Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 20

Þjóðviljinn - 28.09.1986, Page 20
Ættartengsl Katrínar Læknirinn og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Fjeldsted, beitti sér hat- rammlega fyrir því að eigend- ur Sprengisands við Reykja- nesbraut fengju að leggja innkeyrslu af brautinni að veitingastaðnum, Þetta knúði læknirinn ( gegnum kerfið þrátt fyrir mikla mótstöðu allra umferðarsérfræðinga borgar- innar. Katrín setti mjög ofan eftir að Þjóðviljinn upplýsti að hún er systkinabarn eins af aðaleigendum Sprengisands, Tomma margfrægs, eða Tómasar Tómassonar sem væntanlega réði stuðningi hennar í málinu. Nú er hins vegar komið í Ijós að tengsl Katrínar við Sprengisand eru mun sterkari en baragegnumTomma. Fyr- irtækið Bakhús hf á nefnilega Sprengisand. Og einn af hlut- höfum þess og aðalmaður er lögfræðingur að nafni Skúli Fjeldsted. Skúli er sonur Ág- ústar Fjeldsted sem er bróðir bæði föður Katrínar læknis og móður Tomma. Þannig að Katrín, Tommi og Skúli eru öll systkinabörn. Hagsmuna- tengslin eru því heldur betur augljós. I viðtali við HP sagði Katrín að hún hefð ekki notið neins fjárhagsstuðnings frá fænda sínum Tomma. Saman eiga þau hins vegar ásamt fleiri ættingjum fasteign, þriðju hæðina í Nýja Bíói í Reykja- vík. Og í prófkjörsslagnum leyfðu frændur hennar Katr- ínu lækni góðfúslega að gera eign fjölskyldunnar að bæki- stöðvum kosningabaráttunn- ar. En það heitir kannski ekki stuðningur á máli Reykjavík- uríhaldsins, sem hefur séð það svartara í þeim efnum. Þess má geta að meðal umferðarsérfræðinga borgar- innar ríkir mikil gremja út af afskiptum og ummælum Katr- ínar í málinu. Eftir að borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins höfðu saumað harkalega að Katrínu á síðasta borgar- stjórnarfundi varð lækninum það á að segja að rök umferð- arsérfræðinganna í málinu væru ómerk. í kjölfar þess mun ónefndur háttsettur sér- fræðingur (og svart íhald) hafa skotið því að Davíð Oddssyni að Katrín væri ber- sýnilega á rangri hillu. Fyrst hún hefði þvílíkt ógnarvit á umferðarmálum væri rétt og sjálfsagt að fá hana til að hætta störfum við heilsugæsl- ustöðina í Fossvogi og gera hana að yfirmanni umferð- ardeildar borgarinnar. Davíð mun ekki hafa brosað...B Karlrembuvígi að falla Gætið ykkar karlrembusvín allra flokka - sfðasta vígið er að falla. Samúel, blað karlrembunnar á (slandi virð- ist vera að láta af villu síns vegar. Allt bendir til að næsta tölublað verði nær eingöngu skrifað af konum úr hópi „free-lance“ blaðamanna. Þessar konur munu vera Elín Albertsdóttir, Rósa Guð- bjartsdóttir sem einnig starf- ar á Bylgjunni, Bryndís Krist- jánsdóttlr, sem auk skrifa í Samúel sér um Eldhúsið í Vikunni, og svo Margrét Haraldsdóttir sem unnið hef- ur á Alþýðublaðinu. Svo kyrfilega hafa þessar gal- vösku konur kveðið karl- pungana á Samúel í kútinn að þær munu nú næstum því vera búnar að koma því til leiðar að í næsta tölublaði verði ekki mynd af allsberri konu einsog vanalega, - heldur allsberum karli. EFÞÚÁTT SRARISKf RTEINI RÍKISSJÓÐS SEM ERINNLEYSANLEGT 1. OKTÓBER ÞVI RIKISSJOÐUR BÝÐUR ÞÉR NY SKÍRTEINI MED 6.5% ÁRSVOXTUM UMFRAM VERÐTRYGGINGU OG ADEINS TIL TVEGGJA ÁRA Þú skalt hugsa þig um tvisvar áður en þú fellur fyrir einhverjum þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig. t*að er þinn hagur að ríkissjóður ávaxti peningana þína áfram - í formi nýs skírteinis; ávöxtunin er góð og skírteinin eru laus eftir rétt rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10. janúar 1989). En það segir ekki aila söguna. f*ótt sumir bjóði álitlegri vexti en ríkissjóður eru spariskírteinin engu að síður um margt betri kostur. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun, þau eru eign- arskattsfrjáls (eignarskattur er nú 1,2% á ári) og þau eru öruggasta fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir engin áhætta. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS GOH FÓLK / SÍA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.