Þjóðviljinn - 18.12.1986, Síða 15
Körfubolti
Sigur&ur Gunnarsson átti góðan
leik gegn Bandaríkjamönnum í gær.
Valur
bestur
Helgi númer tvö
Valur Ingimundarson er „lcikmaður fyrri
umferðar“ í úrvaisdeildinni í körfuknattleik
hjá Þjóðviljanum. Valur, sem þjálfar Islands-
meistara UMFN og leikur með þeim, hefur
verið valinn 4 sinnum „maður leiksins*' af
íþróttafréttamönnum blaðsins. Félagi hans
úr Njarðvíkurliðinu, Helgi Rafnsson, er ann-
ar en hann hefur verið valinn þrisvar.
Þjóðviljalið fyrri umferðar er skipað eftir-
töldum leikmönnum:
Valur Ingimundarson, UMFN
Helgi Rafnsson, UMFN
Hreinn Þorkelsson, ÍBK
Sturla Örlygsson, Val
Guðni Guðnason, KR
Einar Ólafsson, Val
Jón Kr. Gíslason, IBK
Henning Henningsson, Haukum
Guðjón Skúlason, IBK
Torfi Magnússon, Val
Njarðvíkingar hafa oftast átt „mann
leiksins**, eða 10 sinnum í 11 leikjum. ÍBK
hefur átt hann 8 sinnum, Valur og KR 5
sinnum, Haukar 3svar og Framarar 2svar.
-VS
Valur Ingimundarson.
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur
Vömin small saman
Handbolti
Maik á
mínútu
íslenska unglingalandsliðið reið
ekki feitum hesti frá viðureign sinni
við Finna. Leiknum lauk með sigri
Finna 37-24 og má þar um kenna
slakri vörn íslendinga.
íslendingar stóðu í Finnum framan
af en undir lok fyrri hálfleiks tóku
Finnamir góðan sprett og í hálfleik
var staðan 23-13.
Síðari hálfleikurinn var svipaður,
vörnin galopinn og sóknirnar illa ný-
ttar og Finnarnir gengu á lagið.
Ólafur Einarsson var sá eini í ís-
lenska liðinu sem lék eftir getu og
varði nokkuð vel.
Mörk íslands: Óskar Helgason 5, Stef-
án Kristjánsson 5, Gunnar Beinteinsson 4,
Héðinn Gilsson 4, Hálfdán Þórðarson 3,
Pétur Petersen 2 og Þórður Sigurðsson 1.
Flest mörk Finna gerðu þeir Ka-
ellman 11 og Roenberg 9.
-SH/Selfossi
íslendingar virðast ioksins vera
að ná sér á strik á alþjóðlega
handknattleiksmótinu. Þeir sigr-
uðu Bandaríkjamenn nokkuð ör-
uglega í gær 21-15 í sínum besta
leik til þessa. Staðan í hálfleik var
12-6 íslendingum í vU.
Leikurinn fór rólega af stað og
eftir tólf mínútur var staðan 1-0
fyrir ísland! Þá tóku íslendingar
við sér og komust í 5-2 á góðum
kafla og juku muninn smátt og
smátt og í hálfleik var 6 marka
munur 12-6.
íslendingar byrjuðu síðari hálf-
leikinn af krafti og náðu 8 marka
forskoti 16-8. Þá kom slæmur
kafli og Bandaríkjamenn náðu að
saxa á forskotið. Þegar 10 mínút-
ur voru til leiksloka var staðan
17-13. Þá skoraði Þorgils Óttar
18. mark íslendinga og eftir það
má segja að sigurinn hafi verið í
höfn.
Vöm íslenska liðsins var góð í
þessum leik og allt annað að sjá
til hðsins en í leiknum gegn Finn-
um. Geir Sveinsson lét heyra vel í
sér og batt vörnina saman. Sókn-
arleikurinn var svolítið ráðleysis-
legur á köflum en þó sæmilegur.
Steinar Birgisson átti góðan leik
og sama má segja um Sigurð
Gunnarsson, þá átti Karl Þráins-
son góðan leik í horninu.
Einar Þorvarðarson stóð lengst
af í markinu og varði sæmilega.
Hjá Bandaríkjamönnum voru
þeir mest áberandi Story, Goss
og markvörðurinn Oshita sem
varði vel þ.á m. tvö vítaköst frá
Sigurði Gunnarssyni.
„Ég er nokkuð ánægður með
þennan leik,“ sagði Guðjón Guð-
mundsson liðstjóri íslenska
landsliðsins í samtali við Þjóðvilj-
ann eftir leikinn. „Þetta er tví-
mælalaust besti leikur okkar til
þessa og mestu munar um vörn-
ina og markvörsluna sem var
mun skárri en í fyrsta leiknum.
Svo er bara að vona að strákamir
haldi þessu striki og vinni þetta
mót.
Mörk íslands: Steinar Birgisson 6, Júl-
(us Jónasson 4, Karl Þráinsson 3, Siguröur
Gunnarsson 3, Guðmundur Guðmunds-
son 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1 og Aðal-
steinn Jónsson 1.
Flest mörk fyrir Bandaríkja-
menn skoriðu Story 5 og Goss 3.
-SH/Selfossi
Guðmundur Hrafnkelsson.
Handbolti
Þrir markmenn efstir
Guðmundur bestur ífyrri umferð
Þrír markverðir hafa oftast hlotið útnefninguna „maður leiksins** í 1. deild karla í handknattleik
hjá íþróttafréttamönnum Þjóðviljans á þessu keppnistímabili. Þetta eru þeir Guðmundur Hrafnkels-
son, Breiðabliki, magnús Arnason, FH og Brynjar Kvaran, KA, en þeir hafa verið valdir þrívegis
hver.
Breiðablik hefur fengið fæst mörk á sig af þessum þremur liðum og er efst í 1. deild og því veljum
við Guðmund Hrafnkelsson sem markvörð „Þjóðviljaliðs fyrri umferðarinnar“, og jafnframt „leik-
mann fyrri umferðar". Þjóðviljaliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki, Magnús Árnason, FH, Júlíus Jónasson, Val, Björn
Jónsson, Breiðabliki, Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, Hilmar Sigurgíslason, Víkingi, Konráð
Olavsson, KR, Þorgils Óttar Mathiesen, FH, Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki, Sigurjón Sigurðsson,
Haukum, Hannes Leifsson, Stjörnunni og Egill Jóhannesson, Fram.
Útspilararnir hafa allir nema fjórir þeir síðastöldu verið valdir tvívegis „maður leiksins". Alls
hefur 31 leikmaður hlotið þá útnefningu í 44 leikjum 1. deildarinnar og flestir þeirra frá Víkingi,
fimm talsins, fæstir frá Ármanni, enginn. -VS
Körfubolti
Átján valdir í
tvölandsliö
Leikið á Möltu á milli jóla og nýárs og í Svíþjóð í janúar
„Við teljum okkur vera orðna
nógu sterka til að senda tvö lands-
iið í alþjóðleg mót og gerum okk-
ur vonir um að bæði geti staðið
fyrir sínu,“ sagði Einar Bollason
landsliðsþjálfari í körfuknattleik
þegar hann tilkynnti tvo lands-
liðshópa í gær.
Sá fyrri fer til Möltu á annan í
jólum og leikur þar við Luxem-
burg, úrvalslið Sikileyjar og
Möltubúa dagana 27.-29. des-
ember. Þangað fara 11 leikmenn
og hafa tíu verið valdir. Þeir eru
eftirtaldir:
Pálmar Sigurösson, Haukum
Ivar Webster, Þór
(sak Tómasson, UMFN
Ólafur Rafnsson, Haukum
Teitur örlygsson, UMFN
Sturla Örlygsson, Val
Björn Steffensen, ÍR
Gylfi Þorkelsson, IBK
Einar Ólafsson, Val
Páll Kolbeinsson, KR
Ellefta manni verður bætt við
einhvern næstu daga, hugsanlega
verður það Birgir Mikaelsson
sem stundar nám í Bandaríkjun-
um í vetur.
Þeir Pálmar og ívar eru líka í
seinni landsliðshópnum sem
segja má að sé A-landslið ís-
lands. Þaðfer til Svíþjóðar2. jan-
úar og mætir þar geysisterkum
þjóðum, Svíþjóð, Grikklandi og
Israel. Þann hóp skipa eftirtaldir:
Þálmar Sigurösson, Haukum
Jón Kr. Gíslason, IBK
(var Webster, Þór
Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN
Henning Henningsson, Haukum
Valur Ingimundarson, UMFN
Guðni Guðnason, KR
Hreinn Þorkelsson, IBK
Guðmundur Bragason, Grindavík
Helgi Rafnsson, UMFN
Torfi Magnússon gaf ekki kost
á sér í þessi verkefni og Þorvaldur
Geirsson kemst ekki vegna vinnu
sinnar. Valur Ingimundarson
tekur við stöðu Torfa sem fyrir-
liði landsliðsins og varafyrirliði
verður Hreinn Þorkelsson.
Landsliðshóparnir hófu dag-
legar æfingar sl. mánudag og hjá
þeim verður aðeins frí einn dag til
8. janúar, jóladag. Það verður
m.a.s. æft að morgni aðfanga-
dags og gamlársdags og fyrir há-
degi á nýársdag! Torfi Magnús-
son mun stjórna æfingum Sví-
þjóðarhópsins á meðan hinir eru
á Möltu undir stjórn Einars
Boilasonar og Gunnars Þorvarð-
arsonar.
í þessari syrpu mun ísland
leika í fyrsta skipti við Möltu og
Sikiley. Sextán leikir hafa verið
leiknir við Svía og allir tapast,
tveir við ísrael og báðir tapast og
einn við Grikkland sem tapaðist.
ísland hefur hinsvegar unnið
Luxemburg í öllum tíu lands-
leikjum þjóðanna til þessa.
-VS
Glenn Hoddle.
Glenn lioddle, enski landsliðs-
maðurinn hjá Tottenham, til-
kynnti í gær að nær öruggt væri
að hann gengi til liðs við erlent
félag að loknu þessu keppnistíma-
bili.
„Ég myndi alltaf sjá eftir því
síðar meir ef ég léti ekki reyna
virkilega á hvað ég get. í haust
var afstaða mín önnur en nú veit
Keila
Sextán eftir
í bikarnum
Fyrsta umferðin í bikarkeppni
Keilufélags Reykjavíkur fór fram
þann 10. dcsember. Alls voru 28 lið
skráð til leiks, þrjú mættu ekki, níu
voru slegin út og fjögur sátu hjá þann-
ig að eftir eru 16 lið sem leika í 2.
umferð í febrúar.
Þessi lið eru: Fellibyiur, Topp-
sveitin, Þröstur, Keilubanar, Mána-
skin SF, Kakkalakkar, Víkingasveit-
in, Stormsveitin, Kaktus, Keiluvinir,
Stórskotaliðið, Gandaflokkurinn,
Dúkpjötlur, KKG, JP Kast og
Gúmmíkappar.
ég að þetta er það eina rétta,
sagði Hoddle.
Glenn Hoddle er 29 ára, ólst
upp hjá Tottenham og hefur
leikið með félaginu allan sinn fer-
il. Hann hefur lengi þótt einn al-
besti knattspyrnumaður á Bret-
landseyjum en hefur of sjaldan
tekist að sýna snilli sína með
enska landsliðinu.
-VS/Reuter
England
Hoddle á fömm
Flmmtudagur 18. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15