Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 13
HEIMURINN íranska fréttastofan Irna hafði í gær eftir háttsettum írönskum embættis- manni að þeir meðlimir OPEC sem ekki vildu fylgja ákvörðunum samtakanna ætti að víkja úr sam- tökunum og mun þarna átt við írak. írakar hafa ekki viljað sam- þykkja þann kvóta sem samtökin vilja koma á til að hækka olíuverð í heiminum. (ranir hafa áður kraf- ist þess að írakar verði reknir úr OPEC. Hingað til hafa hins vegar engin aðildarríki verið rekin i 26 ára sögu samtakanna. María mey dregur þessa dagana til sín stóra hópa kristinna Beirutbúa eftir að ferðskrifstofustarfsmaður í Beirut sagðist hafa séð Ijómandi skugga Maríu úr íbúð sinni. íbúar biðja fyrir lausn frá stríði hungri og útlegð í hrörlegri íbúð í Beirut. Eigendur íbúðarinnar segjast ekki hafa sofið frá því þeir sáu Ijómandi skugga Maríu meyjar út um eldhúsgluggann hjá sér síð- astliðinn föstudag. Fólk kemur og kveikir á kertum og biður bænir á hnjánum, jafnt inni í íbúðinni sem utan dyra. Eldhúsglugginn hefur nú verið rifinn úr húsinu og send- ur í sérstaka rannsókn á vegum kirkjulegra yfirvalda í Beirut. Prestur einn í Beirut sagðist ekki hissa á ákafa fólksins sem kemur til að biðjast fyrir. „Það þarf að tjá áhyggjur sínar og krjúpa fyrir ein- hverjum sem getur bjargað Lí- banon frá stríði og hungri," sagði presturinn. Los Angeles Times, bandaríska stórblaðið, hélt því fram í gær að Oliver North ofursti og fyrrum starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins banda- ríska, hefði sagt samstarfsmanni sínum frá því að hin raunverulega áætlun um að frelsa bandaríska gísla hefði ekki falist í því að selja Irönum vopn heldur hefði átt að ræna nánum ættingjum hátt- settra manna í Iran samkvæmt skipunum Norths. Blaðið sagði frá því að fyrir sex vikum, morg- uninn eftir að tímarit í Beirut upp- lýsti um grunnatriði þess sem nú er nefnt íranhneykslið, hefði North komið æðandi inn til starfsfélaga síns og sagt honum alla söguna um mannránsáætl- unina. Starfsfélaga þennan segir blaðið vera David Major, sérf- ræðing í baráttu gegn hryðju- verkum. Major hafi komið á fram- færi fyrirspurnum um þetta mál til Norths í gegnum tölvukerfi Þjóð- aröryggisráðsins en North hafi ekki svarað þeim. Loks við þriðju fyrirspurnina hafi North svarað. Svarið við spurningunni um það hvort hann hefði í raun fyrirskipað rán á ættingjum valdhafa í íran, hefði verið eitt orð, já. Los Ange- les Times hefur eftir heimildar- mönnum, fólki sem þekkir North, að honum hafi verið trúandi til alls. En um leið hafi North stigið yfir mörk sannleika og fantasíu fyrir löngu. Einn heimildarmaður- inn segist aldrei hafa vitað hvort North hafi verið að segja sann- leikann. Og það sé í raun hættu- legt. Sumt, jafnvel margt, í hans ótrúlegu sögum geti verið satt. Óeirðum í Karachi í Pakistan linnir ekki og fjöldi látinna var í gær kominn í að minnsta kosti 174 frá því um helgina. Útgöngubanni var í gær létt tímabundið af mestum hluta borgarinnar. Hermenn voru á ferð um borgina, sérstaklega í Orange hverfinu þar sem átök hafa orðið hvað hörðust. Her- menn skutu til bana tvo menn sem voru að kveikja í húsum. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR 7ocmCD HJÖRLEIFSSON K t U I t K Weinberger ber vitni Varnamálaráðherra Bandaríkjanna bar ígœr vitnifyrir þingnefnd um það sem hann vissi um íranhneykslið. Tilkynnt var ígær að Reagan Bandaríkjaforseti fœri ískurðaðgerð í nœsta mánuði Washington - Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom í gær fyrir öryggismálanefnd öldunga- deildar bandaríska þingsins en þessa dagana koma allir helstu ráðamenn í Washington fyrir rannsóknarnefndir þings- ins um íranhneykslið. Þá sagði Larry Speakes frá því í gær að Reagan forseti Bandaríkjanna færi í næsta mánuði í skurðað- gerð á þvagrás en lýsti því yfir að hún stæði ekki í neinum tengslum við aðgerð þá sem forsetinn fór í á siðasta ári þeg- ar illkynjað æxli var numið á brott. Formaður öryggismálanefndar öldungadeildarinnar sagði í gær eftir að hafa hlustað á framburð Donalds Regans, starfsmanna- stjóra Hvíta hússins og George Shultz, utanríkisráðherra, að hann væri þess fullviss að North ofursti, hinn burtrekni starfs- maður Þjóðaröryggisráðsins, hefði staðið einn fyrir fram- kvæmd sinni, án vitundar yfir- manna sinna. Þá sagðist Durenberger myndu biðja nefndina að svara formlega beiðni Reagans um að þeim North og Poindexter verði veitt „tímabundin friðhelgi“ þannig að þeir fáist til að svara spurningum sínum um þátt þeirra í málinu. Flestir nefndarmenn eru and- snúnir þessari hugmynd. Segja að setja eigi á stofn sérstaka óháða nefnd sem fái fullt vald til að krefja menn sagna. Mikil óánægja er nú ríkjandi meðal verkafólks í garö Papandreous forsætisráðherra landsins og stjórnarstefnu hans. Grikkland Stöðug verkföll Verkafólk í Grikklandi er nú í verkfalli og mótmœlagöngum upp á hvern dag til að mótmœla hörðum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarAndreasar Papandreous. Frysting launa hefur verið ígildi í rúmt ár Aþenu - Umfangsmikil verkföll eru þessa dagana í Grikklandi og eru kröfugöngur á nánast hverjum degi um götur Aþenu. Verkföllin eru það víðtæk að ríkisstjórn Papandreous er tal- in stafa hætta af þeim. Papandreou forsætisráðherra er í nokkurri klípu þessa dagana. Til að friða lánadrottna sína hef- ur ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að frysta laun, þ.e. leyfa ekki neinar launahækkanir. Þessi launafrysting hefur verið í gildi frá því í október á síðasta ári. Evrópubandalagið og Alþjóða- bankinn hafa tekið vel í þessar aðgerðir en grískir verkamenn eru ekki jafn ánægðir. Fjöldi þeirra eykst dag frá degi sem fara í verkföll og mótmælaaðgerðir tii að mótmæla stefnu ríkisstjórnar sósíalista. Svo til allir armar grísku verkalýðshreyfingarinnar hafa að undanförnu mótmælt frystingarstefnunni og hún er studd af kommúnistaflokki Hanoi - Þrír æðstu valdamenn Víetnam, aliir um áttrætt, hafa látið af störfum og líkur eru á að yngri mönnum með nýjar hugmyndir verði hleypt að til að bæta bágan efnahag lands- ins. Fréttir af þessu bárust í gær af þingi víetnamska kommúnista- flokksins sem nú stendur yfir. Út- varpið í Hanoi tilkynnti í gær að forseti og aðalritari flokksins, Truong Chinh, forsætisráðherr- ann, Pham Van Dong, og fjórði landsins. Krafist er launahækk- ana og að hömlur verði settar á almennar hækkanir, sérstaklega vaxtahækkanir. Undanfarna ellefu daga hafa þessi mótmæli orðið mjög áber- andi eftir að sorphreinsunar- menn fóru í verkfall í Aþenu og eru nú allar götur borgarinnar að fyllast af rusli. í gær voru nítján sorphreinsunarmenn handteknir eftir átök við óeirðalögreglu þeg- ar þeir reyndu að hindra her- menn í að komast að til að fara með rusl á hauga. En ríkisstjórnin stendur hörð á sínu. Svar hennar við kröfum sorphreinsunarmanna um hærri laun, áætlun um eftirlaun og ný störf fyrir þá sem sagt hefur verið upp, er þvert nei. Papandreou og ráðherrar hans hafa hvað eftir annað sagt að ef takast á að rétta úr kútnum á efnahagssviðinu, verði þessar aðgerðir stjórnvalda að ná fram að ganga. Papandreou segir þessa dag- kommúnistaflokksins valdamesti maðurinn í stjórnmálanefnd kommúnista- flokksins, Le Duc Tho, hefðu til- kynnt á þinginu að þeir hygðust setjast í helgan stein. Chinh, hinn 79 ára gamli aðal- ritari hafði aðeins verið í starfi í sex mánuði, eftir lát Le Duans, leiðtoga flokksins. Annar þremenninganna sem lætur nú af störfum er forsætisráðherrann Pham Van Dong. Hann var einn- ig innanríkisráðherra og þar með yfirmaður lögreglu landsins. Lögreglan hefur einmitt á þing- ana að efnahagsaðgerðirnar séu að bera árangur. Verðbólga verði til að mynda komin níður í 6% í lok ársins. Hagfræðingar sem ekki eru á vegum stjórnvalda telja hins vegar að líklegri tala verði 20% en það væri mesta verðbólga í Evrópubandalags- löndum. Aðgerðirnar áttu upp- haflega að gilda til loka októ- bermánaðar á næsta ári. Nýlega lýsti efnahagsmálaráðherra landsins, Kostas Simitis, hins vegar þeirri skoðun sinni að líkast til yrði að framlengja aðgerðirnar vegna bágborins efnahags- ástands. Minnkandi fylgi Pasok flokks Papandreous í síðustu bæjar- og sveitastjórnarkosningum er talið eiga rót að rekja til hinna um- deildu efnahagsráðstafana. Þá misstu þeir meirihluta í þremur stórum borgum, Aþenu, Pireus og Saloniki. Kommúnistaflokkur landsins hefur látið af stuðningi við Pasok. Þó Papandreou hafi inu nú verið harðlega gagnrýnd fyrir spillingu. Dong hefur lengi átt við vanheilsu að stríða og vilj- að setjast í helgan stein. Hann öðlaðist vinsældir í landinu fyrir harða framgöngu sína í stríðinu við Frakka og síðar Bandaríkja- menn. Ekki er talið víst að væntan- legar breytingar í æðstu stöðum þýði byltingarkenndar stefnu- breytingar hjá yfirvöldum. Arf- takarnir verða tilkynntir í dag, á síðasta degi þingsins. náð endurkjöri á síðasta ári og þurfi því ekki að efna til kosninga fyrr en 1989 gæti þrýstingur al- mennings hins vegar orðið svo mikill að hann neyddist til að boða til kosninga mun fyrr. England Skipt um þrjú líffæri í einu Læknar á sjúkrahúsi í Englandi skiptu í gærmorgun um hjarta, lungu og lifur í einni aðgerð á hálffertugri konu Lundúnum - Læknar á sjúkra- húsi í Cambridgeshire í austur hluta Engiands framkvæmdu í gærmorgun fyrstu skurðað- gerð í heiminum þar sem skipt var um hjarta, lungu og lifur í sömu aðgerðinni. Sjúklingnum sem er 35 ára gömul, móðir eins barns og gift, heilsast nokkuð vel miðað við að- stæður, sögðu læknar hennar í gær. Aðgerðin stóð í sjö klukku- stundir á Papworth sjúkrahúsinu. Konan hefur verið alvarlega veik í langan tíma en það var ekki fyrr en í gær að líffæri voru fáanleg sem hentuðu konunni. Talsmað- ur sjúkrahússins sagði að læknar Papworth sjúkrahússins hefðu getið sér gott orð á undanförnum árum fyrir líffæraflutninga og væri meðal nokkurra sjúkrahúsa í heiminum sem væru fær um slíkar aðgerðir. „Svona aðgerðir verða þó ekki nema á nokkurra ára fresti þar sem aðstæður þurfa að verða svo sérstakar til að aðgerð sem þessi geti heppnast“, sagði talsmaðurinn. Flmmtudagur 18. desember 1986! ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 13 Víetnam Gömlu mennimir hætta Prír afvaldamestu mönnum Víetnam tilkynntu ígœr að þeir hygðust setjast í helgan stein. Ekki er talið ólíklegt að í kjölfarið fylgi hœgfara breytingar á stefnu víetnamska

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.