Þjóðviljinn - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.11.1986, Blaðsíða 2
"SPURNINGIN" Finnst þér að fækka megi bönkum á ís- landi? Pétur Maack Pétursson, sendibílstjóri: Alveg tvímælalaust. Útvegs- bankann ætti aö sameina hinum ríkisbönkunum en ekki hlutafjár- bönkunum. Það er engin ástæða til þess að þeir taki á sig tapið. Bryndís Sigurðardóttir. afgreiðslustúlka: Mér finnst bankarnir ofboðslega margir, en samt virðist alltaf vera svo mikið að gera í þeim. En ég held að það hljóti að verða að fara að sameina eitthvað af þess- um bönkum t.d. Útvegsbankann einhverjum öðrum. Jóhanna Jóhannesdóttir, afgreiðslustúlka: Mér finnst sjálfsagt að fækka bönkum á (slandi. I þessu sam- bandi finnst mér að þaö ætti að sameina Útvegsbankann hinum ríkisbönkunum. Jón Kjartansson, leigubílstjóri: Já mér finnst allt of margir bankar á íslandi. Þetta er eins og með kirkjurnar. Jófríður Björnsdóttir, húsmóðir: Já þeir eru alltof margir og það mætti byrja á því að sameina Út- vegsbankann hinum ríkisbönk- unum. FRÉTTIR Söluskattskilin 20 miljónir afskrífaðar Vestmannaeyjar eina umdœmið sem ekki afskrifaði söluskatt sl. 3 ár estmannaeyingar virðast vera ber meðan önnur skattum- verðarfjárhæðiráárunum 1983, greiða sinn söiuskatt eins og dæmi landsins hafa afskrifað tals- 1984, 1985 og fram til 6. nóvem- ber 1986. Engar afskriftir á óinn- heimtanlegum eftirstöðvum söiu- skatts voru í Vestmannaeyjum á þessu tímabili, en í fyrra voru af- skrifaðar yfir 20 miljónir króna á landinu öllu. Á árinu 1983 voru afskrifaðar 4,6 miljónir, að magninu til í Reykjavík eða 3,5 miljónir króna. Á árinu 1984 námu af- skriftir 4,2 miljónum, en þá var ekkert afskrifað í Reykjavík. Skattumdæmi Reykjaness af- skrifaði þá 2,4 miljónir króna og Austurlands tæplega miljón, en önnur umdæmi minna. í fyrra námu afskriftir sem fyrr segir ríf- lega 20 miljónum króna. Hæstar voru þær í Reykjavík 8,1 miljón og 7,3 í Reykjanesi, og 2,7 í Norðurlandi eystra. Á þessu ári hafa Austfirðingar afskrifað 300 þúsund og Norðurland vestra 500 þúsund krónur en önnur skatt- umdæmi ekkert ennþá. Þessar upplýsingar koma fram í svari f j ármálaráðherra við fyrir- spurn frá Jóhönnu Sigurðardótt- ur um söluskattskil. -ÁI Margrét Bjömsdóttir endurmenntunarstjóri H.l. og Magnús Pétursson hagsýslustjóri: Fjárlaga- og hagsýslustofnun og endurmenntunardeild H.l. munu sjá um framkvæmd fræðslunnar í sameiningu. Stjórnsýslufrœðsla Kennt á ríkiskerfið Stjórnsýslufrœðsla ríkisins stofnuð. Magnús Pétursson fjárlaga- og hagsýslustjóri: Fullþörfáþvíaðfræða ríkisstarfsmenn um kerfið ogstarfsemiþess að sem við erum að fara af r stað með er vísir að skóla fyrir rflrisstarfsmenn, svonefnd Stjórnsýslufræðsla rflrisins,“ sagði Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Háskólans i samtali við blaðið að loknum fundi með um 50 stjórnendum ýmissa ríkisstofnana um stefnu í starfsmannamálum og fræðslu fyrir rflrisstarfsmenn. Á fundinum sem var haldinn af Fjárlaga-og hagsýslustofnun,var kynnt rit stofnunarinnar um stefnu ríkisins í starfsmannamál- um og sú ákvörðun að stofna til sérstakrar fræðslu fyrir ríkis- starfsmenn um stjómkerfið. „Það er of mikið að segja að þetta marki breytta stefnu í starfsmannamálum, en gerð þessa rits og stofnsetning Stjórnsýslufræðslunnar beinist þó hvorttveggja markvisst í þá átt,“ sagði Magnús Pétursson for- stjóri Fjárlaga-og hagsýslusstofn- unar í samtali við blaðið. „Hugmyndin að þessu varð fyrst til vegna á annað hundrað ábendinga frá ríkisstarfsmönnum sem hafa haft samband við stofn- unina og vakið athygli á að það er þörf á því að kynna fólki betur hvemig kerfið starfar og hver staða fólks innan þess er.“ Framkvæmd fræðslunnar verð- ur í formi námskeiða í samvinnu við Endurmenntunardeild Há- skólans og fer fram í húsakynnum H.í. -vd. Afmœlisfyrirlestur Mímir 40 ára í tilefni af 40 ára afmæli Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum gengst það fyrir fjöl- breyttu fyrirlestrahaldi. í dag kl. 14.00 mun Gísli Sig- urðsson flytja fyrirlestur í Odda, stofu 101, sem nefnist: Gelísk áhrif á íslenska sagnahefð til forna. Ýmsir fræðimenn hafa haldið því fram að írsk sagnahefði hafi að einhverju leyti mótað íslensk- ar fornbókmenntir. Um þessar kenningar mun Gísli fjalla í fyrir- lestri sínum sem er opinn öllu áhugafólki. Blaðamannafélagið Tilræði við frjálsa fjölmiðlun Stjórn BÍlýsir furðu sinni á ummœlum viðskiptaráðherra á Alþingi Stjórn Blaðamannafélags ís- lands hefur sent Matthíasi Bjarnasyni viðskiptaráðherra bréf þar sem lýst er furðu á þeim ummælum ráðherrans á Alþingi í vikunni, að hann myndi styðja setningu laga er skylduðu blaða- og fréttamenn til að brjóta trúnað við heimildarmenn sína. „Það er tilræði við frjálsa fjöl- miðlun að setja í lög skyldu fjöl- miðlafólks til að gefa upp heim- ildir sínar fyrir fréttum. Mörg mál, sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið, svo sem mál Haf- skips, Útvegsbankans og Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, ættu að vera nægur rökstuðningur fyrir nauðsyn frjálsrar fjölmiðlunar á íslandi,“ segir í samþykkt stjórn- ar Blaðamannafélagsins sem send var viðskiptaráðherra. Við utandagskrárumræður á Alþingi á miðvikudag þar sem rætt var um lekann á Útvegs- bankaskýrslunni til fjölmiðla sagðist ráðherra frábiðja sér að taka upp réttarhöld yfir þeim 16 mönnum sem fengu skýrsluna í hendur fyrstir manna, en rétta leiðin væri sú að segja lög sem gerðu fjölmiðlum skylt að segja frá heimildarmönnum sínum. „Ég væri tilbúinn að greiða at- kvæði með slíkum lögum,“ sagði Matthías. Svavar Gestsson sagði í um- ræðunum á þingi að hann væri ekki tilbúinn að standa að tillögu um rannsóknarrétt yfir fjölmiðl- um. Þá væri Alþingi komið út á hálan ís. Hitt væri sjálfsagt að hvetja menn til að virða þann trúnað sem þeir gengjust undir með viðtöku trúnaðarskjala. Reynslan sýndi að ríkisstjórninni væri ekki treystandi fyrir trúnað- armálum. Ráðherra hefði verið nær að afhenda stjórnarandstöð- unni skýrsluna. -ÁI./-lg. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.