Þjóðviljinn - 20.12.1986, Side 7

Þjóðviljinn - 20.12.1986, Side 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Loftur Guttormsson Islensk vísindasaga Sókrates tekur viö eiturbikarnum í Aþenu árið 399 f.Kr. Þorsteinn Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli I Mál og menning 1986 Það verður að teljast til tíðinda að út er komið frumsamið rit á íslensku um vísindasögu. Slíkum fræðum hefur almenningur hér á landi helst getað kynnst undan- farna áratugi af ritverki Ágústs H. Bjarnasonar, Sögu mannsandans, sem nú er mjög komið til áranna. Auk þess er það almenn hugmyndasaga og þróun vísindalegrar hugsunar er aðeins einn af mörgum þáttum hennar. Þá er þess að gæta að á síðustu áratugum hefur verið mikil gróska í vísindasögurann- sóknum og almennur áhugi á þeim farið vaxandi, ekki síst eftir að Thomas Kuhn birti árið 1962 rit sitt, The Structure of Scientific Revolutions, sem síðan hefur orð- ið víðfrægt. Það rit sem hér er til umræðu, Heimsmynd á hverfanda hveli eftir Þorstein Vilhjálmsson dós- ent, er raunar ekki almenn vís- indasaga í vanalegum skilningi heldur saga stjarnvísinda og heimsmyndar. í þessu riti segir frá „heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newt- ons” (þannig hljóðar undirtitill fyrra bindis sem nú liggur fyrir). Fyrir höfundi vakir, að eigin sögn, ekki aðeins að segja sögu heldur einnig að vekja til um- hugsunar um vísindaheimspeki- legar spurningar, t.d. hvað ein- kennir vísindi, hvernig tengjast þau samfélagi og umhverfi og hvað ræður framvindu þeirra? Höfundur telur sig í flokki þeirra sem vilja stuðla að því að brúa bil hugvísinda og raunvísinda - enda sé fátt betur til þess fallið en ið- kun vísindasögu. Jafnframt kveðst hann gjarnan vilja „sýna fram á, að hægt sé að skrifa um þessa hluti á þann hátt að auð- skilið sé almenningi” (bls. 12). Þorsteini er mikið í mun að var- ast þá fallgryfju sem kallast tíma- skekkja en hann kýs að nefna söguskekkju (er það betri þýðing á anachronism?) - þá til- hneigingu manna að meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma. Til þess m.a. að rétta af kompásinn fjallar hann í fyrsta kafla um „hvað það er í gangi himintungla sem við sjáum með berum eigin augum” (s. 13). Þannig vill hann leiða lesandann í spor þeirra sem í árdaga höfðu ekki við annað að styðjast en skilningarvit sín og dómgreind til að átta sig á heimsmyndinni. Síð- an hefst hin sögulega frásögn: uppruni stjarnvísindanna er rak- inn aftur til forsögulegra tíma (á getsagnakenndan hátt eins og viðbúið er) og hinna fyrstu menn- ingarríkja í „frjósama hálfmán- anum” og Egyptalandi. Hér er einkum lögð áhersla á framlag hinna fornu menningarþjóða til þess tímatals sem er grundvöllur nútímalegra tímatalsreikninga Vesturlandabúa, sem og til stærðfræðilegrar stjörnufræði (hið síðarnefnda á við Súmera/ Babýlóníumenn). Frásögnin er hér tiltölulega almenns eðlis; öðru máli gegnir um framhaldið þar sem segir frá árdögum forn- grískrar menningar: hér koma fyrst til skjalanna nafngreindir heimspekingar þannig að unnt reynist að feðra tilteknar hug- myndir, allt frá „vatnskenningu” Þalesar frá Mfletos til atómkenn- ingar Demókrítosar. f fjórða kafla ræðir svo um straumhvörfin miklu á blómaskeiði forngrískrar og hellenistískrar menningar þegar „heimspekin færðist niður úr skýjunum” (Ciceró). Hér verður fyrirferðarmest í frásögn Þorsteins þrístirnið Sókrates, Platón og Aristóteles; um sól- miðjuhugmynd Aristarkosar og stjörnufræði Ptólemaíosar, „ÍCópernikusar fornaldar”, er einnig fjallað ítarlega og er meira nýmæli í íslensku riti að þeirri umfjöllun; efnið er líka í brenni- depli þessarar heimsmyndasögu. Hér leiðréttir höfundur m.a. þá útbreiddu ranghugmynd að menn hafi fram eftir öldum haft fyrir satt að jörðin væri flöt. í næstsíðasta kafla þessa bindis - Myrkur á miðöldum? - er gerð mjög áhugaverð grein fyrir með- höndlun kirkjufeðranna og skólaspekinga miðalda á hinum forngríska þekkingararfi. Um af- stöðu hinna fyrrnefndu eru eftir- farandi fullyrðingar Tertúllíanus- ar býsna dæmigerðar: „Vér þurf- um engrar forvitni við úr því að vér höfum Jesúm Krist, engra rannsókna við úr því að vér höf- um eignast guðspjallið” (s. 188). Þessi eindregna afneitunaraf- staða breyttist mjög þegar líða tók á miðaldir og kirkjan var orð- in óumdeild og bjargföst stofnun; þá hófst söguleg sambræðsla hinnar klassísku heimsmyndar og kristinnar sköpunarsögu er náði fullkomnun hjá heilögum Tómasi frá Akvínó. Eins og höfundur sýnir ljóslega gegndu Arabar lyk- ilhlutverki fyrir þessa sam- bræðslu með því að varðveita og ávaxta menningar- og vísindaarf fornaldar. Bókinni lýkur með ítarlegri umfjöllun um sólmiðjukenningu og stjörnufræði Kópernikusar, „kópernísku byltinguna”. En höfundur sér merki um aðfara hennar í „starfi merkra fræði- manna í Evrópu á síðmiðöldum”, náttúrspekinganna Ockhams, Buridans og Oresmes. Kveðst hann eiga bágt með að trúa öðru en hugmyndir þeirra „hafi með einum eða öðrum hætti haft áhrif á síðari þróun þegar menn eins og Kóperníkus og Galileo koma til sögunnar” (s. 216). Er hér vikið að því úrlausnarefni vísinda- og hugmyndasögunnar sem hefur dregið svo mjög að sér athygli fræðimanna á síðari árum - og Nafn rósarinnar er með vissum hætti angi af. ☆ Með stuttaralegri greinargerð fyrir helstu efnisþáttum þessa bindis er raunar fátt eitt sagt um gildi þess. Bókartextinn hefur stuðning af 58 myndum og eru fjölmargar þeirra beinlínis til skýringar á meginviðfangsefn- inu, afstöðu himintungla (og landa) eins og hún hefur birst lær- dómsmönnum í tímans rás. Myndirnar gera það að verkum að margt sem ella myndi birtast leikmanni í þoku verður deginum ljósara. Hér bætast við ekki færri en 18 töflur sem geyma flestar tímatalsyfirlit yfir helstu viðburði í stjórnmála- og menningarsögu árþúsundanna sem hér er farið yfir. Töflurnar, ásamt nokkrum sögukortum (í myndaflokknum), auðvelda lesandanum mjög að greina fyrirbæri vísindasögunnar í samhengi við almenna fram- vindu sögunnar. Jafnframt ver höfundur talsverðu rúmi í upp- hafi kafla í lýsingu á aðstæðum og einkennum hvers meginskeiðs eða menningarsvæðis. Spássíu- fyrirsagnir veita svo góða yfirsýn yfir efnisatriði á hverri opnu. Með þessari uppsetningu er rit- ið gert mjög aðgengilegt og að- laðandi; gerð sjálfs textans leiðir til hins sama: hann er með óvana- lega persónulegu yfirbragði (af fagriti að vera), höfundur fer síður en svo í felur með sitt „ég”! Þá skírskotar hann oft til íslenskr- ar sögu og kunnuglegra menning- arfyrirbæra í samtíð okkar eins og stjörnuspeki, spíritisma o.þ.h. Fæ ég ekki betur séð en Þorsteini | hafi tekist með ágætum að efna fyrirheit sitt um „auðskiljan- leika”. Ekki er minna um það vert að ritið svarar jafnframt þeim kröf- um sem gerðar eru til fræðilegrar umfjöllunar: í textanum er vísað til heimilda aftanmáls, birt heim- ildaskrá sem og nafna- og atriðis- orðaskrá. Þá er akkur í skrá yfir fræðiorð með skýringum; getur þar að líta ófá nýyrði, þar af eins- taka yfir fyrirbæri sem kunnug eru undir öðru heiti á íslensku (t.d. útleiðsla í merkingunni af- Ieiðsla (dekuction)). Þessa tvíþættu kröfu, þ.e. al- þýðlega framsetningu og fræði- lega umfjöllun, hefur Þorsteini tekist að samrýma mæta vel. Hann heldur fast að lesandanum mörgum álitamálum vísindasög- unnar, m.a. þeim sem stafa af heimildafæð eða túlkunarvanda. Eins vekur hann til umhugsunar um ýmsar veigamiklar („kuhn- ískar”) spurningar m.a. varðandi samfellu/rof í þróun vísindanna. í þessu skyni vitnar höfundur ósp- art í seinni tíma fræðimenn, teflir fram andstæðum sjónarmiðum og leggur einatt sitt eigið mat á þau. Oft tekst höfundi hér vel til en stundum þykir mér hann helsti örlátur á beinar tilvitnanir í starfsbræður sína, hefði betur stytt þær sumar hver j ar eða endu- rsagt með eigin orðum. Öðru máli gegnir um beinar tilvitnanir í gerendur þessarar sögu sem fá talsvert rúm á síðum bókarinnar. Þær eru yfirleitt vel til fundnar og nýttar skynsamlega til þess að varpa ljósi á hugmyndaheim samtímans. ☆ Það er áreiðanlega ekki á færi annars en raunvísindamanns að greiða úr flækju þeirra heims- mynda sem menn hafa búið sér til í sögunnar rás. En staðgóð þekk- ing í eðlisfræði og stjörnufræði hrekkur án efa skammt, ein sér, til að miðla sögu á borð við þá sem hér liggur fyrir. Til þess þarf raunvísindamaðurinn að ganga í bandalag við sagnfræðinginn. Við fyrstu yfirsýn virðist mér að Þorsteini Vilhjálmssyni hafi tek- ist einkar vel að hagnýta sér innsæi og verkfæri beggja. Ritið er mjög vandað að allri gerð og sérdeilis skemmtilegt aflestrar. Loftur Guttormsson Laugardagur 20. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.