Þjóðviljinn - 18.12.1986, Síða 8
Þessi hús standa enn og gegna hlutverki sínu með sóma. Fremst er elsta hús Akureyrar, Laxdalshús frá árinu 1795, þá Höepfnershús frá 1911 og loks Túliníusar-
hús frá 1902. Allt friðuð hús.
Nonnahús, Aðalstræti 54. Byggt árið 1849. Friðað (A flokki. Aðalstræti 6, myndin er tekin aldamótaárið. Þetta hús er (nokkuð heillegu ástandi og ætti tvímælalaust
að koma í upprunalegt horf, segir Hjörleifur Stefánsson m.a. í umsögn sinni.
Friðbjamarhús, Aðalstræti 46. Byggt árið 1856. Friðað í A flokki. Gamla apótekið, Aðalstræti 4. Reist árið 1859. af Jóni Chr. Stephánssyni. Eitt merkasta húsið í Inn-
bæn um og þarfnast endurnýjunar eftir augnstungur og aðrar skemmdir.
Einstæður byggðakjami á Akureyri
Stiklað á stóru í byggingasögu Akureyrar og gluggað í nýútkomið rit Torfusamtakanna um Innbœinn og Fjöruna á Akureyri
Innbærinn og Fjaran á Akur-
eyri er um margt merkileg
byggð. Óvíða á landinu er að
finna eins heillega timburhús-
abyggð frá upphafi verslunar-
staðar auk þess sem þar eru
mörg afar merkileg einstök
hús enda þegar búið að friða 9
þeirra. Nýtt deiliskipulag hefur
verið samþykkt af þessu
svæði og er það nú í prentun.
Hér skal ekki farið að sinni út í
umræður um þann gjörning
Úttekt
Þjóðviljans
heldur stiklað á stóru í bygg-
ingarsögu svæðisins og rifjað-
ar upp þær forsendur sem
húsfriðurnarfólk hafði að
leiðarljósi.
Á dögunum kom út á vegum
Torfusamtakanna rit er ber heitið
Akureyri - Fjaran og Innbærinn.
Höfundur er Hjörleifur Stefáns-
son arkitekt, en ritið er að mestu
samhljóða þeirri greinargerð sem
unnin var sem undirbúningur að
gerð deiliskipulags að svæðinu og
nýlega var samþykkt.
Akureyri - gamall bœr
Talið er að byggð hefjist á Ak-
ureyri á 16. öld þegar menn hófu
þar verslun. Vegna hagstæðs
skipalægis á Pollinum bar Akur-
eyri brátt höfuð og herðar yfir
aðra verslunarkjarna sem vísir
hafði myndast að. Fyrstu húsin
risu þar sem nú eru húsin Hafnar-
stræti 3-7.
Framan af var aðeins um
kaupstefnur á vorin að ræða en á
7. áratug 18. aldar tóku kaup-
menn og þjónustufólk sér fasta
búsetu á Akureyri. Byggð þróað-
ist þó afar hægt og í matsgerð sem
fram fór árið 1774 er aðeins getið
fjögurra húsa og þar af eitt gam-
alt og hrörlegt. Smám saman vex
þó staðnum fiskur um hrygg og
fyrsta íbúðarhúsið er reist af Frie-
drich Lynge árið 1777, en það hús
brann í miklum bruna á Akureyri
árið 1901. Með frjálsri verslun
1787 hefst ör uppbygging og nutu
kaupmenn ýmissa hlunninda,
m.a. að fá ókeypis lóðir undir hús
sín. Fljótlega þótti Akureyrin
sjálf of lítið athafnasvæði og voru
kaupmenn kærðir árið 1819 fyrir
að taka sér of stórar lóðir. Var þá
tekin upp sú venja að mæla upp
lóðir og eru til uppdrættir af
kaupstaðnum á Akureyri frá
þeim tímum.
Árið 1835 eru talin vera 14 hús
á Akureyri en 1853 eru timbur-
hús talin 33 auk nokkurra torf-
húsa. Árið 1857 telur blaðið
Norðri 40 íbúðarhús vera þar.
Byggðin þenst út
Eins og áður sagði varð eyrin
sjálf fljótlega of lítil fyrir athafnir
kaupmanna og lýðs þeirra. At-
vinnuhættir gerðust margbrotn-
ari og iðnaðarmenn settust að,
enda nægur starfi við nýbygging-
ar og viðhald húsa. Eftir 1835 var
farið að úthluta lóðum á Fjörunni
og í Gilinu og um miðja 19. öldi-
na eru íbúar Akureyrar taldir 187
talsins. Mest var byggt af húsum
fyrir kaupmenn eins og áður
sagði en einnig iðnaðarmenn og
Túlimusarhúsið að Hafnarstræti
18 dæmi um slíkt verk.
Mölur og ryð fá auðveldlega
grandað timburhúsum ef viðhaldi
er ábótavant. Miklir bæjarbrunar
urðu á Akureyri á árunumj 1901-
12 og fóru menn að huga að öðr-
um byggingarefnum. Árið 1906
var stofnað félagið Steinsteypu-
öldin, er hafa skyldi það verkefni
að steypa steina til húsbygginga.
Má af nafngiftinni ráða að menn
töldu sig vera að ganga inn í nýja
tíma í húsbyggingum.
í innbænum er ekkert timbur-
hús byggt allt frá árinu 1912 allar
götur fram til ársins 1981.
Steinhús risu hins vegar eitt af
öðru í alls kyns stíltegundum.
Einnig hófu menn að múrhúða
timburhúsin og má nefna apó-
tekið, sem fyrr er nefnt, sem
dæmi um slíkt hús. Við þá aðgerð
fúnuðu gjaman innviðir og bygg-
ingarnar ónýttust margar á fá-
einum árum.
Einstæðar heildir
Það er ljóst af lestri þessa rits
Hjörleifs Stefánssonar um bygg-
ingasögu Akureyrar, að þar er
um einstæða heild byggðar að
ræða. Hann kveður mikla nauð-
syn bera til að varðveita elstu
kjarnana, þ.e. Fjömna og Innbæ-
inn en auk þess þurfi að varðveita
einstök hús sem skara framúr
fyrir einhverra hluta sakir. Bót er
í máli að níu merk hús er þegar
búið að varðveita skv. þjóð-
minjalögum en mörg eru enn ó-
friðuð og geta orðið fyrir barðinu
á niðurrifsmönnum. I nýju deili-
skipulagi fyrir Innbæinn og
Fjömna er rætt um að aðgát skuli
höfð varðandi uppbyggingu
svæðisins, en síðar verður vikið
að þeim þætti. Skal hér látið stað-,
ar numið í stiklun byggingarsögu I
Akureyrar. -v.
Fjaran og innbærinn á Akureyri. Elsti kjarni byggðarinnar á kost á varðveislu.
1890 en 11 árum síðar vom þeir
orðnir 1370 talsins og varð
aukningin mest á Oddeyri.
Fyrir 1892 má heita að bærinn
hafi verið alveg tvískiptur en þá
var hafist handa um vegalagningu
á milli bæjarhlutanna og annaðist
Tryggvi Gunnarsson það verk.
Með tilkomu vegarins myndaðist
byggð meðfram honum og reið á
vaðið Páll amtmaður Briem, sem
reisti sér hús í sk Barðslaut, nú
Hafnarstræti 49 þar sem Skátafé-
lag Akureyrar hefur sitt fé-
Iagsheimili í dag. Mun hafa ráðið
vali amtmanns að mikill rígur
hafði myndast milli bæjarhlut-
anna og taldi yfirvaldið réttast að
vera mitt á milli Oddeyrar og Ak-
ureyrar. Um 1898 var gerður
skipulagsuppdráttur að Torfu-
nefí og kom Pöntunarfélag
varð hrepparígur til að efla mið-
svæðið í áranna rás.
Helstu húsagerðirnar
í riti Hjörleifs Stefánssonar
kemur fram að þau hús sem fyrst
voru byggð á Akureyri séu nú öll
horfin af sjónarsviðinu. Elsta
húsið er talið vera Laxdalshús,
byggt árið 1795. Mörg húsanna
voru rifin, önnur urðu eldi að
bráð. Hins vegar eru enn til á Ak-
ureyri hús frá því fyrir miðja síð-
ustu öld og þar gefur að líta sýnis-
horn flestra þeirra húsagerða sem
einkenndu fyrstu ár kaupstaðar-
ins. Lýsingar eru til af fyrstu hús-
unum auk þess sem athuganir á
samtíða húsum á öðrum stöðum
fylla upp í þá mynd sem horfin er í
dag.
Fyrstu húsin eru geymsluhús,
unarháttum er farið að reisa
verslunarhús í auknum mæli.
Árið 1836 var Aðalstræti 14
byggt sem íbúðarhús héraðslækn-
isins og mun það vera fyrsta tví-
lyfta íbúðarhúsið á Ákureyri.
Mun ekki fráleitt að telja það
fyrsta tveggja hæða húsið á
landinu. Hús þetta varð síðar
fyrsta sjúkrahús Akureyrar og er
sá hluti hússins nú friðaður skv.
þjóðminjalögum.
Smám saman bættust fleiri
húsagerðir við með bættum efna-
hag og breyttum verslunarhátt-
um. Islenskir handverksmenn
höfðu sótt þekkingu til útlanda
og voru því færari um að takast
viðameiri verkefni á hendur. Eitt
glæsilegasta hús sem byggt var á
Akureyri eftir miðja 19. öld var
apótekið, Aðalstræti 4. Það var
stærra en flest önnur hús og dró
dám af dæmigerðum dönskum
steinhúsum. Minnir það mjög á
Stjómarráðið í Reykjavík; gafl-
sneytt þak og stór miðjukvistur.
Höfundur hússins var Jón Stef-
ánsson, þá nýkominn frá námi í
Danmörku, og er þetta.hús án
alls vafa tímamótaverk. Hins
vegar hafa verið unnar miklar
' skemmdir á húsinu með því að
það var múrað fyrir áratugum
síðan og augnstungið. Segir
Hjörleifur í greinargerð sinni að
nauðsyn beri til að varðveita hús-
ið og koma í upprunalegt horf.
íslenskir smiðir þróuðu smám
saman íslenskar húsgerðir og má
nefna Aðalstræti 15 sem gott
dæmi þar um. Það hús er tvflyft
með lágu valmaþaki, klætt lá-
réttri timburklæðningu. Hörður
Ágústsson listmálari nefnir þessa
húsgerð nýklassík og telur Helga
Helgason tónskáld og húsasmið
upphafsmann hennar. Önnur hús
risu við Hafnarstræti í þessum
anda.
Tilsniðin hús voru flutt til
landsins nokkru fyrir aldamót og
voru þar nýríkir sfldar- og hval-
veiðimenn að verki. Þá höfðu
Norðmenn hafið fjöldafram-
leiðslu á slíkum húsum, en þau
voru á háum sökklum, portbyggð
með síðu þakskeggi og sperru-
endar oft skreyttir. Gluggar voru
stærri og hátt til lofts og vítt til
veggja. Hafnarstræti 3 er dæmi
um slíkt innflutt hús, en það lét
Klemens Jónsson bæjarfógeti
reisa upp úr aldamótum. íslensk-
ir smiðir gerðu eftirlíkingar af
þessum tilsniðnu húsum og er
tómthúsmenn. Þá er þegar rætt
um að flytja verslunina út á
Oddeyri en ekkert varð úr fram-
kvæmdum fyrr en áratug síðar.
Nægt landrými var á Oddeyrinni
og með tilkomu Gránufélagsins
efldist byggð þar fljótt.íbúar Ak-
ureyrar voru samtals 602 árið
Eyfirðinga upp verslun þar. Eftir
það efldist Torfunefsbyggðin og
myndaðist þar vísir að miðbæ alls
kaupstaðarins eftir síðustu alda-
mót. Barnaskólahúsið reis mitt á
milli gömlu bæjarkjarnanna um
aldamót og 6 árum síðar Sam-
komuhúsið, enn þann dag í dag
glæsilegt og reisulegt hús. Þannig
sem einnig voru notuð til verslun-
ar. Eins og áður sagði reis fyrsta
eiginlega íbúðarhúsið ekki fyrr
en árið 1777. Með frjálsari versl-
Gamlar bækur
til sölu
Við tökum í hverri viku fram áhugaverð söfn
bóka, íslenzkra og erlendra.
Verzlun okkar hefur nú verið endurskipulögð,
flokkun bókanna er miklu nákvæmari en
áður, þannig að allir geta gengið beint að
viðkomandi flokkum.
Vekjum athygli á nokkrum bókum og verkum
sem nýlega hafa komið:
Annálar 1400-1800 1.-5. bindi, Annáll 19. aldar eftir séra Pétur
Guðmundsson, tímaritið Birtlngur 1.-14. árg. (komplet), Brands-
staðaannáll, tímaritið Gandur (með Ástu Sigurðar og Jóhanni
Péturssyni), íslenzk orðtök eftir dr. Halldór Halldórsson, íslenzk
mlðaldakvæði, útg. Jóns Helgasonar, Konungsskuggsjá (útg.
Finns Jónss.), Minjar og menntir, rit til dr. Kristjáns Eldjárns,
íslenzkar gátur, þulur og skemmtanir eftir Ólaf Davíðsson og Jón
Árnason l-IV bindi, komplet frumútg. með kápum, Rauðir pennar
1.-4. bindi, allt þetta fræga byltingarverk í bókmenntasögunni,
Rímnasafn, útg. Finnur Jónsson, Hrynjandl íslenzkrar tungu eftir
Sig. Kr. Pétursson, Wlllard Fiske, Life and Correspondence eftir
Horatio White, fágætt verk, Die Stellung der freien Arbeiter In
Island, doktorsrit Þorkels Jóhannessonar, í lofti, bók dr. Alexand-
ers um íslenzk flugmál, blaðið fsland með vasabók Eysteins Jóns-
sonar, (blaðið, sem lögregluyfirvöld gerðu upptækt), Almanak
Ólafs Thorgeirssonar 1898-1954, frumútgáfan í fínu skinnbandi,
Dropar 1-2, tímarit kvenna, Tímaritið Dvöl, Iðnsaga fslands 1 .-2.
bindi, tímaritið Heima er bezt, gamla Iðunn og nýja Iðunn,
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 1.-11. bindi,
Laxamýrarættin, Ættir Síðupresta, Skútustaðaættin, Dala-
menn 1 .-3. bindi og ýmsar fleiri ættarskrár, Sögur úr Keldudal eftir
Gunnar Benediktsson, Heimsljós eftir Laxness, frumútg. 1.-4.
bindi, Mínir vinlr, hin fræga „Reykjavíkur" skáldsaga Þorláks Ó.
Johnson, Pétur Gautur, þýðing Einars Ben.
Við kaupum og seljum flestar íslenzkar
bækur, gamlar og nýjar, heil söfn og einstak-
ar bækur. Gefum út bóksöluskrár með nýj-
ustu upplýsingum um fyrirliggjandi bækur og
sendum þær frítt til allra sem þess óska utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Sendum í póstkröfu hvert sem er. Vinsam-
lega hringið, skrifið eða lítið inn.
Ðókavarðan - Gamlar
bækur og nýjar
Vatnsstíg 4-101 Reykjavík
Sími 29720
NÖLBRAinASKÓUNN
BREIÐHOUI
Austurbergi 5 109Reykjavik ísland simi756 00
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Skólaslit verða í Bústaðakirkju föstudaginn 19.
desmber og hefjast klukkan fjögur síðdegis.
Allir nemendur dagskóla og öldungadeildar er
lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára braut-
um komi á skólaslitin.
Þannig skulu allir nemendur er lokið hafa áföng-
um sjúkraliða, matartækna, sveinaprófsnema,
sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi taka á
móti prófskírteinum við skólaslitin.
Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar
skólans eru velkomnir í Bústaðakirkju kl. 16.00
föstudaginn 19. desember.
Skólameistari.