Þjóðviljinn - 21.11.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Side 3
FRETTIR Kjarnorkufrysting Meirihluti gegn Matthíasi? Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarmanna, hafnaði í gær þeirri túlkun utan- ríkisráðherra að fslendingum sé ekki fært að styðja frystingartil- lögu Svíþjóðar og Mexíkó hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem hún sé í ósamræmi við ályktun alþingis um afvopnun frá 23. maí 1985. Þvert á móti sagði Páll að „það væri rökrétt framhald á á- íyktun aiþingis að styðja tillögu Svíþjóðar og Mexíkó og fylgja þar öðrum Norðurlöndum.“ Fyrir alþingi liggur tillaga Hjörleifs Guttormssonar um að alþingi taki afstöðu til þessa máls áður en allsherjarþingið afgreiðir tillöguna endanlega. Hann sagði m.a. að það væri óþolandi að utanríkisráðherra túlkaði sam- þykkt alþingis frá 1985 eins og gert hefði verið - með hjásetu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hjörleifur spurði utanríkisráð- herra hvort hann vildi ekki að þingviljinn kæmi í ljós í þessu mikilvæga máli. Matthías Á. Mathiesen kaus að láta sem hann heyrði ekki þá spurningu og þagði. Ráðherrann sagði hins vegar til varnar ítrekaðri hjásetu íslands að engar þær forsendur hefðu breyst sem gerðu það að verkum að Island ætti að breyta sinni fyrri Bonnie Tyler Syngur í Reykjavík og á Akureyri Poppsöngkonan Bonnie Tyler er væntanleg hingað' til lands í byrjun desember og heldur hún tónleika í Reykjavík og á Akur- eyri. Skipuleggjandi tónleikanna Tony Sandis sagði í samtali við Þjóðviljann að sjálfsagt væri það í fyrsta sinn sem frægur poppsöngvari erlendur, héldi tónleika á Akureyri. Áætlað er að Tyler komi til landsins 4. des- ember, brýni raust sína í Laugar- dagshöllinni 5. desember og í íþróttahöllinni á Akureyri dag- inn eftir. _IH Jafnréttisráð Konan sem getur allt Ráðstefna í Sóknarhúsinu á morgun Jafnréttisráð heldur á morgun ráðstefnu í Sóknarhúsinu, sem ber yfirskriftina Fjölskyldan og framtíðin. Flutt verða erindi um félagsleg atriði og framtíðaráhrif þeirra á fjölskylduna og jafnrétti, um „konuna sem getur allt“ eða togstreitu kvenna milli vinnu og heimilis. Þá verður einnig fjallað um breytingar á fjölskyldunni og fluttur verður stuttur leikþáttur. Þátttöku skal tilkynna til Jafnréttisráðs í síma 27420 eða 27077. -vd. afstöðu til tillögu Svíþjóðar og Mexíkó. Afvopnunarmál hefðu þar að auki tekið nýja stefnu. Menn væru ekki lengur að ræða um frystingu, heldur fækkun kjarnorkuvopna og jafnvel út- rýmingu þeirra á ákveðnu árabili. Það væri því þvert á viðræður stórveldanna eftir Reykjavíkurf- undinn að alþingi samþykkti nú tillögu um frystingu, auk þess sem tillaga Svíþjóðar og Mexíkó væri í veigamiklum atriðum ekki í samræmi við ályktun alþingis frá 1985. Kristín Ástgeirsdóttir lýsti stuðningi Kvennalistans við til- lögu Hjörleifs og sagðist ekki sjá neina þá breytingu í viðræðum stórveldanna, sem ráðherra vís- aði til. Alþingi yrði að taka skel- egga afstöðu í stað þess að bíða bara átekta. Páll Pétursson sagði það óþarfa feimni hjá ráðherranum að vilja ekki tala um frystingu þó menn hefðu í bjartsýni sinni talað um enn stærri skref í átt til af- vopnunar. Frysting væri áfangi í sjálfu sér. Loks tók Páll fram að stjörnustríðsáætlunin væri for- kastanleg og íslendingar yrðu að leggjast gegn henni. - ÁI. Hernaður Kirkjan styður frystingu Kirkjuþing varar við auknum hernaðarumsvifum hér á landi og hvetur stjórnvöld til að leita ann- arra leiða til að tryggja öryggi okkar en leið vígbúnaðarins. Þá lýsir þingið stuðningi við kröfuna um frystingu kjarnorkuvopna. Kirkjuþingi lauk í gær og var þá samþykkt samhljóða tillaga um friðarmál, þar sem áður greind afstaða kemur fram. f tillögunni er því fagnað að ísland skuli hafa orðið vettvangur leiðtogafundar- ins og vonast til að árangur verði af fundinum. Þá er lýst stuðningi við ályktun Alþingis um að ísland verði áfram kjarnorkuvopna- laust. Jafnframt var samþykkt álykt- un um lánamál einstaklinga og kirkjuráði falið að kanna hvort vegið sé að hjónabandinu í skattalögum, lögum um Húsnæð- isstofnun og lánasjóð íslenskra námsmanna. Kirkjuráð er æðsta stofnun kirkjunnar milli þinga og lauk þinginu á að kosið var í það. Tveir fulltrúar leikmanna, þeir Gunnlaugur Finnsson frá Hvilft og Kristján Þorgeirsson Mosfells- sveit. Þá var annar fulltrúi presta, Jónas Gíslason endurkjörinn. Séra Jón Einarsson, Saurbæ, sit- ur nú í fyrsta sinn í ráðinu og kem- ur í stað Sigurðar Guðmunds- sonar, vígslubiskups. Biskup er sjálfkjörinn formaður ráðsins. -Sáf/m Glasgowferðirnar Fleiri um rauða hliðið Um 20-30 manns hafa á sl. 2-3 dögum verið teknir eða gefið sigfram með umframvarning Á síðustu dögum hafa um 20-30 Glasgowfarþegar á Keflavíkur- flugvelli gefið sig fram eða verið tcknir með varning sem mctinn er hærra að verðmæti en 7 þúsund krónur sem er hámarksverðmæti þess varnings sem leyfilegt er að flytja inn í landið án þess að jöfnunargjald og söluskattur sé greiddur af vörunni. Þetta er ágiskun Sverris Lút- herssonar hjá Farþega- og áhafn- ardeild Tollgæslunnar, en að sögn Sverris er þessu fólki gert að borga 3% af verðmæti vörunnar í jöfnunargjald og allt uppí 16% söluskatt. Ef varan er keypt í EFTA-landi er söluskatturinn enginn. Eftir að umræðan um Glas- gowferðirnar fór af stað og að- gerðirnar í kjölfarið hefur fólk, að sögn Sigfúsar Kristjánssonar yfirtollgæslumanns á Keflavíkur- flugvelli, í auknum mæli farið í gegnum rauða hliðið svokallaða og gefið upp umframvarning sem venjulega er fatnaður. „Oft hafa orðið mikil sárindi hjá fólki, sér- staklega vegna þess að svo fáir þekkja þessar reglur," sagði Sig- fús. Hjá tolladeild fjármálaráðu- neytisins fengust þær upplýsingar að reglurnar um 7 þúsund krónur I Glasgow eða á Laugaveginum? Verðmunurinn er mikíll, sérstaklega ef ferðamaðurinn „gleymir" að mæta í rauða hliðið (mynd: l.g.). hámarksverðmæti væru frá því í vor og að ekki stæði til þess að breyta þeim. Reglurnar væru hliðstæðar þeim sem giltu á hinu Norðurlöndunum. Hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að ekki hafi ný- lega verið gerð verðkönnun á fatnaði hér á landi. Almennt mat manna virðist þó vera að verð fatnaðar sé mun meira hér á landi en í Skotlandi, þrátt fyrir það að þetta séu vörur sem kaupmenn borga ekki tolla af séu þær keyptar inn frá EBE- eða EFTA- löndum. Að mati Jóhannesar Gunnarssonar formanns Neyt- endasamtakanna er verðmunur- inn óskiljanlegur í þessu ljósi og því full ástæða til þess að kanna hvort verðlagsbreytingar hafi far- ið úr böndunum frá því að álagn- ing var gefin frjáls í fyrra. - K.ÓI. Prófkjörspest Svæsin nafnlaus bréf Karvel og kosningastjóri hansfá nafnlausar sendingar Þeim Karvel Pálmasyni þing- manni Alþýðuflokksins og Birni Inga Bjarnasyni kosningastjóra hans í prófkjöri flokksins á Vest- fjörðum hafa nýlega borist nafn- laus bréf, þar sem vegið er að þeim á ýmsan hátt. „Ég hef fengið þrjú eða fjögur slík bréf, eitt á ári undanfarin þrjú ár,“ sagði Karvel. -Telur þú að bréfin standi í sambandi við prófkjörsbaráttu þína fyrir vestan? „Ég held að það sé augljóst. Ég lít svo á að það sé sjúkdómur sem ræður ferðinni hjá svona einstak- lingum. Mér varð töluvert um þegar ég fékk fyrsta bréfið en nú tekur maður þessu einsog óeðli- legri farandpest sem kemur upp í kringum hvert prófkjör. Hér er vart um heilbrigðan mann að ræða og hvað sem manni finnst í pólitík þá hélt ég að menn gengju ekki þessa götu.“ Aðspurður kvaðst Karvel ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni kæra málið til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Björn Ingi kvaðst hafa grun- semdir um hver hefði sent bréf það sem honum barst í síðustu viku, en vildi ekki að svo stöddu nefna nein nöfn. „Málið fær eðlilega meðferð sem er ákveðin af þeim sem málið snertir, það er að segja mér og samstarfsmönnum mínum í Verkalýðsfélaginu Skildi á Flat- eyri,“ sagði Björn Ingi. „Ég hef áður fengið slík nafnlaus bréf en engin svona svæsin. Bréfið er tvær síður að lengd og í því er vegið að mér og mörgum félögum mínum og þeir dregnir inn í hluti sem þeir eiga engan þátt í. Það eru þau atriði sem við ætlum að verja á eðlilegan hátt, þetta er spurning um heiður minn og fé- laga minna.“ -vd. MARKAÐURINN Grensásvegi 50 auglýsir: HLJOMTÆKI Kassettutæki Magnarar Hátalarar Ferðatæki Litasjónvörp Hljómtækjaskápar Bíltæki Tölvur og fleira frá kr. 7.000.- frá kr. 7.000.- frá kr. 2.500.- frá kr. 4.000.- frá kr. 8.000,- SKIÐAVÖRUR Okkur vantar nú þegar í sölu skíöavörur af flestum stærðum og geröum. MARKAÐURINN Grensásvegi 50 Sími 83350. Föstudagur 21. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.