Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 8
Jónas tekur lagið á vísnavinakvöldinu á Hótel Borg. Með honum á myndinni eru þeir Halldór Kristinsson og Troels Bendtsen, sem báðir voru I söngtrfóinu „Þrjú á palli". Ljósm. RÁA. Vísnavinir Til söngs og skemmtunar Vísur og kvœði Jónasar Arnasonar komin út á bók Bókaforlagið Imbusteinn hef- ur sent frá sér glæsilega út- gáfu á vísum og kvæðum Jón- asar Árnasonar ásamt til- heyrandi nótum. Bókin, sem heitirTil söngs, erlistilega myndskreytt af myndlistar- mönnunum Atla Má, Hring Jó- hannessyni, Kjartani Guð- jónssyni, TryggvaÓlafssyni, Eiríki Smith, Jóhannesi Jó- hannessyni, Steinþóri Sig- urðssyni og Valtý Péturssyni. í tilefni útkomu bókarinnar var Jónas sérstakur gestur Vísnavina á Hótel Borg í vikunni, þar sem saman voru komnir margir þeir tónlistarmenn sem átt hafa þátt í aö gera söngtexta Jónasar þjóð- kunna, þar á meðal þeir Troels Bendtsen, Halldór Kristinsson og Helgi Einarsson úr söng- flokknum „Þrjú á palli“. Edda Þórarinsdótir, sem var ómissandi þáttur í söngtríóinu, var hins veg- „En þótt hún syngi bara dirrindí, fannst mér vera þónokkurt vit í því". Mynd- skreyting Eiríks Smith við alkunnan texta Jónasar. ar fjarri góðu gamni þar sem hún dvelur nú erlendis. Á Borginni var sungið af hjartans lyst, en Jónasar sagðist sakna þess tíma þegar þau „Þrjú á palli“ voru stöðugt að panta nýja texta, því eftir að tríóið hætti hefði hann sáralítið ort. Meðal annarra gesta á vísnakvöldinu voru flestir þeir myndlistarmenn, sem mynd- skreytt hafa bókina. Jónas var útnefndur heiðurs- félagi félagsins Vísnavinir, og er hann þriðji félaginn sem verður þess heiðurs aðnjótandi. Hinir voru þeir Ási í Bæ og Ásgeir Ingvason. Af því tilefni lét Jónas þess getið að hann væri líka heiðursborgari í Oklahoma í Bandaríkjunum, en þá viður- kenningu hlaut hann af alkunnri rausnarsemi Bandaríkjamanna þegar hann sótti þar þing Al- þjóða leikhúsráðsins. Söngtextar Jónasar eru flestir ortir við erlend þjóðlög, og er sjaldnast um nákvæma þýðingu að ræða, heldur er textinn oftast ortur upp úr íslenskri reynslu höf- undar með þeim hætti að lögin eru flestum íslendingum orðin töm sem alíslensk væru. Vísna- bókin Til söngs er 125 síður í stóru broti. Hún hefur að geyma 64 söngtexta með nótum og myndskreytingum. ólg. Kvikmyndir Stella í orlofi Frumsýnd í Austurbæjarbíói í dag Islenska gamanmyndin Stella í orlofi verður frumsýnd í Austur- bæjarbíói í Reykjavík og í Félags- blói í Keflavík iaugardaginn 18. október. Stella í orlofi gerist í Reykjavík og nágrenni sumarið 1986. Stella er venjuleg húsmóðir og á 3 börn með manni sínum Georg sem rekur ullarfyrirtæki í borginni. Til sögunnar kemur Salomon Gustavson, sænskur meðalróni, sem leitar til íslands til að fá lækningu á drykkjuvandamáli sínu. Þegar hann er stiginn á ís- lenska grund, verður hann fyrir því láni að hitta Stellu og fyrir misskilning lendir hann með henni og börnum hennar í orlofi. Ekki er þetta orlof af rólegra tag- inu hjá Svía greyinu, því á hann herjar íslenskt nútímalíf í allri sinni nekt: Læjónsklúburinn Kiddi, bannaður bjór, túristaok- ur til sveita, laxeldi, framhjáhald, afvötnunaræði og aðrir aðskota- hlutir, sem ekki verða tíundaðir hér. En Stella R. Löve gerir allt hvað hún getur til að gera honum lífið sem áfallalausast og ánægju- legast, hvort sem henni tekst það eða ekki. Um það verða áhorf- endur að dæma... í myndinni koma fram allir helstu gamanleikarar landsins, svo sem Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Gestur Einar Jónasson, Gísli Rúnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Eggert Þorleifsson, Bessi Bjarna- son, Ása Hlín Svavarsdóttir og margir fleiri. Framleiðandi myndarinnar er Kvikmyndafé- lagið Umbi sf. Handrit gerði Guðný Hall- dórsdóttir, kvikmyndatöku ann- aðist Jan Pehrson frá Svíþjóð, hljóð nam Martien Coucke frá Belgíu og Kristín Pálsdóttir klippti myndina. Leikmynd gerði Halldór Þorgeirsson, tónlist Val- geir Guðjónsson, framkvæmda- stjóri var Ingibjörg Briem og leikstjóri að Stellu í oriofi var Þórhildur Þorleifsdóttir. Þórhallur Sigurðsson og Edda Björgvinsdóttir í hlutverkum Salomons Gustav- son og Stellu R. Löve. 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. október 1986 ---MENNINGAR---------- MOLAR Leo Smith Hljómplötuútgáfan Gramm hefur gefið út plötu með banda- ríska trompetleikaranum Leo Smith í samvinnu við bandaríska útgáfufyrirtækið Kabell. Platan ber nafnið „Human rights" og verður henni dreift á markað í Evrópu og Bandaríkjunum. Leo Smith var valinn athyglisverðasti trompetleikari ársins árið 1980 af jazztímaritinu Down Beat. Tón- listin á nýju plötunni er undir áhrifum frá fönk- og blús-tónlist, en verkin eru öll frumsamin. Hljómplatan er tileinkuð mann- réttindabaráttu í S-Afríku, sem endurspeglast í söngtextum. Meðal hljóðfæraleikara er gítarl- eikarinn Stanya (Þorsteinn Magnússon). Egg-leikhúsið er nýkomið heim frá leiklistar- hátíðinni í Dublin, þar sem það sýndi einleik Viðars Eggerts- sonar „Nor I... but...“ 70 sinnum fyrir jafn marga áhorfendur og leikrit Árna Ibsens „Skjaldbakan kemst þangað líka" 11 sinnum. Vöktu sýningarnar athygli og hlutu mjög góða dóma gagnrýnenda. í ferð Egg- leikhússins voru Viðar Eggerts- son leikari, Árni Ibsen höfundur og leikstjóri, Gerla leikmynda- og búningahönnuður, Árni Bald- vinsson Ijósahönnuður og Mar- grét Guttormsdóttir tæknimaður. Egg-leikhúsið heldur nú senn á leiklistarhátíð í Kaupmannahöfn, sem haldin verður 22.-26. okt. nk., en íslenski dansflokkurinn mun einnig taka þátt í hátíðinni. Þar mun Egg-leikhúsið sýna Skjaldbökuna tvisvar. Flugleiðir og Norræni menningarsjóðurinn hafa styrkt ferðina. Selma Kaldalóns Út er komin hljómplata með 24 sönglögum eftir Selmu Kalda- lóns. Selma er fædd árið 1919, dóttir hjónanna Margrethe og Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds. Áður hefur Fálkinn gefið út plötu með 12 lögum Selmu og 10 lögum föður hennar og árið 1983 gaf Selma út 27 sönglög á nótum, sem hún til- einkaði foreldrum sínum. Selma lést af slysförum í desember 1984 og er þessi plata gefin út af Jóni Gunnlaugssyni eiginmanni hennar og niðjum þeirra hjóna. Á plötunni koma fram fjöldi kunnra listamanna. Þeir eru: Kristinn Sigmundsson, Elísabet F. Eiríks- dóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, GuðrúnTómas- dóttir og undirleikararnir Ólafur Vignir Albertsson og Jónas Ingi- mundarson. Gangleri Tímaritið Gangleri, síðara hefti 60. árgangs, er komið út. Það flytur greinar um andleg og heimspekileg mál og alls eru 17 greinar í þessu hefti, auk smáefn- is. Meðal efnis má nefna minn- ingargrein um J. Krishnamurti, kafla úr bókinni „Zenhugur, hug- ur byrjandans", viðtal um áhrif lita og grein um uppiifun fósturs. Þá er fyrri grein af tveimur um Atlantis og Sigvaldi Hjálmarsson skrifar um kyrrð. Gangleri er ávallt 96 blaðsíður og kemur út tvisvar á ári. Áskriftargjald er.kr. 500. Sími 39573. v

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.