Þjóðviljinn - 15.11.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.11.1986, Blaðsíða 15
DÆGURMAL Myndina tók Bjarni Friðriksson hljóðmaður í Bláa lóninu. BUBBI sterkur ■ KONA sterkari Þá er hún komin íslenska út- gáfan af útlensku plötunni hans Bubba. Frelsi til sölu - hvorki meira né minna - er titillinn og gefur til kynna að vinur vor er enn að rífa ká joð: gegn her, gegn spilltum þingmönnum og verka- lýðsforingjum, gegn sofanda- hætti almennings... allt þetta harla réttmæt gagnrýni, en svo finnst örugglega fleirum en mér hann fara yfir strikið á stundum. Ég nefni sem dæmi þegar hann sendi Jóni Ólafssyni ómaklega tóninn í sjónvarpsþætti fyrr á þessu ári og vændi hann um svindl við að koma Possibillies og Bítlavinafélaginu inn á vinsælda- lista Rásar 2, í krafti hægra heimataka. Á Frelsi til sölu fæ ég ekki betur séð en það sé Vigdís forseti sem fær slíka, að mínu viti, vanhugsaða og fljótfærnislega gagnrýni. Reyndar er textinn sniðuglega hugsaður, undir rós, eða réttar sagt fugli, í Gauknum í klukkunni. I ofanálag er Iagið gott. En Bubbi verður að fara vit- urlegar með púður sitt ef hann vill vera marktækur - skjóta ekki á lítt seka, og stundum saklausa þegar grannt er skoðað, jafnstór- um skotum eða stærri en söku- dólgarnir fá og eiga vel skilin. En snúum okkur frá and- skotum Bubba, að skjólstæðing- um hans, sem eru engar smá- skepnur: ástin sjálf og hvalirnir. Til að undirstrika það er á fylgi- blaði birtur úrdráttur úr Hvala- sögu Jóhannesar Kjarvals og Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Rétt er að geta þess í leiðinni að hönnun Jens Guðs á því og umslagi er með ágætum, einkum fylgiblaðinu. Og að músikinni: 10 lög eru á Frelsi til sölu og eru flest þeirra grípandi melódíur. Serbinn hefur strax náð vinsældum, en þetta er gamalt Egó-lag, kunnuglegt, úr hljómleikaprógrammi þeirrar sveitar. Skemmtilegast finnst mér eina lagið sem tekið er upp hér, Augun mín. Ekki af því að það er fyrsti bragfræðitexti Bubba - eins og hann segir sjálfur er ég ekkert viss um að þau fræði séu honum endilega til bóta, a.m.k. ekki enn. En þetta er vel sungið lag og spilað: bassinn góð- ur hjá Jakobi Magnússyni, flott saxófónsóló hjá Rúnari Georgs- syni og fiðlan hennar Wilmu Yo- ung hrærir fallega í laginu. Og ekki má gleyma aðal pottinum og pönnunni í hljóðfæraleiknum og upptökustjórn, sem spilar þarna vel á gítar, hljómborð og tromm- ur. Það er Imperiet-bassaleikar- inn Christian Faik. Auk þessara hljóðfæra tekur hann í bassa og trommuheila í öðrum lögum plöt- unnar og útsetur með Bubba. Christian Falk fer nostursam- legum höndum um Bubba og smekkvísum og er með skemmti- legar útsendingar og blæbrigða- ríkar. Hann er ekki með neinn yfirgang gagnvart söngnum, eins og oft vill brenna við á íslenskum plötum, heldur leyna vinnubrögð hans á sér, sem fólk kemst að raun um því oftar sem það leggur eyrun við Frelsi til sölu. Mér finnst reyndar gítarinn mætti stundum vera heldur framar, en það er nú kannski bara af því að ég er svo mikið gítarfrík. sér að vera sanngjarn gagnvart sjálfum sér og öðrum, hvort sem það er í sókn eða vörn. Ekki ætla ég að tíunda hvert lag þessarar plötu, en finnst ég verða að minnast á ágæti hvalalagsins Er nauðsinlegt að skjóta þá? - og svo titillagið sem er Rauðirfánar í nýjum búningi; ekki með sínu lagi, heldur í djassbúningi, spilað af ekta djasstríói; Bubbi talsyng- ur líkt og Tom Waits. Sumum finnst þetta koma eins og skratt- inn úr sauðarleggnum síðast á plötunni, en mér finnst þetta bara viðkunnalegur skratti. Erlenda útgáfan af Landi til sölu mun verða frábrugðin þeirri íslensku. Sérstaklega verður hlið B umbylt, sem mér finnst van- hugsuð ráðstöfun, því að hún þykir mér heilsteyptari og skemmtilegri runa en A-hliðin. Það er nú þó einum of snemmt að fara að rífast út af því... Bubbi fer ekki utan fyrr en í febrúar að vinna að henni og fær allan tíma f heimi til verksins. Ég vona bara að honum nýtist hann sem best og óska honum alls góðs heima og heiman með músiseringu sína og annað. En þrátt fyrir gott Frelsi til sölu, góð lög og góðan söng bíð ég áfram eftir að Bubbi nái lengra en hann gerði á Konu. Það geri ég með þolinmæði, því að ég hef trú á að honum takist það leyfi hann ÆSKULYÐSFYLKINGIN Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur verður i utanríkismálanefnd ÆFAB sunnudaginn 15. nóvember að Hverfisgötu 105 kl. 17.00. Dagskrá: 1) Skýrslur frá landsfundi SHA og aðalfundi El Salvadornefndar- innar. 2) Starfið framundan (Nánar auglýst síðar.) - Utanríkismálanefnd ÆFAB. Halló, halló! Um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa keypt af okkur happdrættis- miða, minnum við þá sem eiga gíróseðla upp á ísskáp hjá sér að þeirra stuðningur verður vel þeginn. DREGIÐ 1. DESEMBER N.K. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins. Akureyri Ungt fólk og þjóðmál ÆFAB á Akureyri heldur opinn fund um unga fólkið og stjórnmálin í Lárus- arhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 15. nóvemberre ki. 13.30. 1) Framtíðarsýn ungs fólks. Steingrímur J. Sigfússon alþm. framsaga um kjör ungs fólks í námi og að námi loknu. 2) Fjölmiðlar, mennig og listir séð frá sjónarhóli félagshyggjufólks. Fram- saga: Þráinn Bertelsson ritstjóri. 3) Stjórnmálaþátttaka ungs fólks í Ijósi lækkaðs kosningaaldurs. 4) Venju- leg aðalfundarstörf. 5) Önnur mál. ÆFA Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Æskulýðsfylkingar AB verður haldinn mán- udaginn 17. nóvember, klukkan 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin VIÐ HOFUM HÆKKAÐ VEXTI í 16,25%. ÁRSÁVÖXTUN TÆP17 % METBÓK Sl 'kihgis TRAUSTUR BANKI Laugardagur 15. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.