Þjóðviljinn - 21.11.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Page 13
New York Mafíósar fundnir sekir New York - Átta karlar voru í fyrradag fundnir sekir fyrir dómstóli í New York fyrir að hafa skipulagt helstu glæpa- verk Mafíunnar þar í borg und- anfarin ár. Kviðdómur sjö kvenna og fimm karla fann mennina seka um 22 atriði sem þeir höfðu verið kærðir fyrir. Meðal ákæruatriða voru morð, okurlánastarfsemi, mútufé til verkalýðsfélaga og fjárkúgun. Dómur hefur ekki verið kveð- inn upp en Mafíósarnir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti 20 ára fangelsi. Þrír hinna átta manna eru taldir æðstu menn í glæpafjöl- skyldum New York borgar, Col- ombo fjölskyldunnar, Lucchese- og Genovesefjölskyldnanna. HEIMURINN Sameinuðu Þjóðirnar Bandaríkin fordæmd Bandaríkin voru ígœr fordœmd á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðannafyrir loftárásirnar á Líbýu í apríl síðastliðnum með 79 atkvœðum gegn 28. 33þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /nr r n, HJÖRLEIFSSON K t U I t K New York - Alisherjarþing Sameinuðu Þjóðanna for- dæmdi í gær árás Bandaríkj- anna á Líbýu í apríl síð- astliðnum sem brot á alþjóða- lögum og því lýst yfir að Libýa ætti rétt á skaðabótum. Yfirlýsing um fordæminguna var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 28, 38 þjóðir sátu hjá. 27 þjóðir stóðu að yfirlýsingunni, þar á meðal Sovétríkin, Kúba, Sýrland og íran. í yfirlýsingunni segir að árásin sé „brot á sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og á al- þjóðalögum." Einnig eru Banda- ríkin hvött til að láta af því að nota hótanir um valdbeitingu til að leysa deilur sínar við Líbýu. í yfirlýsingunni er einnig lögð áhersla á rétt Líbýu „til að fá við- eigandi bætur fyrir þann skaða sem hlaust af árásinni, hvað varð- ar mannslíf og önnur verðmæti." Líbýa færði málið fyrir allsherjar- þingið eftir að Bandaríkin, Bret- land og Frakkland beittu neitun- arvaldi sínu til að koma í veg fyrir að ályktun um fordæmingu á Bandaríkin yrði samþykkt í Ör- yggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Ekki er hægt að beita slíku valdi á fundum Allsherjarþingsins. Gaddafi hefur að undanförnu leitað stuðnings Þriðja heims landa, þar á meðal hjá Sam- tökum Óháðra ríkja, Sameining- arsamtökum Afríkuríkja og hjá Samtökum Arabaríkja. Umræðan um þetta mál hófst í gær. Þá sagði fulltrúi Líbýu að land hans væri skotmark „villi- mannslegra og ofbeldishneigðra“ árása frá hendi Bandaríkjanna. Einnig efnahagslegra refsiað- gerða og ófrægingarherferðar. Fulltrúi Bandaríkjanna á Alls- herjarþinginu sagði að nægar sannanir væru fyrir því að Líbýa hefði stundað hryðjuverk. Hann sagði einnig að loftárásir Banda- ríkjanna hefðu verið í sjálfsvörn gegn „miðstöð hryðjuverkaáætl- ana í Líbýu.“ Utanríkisstefna baukinn í gær. Reagans fékk Bandaríkin/íranmálið Heiður þjóðarinnar í veði Washington - Stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar Ron- alds Reagans Bandaríkjafor- seta á bandaríska þinginu kröfðust í gær fullnægjandi skýringa á þvf sem þeir nefndu ógreinilegan málflutning for- setans í vörn sinni fyrir því að hafa sent vopn til íran. Margir þingmenn hvöttu einn- ig til þess að aðferðir æðstu manna í Hvíta Húsinu við mörk- un bandarískrar utanríkisstefnu yrðu endurskoðaðar. Þeir sömu þingmenn tilkynntu einnig að Páfinn Gagniýnir takmörkun barneigna Jóhannes Páll páfi. Ekki par hrifinn af takmörkun barneigna Singapore - Jóhannes Páll páfi gagnrýndi í gær harkalega áætlun Singaporestjórnar um takmörkun barneigna, páfinn er nú á ferð um Asíulönd. Jóhannes Páll hélt ræðu á íþróttaleikvangi í Singapore en hann er nú þar í opinberri heim- sókn. Hann sagði að kaþólska kirkjan styddi þau hjón sem „berjast fyrir því að fá á ábyrgan hátt að stunda þau grundvallar- mannréttindi að mynda fjöl- skyldu," eins og hann orðaði það. Singapore er nú orðið geysi- lega fjölmennt og stjórnvöld þar áætla nú að losa um þær ströngu fjárhagslegu skuldbindingar sem settar hafa verið á fjölskyldur sem eiga meira en tvö börn. Nú virðist sem konur í efnuðum fjöl- skyldum forðist að eignast börn í Singapore og útlit er fyrir að fólki þar taki að fækka um árið 2020. þeir hygðust þrýsta á um að þing- ið fengi hér eftir mun greiðari að- gang að upplýsingum um leyni- legar aðgerðir í framtíðinni. Þeir sögðu að forsetinn hefði verið mótsagnakenndur á fundi í fyrri- nótt með fréttamönnum. Fundinum var sjónvarpað um öll Bandaríkin. Á fundinum sagðist Reagan mundu taka fulla ábyrgð á hinum umdeildu tengsl- um við íran. Sömuleiðis afneitaði hann því að vopnin hefðu átt að greiða fyrir því að bandarískir gíslar í Líbanon yrðu látnir lausir. Iranstjórn er í nánum tengslum við Jihad samtökin í Líbanon sem talin eru hafa Bandaríkjamenn í gíslingu. Reagan gekk mjög erfiðlega að sannfæra fréttamenn um að hin 18 mánaða aðgerð hefði á engan hátt tengst bandarískum gíslum í Líbanon. Öldungadeildarþing- maðurinn Sam Nunn sagði í gær að Reagan hefði sett fram svo margar fullyrðingar á blaða- mannafundinum sem stönguðust á, að líklega yrði að krefjast frek- ari skýringa af honum. „Virðing þjóðarinnar er í veði,“ sagði Nunn og bætti við: „Þetta tóma- rúm sem hefur myndast varðandi trúverðugleika Bandaríkjanna er ekki gott og við verðum að takast á við það.“ Einn stuðningsmaður Reagans á þingi, Richard Cheney, sagði að forsetinn og aðstoðarmenn hans (Þjóðaröryggisráðið) ættu að gefa þinginu öruggar og ná- kvæmar upplýsingar um þessa aðgerð. Ayatollah Khomeini, leiðtogi íran, afneitaði í gær tilraunum Bandaríkjanna til að endurnýja á einhvern hátt tengsl ríkjanna og sagði að sú deila sem nú væri í Bandaríkjunum vegna vopnasöl- unnar væri „mikil sprenging í Svarta húsinu.“ Bandaríska stórblaðið Was- hington Post, sagði í frétt í gær að Robert MacFarlane sem nýlega lét af starfi Þjóðaröryggisráð- gjafa, hefði lýst því yfir að það hefðu verið mistök að láta ír- önum í té vopn. MacFarlane stjórnaði þessari aðgerð í maí síð- astliðnum. Khomeini erkiklerkur. „Sprenging í Svarta húsinu," segir hann um deilur í Bandaríkjunum um vopnaflutninga til íran. S viss/Efnaiðnaður Efast um öiyggi Könnun í borginni Basel í Sviss, þarsem mikð eiturefnaslys varð um mánaðamótin, hefur leitt í Ijós að fjölmargir íbúar borgarinnar telja að öryggi sé mjög áfátt hjá efnafyrirtœkjum borgarinnar og telja að ástandið íþessum málum muni ekki batna Basel - Borgarbúar í borginni Basel í Sviss telja margir að efnaiðnaðarfyrirtæki í Sviss hafi ekki gætt nægilega mikils öryggis varðandi hættu á slys- um (líkingu við það sem varð í borginni í upphafi þessa mán- aðar. í könnun sem rannsóknar- stofnun í Sviss gerði í síðustu viku kemur fram að 67 prósent að- spurðra telja að ekki sé gætt nægilegs öryggis hjá fyrrnefndum fyrirtækjum, aðeins fimm prós- ent aðspurðra telja að nægilegs öryggis sé gætt. Úrtakið í könnu- ninni var 600 manns. Könnunin leiddi í ljós að fólk á aldrinum 15 til 34 ára hafði mest- ar efasemdir um öryggismál fyrir- tækjanna. Að undanförnu hefur komið fram mikil gagnrýni á svissnesk yfirvöld um að þau hafi ekki nægilegt eftirlit með efnafram- leiðslufyrirtækjum í landinu. Einnig vekur athygli að aðeins 23 prósent aðspurðra telja að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slys sem Rínarslysið um mánaðarmótin endurtaki sig. Meðal annars hefur komið í ljós að þar í landi leyfist fyrirtækj- um að framleiða efni sem bönnuð eru með öllu í Danmörku Hol- landi og V-Þýskalandi. Spánn Fóstureyðing fyrir fréttamenn Barcelona - Hópur spænskra kvenréttindakvenna fram- kvæmdi á miðvikudaginn fóst- ureyðingu fyrir fréttamenn í Barcelona til að vekja athygli á kröfum sínum um frjálslegri fóstureyðingalöggjöf. Sex konur tóku þátt í aðgerð- inni á 30 ára gamalli konu, að- gerðin stóð yfir í 20 mínútur. Takmörkuð löggjöf um fóstur- eyðingar var samþykkt á spænska þinginu í fyrra en þúsundir spænskra kvenna sækja samt sem áður enn til manna sem ekki hafa leyfi til slíkra aðgerða, til að kom- ast hjá því umstangi sem fylgir því að fá opinbert leyfi fyrir fóstur- eyðingaraðgerð. Núgildandi fóst- ureyðingalöggjöf leyfir aðeins fóstureyðingar ef um er að ræða fórnarlamb nauðgunar, ef talið er að fóstrið fæðist vanskapað eða ef móðurinni er talin búin hætta af því að fæða barnið. Búist er við því að stjórn sósíal- ista muni gefa út reglugerð í lok mánaðarins um víðari túlkun lög- gjafarinnar þar sem innifalin verður andleg og félagsleg vel- ferð konunnar sem hlut á að máli. í Malaga, sunnar á Spáni, hófu þrír læknar og einn læknastúdent hungurverkfall til að mótmæla því að hafa verið settir í fangelsi fyrir að framkvæma ólöglegar fóstureyðingar. Einn læknirinn viðurkenndi að hafa framkvæmt 4000 fóstureyðingar í Malaga. Opinberar tölur sýna að tæplega 200 fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar frá því hin nýju lög tóku gildi í ágúst síðastliðnum. Ríkisstyrkt stofnun um málefni kvenna í landinu hefur hins vegar upplýst að líkleg tala yfir ólög- legar fóstureyðingar á ári hverju sé um það bil 100.000. Föstudagur 21. nóvember 1986; ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.