Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 18.10.1986, Síða 16
UODVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Leðjuslagurinn Eykon slettir duglega Albertmeð 11 metra. Ragnhildur frammúr Rúnari. María aftar á merinni. SlakihjáÁs- geiri. Samtals 82,65 dálk- metrar Eyjólfur Konráð er maður gær- dagsins í leðjuslag Þjóðviljans þar sem frambjóðendur Sjáif- stæðisflokksins keppa um myndarleg sigurlaun: mynd af sér, fjölskyldu sinni og hundi í ÞjóðvUJanum eftir helgi. Eykon stökk úr níunda sæti í það fjórða með tveimur glæsilegum heilsíð- um I Mogga og DV, sem sameigin- lega taka þátt sem keppnisvöllur. Albert heldur enn forystu sinni þrátt fyrir góðar tUraunir hjá Bessí. Enn deila keppendurnir um fyrirk'omulag og stigagjöf, og hafa þær deilur orðið svo háværar að Staksteinar Morgunblaðsins hafa skorist í leikinn. Þar segir að ýmsir annmarkar hafi komið í ljós við leðjuslag Þjóðviljans: „Að því hlýtur að koma, fyrr en síðar, að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, jafnvel stokkað upp.“ Sem fyrr eru háværastar raddir keppenda sem auglýsa á Bylgj- unni og krefjast stiga fyrir það. Esther, Sólveig, Vilhjálmur og Bessí munu hafa auglýst þar fyrir um 120 þúsund samtals. Þá eru mikil vandkvæði á að skipta milli keppenda stigum fyrir heilsíðu- auglýsingu á miðopnu Mogga í gær, þar sem birt er sjónvarpsá- varp Mikaíl Gorbatsjof til áhang- enda. Bessíarmenn telja þetta sér til tekna, en Geirsmenn segja að flokkskerfið sé sviplíkt í hvorri Keflavíkinni sem róið er og vilja bæta Gorbatsjofsíðunum við Haarde-stigin. Ragga ráðherra bætti ráð sitt nokkuð í gær, skaust úr neðsta sætinu í tólfta, og Friðrk sópaði Rúnari flugstjóra til hliðar. Mar- ía er að dragast aftur úr og verður að herða sig verulega í dag, og sama má segja um Ásgeir kjöt- verslunarmann. Listi dagsins er svona: 1(1) Albert 1101 dsm 2 ( 2) Bessí 940 dsm 3(4)Guðm.H. 835 dsm 4 ( 9) Ey. Kon. 779 dsm 5 ( 3) Ásgeir H. 720 dsm 6 ( 8) B. Isleifur 635 dsm 7 ( 5) Sólveig 631 dsm 8( 7)JónH. 574 dsm 9 ( 6) María 488 dsm 10(10) Vilhjálmur 362 dsm 11 (12) Geir 345 dsm 12(15) Ragnhildur 289 dsm 13(11)Esther 200 dsm 14(14) Friðrik 200 dsm 15(13) Rúnar 166 dsm Samtals eru keppendur búnir að auglýsa í 82,65 dálkmetrum (um 42 síður í dagblaði), og bætt- ust í gær við heilir 20,2 metrar, enda birtar 18 auglýsingar, þaraf fjórar heilsíður. Moggi og DV veita þá aðstoð að slá 30% af verði, og borga keppendur 231 krónu fyrir dálksentímetrann. Fylgist með í Þjóðviljanum. Stígur Bessí frammúr á loka- sprettinum? Hvar endar Eykon? Hvernig endar einvígi Ragnhild- ar og Rúnars flugstjóra? Ná þau 100 metrunum? Hver fær mynd af sér og hundinum í Þjóðviljan- um? -m Síldarverð Lækkar um 20% Verðlagsnefnd sjávarútvegsins ákvað að lækka síldarverð að meðal- taliyfir20%. Óskar Vigfússon: Þýðir 42% kjaraskerðingu fyrir síld- arseljendur Allt er nú í óvissu með hvort takist að selja Sovétmönnum salt- sfld og hefur viðræðum um frek- ari kaup verið slitið eins og fram kom í Þjóðviljanum í gær. Is- lenska samninganefndin hafnaði tilboði frá Sovétmönnum, sem var 46% lægra en það verð sem samið var um I fyrra. Þá ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins i gær að lækka hráefnis- verð á sfld að meðaltali yfir 20%. Ákvörðunin var tekin gegn at- kvæði fulltrúa síldarseljenda, Óskari Vigfússyni. Mótmæli hans voru byggð á því að lækkunin hefði þær afleiðingar að síldarsjó- menn myndu ekki ná hlut úr afla sínum og að sfldarsjómenn standa frammi fyrir 42% kjara- skerðingu miðað við síðasta ár á meðan almenn laun í landinu hafa hækkað um 21%. Kanadamenn og Norðmenn sem hafa getað selt Sovét- mönnum síld að undanfömu á afar hagstæðu verði, en að sögn Gunnar Flóvenz hjá Sfldarút- vegsnefnd er þetta hagstæða verð til komið vegna gífurlegra ríkis- styrkja, sem hefðu farið hækk- andi þrátt fyrir að öðru hefði ver- ið haldið fram. Núna er sfldarvertíðin að hefj- ast og var ætlunin að salta meginhluta aflans eins og verið hefur undanfarin ár. Um 70% hefur farið í salt en afgangurinn í frystingu. Svo til öll saltsfldin hef- ur verið seld til Sovétríkjanna, enda hefur salan þangað vaxið úr 20.000 tunnum í 200.000 tunnur sfðasta áratuginn. Norðmenn bræða meginhlut- ann af sínum síldarafla, eða 63% á síðasta ári en salta einungis um 5% aflans. Hefur salan til Sovét- ríkjanna undanfarin ár bjargað aflanum frá því að lenda í bræðslu, en þar fæst aðeins brot af því verði sem fengist hefur fyrir saltsíldina. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra hefur lýst því yfir að hann telji eðlilegt að tengja saman samninga um kaup á olíu og sölu á sfld til Sovétríkjanna. Fram- kvæmdastjóri LÍU hefur haft uppi svipaðar yfirlýsingar. Ráðu- neytisstjóri viðskiptaráðuneytis- ins er farinn utan til Moskvu og forstjórar olíufélaganna fara þangað í dag. Viðræður um kaup á olíu hefjast á mánudag og má búast við að viðræður um kaup á síld hefjist ekki fyrr en línur skýrast um olíukaupin. -v./K.ÓI. Blaðaprent Stefnt á Lyngháls Viðrœður hafnar við byggingarverktaka um nýtt húsnœðifyrir Blaða- prent í iðnaðarhverfinu neðan Árbœjar Stjórn Blaðaprents hefur ákveðið að hefja viðræður við Árna Jóhannesson bygginga- meistara um kaup á húsi sem í smíðum er við Lyngháls, milli Ár- bæjarhverfls og Vesturlandsveg- ar. Til stendur að kaupa nýja prentvél og er Ijóst að núverandi húsnæði prentsmiðjunnar við Síðumúlann hýsir hana illa. Eigendur Blaðaprents eru Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðu- blaðið, og auk þessara blaða eru þar prentaður Helgarpósturinn og fjöldi annarra minni blaða. Fyrirtækið var stofnað 1972 og var framanaf ævi í fararbroddi í penttækni. Þar voru blöðin sett' og brotin um þangað til Vísir hljóp úr samstarfinu, og hafa blöðin síðan rekið eigin prent- smiðjur til setningar og umbrots, og húsnæðið við Síðumúla nýst illa. Gangi samningar, bygging og pressukaup eftir áætlun má búast við að Blaðaprent setjist að á Lynghálsi síðla næsta árs. Á Tímanum og Alþýðublaðinu eru uppi hugmyndir um að flytja ritstjómarskrifstofurnar með prentsmiðjunni í Lyngháls, og slíkar hugmyndir hafa einnig ver- ið ræddar í stjóm Þjóðviljans en engin ákvörðun tekin enn. -m versluninni Heimilistækjum í gær var allt iðandi af fólki með gallaða kapla í höndunum. Ljósm.: Sig. Stöð 2 Afmglaramir ónothæfir Um 1500-2000 kaupendur á afruglurumfengu gallaða kapla með tœkjunum Um 1500-2000 kaupenda á af- ruglurum fengu gallaða kapla í hendurnar þegar þeir keyptu af- ruglara og er þar komin skýring á þeim erfíðleikum sem þessir áskrifendur Stöðvar 2 hafa átt við að ná fram ótruflaðri mynd á tækjum sínum. Kaplarnir, sem eru notaðir til þess að tengja saman þau tvö tæki sem afruglarinn er samansettur úr, hafa verið kallaðir inní versl- unina Heimilistæki aftur í skiptum fyrir ógallaða kapla. Mjög annasamt hefur verið hjá tæknimönnum Heimilistækja síð- ustu daga, en þeir hafa verið að vinna langt frammá kvöld við að aðstoða fólk við að tengja tækin sem náðu ekki að afrugla mynd- ina vegna gallaðra kapla. Um 3000 pantanir á afruglur- um hafa verið afgreiddar en sam- tals um 5000 manns hafa lagt inn pantanir. -K.ÓI. Slys 2 Norðmenn slasast illa Tveir skipverjar á norska flutningaskipinu Tinnes slösuðust illa þegar hnútur kom á skipið í 10 vindstigum og ólgusjó 100 milum S-A af Vestmannaeyjum í gær. Slysavarnafétagið hafði umsjón með að bjarga mönnunum á sjúkrahús í Reykjavík og var þyrla bandaríska hersins fengin til starfans. Að sögn Jóhannesar Briem hjá Slysavarnafélaginu voru menn- irnir báðir brotnir, annar á hand- legg og hinn rifbeinsbrotinn og báðir höfðu skaddast á baki. Annar mjög alvarlega.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.