Þjóðviljinn - 21.11.1986, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Qupperneq 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Austurland Forval 22. -23. nóvember. Síðari umferð forvals AB á Austurlandi vegna alþingiskosninga fer fram dagana 22. og 23. nóvember. Formenn félaganna veita allar upplýsingar. Þeir eru: Vbpnafjörður: Guðmundur Wium s: 3326, Egilsstaðir, Hérað og Borgar- fjörður: Kristinn Árnason s: 1286. Seyðisfjörður: Jóhann Jóhannsson s: 2425. Neskaupsstaður: Már Lárusson s:7331. Eskifjörður: Hjalti Sigurðs- son. s:6367. Reyðarfjörður: Sveinn Jónsson s:4377. Fáskrúðsfjörður: Magnús Stefánsson s: 5211 Stöðvarfjörður Ármann Jóhannsson s:5283. Breiðdalsvík: Þorgrímur Sigfússon s:8817. Djúpivogur: Eysteinn Guðjóns- son s: 8873. Höfn: Sigurður Geirsson s:8172. Utnakjörstaðaatkvæðagreiðsla stendur frá 17. nóvember. Kosið verður hjá formönnum og á aðalskrifstofu AB Hverfisgötu 105 í Reykjavík á skrif- stofutíma. Alþýðubandalagið Reykjavík Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Atkvæðagreiðsla utankjörfundar vegna forvals ABR hefst næstu helgi og stendur pann 23. og 24. nóvember frá kl. 13 - 15 að Hverfisgötu 105. Vikuna 24. nóvember fram að kjördegi 29.-30. nóv. verður hægt að kjósa að Hverfisgötu 105 frá kl. 10-12 og 17.15-19.15 daglega. Vesturlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð boðar til fundar sunnudaginn 23. nk. í Röðli,Brákarbraut 3, Borgarnesi. Fundarefni: 1) Niðurstaða forvals. 2) Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Neskaupstað Seinni hluti forvals Seinni hluti forvals fer fram að Egilsbraut 11, laugardaginn 22. og 23. nóvember nk. Opið verður frá kl. 13 - 18 báða dagana. Þeir sem ekki verða heima fyrrgreinda daga hafi samband við Má Lárusson s. 7331, Lilju Huldu Auðunsdóttur s. 7327 og Bjarna Aðalsteinsson s. 7583. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. - Stjórn ABN. Alþýðubandalagið í Reykjavík Viðtalstími borgarfulltrúa Næstkomandi laugardag tekur Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi á móti viðmælendum á Hverfisgötu 105, 4. hæð, milli kl. 13 og 14. Norðurland eystra Norður-Þingeyingar athugið! Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda um helgina á eftir- farandi stöðum: Kópaskeri föstudaginn 21. nóv. kl. 20.30 í grunnskólanum. Raufarhöfn laugardaginn 22. nóv. kl. 17.00 í félagsheimilinu. Þórshöfn sunnudaginn 23. nóv. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Steingrímur J. Sigfússon alþm. kemur á fundina og ræðir stjórnmálaviðhorfið, atvinnu- og byggðamál. Allir velkomnir. - Alþýðu- bandalagið. Alþýðubandalagið Akranesi Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður verður í Rein laugardaginn 29 nóv. við kertaljós og léttar veitingar. Njótum kvöldsins við upplestur, hljóðfæraslátt og söng. Húsið opnað kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. Alþýðubandalagið Kópavogi Nefndarfólk athugið! Að starfa í nefndum, nefnist námskeið sem haldið verður i Þinghóli 24. 25. og 26. nóvember kl. 20.30 - 22.30, fyrir aðal- og varafulltrúa ABK í nefndum á vegum bæjarins. Leiðbeinendur: Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Heimir Pálsson. Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Framvegis verður heitt á könnunni alla laugardaga milli kl. 10 -12 í Þinghóli Hamraborg 11 og þar munu bæjarfulltrúar flokksins vera til viðræðu um bæjar- og flokksmál. Heimir Pálsson hellir í bollana laugardaginn 22. nóvember. Félagar og aðrir bæjarbúar eru hvattir til að líta inn. Stjórnin. VEISLUR - SAMKVÆMI Skútan h/f hefur nú opnaö glæsilegan sal, kjörinn fyrirárshátíðar, veislur, fundi félagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu ágóöan matog þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarfirði, stmi 51810 og 651810. 36 þúsund króna lágmarks- laun - óskertar vísitölu bætur Kröfur Samtaka kvennaá vinnumarkaði Stjórnvöld og atvinnurekendur hafa lagst á eitt að halda niðri launum stórra hópa kvenna á vinnumarkaði þannig að þær sjá sér ekki farborða. Innan verka- lýsðhreyfingarinnar hafa konur ekki heldur átt upp á pallborðið sem þurft hafi að leita eftir at- kvæði þeirra, segir m.a. í ályktun sem ráðstefna Samtaka kvenna á vinnumarkaði sendi frá sér um síðustu helgi, en ráðstefnan var haldin undir yfirskriftinni Kröfur kvenna í komandi samningum. í ályktuninni segir enn fremur: Lægstu laun ná ekki 20 þúsund krónum á mánuði og þorri kvenna fær greitt eftir töxtum sem eru á bilinu 23-28 þúsund krónur. Þessi laun nægja engan veginn til framfærslu og því neyðast konur til að taka allri þeirri yfirvinnu og aukavinnu sem býðst, með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir börn og heimili. Láglaunastefna síðustu ára og félagslegur niðurskurður hefur bitnað harðast á konum. Konur vita hvaða afleiðingar þessi mannfjandsamlega stefna hefur á þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Þess vegna krefjumst við þess af verkalýðsforystunni að nú verði settar fram kröfur sem taka mið af raunverulegum þörfum - kröfur sem barist verður fyrir til sigurs. Það mun ekki standa á konum að knýja slíkar kröfur fram. Síðastliðinn vetur settu Samtök kvenna á vinnumarkaði fram kröfu um 30 þúsund króna lágmarkslaun, núna samsvarar það 36 þúsund krónum ef tekið er mið af nýlegri launahækkun þing- manna. Ráðstefna krefst þess af verka- lýðsforystan geri þessa kröfu að sinni og jafnframt verði krafist fullrar og óskertrar vísitölutrygg- ingar launa. I komandi samningum duga engar bráðabirgðalausnir heldur verður að ganga til alvöru samn- inga sem bæta kjör launafólks á næsta ári. Konur hafa ekki efni á að bíða næstu kosninga og nýrrar ríkisstjórnar. Ráðstefnan hvetur launakonur um allt land að þjappa sér saman um þessar kröfur. St. Jósefsspítali, Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, langar ykkur ekki til aö starfa á 22 legurýma lyflækninga- deild, ll-A? Stefnt er aö sérhæföri hjúkrun. Að- lögunarprógramm sniöið eftir þörfum starfsfólks. Góöur starfsandi. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-220 alla virka daga. Aukavinna Okkur vantar fólk í áskriftarsöfnun fyrir Þjóövilj- ann. Ágæt iaun í boöi fyrir röskar manneskjur. Upplýs- ingar í síma 681333 og 681663. þJÓÐVILJINN 's&Mu Laus staða éíl'p Staða háskólamenntaðs fulltrúa í menntamálaráðuneytinu, ./.h1, .7.' háskóla- og alþjóðadeild, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsókn með ýtarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneylinu, Hverfisgötu 6,105 Reykjavík fyrir 15. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 17. nóvember 1986. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir október-mánuö 1986, hafi hann ekki verið greiddur f síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuö, talið frá og meö 16. desember. Fjármálaráðuneytið, 17. nóvember 1986. St. Jósefsspítali Landakoti HAFNARBÚÐIR Þurfum á góðu fólki að halda, bæöi í býtibúr og við ræstingar. Upplýsingar í síma 19600-259 alla virka daga frá kl. 10-14. Reykjavík 18.11. 1986. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviqann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.