Þjóðviljinn - 21.11.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Qupperneq 6
BORGARMÁL Nesjavellir Dýrkeypt framkvæmdagleði Mikill ágreiningur umframkvœmdir á Nesjavöllum. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins: Orkuspá hitaveitustjóra röng. Óþarfafjáraustur upp á einn miljarð króna Fjármagnskostnaður vegna þessa áfanga nemur um 200 milj- ónum króna á ári. Það er því lík- legt að óþarfa fjáraustur sem hlýst af þessari ótímabæru fram- kvæmdagleði geti numið um ein- um miljarði króna, segir m.a. í bókun sem borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins lögðu fram á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi eftir að samþykkt hafði verið að hefja framkvæmdir við 1. áfanga Nesjavallavirkjunar. Deilt hefur verið um það um langan tíma hvort tímabært sé að fara út í þessar framkvæmdir nú. Embættismenn borgarinnar og borgarfulltrúar annarra flokka en Alþýðubandalagsins telja að full þörf verði fyrir 1. áfanga virkjun- arinnar innan fárra ára, en borg- arfulltrúar Alþýðubandalagsins hafa beitt sér gegn því þar sem þeir telja aðra kosti vænlegri. Enginn ágreiningur er um hvort virkja eigi á Nesjavöllum enda sýna kannanir að það sé hag- kvæmt, en menn greinir á um hvenær hagkvæmt sé að hefja þessar framkvæmdir. Alþýðubandalagið hefur lagt til að könnuð verði hagkvæmni þess að nýta umframraforku frá Landsvirkjun til þess að hita vatn til húsahitunar. Ahugi hefur ver- ið fyrir þessu hjá Landsvirkjun, en síður hjá meirihluta borgar- stjórnar. Alþýðubandalagsmenn telja að með því að fara þessa leið megi fresta framkvæmdum á Nesjavöllum um nokkur ár, þar til hagkvæmara verður að virkja þar. Eins og fram hefur komið er framkvæmdaáætlun borgarinnar byggð á spá Jóhannesar Zoega hitaveítustjóra um aukna orku- NYJUNG! VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Á RAFTÆKJUM Er bilað raftæki á heimilinu t.d. brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél, vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga, lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef svo er komdu með það í viðgerðarbílinn og reyndu þjónustuna Vlðgerðarbíll verður staðsettur við eftirtaldar verslanir samkvæmt tímatöflu ÞRIÐJUDAGAR: Grímsbær, Efstalandi26 kl. 1030 til 1230 Verslunin Ásgeir, Tindaseli 3 kl. 16°°til 1800 MIÐVIKUDAGAR: Verslunin Árbæjarkjör, Rofabæ 9 kl. 1030til 1230 Kaupgarður, Engihjalla 8 kl. 16°°til 1800 FIMMTUDAGAR: Verslunln Kjöt og fiskur, Seljabraut 54 kl. 1030 til 1230 Hólagarður, Lóuhólum 2-6 kl.16°°til1800 FÖSTUDAGAR: Verslunin Brelðholtskjör, Arnarbakka 4-6 kl. 1030 til 1230 Fellagarðar, Eddufelli 7 ki.ieootino00 RARÆKJAVIOGEROIR SÆVARS SÆMUNDSSONAR VERKSTÆOt - VIÐGERÐARBlLL ÁtFTAHÓLUM 4 - SlMI 72604 þörf á fram til aldamóta, en hún er talin vera allt of há. Þegar hafa verið lagðar 800 miljónir króna í rannsóknar á Nesjavöllum. 1. áfanginn er að auki talinn munu kosta 1800 milj- ónir króna, þannig að alls verður stofnkostnaður um 2.6 miljarðar króna. Sigurjón Pétursson sagði í gær að ef virkj unarframkvæmdir ættu að vera réttlætanlegar yrðu ekki aðeins sumar, heldur allar for- sendur fyrir þeim að vera réttar. Hann benti á að þegar farið var út í Kröfluvirkjun á sínum tíma var greinilegt að markaður var fyrir hendi, en allar tæknilegar for- sendur brugðust. Nú væri ljóst að allar tæknilegar forsendur væru í lagi, en óljóst hvort nægur mark- aður yrði fyrir þá orku sem fram- leidd verður á Nesjavöllum og það myndi óhjákvæmilega leiða til aukinna álaga á borgarbúa í hækkuðu verði á heitu vatni. Davíð Oddsson borgarstjóri fagnaði því hins vegar að sam- staða hefði náðst um þetta mál í borgarstjórn og gagnrýndi af- stöðu Alþýðubandalagsins harð- lega. -gg Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins vildu fresta framkvæmdum á Nesjavöllum en meirihlutinn var annarrar skoðunar og nú er Ijóst að 1. áfanga virkjunarinnar verður lokið innan fárra ára. Mynd Sig. Aldraðir Engar lausnir em fyríitiugaðar Tillögu um byggingu leiguíbúðafyrir aldraða vísað ínefnd Það er auðvitað mjög alvarlegt mál að nú skuli engar fram- kvæmdir við leiguíbúðir fyrir aldraða vera í gangi og ekki að sjá að neitt slíkt sé fyrirhugað, sagði Guðrún Ágústsdóttir Alþýðu- bandalagi m.a. á borgarstjórn- arfundinum í gærkvöldi þar sem hún mælti fyrir tillögu minnihlut- ans um hefja byggingu sérhann- aðra leiguíbúða fyrir aldraða. Tillögunni var vfsað til bygg- ingarnefndar stofnana í þágu aldraða, eða nefndarinnar með langa nafnið eins og hún er stund- um kölluð. í tillögu minnihlutans er gert ráð fyrir að hönnun hefjist í upphafi næsta árs og að fram- kvæmdum verði hraðað eins og kostur er. Á sl. fjórum árurtfhafa einung- is 69 íbúðir fyrir aldraða verið teknar í notkun í sérhönnuðu leiguhúsnæði, þ.e. Seljahlíðin, og nú er svo komið að um 1100 aldraðir Reykvíkingar eru á bið- lista hjá Félagsmálastofnun eftir slíku húsnæði. Stór hluti þeirra er talinn vera í brýnni neyð. 453 ein- staklinganna á þessum lista eru 81 árs eða eldri og 63 eru 91 árs eða eldri. Guðrún Ágústsdóttir sagði ljóst að húsnæðisvandi þeirra sem eru á þessum biðlista yrði ekki leystur á frjálsa markaðn- um, en Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur lagt áherslu á að byggðar verði söluíbúðir fyrir aldraða. Þannig hefur borgin styrkt ýmis félaga- samtök til að byggja söluíbúðir, en komið hefur í Ijós að aðeins örfáir þeirra sem hafa verið á biðlistum hjá Félagsmálastofnun hafa átt möguleika á að kaupa þær íbúðir. -gg Fiskmarkaður Stofn- fundur haldinn í næstu viku Fiskmarkaðsmál í Reykjavík eru komin í fullan gang og er fyrirhugað að stofna hlutafélag um rekstur slíks fyrirtækis í næstu viku. Talsverð undirbúnings- vinna hefur verið lögð í málið og gífurlegur áhugi hefur verið fyrir stofnun markaðar. Ráðgert er að starfsemin hefji rekstur í Faxa- skála, sem nú er eign Eimskipaf- élagsins. -gg Heilsugœsla r Ahugaleysi og seinagangur Hœg uppbygging heilsugæsluþjónustu íReykjavík. Lœknar þola ekki lengur við. Hulda Olafsdóttir Kvennalista: Hraða verður framkvæmdum Sjálfstæðisflokkurinn var gagnrýndur á síðasta kjörtímabili fyrir áhugaleysi og seinagang í uppbyggingu heilsugæsluþjón- ustu og sú gagnrýni á fullan rétt á sér enn í dag, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins á borgar- stjórnarfundi í gær, þar sem fjall- að var um fyrirspurn minnihlut- ans um heilsugæslu í Reykjavík. Hulda Ólafsdóttur Kvenna- lista tók undir þessa gagnrýni Kristínar og sagði: „Ef Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar að standa við loforð sitt um að byggja eina heilsugæslustöð á ári, er ljóst að auka verður framkvæmda- hraðann verulega." Hulda sagði framkvæmdir hafa gengið allt of hægt og benti á fyrirhugaða heilsugæslustöð í Breiðholti þrjú máli sínu til stuðnings, en þar miðar framkvæmdum nánast ekkert. Hulda gagnrýndi einnig þau áform Sjálfstæðisflokksins að hleypa einkageiranum í rekst- ur heilsugæslustöðva, hugmynd sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Fram kom á fundinum að vegna lélegrar aðstöðu í heilsu- gæslustöðinni í Breiðholti þrjú, sem er í allsendis ófullnægjandi bráðabirgðahúsnæði, hafa fjöl- margir Breiðhyltingar misst sinn heimilislækni. Hann sendi skjól- stæðingum bréf í síðasta mánuði þar sem hann tilkynnti þeim að hann þyldi ekki lengur við og nú er sami læknir við störf á Seltjarn- arnesi. Katrín Fjeldsted Sjálfstæðis- flokki sagði flokkinn hafa sett sér það markmið á síðasta kjörtíma- bili að byggja eina heilsugæslu- stöð á ári og við það hefði hann staðið. Hins vegar hefði það verk verið mjög erfitt, þar sem fjár- framlög ríkisins hefðu verið mjög af skornum skammti. -gg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.