Þjóðviljinn - 20.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.12.1986, Blaðsíða 13
Sakharof og Bonner frjáls Rósir dægranna Ný bók eftir Málfríði Einarsdóttur Þessi bók er tekin saman úr eftirlátnum skrifum Málfríðar Einarsdótturen hún léstárið 1983. Af efni bókarinnar má nefna pistla um list og skáld- skap, aldaranda og samtímamenn; og úrval bréfa. Nýjasta efnið er frá 1983 en hið elsta frá 1940. „ Það er eittaf undrum veraldar hvernig sumt fólk getur allt í einu sprottið fram á efstu árum lífs síns og ausiðyfir okkur geníalíteti slíku að maður grætur það eitt að hafa ekki notið þess fyrr. ” (Heimir Pálsson) Laufásvegi 4, Reykjavík Símar 17095 og 18103 Sovétríkin 65 ára gamli Nóbelsverðlauna- hafi, hafði í mörg ár verið leiðandi í mannréttindabaráttu innan Sovétríkjanna. Hann var einnig leiðandi á sínum tíma í því að Sovétmönnum tókst árið 1953 að smíða sína fyrstu vetnis- sprengju. Jelena Bonner var árið 1984 dæmd til 5 ára útlegðar í Gorkí fyrir aðgerðir gegn ríkinu. í júní á þessu ári var henni hins vegar leyft að fara til Bandaríkjanna til að leita sér lækninga. Hún notaði tækifærið og hitti að máli helstu þjóðarleiðtoga á Vesturlöndum og gagnrýndi hið sovéska kerfi opinberlega. Talið er að leiðíogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbat- sjof, hafi frá því hann tók við völdum verið mjög í mun að leysa Sakharof málið til að minnka mikla og stöðuga gagnrýni á mannréttindamál í Sovétríkjun- um. Sú afstaða hafi hins vegar verið endurskoðuð vegna at- Sakharof og Bonner. Þau eru nú laus úr „innlendri útlegð" í Gorkí við Volgubakka, 400 kílómetra frá Moskvu. hafna Bonner í sex mánaða dvöl hennar á Vesturlöndum á þessu ári. En eftir að Bonner kom aftur til Sovétríkjanna hefur lítið heyrst frá þeim hjónum. Sovésk yfirvöld hafa hins vegar gert nokkuð til að bæta ímynd sína á Vesturlöndum í mannréttinda- málum, sérstaklega á þessu ári. Andófsmaðurinn Anatólí Sjar- anskí fékk að fara til ísraels í fe- brúar og fyrir nokkrum dögum var andófsmanninum og ljóð- skáldinu Írínu Ratúsjinskaju, leyft að flytjast til Bretlands eftir að hafa afplánað dóm í vinnubúð- um fyrir andsovéskan áróður. Af öðrum andófsmönnum sem hafa fengið að flytjast til Vesturlanda má nefna Júrí Orlof og David Goldfarb. Sakharof hafði gefið í skyn að hann vildi nauðugur flytjast til Vesturlanda. Gorbatsjof Sovét- leiðtogi endurtók hins vegar á þessu ári að Sakharof vissi of mörg ríkisleyndarmál til að fá að yfirgefa Sovétríkin. Sjá nánar leiðara ÁB bls.4. Guðrún Guðvarðardóttir Ferðaminningar af Vestfjörðum Niðjatal Þóru Gunnlaugsdóttur Ferðafrásagnir Guðrúnar Guðvarðardóttur anga af rótarilmi vestfiskrar náttúru og mannlífs Dreifing: Mál og menning HEIMURINN Sovéskyfirvöld tilkynntu ígær að sovéska vísindamanninum, nóbelsverðlaunahafanum og andófsmanninum Andrei Sakharof og konu hans, andófsmanninum Jelenu Bonner, vœrifrjálst að snúa til Moskvu úr útlegð sinni í Gorki Moskvu - Sovésk yfirvöld til- kynntu í gærmorgun að andó- fsmaðurinn og vísindamann- inum Andrei Sakharof og Je- lenu Bonner, eiginkonu hans, væri heimilt að snúa aftur til Moskvu úr útlegð þeirri í Gorkí sem þau voru sett í fyrir sex árum. Aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, Vladimír Petrof- skí, sagði á fréttamannafundi í gær í Moskvu að Sakharof hefði farið fram á það við sovésk stjórnvöld að hann og kona hans fengju að snúa aftur til Moskvu. „Sú ákvörðun var tekin að verða við þessari beiðni og æðstaráð Sovétríkjanna ákvað einnig að náða Jelenu Bonner“, sagði Petr- ofskí. Pessi ákvörðun kemur í kjölfar mikils þrýstings á sovésk yfirvöld að leyfa Sakharof og Bonner að fara frjáls ferða sinna en þau voru send í útlegð til Gorkí í janúar 1980 án þess að réttarhöld færu fram í máli hans. Sakharof, hinn Grikkland/ Sorphreinsunarmenn Verkfalli lokið Aþenu - Rúmlega 20.000 grískir sorphreinsunarmenn sem verið hafa í verkfalli í tæp- ar tvær vikur komust að samkomulagi við stjórnvöid í gær um að hætta verkfallsað- gerðum. Rotnandi sorp var farið að yfir- fylla götur Aþenu vegna verkfalls sorphreinsunarmanna. Peir hafa krafist hærri launa og breytinga á eftirlaunareglum. Yfirvöld munu hafa fallist á helstu kröfur þeirra. Ekki er þó ljóst hvort fallist hefur verið á kröfur um kauphækkanir þeim til handa en stjórnvöld settu frystingu á öll laun í landinu á síðasta ári. Þá voru einnig 30 sorphreinsunarmenn, handtekn- ir voru í vikunni þegar verkfalls- mönnum lenti saman við lög- reglumenn sem reyndu að rjúfa verkfallsvörslu sorphreinsunar- manna, leystir úr haldi. Undanfarið hefur alda verk- falla gengið yfir Grikkland. Með- al þeirra sem verið hafa í verkfalli eru flugmenn hjá Olympic ríkis- flugfélaginu, sjómenn, kennarar og starfsmenn raforkuvera. ■ ' ------------------- Irangate saksóknarí Washington - Lawrence Waish, virtur málafærslumaður í Bandaríkjunum og fyrrum dómari og diplómat, var í gær útnefndur sérstakur sjálfstæð- ur saksóknari til að standa fyrir sakarannsókn á íran-mál- inu margumtalaða. Walsh var tilnefndur í starfið eftir að Reagan Bandaríkjafor- seti hafði hvatt til að stofnuð yrði sjálfstæð rannsóknarnefnd til að ganga úr skugga um það hvort bandarísk lög hefðu verið brotin og sækja þá til saka sem gerst hefðu brotlegir vegna leynilegrar vopnasölu til írans og dreifingu hagnaðarins til Contra hryðju- verkasveitanna í Nicaragua. Walsh fær mikil völd, svipuð þeim sem saksóknararnir Archi- bald Cox og Leon Jaworski höfðu í Watergate málinu fyrir nokkr- um árum. Þingrannsóknir hafa verið í gangi að undanförnu og hafa beinst sér að því hvort North of- ursti hafi verið einn að verki eða hvort einhverjir honum æðri, allt að Reagan Bandaríkjaforseta, hafi skipað fyrir verkum eða sam- þykkt aðgerðirnar í íranvopnas- ölunni og fjármagnstilfærslum til Contra hreyfingarinnar. Reagan hefur hingað til neitað allri vitn- eskju um fjármagnstilfærslurnar. Eftir áramót þegar Bandaríkja- þing, undir yfirráðum Demókr- ata, kemur saman, hefja tvær rannsóknarnefndir úr öldunga- deild og fulltrúadeild sjálfstæða rannsókn á íran málinu. Þessar nefndir taka við af mörgum litl- um nefndum sem hafa rannsakað málið undanfarnar tvær vikur. Ein þessara nefnda yfirheyrði í gærkvöldi Edwin Meese, yfir- mann bandaríska dómsmála- ráðuneytisins, um það hvort hin- ar hægrisinnuðu Contra hryðju- verkasveitir hefðu notið hagnað- arins af vopnasölu bandarískra yfirvalda til írans og ef svo, í hversu miklum mæli. Bandarískar þingnefndir sem rannsaka Irangate, eins og það er stundum nefnt í Bandaríkjunum, höfðu ætlað að yfirheyra William Casey, yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, en úr því varð ekki að sinni þar sem hann var í fyrradag skorinn upp vegna illkynjaðs æxlis í heila. Hann var fluttur í sjúkrahús á miðvikudaginn, stuttu eftir að hann hafði borið vitni fyrir eiijni þingnefndinni. Þá neitaði hann þvf að hafa vitað nokkuð um peninga- eða vopnasendingar til Contra samtakanna. Fyrrum yfirmaður CIA, Stansfield Turner, sagði hins veg- ar í gær að aðstoðarforstjóri CIA, Robert Gates, væri alveg jafn fær um að svara öllum þeim spurn- ingum sem þingmenn vildu spyrja um tengsl CIA við íran hneykslið. Þá er einnig búist við að Eugene Hasenfus verði spurð- ur af þingnefndum um Contra málið. Hasenfus var á fimmtudaginn náðaður af yfir- völdum í Nicaragua eftir að hafa verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir vopnasmygl til Contra sam- takanna. Hann er nú kominn til Bandaríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.