Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 2
—SPURNINGIN- Hvemig líst þér á 600 milljóna orkuskattinn sem á aö leggja á um næstu áramót? Sigurður Hafsteinsson, sjómaður: Mér líst engan veginn á hann. Það er alls ekki nógu gott að hækka bensín- verðið aftur, og olíuverðshækkun kemur illa niður á útgérð og sjó- mönnum. Gunnar Bjarnason, húsasmiður: Ég er ekki hrifinn af honum. Ég á 2 bíla þannig að bensínverðshækkun þýðir umtalsverðan kostnað fyrir mig. En ef eitthvað kemur á móti þessari skattheimtu, til dæmis breytt skatt- þrep þá má skoða það. Bílanotkun er ekki munaður í dag, og þetta er neysluskattur sem dregur úr keyrsl- unni. Það er þó erfitt að keyra minna, maður verður að komast til og frá vinnu. Þorbjörg Eðvarðsdóttir, hárgreiðslunemi: Mér líst ekki vel á hann. Ég nota bíl mjög mikið og ek langar leiðir þannig að bensínhækkun verður dýr fyrir mig. Jóhannes Guðmundsson, lögreglumaður: Ef þessi skattur nær að bjarga ein- hverju fyrir þjóðarbúið þá finnst mér í lagi að leggja hann á. Það er verst að þetta fer alveg hrikalega með útgerð- ina. Bensínverðið fer í sama farið og áður, en ég treysti ríkisstjórninni al- veg til þess að ráðstafa þessu fé á öruggan hátt. Kristín Konráðsdóttir, afgreiðslustúlka: Ég nota bíl talsvert og er ekki hrifin af því ef það á að hækka bensínverðið. Ég vil frekar sjá sjálf um að ráðstafa peningunum, heldur en að láta ríkis- stjórnina taka þá í skatta. _____________FRÉTT1R__________ Húsnœðisstofnun Greiðsluerfiðleika- lánum hætt Framlagið uppurið. Búið að veita yfir 2000 erfiðleikalán á þessu ári. Vandinn virðist ekkert minnka hjá fólki Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt að taka ekki lengur við umsóknum um lán vegna greiðsluerfiðleika húsbyggjenda eða kaupenda þar sem það fjár- magn er á þrotum sem ætlað var til aðstoðar þessum aðOum. Hlut- verki Ráðgjafarstöðvar Húsnæð- isstofnunar hefur því verið breytt þannig að hér eftir á að kanna allar Ijárfestingar- og greiðsluá- ætlanir sem berast með lánaum- sóknum. Frá því að byrjað var að taka við umsóknum um lán vegna greiðsluerfiðleika í ársbyrjun sl. hafa ráðgjafarstöðinni borist 2.206 lánsumsóknir og þar af hafa 2.046 umsóknir verið afgreiddar. Veitt hafa verið lán út á 1.767 íbúðir að upphæð tæpar 500 milj- ónir og er meðallánið rúmar 280 þús. kr. 279 umsóknum hefur verið hafnað en eftir á að afgreiða 160 umsóknir. í fréttatilkynningu frá Hús- næðisstofnun segir að það veki athygli að mikill fjöldi þeirra sem sótt hafa um lán vegna greiðslu- erfiðleika hófu íbúðarbyggingu eða sömdu um íbúðarkaup eftir að mesta misgengistímanum lauk um áramótin 1984. Þannig hafi nær helmingur umsækjenda um greiðsluerfiðleikana á þessu ári keypt eða byggt íbúð á síðustu 3 árum. Af þessu er ljóst að vandi íbúðarkaupenda er víða engu minni en áður fyrr. Þessir bráðhressu krakkar eru úr Æfinga- og Kennaraskólanum, í sjö og átta er Össur Skarphéðinsson ritstjóri sem reynir sig við atkvæði framtíðarinnar. ára bekk. Þau komu í heimsókn til okkar í fyrradag að skoða Þjóðviljann og hér Mynd E.ÓI. Leiðtogafundurinn Ekki í vísitöluna Verðlagsstofnun: Verðhækkanirsem urðu meðan á fundinum stóð ólíklegar til þess að hafa áhrifá framfœrsluvísitöluna Leiðtogafundurinn Talstöðvum stolið Aðfaranótt sl. miðvikudags 15. okt. var stolið 12 Motorola hand- talstöðvum úr flugskýli nr. 1 á Reykjavíkurflugvelli. Hér er um að ræða mjög dýrar talstöðvar, en þær eru í eigu NBC News frétt- astofunnar, sem hafði aðsetur í áðurnefndu flugskýli meðan leiðtogafundurinn fór fram. NBC News fréttastofan heitir góðum fundarlaunum til handa þeim er getur gefið upplýsingar sem að gagni mega koma til að málið upplýsist og að þeir endur- heimti talstöðvarnar. Einnig voru teknar nokkrar vararaf- hlöður. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar hafi samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins í síma 44000. ■ Samskonar stöð og stolið var á Reykjavíkurflugvelli. Ég get nánast fullyrt að ef það hafa átt sér stað einhverjar verð- hækkanir á meðan á leiðtoga- fundinum stóð, þá munu þær ekki koma fram í framfærsiuvísi- tölunni, sagði Guðmundur Sig- urðsson yfirviðskiptafræðingur Verðlagsstofnunar vegna um- mæla Steingríms Hermannssonar í útvarpinu í fyrradag þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af því að svo gæti orðið. Guðmundur sagði að ekki hefði verið gerð nein úttekt á því hvort verðlag hafi hækkað meðan á fundinum stóð, en slík úttekt verði gerð um næstu mánaðamót að venju. Sagði Guðmundur að einu hækkanirnar sem þeir hafi orðið varir við væru breytingar hótelanna frá vetrarverði í sumarverð, en vetrarverðið væri nú komið á aftur. -K.Ól. >2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.