Þjóðviljinn - 20.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.12.1986, Blaðsíða 12
HLJÓMPLÖTUR Björgvin Halidórsson er góður söngvari. Á nýju sóló- plötunni sinni syngur hann létti- lega 10 dægurlög (a.m.k. 3 úr söngvakeppnum sumarins) eftir ýmsa höfunda: Valgeir Guðjóns- son, Sigurð Bjólu, Ólaf Hauk, Eyjólf Kristjánsson og Aðalstein Ásberg, Jóhann Helgason (2), Jóhann G. Jóhannsson (3) og Ed Welch og Jónatan Garðarsson (2). Útlendingurinn í hópnum er sá hinn sami og útsetti dægurlög- in fyrir Sinfóníuna og er í sama hlutverki hér með Björgvin. Þeir félagar eru vandvirkir í þeim efn- um en ekki að sama skapi nýstár- legir. Auðvitað er til fullt af fólki sem vill svona framreidda dæg- urtónlist, allt huggulegt, slétt og fellt. Mér finnst Björgvin bara of góður söngvari til að bjóða sér ekki upp á eitthvað nýtt á eigin plötu. Eg er alls ekki að segja að það sé vandalaust sem hann ger- ir, t.d. syngur hann þrælvel með Siggu Beinteins Augnaráð þitt til mín talar (Jóh. Helgas.), sem enn og aftur kemur mér til að velta því fyrir mér hvers vegna Björg- vin hefur ekki gælt meira við rokk, ekki síst þungarokk, í stað þess að syngja svo mjög kántrý og missterkar eða -ljúfar ballöður. Gunnar Þórðarson á heiðurinn af Reykjavíkurflug- um sem dregist hefur að rita um hér á bæ. Það ætti ekki að saka að muna eftir þessari afmælishátíð- arplötu í plötuflóðinu sem er í há- marki nú sem endranær fyrir af- mælishátíð frelsarans. Þetta er tveggja platna albúm, önnur platan með nýjum úgáfum af Reykjavíkurlögum þar sem söng Bubba um eina Möggu í bragga ber hæst, og Ríó tríó hefur aldrei verið betra en í Herra og Fröken Reykjavík og Fyrir sunnan Frí- kirkjuna. Lögin úr Reykjavíkur- kvikmyndinni eftir Gunnar eru góð, sérstaklega finnst mér fall- egt „instrumental" lag hans Til- brigði um fegurð. Gylfi Ægisson hefur undanfarin ár sent ævin- týraplötu handa börnunum á markað og svo er enn, frumsamið leikrit um Valla og snæáifana sem búa í Snæfellsjökli. Gylfi leikur og syngur ásamt Hermanni Gunnarssyni, fjölda barna o.fl. Ekki er hægt að tala um stjörnu- leik á skífu þessari frekar en hin- um eldri, og útgáfan öll í ódýrara lagi. En efnislega ætti ungum hlustendum ekki að leiðast, þótt sumir foreldrar kjósi kannski frekar að þau leggi eyrun við t.d. íslendingasögurnar. OANSLAGAKEPPNIN — HÓTBL BORG Gömlu dansarnir eru alltaf í heiðri hafðir á Borg- inni á sunnudagskvöldum og í sumar var haldin danslagakeppni í þeirri grein. 10 bestu lögunum að mati dómnefndar var þrykkt í plast og gefin út undir heitinu Danslagakeppnin - Hótel Borg. Öll eru þau auðvitað með gamla mótinu þótt ný séu: polkar, vals- ar, tangóar, skottís og ræll, sjö þeirra sungin. Þuríður Sigurðar- dóttir er best söngvaranna. Einlyndi og marglyndi eru tuttugu Hannesar Árnasonarfyrirlestrarsem Sigurður Nordal flutti veturinn 1918—1919. Með þeim hreif hann áheyrendur sína svo fast að fullyrða má að enginn Islendingur hafi kvatt sér hljóðs við þvílíkar undirtektir. Þar hyggur Sigurður Nordal að ólíkum manngildishugsjónum — leysingjans og vandræðamannsins, skáldsins og framkvœmdamannsins — lífsviðhorfum, draum- hyggju, leikhyggju og vafahyggju meðal annarra. Leikandi og lipurt málfar Sigurðar ber vitni einum helzta íslenzkumanni þjóðarinnar. Þorsteinn Gylfason og Gunnar Harðarson sáu urn útgáfuna og ritar Þorsteinn ýtarlegan inngang. Verð kr. 1.890.- HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG MNCHOLTSSTRÆTI S - 121 REVKJAVlK Herbert Guðmundsson heldur tryggð við sitt diskórokk- popp og er Steingrímur Einars- son hljómborðsleikari orðinn fastur fylgisveinn hans í músik- inni og Magnús Hávarðarson semur tæpan helming laganna með þeim á nýju plötunni, Time flies. Allt er þetta ágætle'ga leikið og danshæft, en ekki betra en það sem Herbert hefur boðið okkur á þessu skeiði ferils síns. T.d. gríp- ur mig engin melódía á Time flies á borð við Don’t walk away á The Dawn of the human Revolution. Kannski ætti Herbert að taka sjálfan sig á orðinu á síðasta lagi plötunnar, Take a Rest; gefa sér og félögum góðan tíma í laga- smíðarnar, því að strákurinn hef- ur sannað að hann á upp á pall- borðið hér þegar hann hefur ver- ið með haldgóðar melódíur. Megas er aldeilis góður á í góðri trú. Ég held ég sé ekki að orðlengja það mikið, bæði óþarfans og jóla- plássleysisins vegna, að þetta er besta platan hans síðan sú fyrsta kom út, en hana slær jafnvel ekki hann sjálfur út hvað óvenjuleg- heit varðar. En I góðri trú minnir á þá fyrstu fyrir hvað hún er mel- ódísk og fersk, og eiga þar hlut að máli, auk höfuðpaursins, þeir fínu spilarar sem eru þarna með honum: Sigtryggur Baldursson trommari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari, Tómas Tómasson á bassa, hljómborð og upp- tökuborð, Guðmundur Ingólfs- son á píanó og orgel og Reynir Jónasson á nikku. Svo er það al- þýðleg utangarðsmennskan í tex- tunum, með skírskotun til gamal- þjóðlegri ljóða eins og Sprengis- ands og Ég bið að heilsa eftir Inga T. og Jónas, auk Fríðu lipurtáar og Lóu litlu á Brú. Þetta er aldei- lis gróflega falleg skífa. Strax er ný íslensk hljómsveit sem er að reyna fýrir sér í útlöndum og syngur því á ensku og fékk sér til leiðbeiningar enskan upptöku- stjóra. Og hver er árangurinn? - Alveg svakalega vel unnin hljóm- skífa tæknilega séð og mikið hugsað um útsetningarnar. Mús- ikin er eiginlega frekar dökkt, hafgrænt, hljóðgerft popp... og ekki eins ólíkt Stuðmönnum og Þursum og margur hefur með ólund viljað láta í veðri vaka, hvað sem nú þessar hljómsveitir hafa með Strax að gera. Þarna í ólgusjónum á dýpi hljóðgerfl- anna leynast nefnilega fínar mel- ódíur, sem eyrað bítur á... sé maður ekki týndur í eigin for- dómum og íhaldssemi, berjatínu- laus og allt. Það verður nefnilega ekki sagt um þetta lið að það þori ekki að tefla á tæpt vað - margur sem hefði þessa þjóðkunnu hæfi- leika mundi frekar nota þá til að senda á jólamarkaðinn þá gullnu formúlu, sem víst er að veldur gróða, heldur en svona tilrauna- starfsemi. Ég get reyndar ekki sagt að ég sé ánægð með allt heila galleríið, leiðist t.d. The Urge og Pago Pago er langdregið eins og söguefnið hlýtur að geta orðið, lestarferð milli borga í Kínaveldi. Hins vegar er ágætt popp með stæl í lögunum Enough, Come Jive, Black and White og Look me in the Eye, og mikið skolli syngja skötuhjúin Aggi og Ragga vel, sundur og saman; Ragga sýnir á sér margar hliðar. Þessa plötu þarf að melta smástund áður en hún líður út til skynfæ- ranna hindrunarlaust. Á stund- um finnst manni hún mætti vera persónulegri, en áður en maður fer á slíkt einkaflipp fyrir alvöru, og hefur efni á að segja „sko, sagði ég ekki?“, er best að láta tímann leiða niðurstöðuna í ljós. Hvernig var það t.d. ekki um Kókostré og hvíta máva Stuð- manna? Sú ljómandi góða plata fékk háffúlar viðtökur hjá flest- um gagnrýnendum í fyrstu, en þykir nú hinn besti gripur. Sverrir Stormsker segir á annarri plötunni sinni, svona eins og til útskýringar á hinni fyrri, „heldur klæminn en vera væminn". Hann er þó hvor- ugt á Lífsleiðinni sinni leiðu (eða á ekki að túlka heiti plötunnar þannig - Lífsleiðin(n)?) - heldur einlægur og blíður. Hann er líka alveg hundskemmtilegur texta- höfundur í orðaleik, sem þó er ekki innantómur, heldur lagaður að yrkisefninu, sem yfirleitt er at- burður af ljúfsárri lífsleiðinni. Margur hefur látið fara í taugarn- ar á sér sjálfsbjargarviðleitni Sverris í plötugerðinni, en mannkertið bætir upp misjafnan undirleik og söng, finnst mér, með góðum melódíum og ein- hverjum „andskodans“ tilgangi og þörf með plötugerð sinni. Textablaðið er skilmerkilegt hjá Sverri, í stfl við Vísnavini, og umslagið gott, samvinna hans og Hallgríms Helgasonar. Sinfóníu- hljómsveitin okkar er búin að gera eins og sú í London - að leika inn á plötu vinsæl popplög landa sinna. Björgvin Halldórsson stjórnaði upptöku og fékk Ed Welch til að setja allt heila gallaríið út, en sá gerði slíkt hið sama fyrir Lundún- asymfóníuna í hennar popp- rokki. Margir hafa gaman af þessu tiltæki, en mér finnst lögin koma misvel út í þessum útsetn- ingum. Best eru Ailur lurkum laminn, Gaggó Vest og Rockall. Þar er t.d. flott gftarsóló sem gaman væri að fá að vita hver spil- ar, en litlar upplýsingar eru á al- búminu. Sinfónían stendur sig vel og víða heyrir maður góð sóló. Þá er albúmið ágætt, bæði að aftan og framan, og úr fallegum glans- pappa. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Laugardagur 20. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.