplýsingar.
Ríkisfjölmiðlar eru af öðrum toga, en hlutverk
þeirra er meðal annars að fræða og skemmta
og ennfremur er tilvera þeirra öryggisatriði fyrir
þjóðina alla.
Það sama gildir um alla fjölmiðla, að það þarf
fjármagn til að reka þá. Einkafjölmiðlar sem eru
reknir fyrst og fremst vegna gróðans leggja að
sjálfsögðu höfuðáherslu á að ná sem mestri
útbreiðslu, og verða þar með fýsilegur kostur
fyrir auglýsendur, sem vilja ná til sem flestra
með einni auglýsingu. Einnig byggja slíkir fjöl-
miðlar á áskriftasölu og fleiri fjáröflunarleiðum.
Hugsjónafjölmiðlar byggja á svipuðum fjár-
öflunarleiðum og gróðafjölmiðlarnir, en þeir
byggja þó á traustum bakhjarli, þar sem eru
hugsjónahópar, sem vilja styrkja þá án þess að
hafa persónulegan ávinning I huga. Undir þetta
má einnig flokka upplýsingarit af ýmsu tagi,
málgögn stéttarfélaga og jafnvel fróðleiksrit um
nýjungar I ýmsum starfsgreinum. En rétt er að
takafram, að markalínurmilli hinnaýmsu einka-
fjölmiðla geta verið býsna óskýrar.
Ríkisfjölmiðlar hirða sínar tekjur annaðhvort
með afgjaldi á viðtækjum, afnotagjaldi, tollum á
tækjabúnaði eða með nefskatti. Auglýsingar
geta líka verið drjúgur þáttur I tekjum þeirra, ekki
síst hér á landi, þar sem ríkisfjölmiðlarnir hafa
bolmagn umfram aðra fjölmiðla til að dreifa efni
til allra landsmanna.
Þetta síðastnefnda þykir mörgum sem
standa I einkarekstri á fjölmiðlum súrt I brotið.
Þeir gefa sér þá forsendu að I krafti stærðarinn-
ar taki ríkisfjölmiðlarnir mikið til sín af auglýsing-
um. Að nokkru leyti er þetta rétt, en ekki má
gleyma því að stærstu fjölmiðlarnir eru ekki
alltaf bestu auglýsingamiðlarnir. Ýmsir smærri
fjölmiðlar eru miklu vænlegri til að ná til ákveð-
inna markhópa, sem auglýsendur vilja komast I
samband við, og auk þess vilja auglýsingar I
voldugum fjölmiðlum týnast í miklu flóði auglýs-
inga - eins og menn eru að sjá betur og betur.
Hér á landi eru auglýsingar leyfðar, en háðar
tiltölulega ströngum reglum og eftirliti.
Alvarlegasta skrefið sem stigið hefur verið
upp á síðkastið í auglýsingamálum ríkisfjölmiðla
er að skjóta auglýsingum inn I dagskrárliði.
Það er erfitt að finna haldbær rök gegn því að
leyfa auglýsingar I ríkisfjölmiðlum á Islandi - að
minnsta kosti ef maður ætlar að beita einhverj-
um rökum, sem byggja á lögmálum frjálsrar
samkeppni. Væri það ekki að hefta valfrelsi
auglýsenda að banna þeim aðgang að ríkisfjöl-
miðlunum?
Auglýsingamál ríkisfjölmiðlanna hér á landi
virðast vera I prýðilegu lagi. Að vísu þarf að
athuga vel að hámarka auglýsingatíma I dag-
skrá, svo að hlustendum sé ekki algerlega of-
boðið, og sömuleiðis þarf að losa okkur I eitt
skipti fyrir öll við þann ósið að rjúfa dagskrár
með auglýsingum.
En síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að
þeir peningar, sem ríkisfjölmiðlar hala inn með
auglýsingum séu notaðir til að efla innlenda
dagskrá - ekki hvað síst barnaefni, sem yfirleitt
virðist vera látið sitja á hakanum.
-Þrálnn
Sunnudagur 28. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17